Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 27 Akureyri: Tónleikar Tón- listarskólans TÓNLISTARSKÓLINN á Akureyri efnir til tónleika í Borgarbíói á Ak- ureyri laugardaginn 4. febrúar kl. 17.00. Eru þetta árlegir tónleikar til fjáröflunar fyrir Minningarsjóð um Þorgerði S. Eiríksdóttur, en undanfarin ár hafa verið veittir styrkir til efnilegra nemenda skói- ans og hafa styrkþegar til þessa verið 14 talsins. Um þessar mundir eru liðin ell- efu ár frá því fyrstu tónleikarnir voru haldnir, en það var í mars- mánuði 1973. Flytjendur að þessu sinni verða bæði úr röðum kennara og nem- enda skólans. Ekki verður um ákveðinn aðgangseyri að ræða, en tekið verður við frjálsum framlög- um, sem renna óskipt til styrktar nemendum. Skilyrði til að hljóta styrk úr sjóðnum er, að nemandi hafi lokið VIII. stigi og hyggi á framhaldsnám í tónlist. Úthlutun fer fram í maí ár hvert. (FrétUtilkynning) Hafnarfjörður: Guðmundur H. Einarsson ráð- inn heilbrigðis- fulltrúi GUÐMUNDIJR H. Kinarsson hefur verið ráðinn heilbrigðisfulltrúi og framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðarsvæðis. Um stöðuna sóttu auk Guðmundar sex manns, þau Guðmundur Ing- ólfsson, Katrín Andrésdóttir, Ólafur Jónsson, Pétur Þórarinsson, Sævar Magnússon og auk þess einn sem óskaði nafnleyndar. Tillögur Albínu og Guðfinnu Thordarson hlutu 1. verðlaun Á SÍÐASTLIÐNU sumri var efnt til hugmyndasamkeppni um hönnun og smíði stjórnsýsluhúss á ísafirði og rann skilafrestur út þann 20. desember sl. Alls bárust 29 tillögur. Fimm manna dómnefnd fjallaði um tillögurnar í janúarmánuði og kvað upp úrskurð sinn undir lok mánaðarins. Þrenn verðlaun voru veitt, að upphæð 300, 200 og 100 þúsund krónur, en auk þess voru keyptar tvær tillögur til viðbótar á 40 þúsund kr. hvor. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga arkitektanna Albínu Thordarson og Guðfinnu Thordarson, en þær nutu verkfræðiaðstoðar Magnúsar Bjarnasonar. Mælti dómnefnd með að tillaga þeirra yrði valin til útfærslu og byggingar stjómsýsluhússins. í greinargerð dómnefndar segir starfsmenn Guðmundar voru Jan m.a. um tillögu þeirra Albínu og Guðfinnu: »Húsið hefur glæsilegt yfirbragð séð frá Silfurtorgi og innan úr firði,“ en mikil áhersla var lögð á aðlögun hússins að um- hverfinu í mati nefndarinnar. Þurfti í því sambandi að leysa tvenns konar vanda: annars veg- ar aðlögun að nærliggjandi hús- um og hins vegar að húsið sómi sér vel frá Pollinum og innan úr firði. Önnur verðlaun hlaut tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts. í greinargerð dómnefndar um til- lögu hans segir: „Húsið hefur mjög aðlaðandi innra torg og fell- ur vel að byggðinni." Sam- Thore Cristoffersen arkitekt og Baldur Svavarsson stud. ark. Að- stoð veittu arkitektarnir Gro Vig og Asmund Holt, ásamt Sigurði Halldórssyni stud. ark. „Per- spektif" og tækni var í höndum Morten Lövseth, Jon Meland og Vidar Haugen. Fimm arkitekar eru höfundar að þeirri töllögu sem hlaut þriðju verðlaun: Geirharður Þorsteins- son, Hróbjartur Hróbjartsson, Richard Ólafur Briem, Sigríður Sigþórsdóttir, Sigurður Björg- úlfsson og Þorsteinn Geirharðs- son. Dómnefndin segir um tillögu þeirra: „Form hússins er heillegt og vinnurými gott.“ Arkitektarn- ir nutu aðstoðar Gretu Pape. Ennfremur voru keyptar tvær tillögur til viðbótar. Sú fyrri eftir arkitektana Bárð Daníelsson og Árna Þór Helgason, en sam- starfsmaður þeirra var Guðrún Norðdahl arkitekt. Síðari tillagan kom frá fjórum arkitektum: Finni Björgvinssyni, Hilmari Þór Björnssyni, Gunnari Friðbjörns- syni og Reyni Adamssyni. í dómnefnd sátu: Brynjólfur Sigurðsson dósent var formaður, en aðrir voru þau Reynir Jónas- son bankastjóri, Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt, Dagný Helgadóttir arkitekt og Manfreð Vilhjálmsson arkitekt. Trúnaðar- maður var Ólafur Jensson fram- kvæmdastjóri. Sýning á tillögunum stendur yfir í nýbyggingu Menntaskólans á Isafirði frá kl. 8 til 10 á kvöldin á virkum dögum, en frá kl. 2 til 6 um helgar. Þá er stefnt að því að sýna tillögurnar í Reykjavík síð- ar. Sigurvegarar í hugmyndasamkeppninni, þær Albína Thordarson (t.v.) og Guðfinna Thordarson, standa við verk sitt, en tillögurnar eru sýndar í nýbyggingu Menntaskólans á Ísafírði þessa dagana. Samkeppni um hönnun og smíði stjórnsýsluhúss á ísafirði lokið: umsóknarfrestur til 25. febrúar. Hríseyjarprestakall í Eyjafjarð- arprófastsdæmi. Þar hefur þjónað sr. Sigurður Arngrímsson, sem sagt hefur embætti sínu lausu. Sauðlauksdalsprestakall í Barða- strandarprófastsdæmi. Þar hefur verið prestslaust um langt skeið en hefur verið þjónað frá Patreks- firði. Bólstaðarhlíðarprestakall i Húnavatnsprófastsdæmi. Sr. ólafur Þ. Hallgrímsson, sem þar hefur þjónað, hefur tekið við Mælifellsprestakalli í Skagafirði. Ásaprestakall í Skaftafells- prófastsdæmi. Séra Hanna María Pétursdóttir hefur þjónað þar um árabil en hefur sagt embættinu lausu. Brauzt inn í Þjóðminja- safnið - áður í Hallgrímskirkju UM helgina var 25 ára gamall maður handtekinn og úrskurðaður í gæzluvarðhald til 8. febrúar vegna rannsóknar Rannsóknar- lögreglu ríkisins á innbroti í Þjóð- minjasafnið um síðustu helgi. Ör- yggisvcrðir Securitas komu að þjófi, sem hafði brotist inn í safnið en hann komst undan með ráns- feng sinn. Hluti þýfisins náðist þegar húsleit var gerð í íbúð á Lauga- vegi. Maðurinn sem var tekinn, tók einnig þátt í þjófnaðinum í Hallgrímskirkju skömmu fyrir jól og hefur oft komið við sögu afbrota. Nýr bátur á Skagaströnd Skagaströnd, 2. febrúar. ^ " janúar bættist við nýr bátur við veg fyrir sjósókn því hér hafa ver- flota okkar Skagstrendinga. Bátur- inn, sem er 76 tonn, heitir Arnar Borg og er í eigu Sveins Garðarsson- ar og Maríasar Bjarna Viggóssonar. Þeir félagar áttu áður bátinn Hring, sem þeir seldu nú skömmu fyrir ára- mót. Arnar Borg stundar nú skel- veiðar og hafa veiðarnar gengið þokkalega. Rækjuveiðar hófust aftur eftir jólastoppið og hafa gengið vel þó sjómönnum þyki rækjan nokkuð smá. Ekki hefur tíðarfar komið í ið stillur og góðviðri undanfarnar vikur, enda skíðamennska stunduð af kappi. I vetur hefur kvöldskóli starfað hér eftir nokkurra ára hlé og hef- ur hann verið vel sóttur. Kenndar hafa verið enska, vélritun, bók- færsla og íslenska á lengri nám- skeiðum, en stutt námskeið í skattaskýrslugerð. Fyrirhuguð eru námskeið í glóðarsteikingu og bridge. — ÓB. BISKUP íslands hefur auglýst fjög- ur prestaköll laus til umsóknar og er „Einkaspæj- arar“ í Laug- arásbíói f LAUGARÁSBÍÓI verður frumsýnd í dag bandaríska kvikmyndin Kinka- spæjarar. Myndin fjallar um einkaspæjar- ann Rigby Reardon og rannsókn hans á dauðsfalli sem hann telur að hafa verið morð. í athugunum sínum leitar hann m.a. til einkaspæjarans Marlowe og leitin að lausn á ráðgát- unni ber hann alla leið til Perú þar sem hann flettir ofan af samsæri gegn Bandaríkjunum. Leikstóri er Carl Reiner, en með aðalhlutverk fara Steve Martin, Rachel Ward og Carl Reiner. Heilsuræktin Stjá í Hátúni í VINNU- og dvalarheimili Sjálfs- bjargar að Hátúni 12 hefur um sex ára skeið verið starfrækt endurhæf- ingarstöð, þar sem í boði hefur verið alhliða sjúkraþjálfun. Átta sjúkra- þjálfarar starfa þar, einn við þjálfun vistmanna Dvalarheimilisins, en hinir sinna því fólki sem vísað er til þjálfunar utan úr bæ. Sú breyting hefur nú orðið á að heilsuræktin hef- ur opnað í húsakynnum endurhæf- ingarstöðvarinnar og ber hún nafnið Stjá. Heilsuræktin er opin fyrir al- menning, eftir kl. 16.30 á virkum dögum og frá kl. 11.00 á laugar- dögum. Gefst fólki þá tækifæri á að fá leiðbeiningar um alhliða þjálfun og eru leiðbeinendur allir menntaðir sjúkraþjálfarar sem starfa hjá Sjálfsbjörg. Frá heilsuræktinni Stjá. •/««»* Fjögur prestaköll laus til umsóknar Félag bókagerðarmanna: Lýsir stuðningi við starfsfólk álversins STJÓRN Félags íslenskra bóka- gerðarmanna lýsti yfir fullum stuðningi við starfsfólk álversins í þeirri kjaradeilu sem það stendur í og hvetur annað starfsfólk til að styðjá starfsfólk álversins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist, en stjórnin hélt fund 31. jan. síð- astliðinn. Þá fordæmdi stjórn FBM þær ósanngjörnu árásir sem fram hafa komið á starfsfólk ál- versins í þessari vinnudeilu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.