Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 26 Flumbra þarf að sjóða mikinn graut handa tröllastrákunum sínum. Tröllin aftur í Iðnó Á sunnudaginn kemur, 5. febrúar, hefjast á ný sýningar á „Tröllaleikj- um“ Leikbrúðulands í Iðnó. Þættirnir heita: Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur, Búkolla, og Eggið og Draumlyndi risinn. Sýningar verða framvegis á sunnudögum kl. 15.00. Bolungarvík Eldvarnanámskeið haldið fyrir sjómenn Bolungarvík, 2. febrúar. Á FUNDI sínum í desember sl. ákvað skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan að efna til eldvarnanámskeiðs fyrir áhafnir allra fiskiskipa yfir 30 smál. á félagssvæði sínu sem er Vestfirðingafjórðungurinn. Félagið leitaöi til Guðmundar Helgasonar slökkviliðsstjóra á ísafirði, og tók hann málaleitan félagsins vel og hefur hann annast allan undirbúning og skipulagn- ingu og kann félagið honum mikl- ar þakkir fyrir alla þá vinnu. Fyrsta námskeiðið var haldið hér í Bolungarvík þann 24. jan. sl. Fyrrihluta námskeiðsins, sem samanstóð af fyrirlestri Guð- mundar Helgasonar slökkviliðs- stjóra og sýningu kvikmynda, sátu áhafnir skuttogaranna Dagrúnar og Heiðrúnar. Seinni hluti nám- skeiðsins, sem voru verklegar æf- ingar, fór fram um borð í Dag- rúnu, en gert er ráð fyrir að slíkar æfingar fari fram um borð í Heið- rúnu við næstu inniveru. Um borð í Dagrúnu voru fyrst skoðuð og reynd reykköfunartæki skipsins, áhafnarmeðlimir voru látnir setja á sig tækin eftir að límt hafði ver- ið fyrir grímuna þannig að við- • komandi gæti ekki séð út um JNNLENT hana, þannig útbúnir áttu þeir að leysa verkefni sem fólst í því að finna mann í borðsal skipsins. Að þessu loknu voru skipsmenn látnir slökkva eld með hand- slökkvitækjum og þeim kynntar hinar ýmsu tegundir þeirra tækja, auk þess sem kannað var hvort áhöfnin væri með á staðsetningu þeirra um borð, en um borð í Dagrúnu eru um 22 handslökkvi- tæki. Þá voru brunadælur og bruna- slöngur skipsins reyndar, en þar reyndist pottur brotinn því slöng- ur þær sem reyndar voru gáfu sig og er því þarft að endurnýja þær sökum aldurs en Dagrún er 9 ára gamalt skip. Áhafnarmeðlimir Dagrúnar töldu slík námskeið ákaflega þörf og að of lítið væri hugaö að þess- um málum þar sem mikið væri í húfi og nauðsyn að bregðast rétt við á hættustund. Að tilhlutan skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar samþykktu útgerðir skipa á fé- lagssvæðinu að greiða allan kostn- að við námskeið þessi. Að sögn formanns skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunn- ar, Guðmundar M. Kristjánsson- ar, er fyrirhugað námskeið í slysa- hjálp um borð í fiskiskipum að af- loknum þessum eldvarnanám- skeiðum. — Gunnar Ályktun trúnaðarráðs starfsmannafélags ríkisstofnana: Ekki verði hvikað frá kröfunni um 15 þúsundin Trúnaðarmannaráðsfundur Starfsmannafélags ríkisstofnana sem haldinn var 31. janúar síðastlið- inn lýsir undrun sinni á seinagangi og neikvæðum viðbrögðum viðsemj- enda opinberra starfsmanna í þeim viðræðum sem nú standa yfir um kröfugerö BSRB, segir meðai annars í ályktun sem Morgunblaðinu hefur borist Þar segir ennfremur: „Fundurinn leggur áherslu á að samningagerðum verði flýtt, svo þær kjarabætur sem um verður samið, komi þeim strax til góða, sem mesta þörfina hafa. Mikils- vert er að sá skilningur stjórn- valda vakni fyrir því sjónarmiði, sem fram kemur í kröfugerð BSRB, að lögð verði megináhersla á bætur fyrir þá lægst launuðu er þola enga bið. Stjórnvöldum ber skylda til að láta af einstreng- ingslegri afstöðu sinni og skilja þann vilja sem fram hefur komið hjá launþegum til að axla með öðrum þau vandamál, sem blasa við þegnum landsins, og varða lífsafkomu þeirra og atvinnu. Fundurinn krefst þess að stjórnvöld finni leið til að stemma stigu við óbilgjörnum og stig- hækkandi álögum sveitarfélag- anna, sem í engu hafa viljað láta af sínu. Hækkuð þjónustugjöld, útsvör, fasteignagjöld og lækkað- ar barnabætur eru ljós dæmi um skilningsleysi stjórnvalda. Fundurinn leggur áherslu á að í engu verði hvikað frá kröfum BSRB og hvetur til órofa sam- stöðu um kröfuna um 15.000 króna lágmarkslaun fyrir dagvinnu. Fundur trúnaðarmannaráðs SFR fordæmir þá starfshætti sem einstakir ráðherrar hafa tamið sér í samskiptum við starfsfólk sitt með upphrópum og fullyrðingum í fjölmiðlum um sölu eða niðurlagn- ingu á ýmissri opinberri þjónustu, án undangenginna athugana. Um- ræða um gagnsemi eða þörf fyrir störf opinberra stofnana er sjálf- sögð og eðlileg og hvort þær full- nægi þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar, eða breytinga, sé þörf sem þjóni samtíðinni. Sjálfsagt er að taka til endur- skoðunar þarfir þjóðfélagsins, og þjónustustofnana þess. Það er jafn sjálfsagt að gera það með þeim hætti að hún valdi sem minnstri óþarfa röskun og óþæg- indum fyrir starfsmenn sem við þær starfa. Starfsfólk sem sett er undir mæliker orðhvatra ráðamanna verður fyrir margvíslegum óþæg- indum vegna umtals, þar sem jafnvel er látið að því liggja að störf þeirra séu óþörf eða betur komin í annarra höndum. Fundurinn krefst þess að ráða- menn taki upp vinsamlegri vinnu- brögð í samskiptum við launafólk, og spari stóryrðin, sem eru til þess eins fallin að hindra eðlileg sam- skipti en vekja ýfingar og óþarfa tortryggni milli aðila, öllum til óþurftar og skaða." Guðmundur Helgason kynnir áhöfn mb. Dagrúnar notkun og meðferð reyk- köfunartækja. Austurbæjarbíó: Næturvaktin Austurbæjarbíó hefur nú tekið til sýningar bandarísku gamanmyndina Næturvaktin. Myndin greinir frá ævintýrum þeirra Chuck og Bill, starfsmanna í iíkhúsi í New York. Bill telur sig mikinn hugvitsmann og finnst það með öllu óhæft að nota ekki rólegar stundir í vinnunni til að afla auka- penings. Finnur hann upp á ýmsu í því skyni. Leikstjóri er Ron Howard, en tón- list er eftir Burt Bacharach. Aðal- leikendur eru Henry Winker og Michael Keaton. Tónleikar Vonbrigða í kvöld Hljómsveitin Vonbrigði heldur sína fyrstu opinberu tónleika á árinu í Félagsstofnun stúdenta í kvöld. Á tónleikunum mun hljómsveitin flytja nýja tónlist, sem margir munu vænt- anlega ekki hafa heyrt áður. Tón- leikarnir í kvöld verða einir fárra áður en hljómsveitin heldur í hljóð- ver. Auk Vonbrigða koma hljóm- sveitirnar Jói á hakanum og Lojpipos og Spojsippus fram á þessum tónleikum. Báðar eiga nokkuð langan feril að baki, en hafa ekki efnt til margra tónleika. Mannabreytingar hafa orðið í síð- arnefndu sveitinni og er þetta í fyrsta sinn, sem hún kemur fram í núverandi mynd. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 22 og þeim lýkur klukkan 1 eftir miðnætti. Hljómsveitin Vonbrigði. Félagsheimili KFUM ogKí Keflavík vígt SAMBAND íslenskra kristniboðs- félaga hefur haft þann hátt á und- anfarin ár að efna til kristniboðs- viku til kynningar á starfsemi sinni utanlands og innan. Nú stendur yfir í Keflavík æskulýðs- og kristniboðsvika og í því tilefni var félagsheimili KFUM og K vígt. Séra Jónas Gíslason, lektor, framkvæmdi vígsluna að við- stöddum fjölda gesta og velunn- ara starfsins. Húsið stendur við Hátún 36, að grunnfleti 160 mz, þar var áður brauðgerðarhús, sem endurbyggja varð að lang- mestu leyti. Hafa þar margar fórnfúsar hendur unnið mikið og óeigingjarnt starf, frá því að húsið var keypt í júní 1981. Eftir mjög rysjótt veðurfar dagana fyrir vígsluna var veður hið besta vígsludaginn og færð góð, auðveldaði það mjög loka- undirbúninginn og gaf samkom- unni aukinn hátíðarblæ. Að lokinni vígslu og dagskrá henni samfara var viðstöddum boðið til kaffidrykkju í hinu ný- vígða húsi. Samkomur hafa verið í húsinu á hverju kvöldi það sem af er vikunni og verða áfram allt til sunnudags 5. febrúar, hefjast þær kl. 20.00. Aliir eru velkomn- ir á samkomurnar, sem bæði eru sniðnar við hæfi barna og full- orðinna. (FrélUlilkynning) Frá vígslu félagsheimilis KFUM og K í Keflavík. Morgunbladid/Heimir Stígsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.