Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 15 „Vildi kanna trölla- sögurnar um ála- gengd í héraðinu“ — segir Þórir Dan Jónsson fiskifræðingur sem stundað hefur tilraunaveiðar á glerál á Mýrum Borgarnesi, 19. janúar. „HUGMYNDIN með þessu var sú að reyna að fá ein- hverja reynslu í svona veiðiskap. Ekki er hægt að tala um neinar niðurstöður vegna þess að þetta var meira frí- stundafikt hjá mér og gildrurnar ekki nógu fullkomnar44, sagöi Þórir Dan Jónsson fiskifræðingur hjá útibúi Veiði- málastofnunar í Borgarnesi í samtali við Morgunblaðið. Þórir Dan gerði í fyrrasumar tilraunir með að veiða glerál (sem er seiði álsins) á Mýrum. Lagði hann gildrur í Urr- iðaá og 3 læki og fékk 3 glerála í gildrurnar. „Það ganga ýmsar tröllasög- ur um álagengd hér i hérað- inu,“ sagði Þórir. „Til dæmis átti að vera svo mikill gleráll í Andakílsá einhvern tímann að bílar spóluðu á glerál. Barón- inn á Hvítárvöllum átti að hafa veitt ála í Grímsá og borðað álasúpu á Jónsmess- unni. Þá segir Pétur Hoffmann í bókinni sinni að fvrir neðan neðsta fossinn í Alftá væri gleráll svo skipti hundruðum þúsunda eða jafnvel í millj- ónatali. Mig hefur langað til að kanna þetta og lagði því þessar gildrur, en varla er að marka þetta vegna þess að ég hafði ekki tök á að standa nógu vel að þessu. Eina sem þó hefur hafst upp úr þessu fikti er að nú veit ég hvernig á að standa að þessu ef peningar fást til raunverulegra tilraunaveiða." — Hvernig vilt þú láta standa að tilraununum? „Það þyrfti að setja upp 6 gildrur hér vestur á Mýrum. Fallgildrur í árnar Urriðaá, Álftá og Langá, og síðan ein- faldari gildrur í 3 læki þarna. Ég myndi áætla að það væri vikuvinna að koma gildrunum fyrir þannig að þær störfuðu rétt og síðan þyrfti að vitja þeirra daglega frá því í maí þangað til göngurnar koma, en það er talið vera um Jóns- messuleytið, eða útséð verður með að þær komi alls ekki. Líklegast er að glerállinn komi að landinu á þessu svæði en samskonar tilraun þyrfti að gera á Suðurlandinu, til að kanna það svæði." — Hvað er vitað um lifnaðar- hætti ála? „Mjög lítið er í raun vitað um álinn, hann er mönnum heilmikil ráðgata enn þann dag í dag. Aldrei hefur fundist kynþroska áll og engum hefur tekist að fá ál til að hrygna og láta seiðin iifa. Yngstu seiðin hafa fundist í Þanghafinu og er því talið að hann hrygni þar á um það bil 400 metra dýpi. Talið er að glerállinn berist síðan þaðan með golfstraumn- um, meðal annars hingað til lands, en ferðin hingað tekur um tvö ár. Hann berst mest til Frakklands og Bretlands en þangað kemur hann í mars en ekki til íslands fyrr en í júní. Hann er mest veiddur í Frakk- landi en þaðan er hann fluttur til Japans til ræktunar en þar er jafnframt aðalmarkaður áls til neyslu. Glerállinn sem hingað berst fer upp í ár og læki og vex þar upp, þó af- skapiega hægt vegna þess hversu langt fyrir neðan kjör- hita álsins hitastigið í ánum hér er. Talið er að hann sé allt upp í 20 ár að vaxa hér, sem er miklu lengri tími en þar sem heitara er. Síðan fer hann til sjávar og syndir í Þanghafið þar sem menn telja að hann hrygni og drepist síðan að lok- inni hrygningu. Það er margt sem maður veit ekki fyrir víst í þessari hringrás. Til dæmis hefði maður afskaplega gaman af að vita hvort þessar göngur séu árvissar hingað til lands eða hvort það sé í sterkum eða veikum golfstraumi sem þeir koma hingað. Eða þá hvort það eru skilyrðin hér sem drepa hann, því samkvæmt þeim sög- um sem maður hefur verið að heyra hér í héraðinu virðast vera miklar sveiflur í því hvað mikið verður vart við hann hér.“ — Þú getur þá ekki gert þér grein fyrir hvaö hugsanlega væri hægt að veiða af glerál hér? „Nei, það er útilokað, þetta hefur ekki verið kannað nægj- anlega vel til þess. Hins vegar væri það mikill ávinningur ef hægt væri að veiða glerálinn hér innanlands til ræktunar því við innflutning gleráls er alltaf einhver sjúkdómahætta sem magnast vegna þess að um árlegan innflutning þyrfti að vera að ræða þar sem ekki er hægt að láta álinn tímgast í ræktun.“ „D. Hveragerði: Skattframtölin borin út Hreragerdi, 29. janúar. SKATTFRAMTÖL hafa verið bor- in í hús í Hveragerði síðustu daga og hefur það verið nokkuð harð- sótt verk vegna illviðris og ófærð- ar. íbúar í Hveragerði eru nú komnir yfir 1300 og fer fjölgandi ár frá ári, en eins og fram hefur komið í fréttum nýlega, hefur fólksfjölgun í Hveragerði orðið hin mesta á landinu á sl. ári, mið- að við þorp og bæi með 1000 íbúa og fleiri. Skattframteljendur munu vera milli 6 og 7 hundruð. Mikið fannfergi hefur verið hér í bænum síðustu viku og fauk í mikla skafla. Starfsmenn hrepps- ins unnu kappsamlega að snjó- mokstri með veghefli og vélgröf- um, en fljótt skóf í slóðir á ný. Ruðningar eru orðnir mjög háir og illir yfirferðar. Pósturinn og blaðburðarfólk áttu því stranga vist í síðustu viku og bætir það á þeirra vanda að mjög víða vantar bréfalúgur á húsin eða póstkassa og verða þau því oft að fara margar ferðir í sum húsin til að koma póstinum í ör- uggt skjól. Eru það vinsamleg til- mæli að Hvergerðingar ráði bót á þessum vanbúnaði húsa sinna. Sigrún Aðeins bollaleggingar undirbúningsnefndar segir Gunnar Eydal um tónleikahús á Miklatúni „HUGMYNDIR undirbúningsnefndar um byggingu tónleikahúss i Reykjavík um að húsið rísi á Miklatúni eru aöeins bollaleggingar þeirra og ekki settar fram að höfðu samstarfi við borgaryfirvöld," sagði Gunn- ar Eydal, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Gunnar var spurður, hvort borgin hefði gefið ádrátt um bygg- ingu tónleikahúss á Miklatorgi, en eins og fram kom í viðtali Morg- unblaðsins við Ármann Örn Ár- mannsson í gær, er nú verið að efna til skoðanakönnunar um æskilega staðsetningu hússins. Miklatún er nefndur sem einn þriggja æskilegustu valkosta. „Það hefur ekkert formlegt sam- ráð verið haft við borgaryfirvöld um þetta og því enginn sérstakur hluti Miklatúns í myndinni," sagði Gunnar Eydal, „en síðast þegar rætt var um byggingar á túninu, var þegar hugmyndir voru uppi um að byggja fyrir aldraða við Rauðarárstíg. Því máli lyktaði með því að ekki var talið æskilegt að byggja þar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.