Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 11 Hópurinn sem var á námskeiðinu í Ölfusborgum ásamt Ásdísi Skúladóttur, félagsráðgjafa (t.v.), sem hafði umsjón með námskeiðinu. Náms- og starfsfræðsla fyrir atvinnulaus ungmenni „Tilgangur námskeiðsins var að fræða ungt fólk, sem af einhverjum ástæðum hefur snemma horfið frá skóla, um náms- og starfsleiðir, auk þess sem veittar voru upplýsingar um ýmis félagsleg réttindi," sagði Ásdís Skúladóttir félagsráðgjafi á blaða- mannafundi sem haldinn var til kvnn ingar á nýafstöðnu námskeiði í Ölf- usborgum. Aðdragandi námskeiðsins var sá að forráðamenn Félagsraála- stofnunar Kópavogs vildu koma til móts viö aukið atvinnuleysi ungs fólks í bæjarfélaginu, en aðeins lítill hluti þess hóps á tilkall til atvinnu- leysisbóta. Var haft samband við á annað hundrað ungmenni varðandi námskeiðið, en nöfn þeirra vann Hrafn Sæmundsson atvinnumálafull- trúi upp úr atvinnuleysisskrá frá 01.12. 1982 til sama dags 1983. Þá var námskeiðið auglýst í útvarpi og hald- inn um það kynningarfundur. Að námskeiðinu stóðu Félags- málastofnun Kópavogs, skólaskrif- stofa Kópavogs og Menningar- og fræðslusamband alþýðu, auk þess sem Menntaskólinn í Kópavogi og Iðnskólinn tóku þaft í undirbúningi þess. Tuttugu og þrjú ungmenni, fædd á árunum 1963 til 1968, sóttu námskeiðið og dvöldu vikulangt í Ölfusborgum. Þar voru fimmtán mismunandi skólar kynntir, auk þess sem erindi voru flutt um námslán og félagslega aðstoð, rétt og skyldur varðandi vinnustaði. Gerður Óskarsdóttir, námsráðgjafi fjallaði um námsleiðir almennt og ræddi einslega við hvern þátttak- anda varðandi það. Þá hélt hópur- inn kvöldvökur og samverustundir. Á blaðamannafundinum gat Bragi Guðbrandsson félagsmála- stjóri þess að fræðsla sem þessi væri nauðsynleg með tilliti til þess hversu stór hluti atvinnulausra væri ungmenni. Einnig kom það fram í máli Guðjóns Magnússonar skólafulltrúa að náms- og starfs- ráðgjöf sem þessi er ekki veitt nema að litlu leyti innan skólakerfisins og varðar þá oftast eingöngu fram- haldsnám. Sagði hann verkalýðs- hreyfinguna búa að miklum upplýs- ingum sem kæmu ungu fólki til góða varðandi starfsleiðir og fram- tíðarstörf. Tryggvi Þór Aðalsteins- son formaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu kvaðst fagna þessu samstarfi verkalýðs- hreyfingarinnar og sveitarfélaga. Sagði hann að þrátt fyrir að starf verkalýðshreyfingarinnar beindist einkum að þeim sem væru á vinnu- markaðnum væri full ástæða til að stuðla að jafn mikilvægri fræðslu og þeirri sem á námskeiðinu var. Samstarfi þess hóps sem sat námskeiðið í ölfusborgum er ekki með öllu lokið því að ákveðið hefur verið að hópurinn komi saman með vorinu, áður en umsóknarfresti um skólavist lýkur. Á fundinum voru þau Jón Þór Grímsson, Þórunn Tyrfingsdóttir og Þóra Linda Karlsdóttir, sem voru á meðal þátttakenda á námskeiðinu, og kváðust þau mjög ánægð með það, þeim hefðu verið opnaðar ýmsar leiðir fyrir framtíðina. Vestmannaeyjar: Ríkisstjórnin skipar nefnd vegna frekari hraunhreinsunar Vestmannaeyjum, 30. janúar. HJÁ RÁÐAMÖNNUM Vestmannaeyjabæjar er áhugi fyrir því að áfram verði unnið að hraunhreinsun og frágangi þess hluta hraunkantsins sem snýr að bænum og rann lengst inn í miðbæinn í eldsumbrotunum árið 1973. Um miðjan desember sl. sameinuðust ailir 9 bæjarfulltrúarnir og samþykktu í bæj- arstjórn tillögu þar sem þess er farið á leit viö forsætisráð- herra, Steingrím Hermannsson, að skipuð verði nefnd er framkvæmi könnun og geri tillögur um frekari hraunhreins- un og uppgræðslu hraunkantsins sem snýr að íbúðarbyggð, fiskvinnslustöðvunum og Skansinum. Er það yfirlýstur vilji bæjarstjórnar að Ijúka beri þessum framkvæmdum, þar sem frá var horfið af hálfu Viðlagasjóðs 1976. í bréfi til bæjarstjórnar hefur forsætisráðherra tilkynnt að rík- isstjórnin hafi fallist á að skipa nefndina og hefur tilnefnt í hana þá Árna Johnsen alþingismann og Pál Zophoníasson tæknifræðing og fyrrum bæjarstjóra í Eyjum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur kosið í nefndina Arnar Sigur- mundsson formann bæjarráðs. Þá er gert ráð fyrir að fjármálaráðu- neytið og félagsmálaráðuneytið tilnefni einn mann hvort ráðu- neyti. Eftir eldgosið 1973 voru rúm- lega 2 milljónir rúmmetra af hrauni og ösku fjarlægðar og var þá áformað að hreinsa burtu hrauntungu sem rann inn í miðbæinn en aðeins var tekinn hluti af henni þegar hreinsað var frá fiskvinnslustöðvunum. Hrauntungan, sem rann inn í miðbæinn í siðustu goshrinunni, er um 8—10 metrar að þykkt að meðaltali, mjög sprungin vegna hraunkælingarinnar. Þegar hluti tungunnar var fjarlægður á árun- um 1973—’74 var það tiltölulega auðunnið verk með þeim stórvirku tækjum sem til verksins voru not- uð. Eins og hraunkanturinn bæjar- megin er í dag, gnæfir hann yfir bæinn og finnst mörgum sérstak- lega hrauntungan vera til mikilla lýta. Einnig þrengir hrauntungan mjög að hafnarsvæðinu og undir henni eru dýrmætar lóðir. Er það vilji Vestmanneyinga að reynt verði að gera gott úr þeirri hróp- andi andstæðu sem hraunkantur- inn er í hjarta bæjarins. — hkj. Opiö föstudag til kl. 8 Opiö laugardag til kl. 2. L__ Við eigum allt sem þig vantar í furu Slitþols prófun áklæóa ■ ■ HDSG&uNAEOlLIN BfLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVfK S 91-61199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.