Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
32
SJÓNARHORN
Ólögleg fíknieftii
Laugardaginn 4. febrúar nk.
efna Samband ungra sjálfstæð-
ismanna og Heimdallur til ráð-
stefnu um ólögleg fíkniefni.
Til að fregna frekar af þessari
ráðstefnu leitaði Sjónarhorn til
ráðstefnustjóranna, þeirra Auð-
uns Sigurðssonar, ritara SUS, og
Sigurbjörns Magnússonar, for-
manns Heimdallar, sem vinna að
undirbúningi ráðstefnunnar.
„Tilefni þess að stjórnir SUS
og Heimdallar ákváðu að gera
nákvæma og víðtæka úttekt á
þeim vanda, sem leiðir af mis-
notkun ungs fólks á ólöglegum
fíkniefnum, er margþætt. í
fyrsta lagi má nefna að sífellt
berast okkur fréttir af sorgleg-
um tilfellum þar sem ungt fólk,
sem ánetjast hefur fíkniefnum,
lætur lífið eða stórskaðar and-
lega- og/eða líkamlega heilsu
sína, með óbætanlegum hætti.
Við höfum fyrri hluta vetrar
verið minnt óþægilega á tilvist
þessa vanda, en það hlýtur að
vekja með okkur þá spurningu
hvað við getum gert til að koma
í veg fyrir „slys“ af þessu tagi.
Hversu útbreitt er vandamálið?
Hvað veldur því að ungt fólk sem
virðist hafa alla möguleika í líf-
inu ánetjast slíkri sjálfs-
eyðingarstefnu og fylgir henni
allt á enda?
f öðru lagi hafa nýlega vaknað
grunsemdir um að ólögleg fíkni-
efnaneysla hérlendis sé mun
meiri og alvarlegri en áður var
talið. Við höfum nýlega fengið
alvarlega aðvörun frá Alþjóð-
legu heilbrigðisstofnuninni, um
að búast megi við að sá heróín-
faraldur, sem gengur í Skandin-
avíu, berist til landsins innan
skamms með öllu því sem honum
fylgir. Erum við í stakk búnir til
að mæta heróínfaraldri? Hvaða
múra til varnar getum við
byggt?
Skömmu fyrir jól var sam-
þykkt á Alþingi þingsályktun
um að gera sérstakt átak til
varnar misnotkun ólöglegra
fíkniefna. Fyrirbyggjandi að-
gerðir eru með mörgu sniði og
eru menn ekki á eitt sáttir
hvernig þeim er best fyrir kom-
ið. Því viijum við fá þá menn,
sem gerst þekkja þessi mál, til
að lýsa sinni skoðun á því efni,“
sagði Auðun.
Um markmið ráðstefnunnar
sagði Sigurbjörn:
„Markmið ráðstefnunnar er
tvíþætt: Annað er það að vera
liður í stefnumörkun flokksins í
þessum efnum. Því höfum við
boðið ýmsum aðilum í flokknum
sérstaklega að sækja ráðstefn-
Ráðstefna á
vegum SUS og
Heimdallar
una, s.s. fulltrúum í heilbrigðis-
og æskulýðsnefnd flokksins. Hitt
markmiðið er að nýta þær upp-
lýsingar sem fram kom til dreif-
ingar til ungs fólks með forvarn-
arstarf í huga, en við eigum
greiðan aðgang t.d. að fram-
haldskólanemum. Þar sem
margar hagnýtar upplýsingar
munu koma fram á ráðstefnunni
bjóðum við sérstaklega vel-
komna alla foreldra sem áhuga
hafa á þessu efni. Við ætlum að
koma sem víðast við á þessari
ráðstefnu enda höfum við fengið
framsögumenn sem best þekkja
þessi mál hér á landi," sagði Sig-
urbjörn ennfremur.
Ráðstefnan hefst með setn-
ingu formanns SUS, Geirs H.
Þórarinn Tyrfingsson
Jóhannes Bergsveinsson
Haarde, en að henni lokinni mun
Auðun Sigurðsson kynna kvik-
myndina „Englaryk", sem sýnd
verður. „Þessi mynd var fjár-
mögnuð af leikaranum Paul
Newman, ungum mönnum til
viðvörunar, en hann missti ung-
an son sinn eftir að hann ánetj-
aðist „Englaryki", Phencycli-
dine. „Englaryk", eins og það er
nefnt, er deyfi- og ofskynjunar-
efni, og er langhættulegasta
fíkniefni sem misnotað er og
hefur misnotkun þess farið mjög
vaxandi sl. ár. Nú orðið er efnið
næstalgengasta fíkniefnið á eftir
marijúana á götum Banda-
ríkjanna. Myndin lýsir á áhrifa-
ríkan hátt áhrifum og afleiðing-
um „Englaryks", sagði Auðun að
lokum.
Þá mun Ásgeir Friðjónsson,
sakadómari í ávana- og fíkni-
efnamálum, flytja framsögu um
þróun fíkniefnamála hér á landi
sl. áratug. Ásgeir hefur verið
sakadómari í ávana- og fíkni-
Sigurbjörn Magnússon
Kjartan G. Kjartansson
efnamálum frá 1973 og hefur yf-
irsýn yfir þróun þessara mála
frá upphafi ef svo má segja.
Þá flytur Kjartan Gunnar
Kjartansson, heimspekinemi,
framsöguerindi. Erindi Kjartans
eru almennar vangaveltur um
ýmis siðferðileg rök sem mæla
með og á móti lögum og reglu-
gerðum er banna innflutning,
framleiðslu, viðskipti og neyslu
svokallaðra fíkniefna. Ekki verð-
ur tekin afstaða í erindinu en
samúð höfundarins er þó fremur
með þeim sem mæla með auknu
sjálfræði manna á þessu sviði. í
¥
Auðun S. Sigurðsson
erindinu verður því viðhorfi
hafnað að almenningsafstöðu
hafi verið eða sé treystandi sem
endanlegum dómara í siðferði-
legum efnum. Einnig verður sið-
fræðilegri afstæðishyggju and-
æft.
Farið verður nokkrum orðum
um sjálfseignarrétt einstakl-
ingsins og gerð grein fyrir frels-
isreglu Mills sem sett er fram í
ritgerð hans um frelsið. Að lok-
um verður fjallað um eðli þeirra
nytjaraka sem oft eru færð fyrir
frelsisskerðingu einstaklinga
varðandi meðferð þeirra og
neyslu áfengis og annarra fíkni-
efna.
Kjartan Gunnar Kjartansson
er heimspekinemi og er löngu
þekktur fyrir frjálslyndar skoð-
anir sínar. Hann hefur setið í
stjórn Heimdallar og var um
árabil ritstjóri Stefnis.
Að þessum frásöguerindum
Ioknum mun fíkniefnalögreglan
vera með sýningu á helstu teg-
undum fíkniefna, sem þeir hafa
gert upptæk á íslenska fíkni-
efnamarkaðinum.
Að loknu kaffihléi munu yfir-
læknarnir Jóhannes Berg-
sveinsson og Þórarinn Tyrfings-
son, flytja erindi. Jóhannes, sem
er yfirlæknir áfengisskorar
geðdeilda ríkisspítalanna, mun
fjalla um áralanga reynslu geð-
deildanna af eiturlyfjasjúkling-
um, og ræða um orsakir, áhrif og
afleiðingar fíkniefnaneyslu ungs
fólks.
Þórarinn Tyrfingsson, sem er
yfirlæknir sjúkrastöðva SÁÁ,
hefur áralanga reynslu af með-
ferð íslenskra eiturlyfjaneyt-
enda og mun ræða þá reynslu, en
auk þess fjalla um tíðni, út-
breiðslu og fyrirbyggjandi að-
gerðir við neyslu fíkniefna.
Sigurbjörn Magnússon, for-
maður Heimdallar, mun svo
slíta ráðstefnunni með nokkrum
orðum.
Þess má geta að á ráðstefn-
unni, sem haldin er í Valhöll,
verður barnagæsla og einnig
verður ráðstefnugestum afhent
mappa með ýmsum upplýsingum
um ólögleg fíkniefni.
Ásgeir Friðjónsson
Eigum við ekki að
hafa félagsskap?
— eftir Halldör
Kristjánsson
Ég sé enga ástæðu til að blanda
mér í viðræður dr. Gunnlaugs
Þórðarsonar og Kristins Jóns
Guðmundssonar enda þótt ég vilji
segja nokkur orð Kristni til um-
hugsunar vegna greinar hans í
Mbl. 5. janúar sl. Hann segir þar
að „í Stórstúku íslands" hafi hann
aldrei stigið fæti og eigi vonandi
ekki eftir að gera.
Regla góðtempiara var stofnuð
um miðja 19. öld. Valdimar Ás-
mundsson íslenskaði nafn góð-
templara í alþingisrímunum
þannig, að hann nefndi þá hofgæð-
inga. Tempel er musteri eða hof,
hús sem ætlað er til guðsþjónustu.
Félagsskapurinn átti að hjálpa
mönnum til að lifa í samræmi við
vilja skaparans og tilgang heil-
brigðs lífs sem var eitt og hið
sama, þeir áttu að leita þess
þroska sem hverjum og einum
væri eiginlegur og eðlilegur ef rétt
væri lifað.
Orðið stúka var notað um ein-
stakar félagsdeildir svo sem þær
væru hugsaðar sem klefi eða bás í
hinu mikla musteri. Orðið stór-
stúka var haft um landssamband
stúknanna en heimssamband
þeirra var nefnt hástúka.
Eins og títt var um reglur var
félagsskapurinn hafður á stigum
þannig, að félagsmenn gátu tekið
stig eftir tiiskilinn reynslutíma ef
þeir höfðu unnið sér álit og tiltrú
félaganna. Á fundi landssam-
bandsins voru þeir einir hlutgeng-
ir sem höfðu tekið svonefnt stór-
stúkustig. Stórstúkan er því
raunverulega landssamband
þeirra templara sem tekið hafa
stórstúkustig. Hins vegar eiga all-
ir templarar landsins að lúta stór-
stúkunni. Hún er landssamband
sem stjórnar samtökunum í heild.
Þó að þetta sé skrifað í tilefni af
orðum Kristins held ég að þessi
fræðsla eigi erindi við fleiri.
Mér skilst að Kristinn búi yfir
einhverjum sárindum frá því hann
var í barnastúku í sambandi við
skipun í embætti. Engan félags-
skap þekki ég svo að einstökum
mönnum sé ekki ætlað að vinna
ákveðin verkefni. Til þess eru þeir
valdir með einhverjum hætti og er
þessi trúnaður gjarnan talinn til
metorða. Vel getur það orðið ein-
hverjum til leiðinda hvernig þeim
metorðum er úthlutað. Samt
endurtek ég að ég þekki engan
þann félagsskap sem kemst hjá
slíku hvað sem sagt er nú um „lá-
reft grasrótarsamtök" þar sem
enginn á að vera öðrum fremri. Og
víst þekkjum við ýmis dæmi þess
úr félagsskap fullorðinna að sár-
indum valdi hvernig úthlutað er
metorðum og embættum. Og þó
teljum við nauðsynlegt að halda
ýmiskonar félagsskap uppi.
Mér skilst að Kristinn geri sér
fyllilega ljóst að margan hefur
vínið að velli lagt. Hann vill því
væntanlega vinna gegn drykkju-
skap og hvers konar vímuefna-
neyslu annarri. Þessu fagna ég
eins og væntanlega allt bindind-
issinnað fólk. En hvernig heldur
Kristinn að helst sé von um ár-
angur í þeirri baráttu sem fram-
undan er?
Ég held að það sé gagn að sam-
tökum sem hafna afdráttarlaust
öllum vímuefnum. Ég held að það
sé gott lið að hverjum einum sem
það gerir í samkvæmum. En ég
held að þeir geri sig betur gildandi
og láti meira til sín taka því betur
sem þeir opinbera þessa afstöðu
sína. Auk þess held ég að hér sem
annars staðar sé gagn að því að
samherjar beri saman ráð sín,
hafi samráð frá degi til dags um
það hvernig bregðast skuli við því
sem að höndum ber.
Þetta allt saman held ég að
Kristinn Jón Guðmundsson og
annað gott fólk ætti að hugleiða.
Og um leið skal minnt á að sér-
hver stórstúka I.O.G.T. ræður því
sjálf hvað hún notar af fornum
formum og siðum reglunnar, t.d.
hversu lengi stigunum er haldið
við. Allt er þetta undir endurskoð-
un eins og aðrar mannasetningar.
Ég ætla mér ekki að segja
Kristni fyrir verkum en ég bið
hann að hugleiða hvernig best
muni að vinna. Það er allt og
sumt. Gæti ekki verið að hann
fyndi einhverja sem hann ætti
samleið með? Ér ekki nokkuð á sig
leggjandi til þess að hægt sé að
mynda fylkingu til að bera gott
mál fram til sigurs?
H.Kr.