Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 Siglfirðningi SI150 breytt í frystitogara NÚ ER reiknaö meö því aö breyta skuttogaranum Siglfiröingi Sl 150, áður Fonti, í frystiskip. Áætlaö er að breytingarnar á skipinu veröi geröar hjá Slippstööinni á Akureyri í febrú- ar eða marz. Kostnaður viö breyt- ingarnar er enn óljós vegna þess, aö í athugun er aö sett verði lítil fiski- mjölsverksmiöja um borð, en hún kostar allt aö fimm milljónum króna. Ragnar Ólafsson, framkvæmda- stjóri Siglfirðings, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ætlunin væri að setja í skipið aðgerðarvélar fyrir karfa og grálúðu og aðgerð- arvél, flökunarvél og roðflettivél fyrir bolfisk auk marningsvélar fyrir hluta úrgangs. Frystilest væri í skipinu og sett yrðu upp lárétt plötufrystitæki fyrir flaka- pakkningar og lóðrétt heilfrysti- tæki fyrir karfa og grálúðu. Ragnar sagði ennfremur, að kostnaður við breytingarnar væri enn óljós, fiskimjölsverksmiðjan setti verulegt strik í þann útreikn- ing vegna þess hve dýr hún væri. Skipið væri hins vegar mjög vel undir þessar breytingar búið, þar sem það væri upphaflega hannað sem frystiskip og gott vinnupláss væri í því. Þess vegna yrði kostn- aður varla meiri en V6 af því, sem kostaði að breyta öðrum skipum hérlendum í frystitogara. Ástæða þess, að farið yrði út í þessar breytingar væru þær, að reksturinn virtist nánast vonlaus nema með þeirri verðmætaaukn- ingu, sem fengist með vinnslu um borð. Fyrirhugað væri að 20—22 menn yrðu um borð, en auk fryst- ingarinnar yrði landað 600 til 800 lestum af ísfiski hjá ísafold hf. í Siglufirði vegna skuldbindinga við það fyrirtæki. Þeir bera hitann og þungann af Reykjavíkurskákmótinu; frá vinstri: Friöþjófur Karlsson, formaöur Taflfélags Reykjavíkur, Gunnar Gunnarsson, forseti Skáksambandsins, og Þorsteinn Þorsteinsson, varaformaður. 20 stórmeistarar mæta á Reykjavíkurskákmótinu Fannfergi á Grundarfirði Hér hefur snjóað síðan á að- fangadag, 24. desember 1983, og til dagsins í dag, 25. janúar, segir Bæring Cecilsson m.a. í bréfi til Morgunblaðsins með þessari mynd, sem hann tók á Grundar- firði. Segir Bæring lítið hafa verið um ferðir til eða frá Grundarfirði vegna ófærðar og mjólkurbíll, sem braust til Grundarfjarðar 25. janúar, komst ekki lengra og varð að fá bát til að flytja mjólk áfram til Ólafsvíkur. NÚ STEFNIR í þaö aö 20 stórmeist- arar og um 10 alþjóölegir meistarar taki þátt í XI. alþjóölega Reykjavík- urskákmótinu. Mótiö verður hið sterkasta í sögu Reykjavíkurskák- mótanna ef að líkum lætur. Stórmeistararnir sem boðað hafa komu sína hingað til lands eru; John Nunn frá Bretlandi, stigahæsti keppandi mótsins með 2600 stig, Lev Álburt, sem sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 1982 en hann er þegar mættur til leiks í skákmóti Búnaðarbankans. Hann hefur 2515 Elo-stig. Sovétmenn munu senda hingað tvo keppend- ur, líklega þá Yuri Balashov, sem hefur 2565 Elo-stig og Efim Gell- er, þann kunna kappa sem nú er 59 ára gamall en hann hefur 2560 Elo-stig. Þeir sendu hingað þrjú nöfn; þriðja nafnið á listanum er Vladimir Tukmakov, en hann tefl- ir nú í Hollandi og ólíklegt þykir að hann komi. Bandaríski stórmeistarinn Larry Christiansen hefur sagt ís- lenzkum skákmönnum, að hann muni örugglega koma hingað og taka þátt í mótinu, en hann hefur enn ekki tilkynnt þátttöku. Ef har.n mætti til leiks, þá yrði það enn ein skrautfjöðrin, en hann hefur 2550 Elo-stig samkvæmt 19/xiNS4 REYKJAVIKUR 'SKÁKMÓTIÐ nýjasta stigalista FIDE. Aðrir stórmeistarar sem hingað koma eru: Hans Ree frá Hollandi, Florin Gheorghiu, Rúmeníu, Vlastimil Jansa, Tékkóslóvakíu, Bozidar Ivanovic, Júgóslavíu, Ivan Farago, Ungverjalandi, Murray Chandler, Englandi, Dmitry Gure- vich, Bandaríkjunum, en hann kom mjög við sögu á síðasta Reykjavíkurskákmóti þegar hann skipaði sér í fremstu röð. Gure- vich hefur síðan tekið miklum framförum og er nú orðinn stór- meistari með 2545 Elo-stig og er því einn stigahæsti keppandi mót- sins. Gyözö Forintos frá Ung- verjalandi, Leonid Shamkovich, Bandaríkjunum, og Eric Lobron, Elo-stig FIDE: Jón L. Árnason er nú stigahæstur Islendinga JÓN L. Árnason, alþjóðlegur skákmeistari, er orðinn stiga- hæstur íslenzkra skák- manna. Samkvæmt hinum al- þjóðlega stigaútreikningi FIDE, Alþjóðlega skáksam- bandsins, hefur Jón L. 2500 Elo-stig, og Friðrik Ólafsson hefur 2495 í öðru sæti. Þetta er í fyrsta sinn frá því FIDE gaf út alþjóðlegan stigaút- reikning, að Friðrik er ekki í efsta sæti íslenzkra skák- manna. Guðmundur Sigur- jónsson er nú í þriðja sæti með 2470 stig og hefur hækk- að um 10 Elo-stig. Margeir Pétursson er í fjórða sæti með 2465 stig. Jón L. Árnason er þriðji íslenzki skákmaðurinn sem nær 2500 Elo-stigum, Frið- rik Ólafsson hafði mest 2590 stig og Guðmundur Sigurjónsson 2540 stig. Jón L. er nú sjötti stigahæsti alþjóðlegi meistarinn í heiminum og er í 76.-84. sæti á heimslista FIDE. Alls eru 37 íslenzkir skákmenn á lista FIDE og þrjár konur. Þau eru: 1. Jón L. Árnason ............ 2500 2. Friðrik Ólafsson .......... 2495 3. Guðmundur SÍKurjónsson .... 2470 4. Margeir Pétursson ......... 2465 5. Helgi Ólafsson ............ 2445 6. Jóhann Hjartarson ......... 2415 7. Ingi R. Jóhannsson ........ 2410 8. Haukur Angantýsson ........ 2395 9. Sævar Bjarnason ........... 2375 10. Karl Þorsteins ............ 2375 11. Elvar Guðmundsson ......... 2330 12. Bjðrn Þorsteinsson ........ 2325 13. Jón Þorsteinsson ........ 2320 14. Jóhannes G. Jónsson ....... 2315 15. Ásgeir Ásbjörnsson ........ 2295 16. Róbert Harðarson .......... 2295 17. Bragi Kristjánsson ......... 2295 18. Ágúst S. Karlsson .......... 2285 19. Bjðrgvin Víglundsson ....... 2280 20. Leifur Jósteinsson ......... 2275 21. Magnús Sólmundarson ........ 2265 22. Guðmundur Halldórsson ...... 2260 23. Ásgeir I. Árnason .......... 2260 24. Július Friðjónsson ......... 2260 25. Björn Jóhannesson .......... 2255 26. Þórir Ólafsson ............. 2250 27. Stefán Briem ............... 2245 28. K. Guðmundsson ............. 2245 29. Bragi Halldórsson .......... 2245 30. Jónas P. Erlingsson ........ 2240 31. Arnór Björnsson ............ 2220 32. Hilmar Karlsson ............ 2220 33. Jóhann Ó. Sigurjónsson ..... 2220 34. Sveinn Kristinsson ......... 2215 35. Gylfi Þórhallsson .......... 2215 36. Benedikt Jónasson .......... 2210 37. Hrafn Loftsson ............. 2200 KONUR: 1. G. Þorsteinsdóttir ......... 2015 2. A. Kristinsdóttir .......... 1925 3. S. Friðþjófsdóttir ......... 1805 Svo sem fram hefur komið í Mbl. þá er Garri Kasparov nú orðinn stigahæsti skákmaður Jón L Kasparov heims, hefur hlotið 2710 stig en Anatoly Karpov, heimsmeistari, er í öðru sæti með 2700 stig. Þessir tveir skákmenn bera æg- ishjálm yfir aðra skákmenn í heiminum í dag, en 20 stiga- hæstu skákmenn heims eru: 1. Garri Kasparov, Sovét 2710 2 Anatoly Karpov, Sovét 2700 3.-4. Viktor Korchnoi, Sviss 2635 L. Ljubojevic, Júg. 2635 5.-6. Ulf Anderson, Sviþjóð 2630 Rafael Vaganian, Sovét 2630 7. Lajos Portisch, Ung. 2625 8. -9. Robert Höbner, V-Þýzk.2620 Mikhail Tal, Sovét 2620 10.—12 Vlastimil Hort, Tékk. 2615 Lev Polugaevsky, Sovét 2615 Boris Spassky, Sovét 2615 13.—15.Tony Miles, Englandi 2610 Zoltan Ribli, Ung. 2610 Jan Timman, Hollandi 2610 16.—17. Jonathan Nunn, Engl. 2600 Vassily Smysslov, Sovét2600 18. Walter Browne, USA 2585 19, —20.Tigran Petrosian, Sovét2580 Oleg Romanishin, Sovét2580 V-Þýzkalandi. Þá teflir Pia Cramling, stigahæsta kona heims- ins, að ógleymdum tveimur kunn- um bandarískum köppum; þeim Robert Byrne og Samuel Resh- evsky. Þá hafa tveir Ungverjar spurzt fyrir um mótið, þó óvíst sé um þátttöku. En það eru þeir Guy- ala Sax og Andras Adorjan. Báðir mjög snjallir skákmenn — Sax með 2575 stig og Adorjan 2570. Og meðal alþjóðlegu meistar- anna eru engir aukvisar. Skák- menn sem hafa skipað sér í fremstu röð og skortir aðeins herzlumun á að ná stórmeistara- titlum. Þar er fyrsta að nefna Bandaríkjamennina Sergey Kudr- in sem hefur 2520 Elo-stig og Nick DeFirmian, sem hefur 2515 Elo- stig. Þá koma hingað Daninn Carsten Hoi, Svíinn Harry Schússler, Peter Ostermeyer, V-Þýzkalandi, Vincent McCam- bridge, USA, og loks Karl Burger, USA. Fleiri erlendir skákmenn hafa boðað komu sína, liðlega 30, en aðeins þeir kunnustu hafa verið nefndir. Það er því ljóst að skákmenn okkar fá verðug verkefni á næst- unni. Óvíst er hvort Friðrik ólafsson tekur þátt í mótinu en hinn stórmeistarinn okkar, Guð- mundur Sigurjónsson, verður meðal keppenda. Augu manna munu einkum beinast að alþjóð- legu meisturunum Jóni L. Arna- syni, Margeiri Péturssyni og Helga Ólafssyni — hvort þeim tekst að næla sér í áfanga að stórmeistaratitli — og Jóhanni Hjartarsyni, sem vantar aðeins einn áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Mótið verður haldið á vegum Skáksambands íslands og Taflfé- lags Reykjavíkur. „Áætlaður kostnaður við mótið er um 1 '/2 milljón króna og „gat“ á fjár- hagsáætlun er 650 þúsund krónur. Þessa fjár verðum við að afla eftir hefðbundnum leiðum en við von- um að íslenzkir skákáhugamenn láti sig ekki vanta á Reykjavík- urskákmótið og að það verði spennandi. Þetta verður líklega sterkasta Reykjavíkurskákmótið frá upphafi," sagði Gunnar Gunn- arsson, forseti Skáksambands ís- lands, á fundi með blaðamönnum fyrir skömmu. Gunnar er formaður móts- stjórnar en með honum í móts- stjórn eru Friðþjófur M. Karlsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, Kristinn Þorsteinsson, Þráinn Guðmundsson, Guðbjartur Guð- mundsson, Ólafur H. Ólafsson, Sigurberg Elentínusson, Trausti Björnsson, Einar Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Aðal- dómari mótsins verður Guðmund- ur Arnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.