Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
39
Safnplata frá SATT í burðarliðnum:
„Vantar fyrst og
fremst tryggari
starfsgrundvöll“
— segir Jóhann G.
Jóhannsson,
aðalsprauta
samtakanna
„Undirbúningur aö safnplötu
okkar er aö komast á gott skriö
og viö höfum fengiö margt
forvitnilegt efni í hendurnar,"
sagði Jóhann G. Jóhannsson,
tónlistar- og myndlistarmaöur og
aöalsprautan í starfi SATT, í
spjalli viö Járnsíöuna um helgina.
Eins og skýrt var frá á Járnsíö-
unni um miöjan nóvember hyggur
SATT á plötuútgáfu til þess aö fjár-
magna starfseml sína og er síöast
var rætt viö Jóhann taldi hann líkur
á aö a.m.k. ein plata, líkast tll þó
tvær, yröu gefnar út. Núna um
helgina taldi hann ekkert því til
fyrirstööu, aö gefnar yröu út tvær
plötur eöa fleiri, allt færi þó eftir
viötökunum. Efnið á fyrstu plöt-
unni kemur væntanlega til meö aö
veröa ákaflega fjölbreytt, „eigin-
lega allt frá Meö nöktum og yfir í
Magnús Eiríksson", svo notuö séu
orö Jóhanns.
„Ég held aö þetta sé rétti
grundvöllurinn fyrir plötuútgáfu hjá
SATT," sagöi Jóhann og vísaöi þá
til þess fyrirkomulags, aö tónlist-
armenn og hljómsveitir sendu
SATT efni og samtökin kæmu því
síöan á framfæri við útgefendur í
stærri pakka, eöa gæfu þaö jafnvel
út sjálf. Sagðist Jóhann þó hallast
fremur aö því, aö SATT reyndi aö
selja einhverju útgáfufyrirtæki „all-
an pakkann" fyrir ákveöna upp-
hæö.
Fjárhagsstaöa SATT er enn
fremur bágborin að sögn Jóhanns,
en þar hefur þó allt veriö á hægri
upþleiö. „í raun má segja, aö fram-
tíö húseignar samtakanna velti
mjög á langlundargeöi einstakra
aöila," sagöi Jóhann.
„Það, sem okkur vantar fyrst og
fremst er tryggari grundvöllur fyrir
starfsemi SATT. Viö reyndum um
tíma aö reka umboðsskrifstofu
fyrir hljómsveitir og sú tilraun gaf
góöa raun. Þaö vantar hins vegar
meiri samvinnu á milli hljómsveita.
Þetta er rétt eins og í fótbolta, þar
hefst ekkert án samvinnu. Og allir
vilja hafa góöan völl til aö sparka
á. Þetta á einnig viö um okkur og
er tvímælalaust þaö, sem við þurf-
um aö leggja höfuöáherslu á,“
sagöi Jóhann G. Jóhannsson.
Jóhann G. Jóhannsson, aöal
sprauta SATT.
BARA-Flokkurinn
í höfuðstaðinn
BARA-flokkurinn er á leiöinni í
höfuöstaöinn og er von á þeim
fimmmenningum undir lok vik-
unnar. Aö þessu sinni fá Reykvík-
ingar tvöfalt tækifæri til að berja
þessa hljómsveit, sem getur með
góöri samvisku gert tilkall til tit-
ilsins „besta hljómsveit íslands",
augum, Eyjamenn fá einfaldan
séns.
Tónleikar veröa í Safari á
fimmtudaginn 2. febrúar, og síöan
veröur dansleikur á Hótel Borg
laugardaginn 4. febrúar. Föstu-
dagskvöldinu ætla þeir BARA-
flokks-menn aö eyöa viö dans-
leikjahald í Eyjum. Fer sá dansleik-
ur fram í Samkomuhúsinu.
Nokkrar vikur eru nú liönar frá
því önnur breiðskífa BARA-
flokksins, Gas, leit dagsins Ijós.
Ber öllum saman um, aö þar fari
frábær hljómplata. Væntanlega
mun hljómsveitin gefa tón- og
dansleikjagestum tækifæri til aö
heyra lög af nýju plötunni, auk
annarra eldri laga, svo enn ann-
arra splunkunýrra.
BARA-Flokkurinn
anum.
í vetrarskrúö-
Koma íslensku plötufyrir-
tækin sér saman um lista?
Járnsíöan frétti á skotspón-
um fyrir stuttu, aö í undirbún-
ingi væri aö hefja vinnslu sam-
eiginlegs vinsældalista frá öll-
um plötufyrirtækjum landsins.
Eru þaö þeir Pétur Kristjánsson
hjá Steinum og Jón Olafsson
hjá Skífunni, sem veriö hafa aö
kanna þessi mál. Eru þau enn á
frumstigi.
Til þessa hefur eiginlega ekki
veriö neinn almennilegan vin-
sældalista aö hafa hér á landi.
DV hefur reyndar sýnt einna
bestu tilburöina í átt til reglu-
bundinnar birtingar vinsælda-
lista, en íslenski listinn hefur ver-
iö því marki brenndur aö vera
settur saman af unglingum í
Þróttheimum. Sá listi gefur aö-
eins aö verulega takmörkuöu
leyti til kynna hvaöa plötur seljast
mest hérlendis. Sömu sögu er
reyndar aö segja af listanum,
sem birtur er á Járnsiöunni.
Veröi af samvinnu plötufyrir-
tækjanna, sem er í senn æskileg
og tímabær, ættu plötukaupend-
ur og aörir þeir, sem fylgjast
grannt meö þróun mála í popp-
inu, loks aö geta fengiö lista, sem
taka miö af sölu og sýna þannig
raunhæfar vinsældir.
Misgott safn
en frábær heild
Finnbogi Marinósson
The Undertones
All Wrapped up
EMI/Plötubúðin
írska hljómsveitin The Und-
ertones var stofnuð í árslok 1975.
En þeir vöktu fyrst á sér athygli
tveimur og hálfu ári seinna með
laginu „Teenage Kicks". Vel-
gengni lagsins vakti athygli
stóru plötufyrirtækjanna sem
lenti saman um hver mundi
hreppa flokkinn. Tónlistin sem
drengirnir spiluðu var hrátt,
kraftmikið, grípandi og vel spil-
að rokk, sem þá var kallað
„pönk“.
Það var plötufyrirtækið Sire
sem gerði samning við hljóm-
sveitina og hjá fyrirtækinu gáfu
þeir út fjórar stórar plötur. Sú
fyrsta heitir „The Undertones"
og er hreinn kjörgripur. Næst
kom „Hypnotized" og er hún í
svipuðum gæðaflokki en með ögn
öðrum blæ. Þriðja platan heitir
„The Positive Touch" og er frá-
bær, en tónlistin breyttist enn.
Lögin og hljóðfæraleikurinn
voru orðin fágaðri og sterkari
popp-hljómur í lögunum. Síðasta
platan og sú besta er „The Sin of
Pride". Leiðin frá rokkinu yfir í
popp-rokkið var bein og hvergi
hnökrótt. En þrátt fyrir að tón-
listar-þróunin hafi öll verið á
réttri braut var ekki hægt að
segja það sama um plötusöluna.
Eftir útkomu „The Sin of Pride"
Lengi lifir í
gömlum glædum
Slade
The Amazing Kamikaze Syndrome
Skífan
Á tímum pönksins þótti afar
hallærislegt að hafa gaman af
þungarokki og hvað þá að hlusta
á gamlar hljómsveitir eins og
t.d. Slade. En þegar pönkið dal-
aði reis rokkið upp aftur og
óhætt er að fullyrða að aldrei
hafi það verið vinsælla en árið
80—81 ef frá eru dregin gullald-
arárin við upphaf síðasta ára-
tugs. Hvað sem því Iíður hefur
Slade átt frekar erfitt uppdrátt-
ar. En drengirnir hafa ekki látið
undan síga og bitið á jaxlinn og
haldið ótrauðir áfram. Hljóm-
leikar sveitarinnar hafa alla tíð
þótt afbragðs skemmtun og
gleymir undirritaður seint
hljómleikum sem Slade kom
fram á árið 1981. Stemmningin
var gífurleg og engin hljómsveit
náði eins miklum tökum á áhorf-
endum á þeim tónleikum að
AC/DC undanskilinni.
Þegar ég heyrði skömmu fyrir
jólin að Slade hefði gefið út nýja
plötu sem hefði verið tekið með
kostum og kynjum var farið á
stúfana og málin athuguð. Þetta
lag heitir „My oh my“ og er væg-
ast sagt öðruvísi en ég átti von á.
Það hefst á laglegum píanóleik
og er rólegt. Síðan bætast við
önnur hljóðfæri og krafturinn
eykst en sama hraða er haldið.
En hljómsveitin átti eftir að
gera gott betur. Stuttu seinna
opinberaðist að væntanleg væri
ný plata frá flokknum. Platan
kom síðan étt fyrir jól og heitir
„The Amazing Kamikaze Syn-
drome". Að sjálfsögðu er „My oh
my“ á plötunni, en alls eru lögin
10. Þegar platan hafði síðan
runnið nokkrum sinnum í gegn
var ljóst að hér er á ferðinni
hinn ágætasti gripur.
Platan hefst með „Slam the
Hammer Down“. Lagið er af
gömlu gerðinni, takturinn gang-
andi, laglínan í millikaflanum
grípandi og krafturinn eins og í
fimmtán ára ófullnægðum pilt-
um. Gítarsólóið er dæmigert en
allt gefur þetta tilefni til að
hætti hljómsveitin. Skýringin
sem gefin var sagði: Þetta er
besta platan okkar en sú versta í
sölu. Þar með var bundinn endi á
góðan feril efnilegrar hljóm-
sveitar. En eins og við höfum
minnst nokkrum sinnum á
gleymast góðir menn ekki svo
glatt og rétt fyrir jólin kom út
tvöföld safnplata á nafni Und-
ertones. Er á henni að finna öll
þau lög sem voru á litlum plötum
hljómsveitarinnar. Fyrri platan
geymir allar a-hliðarnar og er
þeim raðað í rétta tímaröð og á
seinni plötunni eru allar b-hlið-
arnar og eru þau lög líka í réttri
tímaröð. Ekki þarf að fara mörg-
um orðum um að hér er á ferð-
inni fyrsta flokks safnplata.
Hvert gullkornið rekur annað og
má þá t.d. nefna „Teenage
Kicks", „Get over You“, „Jimmy
Jimmy“, „Here Comes the
Summer', „You Got my Numb-
er“, „My Perfect Cousin" og
„Wednesday Week“. Allt eru
þetta kraftmiklir grípandi rokk-
arar. En á hlið 2 má heyra glögg
merki um breyttan stíl. „It’s Go-
ing to Happen" er rólegra og auk
venjulegrar hljóðfæraskipunar
hafa bæst við blásturshljóðfæri.
En sami gæðastimpill er yfir
þessu öllu og ekki undan neinu
að kvarta.
Önnur platan er að nokkru
frábrugðin þeirri fyrri. Lögin
eru misjafnari að gæðum og
sömuleiðis upptakan. Engu að
síður er hún góð og gefur góða
hugmynd um hverskonar hljóm-
sveit Úndertones var.
Þegar öllu er á botninn hvolft
stendur „All Wrapped Up“ eftir
sem ein af bestu plötum ársins
1983 og ein af fjórum bestu
safnpiötum síðasta árs.
sperra eyrun. Hamarslögin
renna saman við „In the Dog-
house“ sem er þokkalegur rokk-
ari. Eiginlega sýnir þetta lag
okkar að Slade væri ekki mjög
áhugaverð ef ekki væri til staðar
söngvarinn, Noddy Holder. Góð-
ur söngvari sem ekkert lætur á
sjá þrátt fyrir langan ferii.
Þriðja lagið á þessari plötu setti
mig út af laginu. Það heitir „Run
Runaway" og er í einu orði frá-
bært. Það hefur allt til að bera
sem á að vera til staðar í góðum
rokkara. Inngangur lagsins er
sleginn á trommur og man ég
ekki eftir að hafa heyrt þær
hljóma jafnskemmtilega síðan
ég fyrst heyrði „Number of the
Beast“ með Iron Maiden. Síðan
hljómar laglínan spiluð á gítar
og söngvarinn kemur inn stuttu
seinna, röddin er skemmtileg.
Verði þetta lag ekki vinsælt er
ég illa svikinn. Að minnsta kosti
ættu dansgestir öldurhúsa borg-
arinnar og annarra staða ekki p.o
standa hreyfingarlausir gæíu
plötusnúðar þessu lagi gr.im.
Erfitt er að fylgja jafngóðu lagi
og þessu eftir og í samanburði er
næsta lag, „High and Dry“,
þokkalegt. Næstsíðasta lagið á
hliðinni er síðan áðurnefnt „My
oh my“ og vonandi ættu sem
flestir að vera búnir að uppgötva
gæði þess. Síðan lýkur hliðinni á
sama hátt og hún hófst. „Cocky
Rock Boys (Rule o.k.)“ er af
gömlu gerðinni og stendur og
fellur sem slíkt.
Það sem hlið tvö hefur að
geyma hefur ekki verið hlustað á
með jafnmikilli athygli. Fyrsta
lagið er einhverskonar saga
(samtal) í fjórum þáttum. Annað
hefur víst náð einhverjum vin-
sældum og heitir „(And Now —
The Waltz) C’est la vie“, rólegt
og aðgengilegt lag, svona rétt
eins og mörg önnur. „Cheap and
Nasty Luv“ er góður rokkari og
sömuleiðis „Razzle Dazzle Man“.
Það sem mest kemur á óvart á
þessari plötu eru hversu góð lög-
in eru, vinna þeirra og hversu vel
þau fylgja því sem er að gerast í
rokkinu í dag. Sumstaðar örlar á
gömlum töktum og annars stað-
ar heyrist eitthvað nýtt og þessi
blanda er áhugaverð.
Hljómgæðin
Tónlistin *★★★