Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 3 Kjarvalsstaðir: 120 þúsund gestir á síð- asta ári UM 120 þúsund gestir komu á sýningar og aðra listviðburði á Kjarvalsstöðum á árinu 1983, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Þóru Kristjánsdóttur listráðunaut á Kjarvalsstöðum í gær. Þóra sagði þetta vera um 20% aukn- ingu frá árinu áður, þegar um 100 þúsund manns komu á sýn- ingar í húsinu. „Aðsókn hefur vaxið jafnt og þétt síðari ár,“ sagði Þóra „og lík- lega er aðsóknin í fyrra sú mesta frá upphafi. Það skal þó tekið fram að ég hef ekki tölur frá fyrstu árunum, en þá komu marg- ir hér enda húsið nýtt. Ég veit ekki hvað veldur þessum aukna áhuga, en vonandi fer þar saman aukinn áhugi á myndlist og ánægja með þær sýningar, sem hér hafa verið haldnar. Einnig getur það átt þátt í vaxandi að- sókn að við erum oft með fleiri en eina sýningu í gangi í einu, þannig að fólk getur séð mismunandi list- sýningar í einni og sömu ferðinni að Kjarvalsstöðum." Einangrun lesta Ljósafoss: Slippstöðin átti lægsta tilboðið Akureyri, 2. fehrúar. EIMSKIPAFÉLAG íslands hf. bauö nýlega út verkefni við að einangra lestir Ljósafoss. Bánist tilboð frá þremur innlendum skipasmíðastöðv- um og fimm erlendum. Ekki tókst að afla upplýsinga um upphæð tilboðanna hjá Eim- skip í dag en skv. heimildum Mbl. var tilboð frá Slippstöðinni á Ak- ureyri lægst og munaði allt að helmingi á því og hæsta tilboðinu, sem var erlent. Sveinn Ágústsson hjá Eimskip sagði í viðtali við Mbl. í dag, að ekki væri unnt að greina frá til- boðsupphæðum að svo stöddu. Fyrir lægi að jafnframt því að lestir skipsins yrðu einangraðar þyrfti að fara fram tólf ára flokk- unarviðgerð og ætti eftir að leita tilboða í hana. Sveinn kvað þá Eimskipsmenn hafa fullan hug á að láta vinna bæði verkefnin inn- anlands. Sigurður Ringsted hjá Slipp- stöðinni sagði að tilboð stöðvar- innar í einangrun lesta hafi verið lægst allra tilboða og að þeir gerðu sér góðar vonir um að fá verkið. Einnig vonuðust þeir eftir að fá tólf ára flokkunarviðgerðina. — G.Berg. Léttvín ekki heimilað í matvöru- verslunum Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gærmorgun að verða ekki við beiðni Kaupmannasamtakanna um að heimilað yrði að selja létt vín í matvöniverslunum. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hann hefði gert ráðstafan- ir í ráðuneyti sínu til að Kaup- mannasamtökunum yrði tilkynnt um niðurstöðu ríkisstjórnarinnar. Hann kvaðst ekki geta sagt frá af- stöðu einstakra ráðherra, en það hefði verið samþykkt að verða ekki við þessu erindi. Kankvís komin í fiskinn á ný Vinnsla hófst að nýju í fiskiðjuveri Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur í gærmorg- un, en togarinn Hjörleifur kom til Reykjavíkur á miðvikudagsmorgun. Mor^unblaöið RAX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.