Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 21 Mataræði og íþróttir Meira af kolvetnum, meira þrek! eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson í þessari grein verður fjallað um mataræði íþrótta- og líkams- ræktarfólks og það borið saman við dæmigert íslenskt fæði. En hvað er átt við með þessum hug- tökum? íþróttafólk eru þeir sem stunda íþróttir með keppnisþátttöku í huga, en líkamsræktarfólk stund- ar líkamsrækt til þess að komast í góða líkamlega þjálfun. Kannsóknir sýna að mataræði þessara hópa þarf að vera talsvert frábrugðið venjulegu fæði ef þeir ætla að öðlast það úthald og ná þeim árangri sem þeir kjósa. Aukin þekking á tengslum mat- aræðis og úthalds hefur einmitt átt þátt í þeim miklu framförum sem orðið hafa á ólíkustu sviðum íþrótta á undanförnum árum. En á hvaða hátt þarf matar- æði þessara hópa að vera frá- brugðið? Fyrst og fremst að þrennu leyti, þ.e. hvað varðar (a) orkuþörf, (b) vökvaþörf og (c) samsetningu fæðunnar. Orkuþörf Þorri fslendinga er orðinn að dæmigerðum kyrrsetumönnum sem brenna (fullorðnir) aðeins um það bil 2400 hitaheiningum (he) á dag (karlar um 2800 og konur um 2000 he). I.íkamsræktarfólk — þ.e. þeir sem vilja komast í góða líkam- lega þjálfun — þarf að brenna a.m.k. 300 he á dag til viðbótar, en við það vex orkuþörfin í um 2700 he. íþróttafólk brennir hins vegar ennþá meiri orku eða að jafnaði milli 4000 og 5000 he á dag. Það þarf því að borða helmingi meira en dæmigert kyrrsetufólk. Vökvaþörf Dæmigerður íslendingur þarf að jafnaði milli 1 og 2 lítra af vatni á dag, allt eftir líkamsstærð, líkam- legri áreynslu og eftir því hversu kalt er í veðri. FÆÐA OG HEILBRIGÐI Við líkamsrækt tapast vatn í svita sem bætist við þessa grunn- þörf. Getur vatnstapið numið allt að 1 lítra af vatni á klukku- stund ef árcynslan er mikil. En sviti er meira en vatn. í hverjum lítra af vatni tapast milli 0,9 og 1,4 grömm af natríum auk annarra steinefna. Og þessi efni verður líkaminn einnig að endurheimta. Samsetning fæðunnar En það er ekki aðeins að lík- amsrækt auki þörfina fyrir mat og drykk, heldur þarf fæðan einnig að hafa aðra samsetningu og þá fyrst og fremst að vera kolvetnaríkari. Ástæðan er sú að við mikla líkamlega áreynslu fer líkaminn að brenna glýkogeni — en það er sérstakt efni sem safnast fyrir í vöðvum og lifur — í staðinn fyrir fitu. Glýkogen er skammtímaorku- forði líkamans sem hann grípur til þegar svona ber undir. Fitan er hins vegar langtímaorkuforði sem líkaminn brennir við léttari áreynslu. Glýkogen er einmitt kolvetni og til þess að byggja það upp í líkamanum verður fæðið að vera kolvetnaríkt a.m.k. í 2—3 daga áð- ur en keppnin (eða ströng þjálf- un) hefst. En hvers konar kolvetni? í stuttu máli eru kolvetni tvenns konar. flókin (einkum sterkja) úr korni og kartöflum og einföld (þ. á m. sykur) úr grænmeti og ávöxtum. Þetta þýðir m.ö.o. að í nokkra daga á undan keppni þarf fæðið að vera auðugt af grófu brauði, grófu morgunkorni, kartöflum, græn- meti og ávöxtum, þ.e. af jurtaaf- urðum. En ef hlutur þessarar jurtafæöu á að aukast verulega, hvað á þá að minnka á móti? Fyrst og fremst fitan og allar feitar afurðir, sér- staklega feitar dýraafurðir. Og hvað með hvítuna? Best er að hún standi sem næst í stað. Þetta er auðvelt að fá fram með því að halda sig við margar dýra- afurðir, t.d. skyr, magurt kjöt, fisk o.fl. íþrótta- og líkamsræktarfólk á m.ö.o. að borða meira korn, kart- öflur, grænmeti, ávexti og margar dýraafurðir, en minna af fitu og feitum dýraafurðum. Lokaorð Allir sem þurfa að reyna mikið á sig líkamlega verða að gæta þess að þeir þurfa ekki aðeins meiri mat og drykk en aðrir, heldur þarf samsetning fæðunnar að vera frábrugðin. Lykillinn að vel heppnaðri þjálf- un og keppni er að borða mikið af kolvetnaríkum afurðum, þ.e. nátt- úrulcgum afurðum úr jurtaríkinu: kornmat og garðávöxtum. Með þessu móti geta þeir byggt upp nægilega mikið glýkogen í vöðvum til þess aö hafa það úthald sem þeir þurfa til að ná þeim ár- angri sem stefnt er að. Feikimiklum snió Stykkishólmi, 30. janúar. EINS OG undanfarið hefir komið fram í fréttum hefir mikill snjór verið á Snæfellsnesi og í þessum mánuði hefir kyngt niður feiki- miklum snjó og þó komið hafi þýð- ur og minnkað hann hefir alltaf komið í viðbót síðar svo samgöng- ur hafa verið með erfiðasta móti það sem af er þessu ári. Sumir eldri menn tala um þetta sem mesta snjó síðan 1919, en þá voru hér vetrarhörkur. Unglingarnir hafa kunnað að notfæra sér snjóinn og öll skíði eru nú tekin fram og fjöldamargir hafa keypt sér skíði. Börn og full- hefur kyngt niður orðnir hafa brugðið á leik og í Stykkishólmi hefir verið gerð ágæt skíðabraut skammt frá hót- elinu og hefir hún miskunnarlaust verið notuð. Togvírar hafa verið settir upp og vél sem hefir dregið skíðafólkið upp svo auðveidara væri að renna sér niður. Sem sagt, fjöldinn allur notfær- ir sér þetta ágæta tækifæri, sér til upplyftingar, gagns og skemmtun- ar og sjálfsagt er það svo að marg- ir óska þess að snjórinn vari lengi, þótt öðrum komi betur í umferð- inni að hann fari að minnka. En eins og alltaf, það er erfitt að gera öllum til hæfis. FrélUriUri ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - ÞARFTU AO BÆTA - ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - 00 Z) i- > l < —> CD 0 > CQ o < 3 I— DC LJ CD O < o cr < n UTAVER AUGLYSIR NÚ ERUM VIÐ BÚNIR AÐ BREYTA 0G BÆTA NÝJA 0G GLÆSILEGA MÁLNINGARVÚRUDEILD VERIÐ ÁVALLT VELK0MIN Málningartegundir: • Hörpusílki • Pólytex • Kópal • Vítretex • Spred-satín • Nordsjö KnEDITKORT E Biiy l.rrnnáNvegi IH, HreyrilnhÚNinu Simi 82444. S ís) Hefur þú kynnt þér greiðsluskilmála okkar? Opiö til 7 á föstudögum og til hádegis laugardag. TJ > JD > o 0D Pfl m JO > O oo < o o AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - ÞARFTU AÐ BÆTA - ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City o( Hartlepool 21. febr. Bakkafoss 2. mars City ol Hartlepool 13. mars Bakkafoss 23. mars NEWYORK City of Harllepool 20. febr. Bakkafoss 1. mars City of Hartlepool 12. mars Bakkafoss 22. mars HALIFAX City of Hartlepool 24. febr. City of Hartlepool 16. mars BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Alafoss 5. febr. Eyrarfoss 12. febr. Álafoss 19. febr. Eyrarfoss 26. febr. FELIXSTOWE Álafoss 6. febr. Eyrarfoss 13. febr. Álafoss 20. febr. Eyrarfoss 27. febr. ANTVERPEN Alafoss 7. febr. Eyrarfoss 14. febr. Álafoss 21. febr. Eyrarfoss 28. febr. ROTTERDAM Álafoss 8. febr. Eyrarfoss 15. febr. Álafoss 22. febr. Eyrarfoss 29. febr. HAMBORG Álafoss 9. febr. Eyrarfoss 16. febr. Álafoss 23. febr. Eyrarfoss 1. mars WESTON POINT Grundarfoss 2. febr. Helgey 21. febr. LISSABON Urriöafoss 23. febr. LEIXOES Urriöafoss 24. febr. BILBAO Urriöafoss 27. febr. NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 3. febr. Mánafoss 10. febr. Dettifoss 17. febr. Mánafoss 24. febr. KRISTIANSAND Dettifoss 6. febr. Mánafoss 13. febr. Dettifoss 20. febr. Mánafoss 27. febr. MOSS Dettifoss 3. febr. Mánafoss 14. febr. Dettifoss 17. febr. Mánafoss 28. febr. HORSENS Dettifoss 8 febr. Dettifoss 22. febr. GAUTABORG Dettifoss 8. febr. Mánafoss 15. febr. Dettifoss 22. febr. Mánafoss 29. febr. KAUPMANNAHÓFN Dettifoss 9. febr. Mánafoss 16. febr. Dettifoss 23. febr. Mánafoss 1. mars HELSINGJABORG Dettifoss 10. febr. Mánafoss 17. febr. Dettifoss 24. febr. Mánafoss 1. mars HELSINKI irafoss 6. febr. irafoss 5. mars GDYNIA irafoss 8. febr. ÞÓRSHÓFN Dettifoss 18. febr. VIKULEGAR STRAND5IGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.