Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 37 Óravegir stoltsins — eftir Kristin Jón Guðmundsson Eitt þóttist ég vita áður en ég lagði í dr. Gunnlaug Þórðarson á ritvellinum, — það, að síðasta orð- ið yrði að vera hans, jafnvel þó það kostaði vikuleg greinaskrif til aldamóta. Nú er stolt ekki einka- eign hans, fremur en svo ýmissa annarra, en samt sér hann að erf- itt er að veita banasár á þeim vettvangi, og að vígmóðir ganga þar ljósum logum aftur svo lengi sem Guð lofar og menn nenna. Nú væri mér ekkert nær skapi en að þrýsta hönd hins mæta doktors og sættast á þeim grund- velli að hvorugur fái hinum að neinu leyti breytt. Þau ganga hægt fyrir sig handaböndin á síð- um Morgunblaðsins og ég tel mér skylt að bregðast að einhverju leyti við hinum nokkuð blendnu vináttuorðum lagadoktorsins til mín hér í Morgunblaðinu 14. janú- ar sl. Qlafsvík: Heildar- afli báta í janúar 1.060 tonn Ólafsvík, 1. febrúar. ALL GÓÐAR gæftir hafa verið hér við Breiðafjörö síð- ari hluta janúarmánaðar. Þó hefur oft verið tvísýnt um veður og róið stutt. Tíu bátar róa héðan með línu, tveir þeirra litlir. Fimm bátar eru á netum og fjórir með drag- nót. Heildarafli Ólafsvíkurbáta í janúar eru 1.060 tonn, úr 236 róðrum, en í janúar í fyrra var aflinn 966 tonn. Aflahæsti línubátur er Steinunn, með 131 tonn í 20 róðrum, þá Garð- ar II með 110 tonn í 19 róðrum og Jón Jónsson með 100 tonn í 18 róðrum. Mestan afla neta- báta hefur Sigurvík, 67 tonn í 11 róðrum. Dragnótabátar hafa ekki náð árangri, og lítið lagt á land í janúar. Menn eru all ánægðir með aflabrögð á línuna, en segja útkomuna slaka við reikn- ingsskil. Mikill fengur er að því að fá helming þorskaflans fram hjá kvóta, og ýtir það undir veiðarnar. Ekki tókst fréttaritara að þessu sinni að fá verðmætistölur hæstu báta, en vonast til að geta haft þær með síðar. Blíðuveður er hér í dag og bátar á miðum. - Helgi Vínmenningarvitinn dr. Gunn- laugur virðist vera einn þeirra manna se‘m oftrú hafa á einkanið- urstöðum uppgrafinna vitringa, sérstaklega ef þeir geta notað þessar niðurstöður sem stuðn- ingshækjur fyrir eigin vísdóm. Það kann vel að vera að dr. Morris E. Chafetz, (prófessorinn hans dr. Gunnlaugs) njóti góðrar „þénustu af Líkjörum" eins og nafn rits hans bendir eindregið til. En þarf ég að falla flatur þó einhver „við- urkenndur prófessor" þurfi að „af- saka“ það fyrir sér og öðrum að honum þyki sopinn góður? Við sem þreyjum þann harða þorra sem tilvera nefnist þurfum sífellt að gípa til afsakana sjálfum okkur til styrktar ef við ætlum ekki að koðna niður, eins og góður maður sagi. Auðvitað er dr. Gunnlaugur að afsaka sig og aflvakann sinn með því að nefna þennan Líkjöra- prófessor. Og hví kallar hann á öll þessi látnu skáld sér til fulltingis, til dýrðar guðaveigunum? — Hann þurfti aðstoð, honum fannst það of einmanalegt að halda því óstuddur til streitu að menning gæti vart þrifist án þess að skeyta „vín“ — framan við. Mér þykir því sæmileg ástæða til að kalla til vitringa mér til afsökunar, rétt eins og doktorinn, og valdi í því tilfelli mann sem ábyggilega er eitthvað kunnari og áhrifameiri hér á landi en hinn ágæti prófess- or dr. Gunnlaugs. Hitt er að hver maður ætti sjálfur að finna sinn sannleik (sem hann auðvitað má endurskoða) og standa og falla með honum. Það er ekki mjög hetjuleg röksemdafærsla að segja bara, — „þessi maður sagði það líka“, þó að óneitanlega sé nota- legt að vera ekki alveg einn í ver- öldinni. Eitt þykir mér standa afgerandi eftir í heimspeki dr. Gunnlaugs, í umræddri grein, sem gæti átt eftir að lifa svo lengi sem menn leggja orð í þann útblásna belg sem áfengis- og bindindisumræða er orðin á íslandi. Að áliti dr. Gunn- laugs er það feimnismál ef einhver kýs að láta það hugartryllandi lyf — alkóhól — í friði. Og hinn góði drengur, læknissonurinn frá Kleppi, segir fullur meðaumkunar; „Menn ættu að fá að vera í friði með sín vandamál". Ég er þakklát- ur fyrir nærgætni doktorsins, en það hvarflar að mér að margur Freeport-farinn hefði gjarnan viljað skipta á sínum vandamálum við þann sem ekki hefði verið kominn lengra í viðskiptum sínum við Bakkus konung en að hafa spýtt honum einu sinni út úr sér, eins og vinur vor frá Kirkjubóli. í svipuðum samúðartón mælir dr. Gunnlaugur í tilvitnun frá sjálfum sér um „þau 5% manna sem virðast haldin einhvers konar ofnæmi fyrir því“ (áfengi) og þess vegna kjósi vörn bindindis, vegna „vanmáttar síns gagnvart áfeng- inu“. En nú er mér forvitnum manni spurn: Hvað nú ef hinum máttuga dr. Gunnlaugi hefði ein- mitt verið holað niður hjá þessum 5 prósenta vandamálahópi skv. ráði skaparans? Ég er ekki svo viss um að hann hefði þá sloppið jafn vel frá hinum hófsömu vín- venjum bernskuheimilis síns. Og ég er ekki heldur viss um að hann hefði þolað vel að sjá sér einhvern mjög kæran lenda hjá „hinum vanmáttugu 5 prósentum". En doktorinn slapp og þessvegna hef- Kristinn Jón Guðmundsson „En þarf ég að falla flatur þó einhver „viður- kenndur prófessor“ þurfi að „afsaka“ það fyrir sér og öðrum að honum þyki sopinn góð- ur?“ ur hann efni á að tala um ölkneyf- un sem eitt helsta menningar- og tómstundagaman samtímans. Enn er dr. Gunnlaugur Þórðar- son að hnippa í æðstu menn Morg- unblaðsins undir rós fyrir að hafa „hleypt þessum „gjörningamanni" inn á helgar síður blaðsins. En Morgunblaðið, það ágæta blað, virðist hafa tekið þann pól í hæð- ina að þó að Gunnlaugsgreinar ljómi á síðum þess, megi annarra greinar stafa daufu endurkasti þeirrar birtu, svona rétt til að sýna hvers andagiftin er mest. Svo er það eitt. Doktorinn ber sig einna verst undan þeim kenn- ingum sínum sem ég ku hafa hjálpað honum til að smíða — þ.e. „hið upplogna efni“. Ég viðurkenni það fúslega að okkur skáldum hættir til að leita sérskilnings á umhverfinu. En þar sem þessi við- leitni mín hefur greinilega beðið skipbrot nú, þá lýsi ég enn og aft- ur eftir nánari skýringum, skir- skotun til dularfulls prófessors dugir mér ekki. Hver veit nema doktorinn uppfræði mig i mann- fagnaðinum góða sem ég hlakka mikið til. í lokin þykist ég luma á leyni- vopni sem ég breiði nú af: Það er eilítill misskilningur að það séu eingöngu „forstokkaðir ofstækis- menn úr bindindishreyfingunni“ sem efast um vínkviður látinna góðskálda. Ég veit ekki betur'en að í einu tölublaði Helgarpóstsins af liðnu ári hafi einn þáv. þing- maður flokks þess sem dr. Gunn- laugur þekkti vel (a.m.k. einu sinni), lýst því yfir í umræðu um komandi áfengisvarnarlöggjöf að eitt af stærri vandamálunum væri lofsöngur sá sem vor helstu ljóðskáld hefðu haft uppi um guðaveigarnar og síðan staðið eft- ir í Skólaljóðum sem meiriháttar lærdómur litlum börnum. En það sem meira er, er að sá prúði þing- maður sem hér um ræðir kvaðst eigi vera bindindismaður! Að lokum. Ég var djúpt snortinn er ég las um mannfagnaðarundirbúning doktorsins, og munu ábyggilega ýmsar línur skýrast í þeirri gleði. Að lokum óska ég þess að hann megi hlæja oftar en við lestur „óþverraskrifa" okkar „ofstæk- ismanna" því ekkert er hollara en hjartanlegur hlátur, — ekki einu sinni vín. Með vinsemd. Gjört í Garðakaupstað, 14. janúar 1984. Kristinn Jón Guðmundsson er nemandi í Menntaskóla Kópavogs og sölumaður hjá Sölusamtökun- um hí. Qpið bréf til borgarstjóra: Heggur sá er hlífa skyldi Keykjavík, 23. jan. 1984. Hr. borgarstjóri, Davíð Oddsson Nú þegar Reykjavíkurborg hef- ur ásamt ýmsum öðrum aðilum stofnað hlutafélag til að annast meðal annars kvikmyndagerð, framleiðslu myndbanda og auglýs- ingagerð hljóta í hugum þeirra, sem hafa atvinnurekstur á þessu sviði, að vakna ýmsar áleitnar spurningar. Ljóst er að hið nýja fyrirtæki, ísfilm hf., með aðild Reykjavíkur- borgar, Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, Almenna bókafélags- ins, Arvakurs og Frjálsrar fjöl- miðlunar er beinlínis stofnsett til höfuðs þeim fyrirtækjum í borg- inni, sem þegar hafa haslað sér völl á þessu sviði. Meðal þeirra spurninga, sem upp koma í þessu sambandi, er, hvers vegna Reykjavíkurborg kýs að ganga til liðs við eina kvik- myndagerð af mörgum sem starfa í Reykjavík, og veita því fyrirtæki þannig óeðlilega samkeppnisstöðu á markaðinum. Hvað réð þessu vali og hvaða knýjandi ástæður eru fyrir Reykjavíkurborg að eign- ast hlut í slíku fyrirtæki einmitt nú? í þessu sambandi er ekki úr vegi að benda á að það virðist vera stefna ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokksins að losa hið opinbera úr ýmiss konar rekstri, sem betur er talinn kominn í höndum einstakl- inga. I viðtölum við yður, herra borg- arstjóri, kemur greinilega fram að þér hafið fengið rangar upplýs- ingar um stöðu kvikmyndagerðar í Reykjavík. Þér hafið látið falla í útvarpsviðtali ummæli í þá veru að ekkert af þeim kvikmyndagerð- arfyrirtækjum, sem hér starfa, séu þess umkomin að sinna kvik- mynda- og myndbandagerð af þeim myndarskap og með þeim gæðum, sem nauðsynleg séu. Þetta er alrangt. Hér starfa mörg fyrirtæki að hefðbundinni kvikmyndagerð og eru flest vel tækjum búin og sum mjög vel. Ennfremur starfa hér fyrirtæki, sem hafa sérhæft sig í mynd- bandagerð. Eitt þeirra er Saga Film. Nú nýlega höfum við sett upp fullkomna úrvinnslustöð fyrir myndbönd, sem fullnægir þeim gæðakröfum, sem gerðar eru í út- varps- og sjónvarpsstöðvum í Evr- ópu (EBU broadcast standard). Þessi tækjabúnaður kostar án tolla um átta milljónir króna, þeg- ar allt er talið. Auk þess er fyrir- tækið mjög vel búið tækjum til hefðbundinnar kvikmyndagerðar á filmu. Fyrirtæki það sem Reykjavík- urborg gengur nú til liðs við, ís- film sf., hefur hinsvegar ekki haft burði til að tileinka sér þessa nýju tækni, en hóar nú til liðs við sig nokkrum stórfyrirtækjum, þar á ^g^NYTTSIMANUMER ÆSBZA í Ný)L| húsnæÐI Á NÝ|U ÁRI 687700 Við fluttum okkur um set í nýtt glæsilegt húsnæði, eða yfir portið láttu sjá þig Velkomin. HUSA SMIOJAN meðal Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga, sem margir telja mesta einokunarfyrirtæki lands- ins, til að gera sér kleift að stand- ast samkeppnina við einstaklinga, sem starfa á þessu sviði. Verður ekki annað sagt, en að með aðild sinni að þessu máli sé Reykjavík- urborg að gera aðför að einstakl- ingsframtakinu í höfuðborginni. Heggur sá er hlífa skyldi. Við viljum í fullri vinsemd benda yður á, herra borgarstjóri, að hagur kvikmyndagerðarfyrir- tækja í borginni er í verulegri hættu ef Reykjavíkurborg ætlar sér að fara í beina samkeppni við þessi fyrirtæki á þröngum mark- aði jafnframt því sem fyrirtækj- unum er gert að greiða veruleg gjöld til borgarinnar. Ef það er hinsvegar skoðun yðar að hér hafi verið skortur á ís- lensku efni á myndböndum, þá stafar slíkt eingöngu af því að opinberir aðilar, þar með talin Reykjavíkurborg, svo og stórfyr- irtæki hafa brugðist þeirri skyldu sinni að bjóða út meðal íslenskra kvikmyndagerðarfyrirtækja verk- efni af því tagi. Við skorum á yður, herra borg- arstjóri, að beita yður fyrir því að Reykjavíkurborg hverfi frá þátt- töku í ísfilm hf., en beini verkefn- um á sínum vegum þess í stað tii þeirra fyrirtækja sem starfa hér á þessu sviði. Við teljum að það muni heilladrýgra bæði fyrir borgina og þau fyrirtæki, sem eru með atvinnurekstur á þessu sviði. Við viljum gjarnan, ef mögulegt er, ræða þessi mál nánar við yður við fyrstu hentugleika. Virðingarfyllst, f.h. Saga Film, Jón Þór I lannosson, Snorri Þórisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.