Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 43 Þórbjörg Þórðar- dóttir - Minning Fædd 18. nóveraber 1891 Dáin 27. janúar 1984 Það fyrsta sem ég man eftir mér er tengt heimsóknum til ömmu minnar, Þjóðbjargar Þórðardótt- ur. Hún bjó þá á Hlíðarbraut 5, Hafnarfirði, í litlu vinalegu báru- járnshúsi, þar sem hún hafði alið upp börnin sín átta. Þar var alltaf nóg rúm fyrir dótturson frá Kefla- vik, jafnvel þó gist væri. Betra var þó að koma ekki þá daga sem venjulega voru notaðir til þvotta, því það voru strangir dagar á svo stóru heimili, jafnvel þó börnin væru farin að fara að heiman. í þessu húsi réð amma ríkjum frá morgni til kvölds. Allt var í föstum skorðum og hver hlutur átti sinn stað. Þeir sem fóru til vinnu eða í skóla voru vaktir, nest- ið útbúið, en ég, sem jafnan var í fríi er ég kom til ömmu, naut þess að láta hana stjana í kringum mig, fékk að sofa út og meira að segja voru mér færðar í rúmið útbleytt- ar kringlur í kaffi. Það var gert á stundum milli stríða hjá henni ömmu, en þá notaði hún einnig tækifærið og skrafaði um daginn og veginn meðan hún og Þóra í Holti drukku kaffið af undirskál með íbleyttum mola. En dagurinn var ekki leystur upp með umræðum um daginn og veginn eða náungann yfir kaffi- sötri. Ávallt var nóg að starfa, hver stund skipulögð við húsverk, sauma- og prjónaskap og ef nokk- urt tóm gafst var gripið í aðrar hannyrðir og síðar bókalestur. Hún var orðlögð fyrir skapfestu og dugnað. Gerði miklar kröfur til sjálfrar sin og sinna nánustu, en úr hófi nægjusöm á allt það er mölur og ryð fá grandað. Sjálf var hún reglumanneskja á vín og tó- bak og líkaði illa ef hennar nán- ustu ánetjuðust slíku. Heimsóknir minar voru reglu- bundnar allt þar til ég fór til náms erlendis. Þó ekki væri alltaf mikið tilefni í lífi okkar barnabarnanna vorum við tekin afsíðis og hún rétti okkur pening. Hún var mikill vinur vina sinna, sagði e.t.v. ekki alltaf mikið, tók sjaldan barn á hné sér, en hið einlæga bros og vingjarnlega augnaráð til vina hennar leyndi sér ekki. Og nú, þegar hún amma er öll, langar mig að setja á blað stutt ágrip af æfi hennar og varpa e.t.v. örlitlu ljósi á þá lífsbaráttu er mótaði hana. Þó ekki hafi orðið héraðsbrestur við lát hennar á hún að baki sér mikið og gott dagsverk. Þjóðbjörg fæddist á Stóru-Borg 18. nóv. 1891. Aðeins 2ja ára var henni komið til vandalausra á ýmsum stöðum á Álftanesi. Sögð til sveitar eins og sagt var. Þórður fluttist til Ameríku stuttu síðar og vissi hún ekkert né vildi vita um ferðir hans eftir það. Eina eldri alsystur átti hún er Jóhanna hét og yngri hálfbróður, Jón Hall- dórsson, bæði látin, og hálfsystur, Ágústu Þórðardóttur, sem er á lífi og býr í Kópavogi hjá dóttur sinni. 9 ára kemur hún að Hákoti á Álftanesi til hjónanna Guðnýjar Þorsteinsdóttur og Eyjólfs Þor- björnssonar og dvelur hún þar öll sín unglingsár. Sagði hún gjarnan um dvöl sína þar:. „Ég ólst upp í Hákoti." Þar naut hún aðhlynn- ingar, sem væri hún barn þeirra hjóna, gekk þar í skóla og var fermd þaðan. Undir tvítugsaldri var hún á ýmsum stöðum í vist, m.a. hjá Bjarna Sæmundssyni, fiskifræðingi í Reykjavík, einnig hjá hjónunum Sigurbjörgu Björnsdóttur og Gamalíusi Jóns- syni sjómanni. Á því heimili kynntist hún fyrri eiginmanni sín- um, Agli Jónssyni, en þeir síðast- nefndu voru saman til sjós. Þau eignuðust 6 börn; Helgu gifta Jóni Pálssyni. Stefán, kvæntan Ágústu Ágústsdóttur, bæði búsett í Kefla- vík. Aöalstein kvæntan Sigur- laugu Jónsdóttur, Jón kvæntan Guðfinnu Leu Pétursdóttur, Guð- nýju, ógifta og Egil kvæntan Magnfríði Ingimundardóttur, þau búa öll í Hafnarfirði. Amma og afi bjuggu lengst af í Hafnarfirði og stundaði afi sjómennsku. Hann átti um nokkurt skeið við van- heilsu að stríða. Þegar hann hafði náð sér réð hann sig í forföllum annars manns á togarann Ro- bertsson, sem fórst í hinu mikla mannskaðaveðri 8. febr. 1925 á Halamiðum. Það var fyrsti og eini túrinn sem Egill fór með Ro- bertsson. Amma stóð þá uppi með 5 ung börn og ófrísk að því sjötta. Þessi tími tók mikið á hana en þá kom skapfesta hennar best í ljós. Mikið var lagt að henni að leysa upp heimilið og finna heimili fyrir börnin. Það aftók hún, senni- lega minnug eigin bernsku. Þegar Robertsson fórst fóru fram samskot til aðstandenda þeirra er fórust, en einnig kom til tryggingafé frá hinu enska út- gerðarfélagi. Fé þetta notaði hún til að byggja yfir þau húsið að Hlíðarbraut 5, sem lengst af varð heimili þeirra. — 1926 fluttu þau þar inn. Fljótlega eftir að þau fluttu inn leigði hún Jóni Jónssyni Guðmundssonar frá Keflavík for- stofuherbergið. Hann hafði þá nýlega misst konu sína og tvö börn. 1928 giftust þau og bjuggu á Hlíðarbraut þar til Jón dó, 13. apr- íl 1973. Þau eignuðust 2 drengi Guðjón, kvæntan Eddu óskars- dóttur, búsettur í Reykjavík, og Gunnar, d. 1982, kvæntan Sigrúnu Guðmundsdóttur. Jón stundaði sjómennsku fyrr á árum en síðari árin vann hann í landi. Jón reyndist henni og börnum hennar ákaflega vel enda er það þrekvirki að taka að sér konu með 6 börn ekki sízt á tímum allsleysis og fátæktar. 1 sameiningu tókst þeim að koma þeim öllum vel til manns. — Jón afi var ákaflega barngóður og marga göngutúra áttum við saman. Hann var ræð- inn og glaðlyndur og naut þess að hitta félaga sína niður við höfn og annars staðar á göngu okkar. Af- komendur Þjóðbjargar eru orðnir 55. Eftir að Jón lést naut Þjóðbjörg umönnunar Guðnýjar dóttur sinn- ar og bjuggu þær saman síðustu árin á Selvogsgötu 5. Síðustu 2 ár æfi sinnar dvaldi Þjóðbjörg á Sól- vangi í Hafnarfirði og naut góðrar umönnunar starfsfólks þar. Guð blessi minningu hennar. Egill Jónsson Bridge Arnór Ragnarsson Frá Hjónaklúbbnum Nú er 14 umferðum lokið í barometerkeppninni, Steinunn og Bragi fengu mjög góða skor eða 171 stig og er þá staðan þannig: Steinunn Snorradóttir — Bragi Kristjánsson 240 Dóra Friðleifsdóttir — Guðjón Ottósson 208 Estér Jakobsdóttir — Sigurður Sigurjónsson 200 Guðrún Reynisdóttir — Ragnar Þorsteinsson 165 Margrét Guðmundsdóttir — Ágúst Helgason 127 Valgerður Eiríksdóttir — Bjarni Sveinsson 113 Sigrún Steinsdóttir — Haukur Harðarson 111 Sigríður Ingibergsdóttir — Jóhann Guðlaugsson 109 Margrét Margeirsdóttir — Gissur Gissurarson 109 Meðalskor 0. Hreyfill — BSRB — Bæjarleiðir Staðan í svei'.akeppninni eftir 8 umferðir af 13. Anton Guðjónsson 149 Cyrus Hjartarson 134 Flosi Ólafsson 117 Þórður Elíasson 116 Guðmundur Magnússon 113 Þórir Guðmundsson 90 Kristján Jóhannesson 82 Níunda umferð verður spiluð á mánudaginn kl. 20 í Hreyfilshús- inu. Bridgefélag kvenna Eftir fjögur kvöld í aðalsveita- keppni félagsins eru sveitir efstar: þessar Aldís Schram 119 Guðrún Bergsdóttir 114 Sigrún Pétursdóttir 107 Alda Hansen 102 Guðrún Halldórsson 92 Ólöf Ketilsdóttir 92 Sigríður Ingibergsdóttir 92 Næst verður spilað mánudag- inn 6. febrúar. Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Mánudaginn 30. janúar voru spilaðar 7.-8. umferð í Aðal- sveitakeppni félagsins. Staða 6 efstu sveita er nú þannig: Þórarinn Árnason 146 Ingvaldur Gústafsson 134 Þorsteinn Þorsteinsson 111 Viðar Guðmundsson 104 Sigurður Kristjánsson 93 Guðmundur Jóhannsson 91 Næst verður spilað mánudag- inn 6. febrúar og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30. Spilað er í Síðumúla 25. Frú Ander- sen látin 26. janúar 1984 lést í Kaup- mannahöfn frú Elsa Andersen. Frú Andersen rak í fjölda ára veitingastaðinn Frascati við Ráðhústorg, sem var mörgum Is- lendingum góðkunnur. Frú And- ersen var mikill íslandsvinur, kom hingað oft áður fyrr og átti hér fjölda vina. Minning: Helga Jónsdótt- ir frá Lambhól Fædd 19. febrúar 1899 Dáin 21. janúar 1984 Amma hefði orðið 85 ára nú í febrúar ef hún hefði lifað. Alltaf virðumst við óviðbúin dauðanum þegar hann ber að dyrum. En eitt er víst að ömmu líður vel núna. Betur en oft áður. Þegar amma var yngri átti hún heima í Stangarholtinu í sama húsi og Sigga systir. Þá vorum við að byrja okkar skólagöngu í ís- aksskóla. Stundum fengum við að fara til ömmu eftir skólann. Þá höfðum við það notalegt og hún stjanaði við okkur, litlu ormana, eins og hún mögulega gat. Þá hafði amma heilsu. Hún bjó hjá okkur mestan hluta ævi okkar og var alltaf heima þeg- ar við komum heim úr skólanum, þreytt og svöng. Hún var okkar stoð og stytta og var alltaf tilbúin að leysa öll okkar vandamál. Hún var mikil handavinnukona og kenndi okkur mikið í handa- vinnu. Strákunum kenndi hún að sauma öskupoka. Stundum feng- um við að fara með ömmu í bæinn og þá var hátíð hjá okkur. Ámma var mikil félagsvera og undi sér jafnan best á spilakvöld- um. Hún var mikil spilakona og í gegnum spilamennskuna fékk hún oft félagsskap áður fyrr. Okkur fannst amma alltaf ótrúlega flínk í „bridge", en svo fór heilsuleysið að segja til sín og aldurinn að fær- ast yfir. Síðustu 3 árin bjó hún á Hrafnistu. Hún eignaðist 4 barna- barnabörn og var mikið stolt af þeim, og öll kölluðu þau hana „ömmu löngu". Guð geymi elsku ömmu okkar. Barnabörnin. I dag fer fram útför Helgu Sig- urbjargar Jónsdóttur frá Lamb- hól. Helga fæddist 19. febrúar 1899 í Lambhól við Skerjafjörð, en hún lést að kvöldi laugardagsins 21. janúar sl. á Vífilsstöðum nær 85 ára gömul. Kynni mín af Helgu hófust um leið og kynni mín af lífinu. Móðir mín og hún höfðu íbúðir í sama húsinu og þannig áttum við krakk- arnir tvö heimili ef svo bar undir og kom það sér oft vel. Helga reyndist okkur systkinunum afar vel. Auk þess sem hún var óþreyt- andi að gangsetja saumavélina í okkar þágu áttum við öll traustan vin og samherja þar sem hún var. I þessu sambandi skal þess getið að þó sambandið hafi verið gott á milli okkar systkina og Helgu var það sérstaklega gott á milli henn- ar og bróður míns, Halldórs heit- ins, en hann var elstur okkar. Óhætt er að fullyrða að samband þeirra Helgu og Halldórs hefði ekki getað verið einlægara þó þau hefðu verið mæðgin. Helga ólst upp í hópi margra systkina. Alls urðu þau Lamb- hólssystkinin níu og þar af komust átta til fullorðins ára. Fjórir bræðra Helgu létust langt fyrir aldur fram, allt efnis- og dugnað- armenn. Nú þegar Helga er látin eru tvö af Lambhólssystkinunum lifandi. Einar, sem kominn er hátt á níræðisaldur, og móðir mín, Sig- urrós, sem er yngst þeirra systk- ina. Það segir sig sjálft að hjá svo stórri fjölskyldu uppúr aldamót- unum hefur lífsbaráttan oft verið hörð og miskunnarlaus og vissu- lega varð það enn til að þyngja róðurinn að Jón, faðir Helgu, dó á besta aldri. Þau systkinin fóru því fljótt að vinna og léttu þannig undir með móður sinni. Helga stundaði framan af ævi almenn verkamannastörf og var m.a. við síldarsöltun á sumrum. Á þessum árum lærði Helga jafnframt saumaskap og var hún orðlögð fyrir vandvirkni á því sviði. Sú harða lífsbarátta sem einkenndi líf verkafólks, ekki síst á fyrri hluta þessarar aldar, setti sinn svip á Helgu eins og aðra sem háðu þessa baráttu. Þessi reynsla fylgdi henni alla tið og hún tók einlæga afstöðu með málstað verkafólks á hverjum tíma. Þann 13. júlí 1936 gekk Helga í hjónaband með frænda sínum, Kristjáni Hálfdánarsyni, sjó- manni, miklum ágætismanni. Kristján er látinn fyrir mörgum árum. Þau eignuðust eina dóttur, Oddbjörgu, bankastarfsmann, og er hún gift Guðmundi Karlssyni, vélstjóra. Þau Adda og Gummi eiga þrjú börn, sem nú eru upp- komin og hafa stofnað sín eigin heimili. Kristján, vélstjóri, Helga leikfimikennari og Karl Sölvi, vél- stjóri. Eftir að Adda og Gummi stofnuðu heimili bjó Helga hjá þeim ef undan eru skilin nokkur ár, sem þau bjuggu á ísafirði. Þannig mynduðust órjúfandi bönd á milli Helgu og bamabarnanna enda Helga barngóð og átti ávallt tíma fyrir börnin, í hennar augum voru þau líka fólk, sem því miður gleymist svo oft. Nú þegar Helga er dáin rifjast upp ótal minningar frá uppvaxtar- árunum, minningar sem tengjast Helgu. Helga var afburða spila- kona og náði hún góðum tökum á því margslungna spili „bridge“. Það var gaman að fylgjast með fullorðna fólkinu spila og þó skiln- ingur barnsins væri ekki mikill á leyndardómum „bridge" duldist því ekki að Helga var jafnan í far- arbroddi við spilaborðið. Helga sá til þess að ég var ekki bara áhorf- andi. Hún var óþreytandi í að kenna mér hin ólíkustu spil og var það ósjaldan að hún leiðbeindi og spilaði við mig. Auk þess kenndi Helga mér að njóta og virða þá göfugu íþrótt, skákina. Þannig var Helga í senn ráðgjafi og leikfélagi og vissi þá hvorugt að aldursmun- urinn var hálf öld. Helga hafði lifað langa ævi og við vissum að hverju dró, engu að siður er dauðinn óboðinn gestur, kemur á óvart. Á slíkri stundu er minningin huggun og minningin um Helgu mun lifa með öllum sem henni kynntust. Magnús Kinar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.