Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 flt*«$ittilrifafeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. , Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakiö. Raforkuverðið og launin Ium það bil tuttugu ár hafa alþýðubandalagsmenn fjargviðrast yfir álverinu í Straumsvík. Þegar rætt var um að reisa þessa miklu verk- smiðju spáðu forkólfar Al- þýðubandalagsins því að hún myndi breyta fslandi í lág- launasvæði. Þannig yrði hald- ið á málum að starfsmenn í álverinu fengju lægri laun en almennt tíðkaðist á íslenskum vinnumarkaði. Þessar stað- hæfingar hafa auðvitað reynst rangar eins og rækilega hefur verið vakin athygli á í tilefni af verkfalli álversmanna nú. Alþýðubandalagið fór með stjórn iðnaðarmála í landinu í tæp fimm ár, 1978 til 1983. Allan þennan tíma reyndi iðn- aðarráðherra flokksins að gera álverið eins tortryggilegt og frekast var kostur, hann vildi helst hafa lokað því. Bar- átta Hjörleifs Guttormssonar fyrir hærra raforkuverði bar engan árangur og varð að lok- um honum og þjóðinni til skammar. Nú berst Þjóðvilj- inn fyrir því að laun starfs- manna álversins verði hækkuð meira en þjóðarbúið þolir og alþýðubandalagsmenn mega ekki heyra á það minnst að þannig sé staðið að málum að samræmi sé milli launa starfsmanna í álverinu og þeirra sem starfa við sam- bærileg störf. Sverrir Hermannsson, iðn- aðarráðherra, hefur gengið fram fyrir skjöldu og bent á tvískinnunginn í málflutningi Alþýðubandalagsins, Þjóðvilj- ans og áhangenda í kjaradeil- unni í Straumsvík. Ráðherr- ann hefur sýnt að kommúnist- ar vilja nú beita verkamönn- um í álverinu fyrir vagninn til að brjóta á bak aftur efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar, kommúnistar vilja í raun gera samning við eigendur álvers- ins í Sviss um að hafa settan launaramma hér á landi að engu. Taki Vinnuveitendasam- bandið við forræði samninga- mála í Straumsvík yrði ekki hægt að gera slíkan samning. Þetta vita kommúnistar og forkólfar Alþýðusambandsins. Um þessa hlið málsins sagði Sverrir Hermannsson rétti- lega hér í blaðinu í gær: „Ef Alusuisse hefur efni á að borga meira fyrir aðstöðu sína, þá verður það að borga mér fyrst meira fyrir raf- magnið. Ég þarf fyrst að fá hærra orkuverð til þess að nota þá peninga til að létta álögum skatta af fátæka fólk- inu, fólkinu hennar Aðalheið- ar Bjarnfreðsdóttur, fólkinu hans Bjarna í Iðju, fólkinu hans Guðmundar í Dagsbrún, fólkinu hér í Verkakvennafé- laginu Sókn. Ég þarf fyrst að fá þá peninga fyrir þetta fólk, áður en fólkið suður í Straumsvík, sem hefur þreföld laun þess, fær kjarabætur. Það er þetta sem er meginat- riði þessa máls." Lífefnaiðnað- ur og hugvit Hópur atvinnurekenda er nýkominn frá Japan, Hong Kong og Singapore þar sem menn hagnast á því að fjárfesta í hugviti. Hér í Morg- unblaðinu á sunnudaginn var rætt við dr. Jón Braga Bjarna- son og fleiri um rannsóknir í þágu lífefnaiðnaðar sem stundaðar eru meira af vilja en mætti vegna fjárskorts. Á því er enginn vafi að þessi iðn- aður á eftir að skila af sér miklum arði þegar fram líða stundir. Á fáum sviðum sýnist skynsamlegra að fjárfesta í hugviti en einmitt þarna. Um leið og menn og þá ekki síst atvinnurekendur krefjast minni ríkisumsvifa geta þeir ekki vænst þess að með skattfé sé staðið undir öllum rann- sóknum til dæmis á jafn heill- andi sviði og lífefnaiðnaðurinn er. Með öllu er ástæðulaust að einblína á ríkishítina þegar hugað er að framtíð rann- sókna á þessu sviði hér á landi hvort heldur á vegum Háskóla íslands eða annarra. Hér er gullið tækifæri til að fjárfesta í hugviti. í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að stóll hannaður af Valdimar Harðarsyni, ís- lenskum arkitekt, hefði vakið athygli á sýningu í Vestur- Þýskalandi. Enginn atvinnu- rekandi hér á landi vildi fjár- festa í hugviti Valdimars og gera honum þar með kleift að fullhanna þennan stól, þess vegna sneri hann sér til þýsks fyrirtækis sem nú sýnist ætla að fá ríkulegan arð af því fé sem það festi í hugmyndinni um „klappstólinn". Það er ekki að ófyrirsynju sem viðtalinu við Valdimar Harðarson lýkur með þessum orðum hans: „Síst af öllu má láta sem hugvitið sé einskis virði, því það er ein- mitt það, sem allir hinir þætt- irnir byggjast á." Tugir umsókna bárust um _r heiðurslaun BI Jón Ásgeirsson tónskáld, Sigurður Þorsteinsson veðurfræðingur og Ragnhildur Þorsteinsdóttir myndhöggv- ari hlutu verðlaunin að þessu sinni BRUNABÓTAFÉLAG íslands út- hlutaði í gær heiðurslaunum sín- um fyrir árið 1984. I'rír einstakl- ingar hlutu launin að þessu sinni: Jón Ásgeirsson tónskáld í 6 mán- uði til að vinna að óperu um Galdra-Loft, Sigurður Þorsteins- son veðurfræðingur í 3 mánuði til að sinna rannsóknum á áhrifum fjalllendis á veðurfar, og Ragn- hildur Stefánsdóttir myndhöggv- ari í 3 mánuði, í því skyni að auð- velda henni að gera höggmyndir og lágmyndir í Listasmiðju Glits. Ragnhildur er fyrsta konan sem hlýtur þessi heiðurslaun. Þetta er í þriðia skipti sem Brunabótafélag fslands veitir heiðurslaun, fyrst var það árið 1982 á 65 ára afmæli fyrirtækis- ins. Þá hlutu launin fjórir ungir skákmenn, sem unnið höfðu til alþjóðlegs meistaratitils í skák, en í fyrra hlutu fjórir einstakl- ingar, hver úr sinni áttinni, launin. Ingi R. Helgason, forstjóri BÍ, sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, að tugir um- sókna hefðu borist og væru allir umsækjendur verðugir þess að hljóta launin. í reglum um heið- urslaunin segir að megintil- gangur þeirra sé að gefa ein- staklingum kost á að sinna sér- stökum verkefnum, sem til hags og heilla horfa fyrir íslenskt samfélag, hvort sem það er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Þau verkefni koma ein til greina, sem kostuð eru af viðkomandi einstaklingi sjálfum. Sá sem heiðurslauna nýtur skuldbindur sig til að gera stjórn BÍ grein fyrir starfi sínu og hverju hann fékk áorkað meðan launanna naut við. Bl áskilur sér rétt til Ljósm. Mbl. OI.K.M. Frá opnun sýningarinnar: A myndinni eru frá vinstri: Herra Pétur Sigurgeirsson biskup og kona hans, Sólveig Ásgeirsdóttir, forseti íslands, Vigdfs Finnbogadóttir, Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, Kristinn Hallsson fulltrúi í menntamálaráðuneytinu og Leifur Þorsteinsson Ijósmyndari. Kjarvalsstaðir: Norræna ljósmynda- sýningin „Frozen Image" opnuð í gær Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, opnaði í gær á Kjarvalsstöð- um norrænu Ijósmyndasýninguna „Frozen Image", en þetta er ein þeirra listsýninga sem boðið var upp á á Norrænu menningarkynningunni „Scandinavia Today" sem haldin var í Bandaríkjunum á síðasta ári. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru opnunarathöfnina auk for- seta íslands, voru Geir Hallgríms- son utanríkisráðherra, herra Pét- ur Sigurgeirsson biskup, Kristinn Hallsson fulltrúi í menntamála- ráðuneyti, en Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra var erlendis. Þá voru við opnunarat- höfnina ýmsir innlendir og erlend- ir gestir. I opnunarávarpi sínu sagði for- seti Islands m.a. að samnorræna menningarkynningin, „Scandina- via Today", hefði verið talin með merkustu menningarviðburðum vestanhafs í fyrra. Nefndi Vigdís að í kjölfar opnunarathafnanna vestanhafs hefðu verið opnaðar ýmiskonar listsýningar í fjöl- mörgum borgum þar. í menning- arkynningunni hefðu samtals 400 listviðburðir verið í 32 fylkjum Bandaríkjanna. Sagði forsetinn að aldrei fyrr hefði tekist að kynna menningu Norðurlanda jafn ræki- lega utan þeirra og með norrænu menningarkynningunni „Scand- inavia Today", og þá sérstaklega fsland. Auk forseta íslands ávörpuðu þeir Kristinn Hallsson fulltrúi og Leifur Þorsteinsson ljósmyndari sýningargesti. Sagði Kristinn m.a. að hingað kæmi ljósmyndasýning- in „Frozen Image" frá Chicago, en ísland væri fyrsti viðkomustaður sýningarinnar á Norðurlöndum. Leifur Þorsteinsson fór nokkrum orðum um sýninguna og nefndi hann m.a. að ekki væri hægt að lýsa sýningunni sem slíkri, en hver sýningargestur yrði að skoða hana og dæma fyrir sig. aðsk og ni sem gerir réttai hálfu af alt viðþ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.