Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö.
Raforkuverðið
og launin
Ium það bil tuttugu ár hafa
alþýðubandalagsmenn
fjargviðrast yfir álverinu í
Straumsvík. Þegar rætt var
um að reisa þessa miklu verk-
smiðju spáðu forkólfar Al-
þýðubandalagsins því að hún
myndi breyta íslandi í lág-
launasvæði. Þannig yrði hald-
ið á málum að starfsmenn í
álverinu fengju lægri laun en
almennt tíðkaðist á íslenskum
vinnumarkaði. Þessar stað-
hæfingar hafa auðvitað reynst
rangar eins og rækilega hefur
verið vakin athygli á í tilefni
af verkfalli álversmanna nú.
Alþýðubandalagið fór með
stjórn iðnaðarmála í landinu í
tæp fimm ár, 1978 til 1983.
Allan þennan tíma reyndi iðn-
aðarráðherra flokksins að
gera álverið eins tortryggilegt
og frekast var kostur, hann
vildi helst hafa lokað því. Bar-
átta Hjörleifs Guttormssonar
fyrir hærra raforkuverði bar
engan árangur og varð að lok-
um honum og þjóðinni til
skammar. Nú berst Þjóðvilj-
inn fyrir því að laun starfs-
manna álversins verði hækkuð
meira en þjóðarbúið þolir og
alþýðubandalagsmenn mega
ekki heyra á það minnst að
þannig sé staðið að málum að
samræmi sé milli launa
starfsmanna í álverinu og
þeirra sem starfa við sam-
bærileg störf.
Sverrir Hermannsson, iðn-
aðarráðherra, hefur gengið
fram fyrir skjöldu og bent á
tvískinnunginn í málflutningi
Alþýðubandalagsins, Þjóðvilj-
ans og áhangenda í kjaradeil-
unni í Straumsvík. Ráðherr-
ann hefur sýnt að kommúnist-
ar vilja nú beita verkamönn-
um í álverinu fyrir vagninn til
að brjóta á bak aftur efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar,
kommúnistar vilja í raun gera
samning við eigendur álvers-
ins í Sviss um að hafa settan
launaramma hér á landi að
engu. Taki Vinnuveitendasam-
bandið við forræði samninga-
mála í Straumsvík yrði ekki
hægt að gera slíkan samning.
Þetta vita kommúnistar og
forkólfar Alþýðusambandsins.
Um þessa hlið málsins sagði
Sverrir Hermannsson rétti-
lega hér í blaðinu í gær: „Ef
Alusuisse hefur efni á að
borga meira fyrir aðstöðu
sína, þá verður það að borga
mér fyrst meira fyrir raf-
magnið. Ég þarf fyrst að fá
hærra orkuverð til þess að
nota þá peninga til að létta
álögum skatta af fátæka fólk-
inu, fólkinu hennar Aðalheið-
ar Bjarnfreðsdóttur, fólkinu
hans Bjarna í Iðju, fólkinu
hans Guðmundar í Dagsbrún,
fólkinu hér í Verkakvennafé-
laginu Sókn. Ég þarf fyrst að
fá þá peninga fyrir þetta fólk,
áður en fólkið suður í
Straumsvík, sem hefur þreföld
laun þess, fær kjarabætur.
Það er þetta sem er meginat-
riði þessa máls.“
Lífefnaiðnað-
ur og hugvit
Hópur atvinnurekenda er
nýkominn frá Japan,
Hong Kong og Singapore þar
sem menn hagnast á því að
fjárfesta í hugviti. Hér í Morg-
unblaðinu á sunnudaginn var
rætt við dr. Jón Braga Bjarna-
son og fleiri um rannsóknir í
þágu lífefnaiðnaðar sem
stundaðar eru meira af vilja
en mætti vegna fjárskorts. Á
því er enginn vafi að þessi iðn-
aður á eftir að skila af sér
miklum arði þegar fram líða
stundir. Á fáum sviðum sýnist
skynsamlegra að fjárfesta í
hugviti en einmitt þarna.
Um leið og menn og þá ekki
síst atvinnurekendur krefjast
minni ríkisumsvifa geta þeir
ekki vænst þess að með skattfé
sé staðið undir öllum rann-
sóknum til dæmis á jafn heill-
andi sviði og lífefnaiðnaðurinn
er. Með öllu er ástæðulaust að
einblína á ríkishítina þegar
hugað er að framtíð rann-
sókna á þessu sviði hér á landi
hvort heldur á vegum Háskóla
íslands eða annarra. Hér er
gullið tækifæri til að fjárfesta
í hugviti.
í Morgunblaðinu í gær var
sagt frá því að stóll hannaður
af Valdimar Harðarsyni, ís-
lenskum arkitekt, hefði vakið
athygli á sýningu í Vestur-
Þýskalandi. Enginn atvinnu-
rekandi hér á landi vildi fjár-
festa í hugviti Valdimars og
gera honum þar með kleift að
fullhanna þennan stól, þess
vegna sneri hann sér til þýsks
fyrirtækis sem nú sýnist ætla
að fá ríkulegan arð af því fé
sem það festi í hugmyndinni
um „klappstólinn". Það er ekki
að ófyrirsynju sem viðtalinu
við Valdimar Harðarson lýkur
með þessum orðum hans: „Síst
af öllu má láta sem hugvitið sé
einskis virði, því það er ein-
mitt það, sem allir hinir þætt-
irnir byggjast á.“
Tugir umsókna
bárust um
heiðurslaun BÍ
Jón Ásgeirsson tónskáld, Sigurður
Þorsteinsson veðurfræðingur og
Ragnhildur Þorsteinsdóttir myndhöggv-
ari hlutu verðlaunin að þessu sinni
BRUNABÖTAFÉLAG íslands út-
hlutaði í gær heiðurslaunum sín-
um fyrir árið 1984. Þrír einstakl-
ingar hlutu launin að þessu sinni:
Jón Ásgeirsson tónskáld í 6 mán-
uði til að vinna að óperu um
Galdra-Loft, Sigurður Þorsteins-
son veðurfræðingur í 3 mánuði til
að sinna rannsóknum á áhrifum
fjalllendis á veðurfar, og Ragn-
hildur Stefánsdóttir myndhöggv-
ari í 3 mánuði, í því skyni að auð-
velda henni að gera höggmyndir
og lágmyndir í Listasmiðju Glits.
Ragnhildur er fyrsta konan sem
hlýtur þessi heiðurslaun.
Þetta er í þriðja skipti sem
Brunabótafélag Islands veitir
heiðurslaun, fyrst var það árið
1982 á 65 ára afmæli fyrirtækis-
ins. Þá hlutu launin fjórir ungir
skákmenn, sem unnið höfðu til
alþjóðlegs meistaratitils í skák,
en í fyrra hlutu fjórir einstakl-
ingar, hver úr sinni áttinni,
launin.
Ingi R. Helgason, forstjóri BÍ,
sagði á fundi með frétta-
mönnum í gær, að tugir um-
sókna hefðu borist og væru allir
umsækjendur verðugir þess að
hljóta launin. í reglum um heið-
urslaunin segir að megintil-
gangur þeirra sé að gefa ein-
staklingum kost á að sinna sér-
stökum verkefnum, sem til hags
og heilla horfa fyrir íslenskt
samfélag, hvort sem það er á
sviði lista, vísinda, menningar,
íþrótta eða atvinnulífs. Þau
verkefni koma ein til greina,
sem kostuð eru af viðkomandi
einstaklingi sjálfum. Sá sem
heiðurslauna nýtur skuldbindur
sig til að gera stjórn BÍ grein
fyrir starfi sínu og hverju hann
fékk áorkað meðan launanna
naut við. BÍ áskilur sér rétt til
Ljósm. Mbl. Ol.K.M.
Frá opnun sýningarinnar: A myndinni eru frá vinstri: Herra Pétur Sigurgeirsson biskup og kona hans, Sólveig
Ásgeirsdóttir, forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Geir Hallgrímsson utanríkisráöherra, Kristinn Hallsson fulltrúi
í menntamálaráðuneytinu og Leifur Þorsteinsson Ijósmyndari.
Kjarvalsstaðir:
Norræna ljósmynda-
sýningin „Frozen
Image“ opnuð í gær
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, opnaði í gær á Kjarvalsstöð-
um norrænu Ijósmyndasýninguna
„Frozen Image“, en þetta er ein
þeirra listsýninga sem boðið var upp
á á Norrænu menningarkynningunni
„Scandinavia Today“ sem haldin
var í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Meðal þeirra, sem viðstaddir
voru opnunarathöfnina auk for-
seta íslands, voru Geir Hallgríms-
son utanríkisráðherra, herra Pét-
ur Sigurgeirsson biskup, Kristinn
Hallsson fulltrúi í menntamála-
ráðuneyti, en Ragnhildur Helga-
dóttir menntamálaráðherra var
erlendis. Þá voru við opnunarat-
höfnina ýmsir innlendir og erlend-
ir gestir.
I opnunarávarpi sínu sagði for-
seti Islands m.a. að samnorræna
menningarkynningin, „Scandina-
via Today", hefði verið talin með
merkustu menningarviðburðum
vestanhafs í fyrra. Nefndi Vigdís
að í kjölfar opnunarathafnanna
vestanhafs hefðu verið opnaðar
ýmiskonar listsýningar í fjöl-
mörgum borgum þar. í menning-
arkynningunni hefðu samtals 400
listviðburðir verið í 32 fylkjum
Bandaríkjanna. Sagði forsetinn að
aldrei fyrr hefði tekist að kynna
menningu Norðurlanda jafn ræki-
lega utan þeirra og með norrænu
menningarkynningunni „Scand-
inavia Today“, og þá sérstaklega
ísland.
Auk forseta íslands ávörpuðu
þeir Kristinn Hallsson fulltrúi og
Leifur Þorsteinsson ljósmyndari
sýningargesti. Sagði Kristinn m.a.
að hingað kæmi Ijósmyndasýning-
in „Frozen Image" frá Chicago, en
fsland væri fyrsti viðkomustaður
sýningarinnar á Norðurlöndum.
Leifur Þorsteinsson fór nokkrum
orðum um sýninguna og nefndi
hann m.a. að ekki væri hægt að
lýsa sýningunni sem slíkri, en
hver sýningargestur yrði að skoða
hana og dæma fyrir sig.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
25
Morgunbladið/Fridþjófur Helgason.
að skýra opinberlega frá árangri
og niðurstöðum af starfi þess,
sem launanna hefur notið, en
gerir ekki tilkall til höfundar-
réttar, eða annars framlags af
hálfu umsækjanda, en að hann
af alúð og samviskusemi takist á
við það verkefni sem sótt er út á.
Hluti stjórnar Brunabótafélags íslands ásamt
heiðurslaunaþegunum. Aftari röð frá vinstri: Þórð-
ur Jónsson, Ingi R. Helgason forstjóri, Guðmund-
ur Oddsson, Stefán Reykjalín formaður, Andrés
Valdimarsson, Björgvin Bjarnason og Pétur Már
Jónsson deildarstjóri. Fremri röð frá vinstri: Jón
Ásgeirsson, Ragnhildur Stefánsdóttir og Jón
Bjarni Þorsteinsson, en hann tók við heiðurs-
laununum fyrir hönd bróöur síns Sigurðar Þor-
steinssonar, sem staddur er í Osló.
spurt og svarad
I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI
Hér birtast spurningar lesenda um skattamál og svör ríkisskattstjóra,
Sigurbjarnar Þorbjörnssonar. Þeir lesendur, sem hafa spurningar fram
að færa, geta hringt í síma 10100 milli klukkan 2 og 3 alla virka daga.
Framtöl
sambýlisfólks
Hafsteinn Eyjólfsson, Tjarnar-
götu 10, Reykjavík, spyr:
Gerir sambýlisfólk sameigin-
legt skattframtal? Ef sambýlis-
fólk hefur keypt saman íbúð, er
því þá skylt að gera sameiginlegt
skattframtal? Ef sambýlisfólk
gerir sameiginlegt skattframtal,
er þá nauðsynlegt að það eigi
iögheimili á sama stað?
Svar:
Karl og kona, sem búa
saman í óvígðri sambúð, eiga
rétt á að telja fram og vera
skattlögð sem hjón ef þau
uppfylla eftirfarandi skilyrði:
eiga sameiginlegt lögheimili,
hafa átt barn saman eða kon-
an þunguð, eða sambúðin
varað samfleytt í a.m.k. tvö
ár.
Sambýlisfólk, sem keypt
hefur saman íbúð en uppfyll-
ir ekki ofangreind skilyrði,
skal telja eignarhluta hvors
um sig fram á sínu framtali
ásamt þeim skuldum sem
hvort um sig hefur stofnað til
vegna íbúðarkaupanna.
Frádráttarbær
skyldusparnadur
Ingi Einarsson, Furugrund 73,
Kópavogi, spyr:
Er skyldusparnaður, sem inn-
heimtur var á síðasta ári, frá-
dráttarbær frá skatti? Ég keypti
íbúð árið 1982 og fékk þá skyldu-
sparnað minn til þess tíma til
frádráttar. Síðan seldi ég íbúð-
ina í fyrra og ekki var önnur
keypt í staðinn og því er spurt
hvort skyldusparnaður síðasta
árs sé frádráttarbær, þrátt fyrir
að önnur íbúð hafi ekki verið
keypt.
Svar:
Þar sem undanþága fyrir-
spyrjanda frá skyldusparnaði
telst fallin niður við sölu á
íbúðinni leyfist skyldusparn-
aður hans á árinu 1983 frá
söludegi íbúðar til frádráttar
tekjum.
Jón L. náoi sér á strik
Skák
Margeir Pétursson
LOKSINS kom að því að íslensku þátttakendurnir á Búnaðarbanka-
skákmótinu fóru að leggja útlendingana að velli. Er upp var staðið
frá biðskákunum í gærkvöldi lágu tveir stigahæstu keppendur móts-
ins í valnum. Jón L. Árnason vann stórmeistarann^Lev Alburt og
Margeir vann alþjóðlega meistarann Nick deFirmian. Jón L. rétti
heldur betur úr kútnum í gær þegar biðskákir voru tefldar. Hann
byrjaði á því að máta Alburt og síðan tók hann til viö skák sína gegn
öðrum bandarískum stórmeistara, Leonid Shamkovich. í henni stóð
Jón höllum fæti, en hafði greinilega rannsakað biðstööuna mjög
nákvæmlega því hann náði mótspili sem dugði til jafnteilis.
Úrslit í öðrum biðskákum urðu
þau, að Sævar Bjarnason ákvað að
gefa stöðu sína gegn Jóni Krist-
inssyni og þeir Alburt og Guð-
mundur Sigurjónsson sömdu jafn-
tefli fljótlega .eftir að þeir tóku til
við skák sína að nýju.
Staðan í mótinu hefur því mjög
skýrst, en hún er þannig:
1. Pia Cramling 314 v.
2. -6. Milorad Knezevic, Nick
deFirmian, Helgi Ólafs-
son, Jóhann Hjartarson
og Margeir Pétursson 3 v.
7.-8. Leonid Shamkovich og
Guðmundur Sigurjónsson
214 v.
9. Jón L. Árnason 2 v.
10. —12. Sævar Bjarnason, Lev
Alburt og Jón Kristinsson
114 v.
Pia trónar því enn á toppnum og
fyrir þá sök hefur mótið vakið
mikla athygli bæði hér heima og
erlendis. Sænska útvarpið og þar-
lend dagblöð hringja daglega til
að fá fréttir og sækjast líka eftir
skákum hennar, því það er ekki á
hverjum degi sem tvítug stúlka
leggur stórmeistara að velli.
Slök frammistaða Alburts kem-
ur einnig á óvart og hann virðist
ekki vera búinn að ná sér upp úr
þeirri lægð sem hann hefur verið í
síðasta hálfa árið. E.t.v. er skýr-
ingin sú að hann helgar skák-
kennslu og skrifum of mikið af
kröftum sínum.
íslensku þátttakendurnir hafa
ennþá staðið fyrir sínu. Þrír
þeirra eru í 2.-6. sæti og Jón L.
virðist hafa náð sér eftir áföllin í
byrjun.
í kvöld kl. 17 verður sjötta um-
ferðin tefld á Hótel Hofi. Þá tefla
saman Pia Cramling og deFirmi-
an, Knezevic og Sævar, Shamko-
vich og Jóhann, Jón Kristinsson
og Helgi, Margeir og Alburt, Jón
L. og Guðmundur. Sérstaklega má
búast við harðri viðureign hjá
þeim Piu og deFirmian, því
Bandaríkjamaðurinn er mjög
baráttuglaður og hyggst gera
stóra hluti á mótinu.
Sigurskákir íslendinganna yfir
útlendingunum frá í gær fara hér
á eftir. DeFirmian gleypti eitrað
peð í ellefta leik og sá ekki til sól-
ar eftir það. Eftir að hafa verið í
miklu tímahraki í erfiðu tafli fékk
hann vonlausa biðstöðu, en þráað-
ist samt við í tuttugu leiki. Þá
lauk hann skákinni ekki með því
að gefast upp, heldur lék hann sig
viljandi í mát, áhorfendum til
skemmtunar.
Skák þeirra Jóns og Alburts
varð snemma flókin. Bandaríkj-
amaðurinn virtist fá góða stöðu
eftir byrjunina, en Jón flækti tafl-
ið og tók frumkvæðið í sínar hend-
ur. I 26. leik brá Alburt á það ráð
að fórna manni og í tímahrakinu
upphófust síðan miklar svipt-
ingar. Er skákin fór í bið hafði Jón
þó enn yfirhöndina og náði síðan
mátsókn gegn berskjölduðum Al-
burt.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Nick deFirmian
Tarrasch-vörn
I. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 —
c5, 4. e3 — d5, 5. cxd5 — exd5, 6.
Be2 — Rc7, 7. (M) — cxd4, 8. Rxd4
- Bd6, 9. b.3
Algengara er 9. Rc3, en þá jafn-
ar svartur taflið án erfiðleika. Nú
hugðist deFirmian refsa hvítum
fyrir þessa óvenjulegu leikjaröð,
en grefur sína eigin gröf í staðinn.
9. — Rxd4?!, 10. I)xd4 — Dc7, 11.
Bb2 — Bxh2+?, 12. Khl — Bd6, 13.
Rc3 — De7, 14. Bb5+ — Kd8, 15.
Hfdl! - Rg4, 16. Kgl — I)h4
17. Re4! — Be6, 18. Dxg7 — Ke7,
19. I)g5+ — Dxg5, 20. Rxg5 — Be5,
21. Bxe5 — Rxe5, 22. Be2 — h6, 23.
Rf3 — Rxf3+, 24. Bxf3 — Hhd8, 25.
Hd2 — Hac8, 26. g3 — b6, 27. Kg2
— Hc5, 28. Hhl — Hdc8, 29. Bdl —
Hh8, 30. Hh5 - Kf6, 31. Bf3 -
Kg6, 32. Hh4 - Kf6, 33. Hhd4 -
Ke5, 34. Be2 — Bf5?, 35. g4 — Bg6,
36. f4 — Kf6, 37. f5 - Bh7, 38.
Hxd5 - Hxd5, 39. Hxd5 - h5, 40.
Kg3 — He8, 41. Kf4 - hxg4
Hér fór skákin í bið.
42. Bxg4 — Kg7, 43. Hd7 - a5, 44.
Hb7 - Hd8, 45. Hxb6 - Hd2, 46.
a4 — f6, 47. Hb7+ — Kh6, 48. HI7
— Hd6, 49. Be2 — Bg8, 50. Hb7 —
Hd2, 51. Bc4 - Bxc4, 52. bxc4 —
Ha2, 53. Hf7 — Hf2+, 54. Ke4 —
Kg5, 55. Hg7+ - Kh5, 56. Hg6 -
Ha2, 57. Hxf6 - Hxa4, 58. Kd5 -
Kg5, 59. Hf8 — Hal, 60. Ke5 — a4,
61. Hg8+ — Kh6, 62. e4 — a3, 63.
Kf6 — Kh7, 64. Ha8 - Kh6!?, 65.
Hh8 Mát.
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: Lev Alburt
Aljekínvörn
I. e4 — Rf6, 2. e5 — Rd5, 3. d4 -
d6, 4. Rf3 — g6, 5. Bc4 — Rb6, 6.
Bb3 - Bg7, 7. Rg5 — e6, 8. f4 —
dxe5, 9. fxe5 — c5, 10. c3 — cxd4,
II. 0-0 — 0-0, 12. cxd4 - Rc6, 13.
Rf3 - f6, 14. exf6 — Dxf6, 15. Be3
- Rd5, 16. Bf2 - Rf4, 17. Khl —
b6, 18. Rc3 — Bb7, 19. Re4 — De7,
20. Hel - Ra5, 21. Bc2 — Db4, 22.
Hbl — Had8, 23. Bh4 - Hc8, 24. a3
- Db5, 25. Be7 - Hf7, 26. Bd6 -
Rxg2?!, 27. Kxg2 — Df5, 28. Bd3 —
Dg4+, 29. Bg3 - Hcf8, 30. Rh4 -
Dg5?
Með 30. — Dxdl og síðan 31. —
g5 hefði svartur unnið manninn til
baka.
31. Khl — Bxd4, 32. Rg2 — Dd5,
33. De2 — Bf2, 34. Hfl — Bxg3, 35.
Hx(7 — Hxf7, 36. hxg3 — Rb3, 37.
Hfl - Rd4, 38. Ddl - Rf5, 39. Kh2
— De5, 40. Dg4 — Hd7
Hér fór skákin í bið.
41. Bbl — Bxe4, 42. Bxe4 — Hd2,
43. I)f3 — Hxb2, 44. Bxf5 — exf5,
45. Da8+ - Kg7, 46. Dxa7+ -
Kh6, 47. I)a8 - I)c5, 48. Df3 —
Kg7, 49. Hdl — Kf6, 50. Hd5 —
Dcl, 51. Hd6+ - Ke7, 52. Hdl —
Dc2
53. Db7+ — Kf6, 54. Hd6+ — Kg5,
55. De7+ — Kg4, 56. Hd4+ og
svartur gafst upp.
BúnaAarbankaskákmót 1984 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röó
1 l’ia Oamling l'i 1
2 Knezevic B1-’ 1
3 Shamkovic (!'.>■
4 Jóhann Hjartarson 1
5 Sævar Bjarnason ': 0 '2 0
6 I)e l'irmian fl': 1 0 1
7 Ilelgi Olafsson 1 2 1 2 1 1
8 Lev Alburt ': 0 0
9 Cuómundur Sigurjónsson 0 1 ■
10 Margeir Pétursson 1 't
11 Jón Kristinsson « 0 ': 1 0 ■
12 Jón L. Arnason (1 « 1 m
Nýtt skipulag á
svæði í Vesturbæ
BORGARRÁÐ hefur samþykkt breytingu á deili-
skipulagi á svæði sem afmarkast af götunum Ána-
naust, Vesturgata, Seljavegur og Holtsgata og
jafnframt hefur vcrið samþykkt að kaupa húseign-
ir tveggja iðnfyrirtækja á svæðinu, en það eru
Eimur sf. og Kolsýruhleðslan sf.
Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá
Davíð Oddssyni, borgarstjóra, er megin breyt-
ingin samfara samþykkt þessa nýja skipulags
sú, að svæðinu er breytt úr iðnaðarsvæði í
íbúðasvæði. Samfara þeirri breytingu myndu
fyrirtækin Eimur sf. og Kolsýruhleðslan sf.
flytja af svæðinu, en samþykkt hefði verið að
kaupa upp eignir þessara fyrirtækja á svæðinu,
og bindandi samningur hefði verið um það
gerður.
Á meðfylgjandi uppdrætti sést hið nýja
skipulag, sem afmarkast af götunum fjórum.
Dökku reitirnir á myndinni eru íbúðabygg-
ingar, en ljósu reitirnir eru græn svæði.