Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 17 Helgi Óskarsson ásamt Tódur sínum, Óskari Einarssyni (t.v.) og Óskari Sigurpálssyni, þjálfara (t.h.). Helgi stundar nú heilsurækt í Orkubót undir umsjón þjálfarans Óskars MorgunbiadiA/júiíus. Sigurpálssonar, sem er með honum á myndinni. Bjartsýnn á að Trygginga- ráð komi til mðts við okkur — segir Óskar Einarsson, faöir Helga Óskarssonar sem væntanlega fer í aðra fótaaðgerð til Sovétríkjanna í febrúar „Helgi hefur tekið stórkostlegum framförum á árinu sem liðið er frá því fótleggir hans voru lengdir. Hann fer ferða sinna sjálfur, stund- ar líkamsrækt og hefur aukið þol og styrk. Ekki síst eru þessar framfar- ir ómetanleg andleg uppörvun fyrir hann og núna stefnum við feðgar að annarri ferð til Sovétríkjanna. Þar mun Helgi gangast undir aðgerð þar sem læri hans verða lengd um 16 sm,“ sagði Óskar Einarsson í samtali við Morgunblaðið. Óskar er faðir Helga Óskars- sonar, 14 ára drengs, sem kom í fyrravetur heim eftir ellefu mán- aða sjúkrahúsvist í Kurgan í Sov- étríkjunum. Þar voru fótleggir hans lengdir um 15 sm og var Óskar með syni sínum allan tím- ann, enda reglur sjúkrahússins þær að foreldri fylgi sjúklingum sem ekki eru fullorðnir. Helgi fór síðan utan í sumar til eftirlits, en nú er liðið það ár sem hann þarf að hvílast á milli aðgerða." Hvenær verður seinni aðgerðin framkvæmd? „Við leggjum væntanlega upp í næstu ferð þann 18. febrúar, en það er ekki endanlega ákveðið," sagði Óskar. „Sjúkrahúsvistin er greidd af Sovétmönnum, en ann- ar sjúkrakostnaður ekki. Ég fór þess á leit við Tryggingaráð að fá greiddan kostnað við dvöl mína þarna þegar Helgi fór í fyrstu að- gerðina og nú veltur á því hvort við fáum hann borgaðan. Pening- arnir ganga þá beint upp í ferðina í febrúar. Tryggingaráð kostaði ferð Helga til eftirlits í sumar og ég er þakklátur fyrir það. Ég er bjart- sýnn á að Tryggingaráð komi til móts við beiðni mína, enda get ég ekki ímyndað mér að menn séu hræddir við sjúkrahúskostnað sem þennan í framtíðinni. Það eru um tíu íslenskir einstaklingar byggðir eins og Helgi sem þyrftu samskonar meðferð. Síðan ber að hafa það í huga að ef hægt væri að framkvæma þessa aðgerð hér- lendis myndi kostnaðarhliðin lík- legast nema fjórum sinnum þeirri upphæð sem við erum að fara fram á. Hinsvegar er það ljóst að ef ég fæ ekki greitt fyrir fyrstu ferðina eru engir möguleikar á að Helgi geti farið í seinni aðgerðina því að foreldri verður hann að hafa hjá sér, það eru reglur sjúkra- hússins." A hvaða forsendum æskir sjúkra- húsið að foreldri fylgi sjúklingi? „Það er náttúrulega fyrst og fremst til að byggja hann upp andlega og veita honum stuðning meðan á sjúkrahúsdvölinni stendur. Ég annast hann í tólf tíma á dag og þjálfa hann upp líkamlega. Síðasta aðgerð fór þannig fram að fótleggirnir voru tvíbrotnir, settir í spelkur og smám saman teygt á hvorum fæti. Þetta er því löng og kvala- full aðgerð fyrir Helga." Hver hafa viðbrögð manna verið hérlendis? „Við höfum mætt góðum skiln- ingi almennings, yfirvalda og flestir læknar hafa sýnt þessu mikinn áhuga, þó ekki allir. Þeir af íslenskum læknum sem hafa kynnt sér þessa aðgerð mæla mjög með henni og það er ánægjuefni." Hversu langan tíma tekur að- gerðin nú? »Ég á von á að seinni aðgerðin taki svipaðan tíma og sú fyrri. Ég get ekki annað en verið stoltur af Helga fyrir að halda ótrauður áfram, því að þetta er mikið and- legt álag. En kannski er andlega þjáningin við að lifa með fötlun- ina öllu meiri, fyrst hann er reiðubúinn að leggja allt þetta á sig. Vonandi komumst við í febrúar til prófessors Ilesarov sem Helgi var hjá áður. Hann er viðurkenndur færasti og reynslu- mesti læknirinn á þessu sviði. Hjá honum eru dagsdaglega 30 til 40 sjúklingar, byggðir eins og Helgi, og biðlistinn er langur. Því gæti farið svo að Helgi þyrfti að bíða eftir aðgerð í þrjú ár til við- bótar ef hann kemst ekki að nú. Að síðustu vil ég nota tækifær- ið og þakka öllum almenningi fyrir dásamlega velvild og hlýju sem það hefur sýnt syni mínum. Slíkt er ómetanlegt," sagði Óskar Einarsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.