Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 33 „Þjóðviljinn“ og friðarumræðan — eftir Jón Val Jensson l. grein Nokkur veðrabrigði hafa orðið í afstöðu íslenzkra sósíalista til kirkju og kristindóms, a.m.k. á ytra borði. Orsökin er ekki neitt uppgjör við efnishyggjugrundvöll marxismans, heldur fyrst og fremst samskiptin við friðarhreyf- inguna, sem undanfarin þrjú ár hefur verið í uppgangi á Vestur- löndum og m.a. náð rækilegri fót- festu innan kristinnar kirkju. (Önnur ástæða, sem oft hefur haft þau áhrif að milda fjandskap marxista út í trú og kristni, er sú staðreynd, að ótaldir kirkjunnar menn hafa beitt sér af afli gegn þjóðfélagslegu misrétti f vestræn- um löndum, oft í nafni kristinnar trúar, og hafa fáeinir þeirra jafn- vel gengið til liðs við sósíalíska flokka utarlega á vinstri væng stjórnmálanna.) Samskipti báðum aðil- um til góðs? Ég get í sannleika sagt ekki óskað sósíalistum nema hins bezta af þeim samskiptum við kristna friðar- og réttlætissinna, sem komizt hafa á milli þessara ólíku hópa. Allt, sem dregur úr tiltrú sósíalista á efnishyggju marxism- ans og þeim sjálfbirgingshroka margra þeirra, að þeir búi einir yfir réttum lausnum á vanda mannkyns, ætti að geta orðið þeim til góðs. En augljóst er, að birting prédikana- og greinarstúfa eftir presta í Þjóðviljanum og almennt talað vinsamlegri tónn þess blaðs í garð kirkjunnar, býður því heim, að tryggir lesendur blaðsins verði óvissari með sinn marxisma og týni niður sínum kreddulærdómi. Þetta er auðvitað ekki meiningin — og þess jafnvel gætt að láta helzt ekki fylgja slikum tilvitnun- um til presta annað en það, sem beint eða óbeint nýtist málstað Þjóðviljans sjálfs. En „Andinn blæs þar, sem hann vill,“ segir heilög Ritning, og það er von mín, að þessar breytttu aðstæður megi smám saman gera íslenzka sósíal- ista umburðarlyndari og næmari gagnvart því, sem kristindómur- inn hefur fram að færa til lausnar á okkar andlegu og veraldlegu vandamálum. En hér er ekki stungið niður penna til þess að ræða um þau hollu áhrif, sem málsvarar trúar og kirkju gætu haft á íslenzka sósíalista (þ.m.t. kommúnista). Ætlun mín er öllu fremur sú að vekja athygli á því, hvernig Þjóð- viljinn hefur í þessu sambandi beitt vísvitandi mistúlkunum í umræðu sinni um friðarmálin, m. a. með því að notfæra sér út í yztu æsar róttæk ummæli nokk- urra klerka, á meðan þagað er um önnur ummæli þeirra og annarra, sem ekki ganga i sömu átt. En af þessu má ráða, hvað í raun býr á bak við flangs Þjóðviljans utan í kristna friðarsinna. Ætti það að geta kennt þeim siðarnefndu að varast að reiða sig á fréttaflutn- ing Þjóðviljans af friðarbarátt- unni, af þvi að blaðið fjallar ekki hlutlægt um viðhorf kirkjunnar manna til stríðs og friðar, heldur túlkar þau að vild eins og bezt get- ur hentað stefnu Þjóðviljans sjálfs. Að óbreyttu væri því fávis- legt að ætla, að kristnir friðar- sinnar hafi jafngott af samskipt- unura við sósíalista eins og vænta má, að sósíalistarnir geti haft af samskiptum við þá fyrrnefndu. Enn er að geta eins áberandi þáttar í mistúlkunum Þjóðviljans i þessu sambandi, þ.e. að gera allt það, sem unnt er til að sverta og rangfæra málflutning þeirra frið- arsinna, kristinna sem annarra, er vilja knýja á um gagnkvæma af- vopnun i stað einhliða uppgjafar Vesturveldanna. Öllu þessu munu gerð nokkur skil i þremur sam- felldum greinum hér í blaðinu. Ofbeldi í staö rökræðna Menn fengju harla ljóta hug- mynd um málflutning Morgun- blaðsins af friðarmálum, ef þeir læsu aðeins Þjóðviljann. I þættin- um „Klippt og skorið" i Þjóðvilj- anum 29. des. sl. má greina nokkra hæfni í áróðursbrögðum, en hins vegar örlar þar ekki á hæfileika til að geta tekið upp þráðinn i skyn- samlegri umræðu, þar sem „síð- asti ræðumaður" hafði skilið við efnið með gildum rökum (ég visa hér til umfjöllunar Staksteina Morgunblaðsins um friðarmálin. sem brátt verður getið nánar). I stað þess að glíma við þau rök á sanngirnisgrundvelli eru þau vilj- andi þöguð í hel í Þjóðviljanum og síðan byrjað hnútukast í litlum tengslum við efnið, eins og titt er í pólitískri umræðu hérlendis. En það er vansi á góðum blaðamanni að vera ekki fær um að taka þátt í rökræðum um það efni, sem hann tekst á hendur að skrifa um. Auk þess lýsir það naumast virðingu fyrir mikilvægi og alvöru friðar- umræðunnar að una þvi ekki, að hún lúti skynsemdarrökum, held- ur ljúga með þögninni og öðrum mistúlkunum. Hrein valdbeiting er jafnan tal- in hin skýra mótsetning málefna- legra rökræðna. Margt af því, sem skrifað er í dagblöðin, virðist aft- ur á móti fremur hugsað sem þjösnakennd hagnýting á því tækifæri að hafa frjálsar hendur til að hagræða staðreyndum á kostnað „andstæðingsins" heldur en alvarleg viðleitni til að taka þátt í vitrænni umræðu, þar sem sannleikans er leitað og hann stig af stigi leiddur í Ijós með því að skoða rök bæði með og móti ákveðnum málstað. Þjösnaháttur af því tagi má kallast e.k. andlegt ofbeldi, en þetta er einmitt það, sem er einkennið á umræddri grein í Þjóðviljanum. „Klippt og skoriö“ í Þjóðviljanum í inngangi að rangfærsium sín- um segir Þjóðviljinn: „Hinar al- mennu og látlausu friðaraðgerðir á Þorláksmessu í Reykjavík og víðar fara svo fyrir brjóstið á Morgunblaðsmönnum, að þeir sjá ástæðu til að naggast (sic) og nudda utan í friðarsinna í fyrsta blaði eftir jól. Mogginn reynir nú eins og alltaf áður að gera friðar- sinna og aðgerðir þeirra tortryggi- leg. Um þetta skulu nú nefnd dærni." (Takið vel eftir þessu síð- asta, við eigum eftir að skoða, hvaða dæmi verða notuð til að sanna þessar fullyrðingar.) Það verður engan veginn séð af þessum formála, að Staksteina- grein Mbl. 28. des. var í rauninni öll á bandi friðarstefnu. Þar var því einmitt fagnað, að friðargang- an á Þorláksmessu hafi „farið fram með allt öðru sniði að þessu sinni en undanfarin ár, þegar Samtök herstöðvaandstæðinga fóru þar með forystu. Nú létu þeir til sín taka, sem ræða um frið á öðrum forsendum en herstöðva- andstæðingar, sem vilja einhliða afvopnun Vesturlanda og að hún hefjist með því, að tsland verði opið og varnarlaust." í Staksteinagreininni er enn- fremur vitnað í ávarp þeirra, sem stóðu fyrir blysförinni, þar sem lýst er trú á mikilvægi þess, að Island stuðli að friði og afvopnun á alþjóðavettvangi, m.a. með því að vinna að stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna. Höfundur Stak- steina bætir við: „Undir þetta og öll þau markmið, sem lýst er I ávarpi blysfarenda gegn kjarnorkuvá á Þorláksmessu, geta ailir tekið, sem unna friði. Hitt er ljóst, að ekki eru allir á einu máli um leiðirnar að markmiðinu. Hvernig er bezt stuðlað að friði og afvopnun? Hvaða leið er árangursríkust til að stöðva framleiðslu kjarnorku- vopna? Hvað er átt við með „sérhverri viðleitni" f þágu friðar á jörðu?“ (Auðkennt hér, JVJ.) Það eru þessar skynsamlegu og eðlilegu spurningar, sem Þjóðvilj- inn reynir að láta líta út sem ótækar undanfærslur og mála- lengingar. En hljótum við ekki að reyna að gera upp við okkur, hvaða leiðir séu raunhæfastar og affara- sælastar til að tryggja heimsfrið- inn? — Staksteinar hafa m.a. þetta að segja um leiðirnar: „Það eru átökin um leiðirnar að markmiðunum, sem sett hafa svip sinn á umræður á Vesturlöndum undanfarin ár. Þar telja sumir beztu leiðina vera þá, að Vestur- lönd haldi að sér höndum, láti undir höfuð leggjast að svara vígbúnaði Sovétmanna i sömu mynt í þeirri von og trú, að ráða- menn í Kreml sjái að sér við það. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að eina leiðin til að ná árangri í af- vopnunarmálum sé, að Vesturlönd sýni festu og treysti varnir sínar, um leið og reynt sé að ná sam- komulagi við kommúnistarikin um gagnkvæma afvopnun. Siðari leið- Jón Valur Jensson „í stað þess aö glíma viö þau rök á sanngirn- isgrundvelli eru þau vilj- andi þöguð í hel í ÞjóÖ- viljanum og síðan byrj- aö hnútukast í litlum tengslum viö efnið, eins og títt er í pólitískri um- ræöu hérlendis.“ in hefur orðið ofan á hjá ríkis- stjórnum Atlantshafsríkjanna.“ Hvaða skoðun sem menn annars hafa á afstöðu Staksteinahöfund- arins, þá er a.m.k. Ijóst, að hann ræddi um málið með rökum. Hér var friðarhreyfingunni sýnd full virðing með því að fjalla jákvætt um markmið hennar og freista þess að fá botn í það, hvaða leiðir séu raunhæf viðleitni í þágu friðar. En í grein Þjóðviljans er allt þetta „klippt og skorið“ niður. Þar er ekki minnzt einu orði á það, að Mbl. setti ekki aðeins fram þá spurningu, hvað átt væri við með „sérhverri viðleitni" til friðar, heldur fylgdi þeirri spurningu eft- ir með rökstuddum ábendingum um nauðsyn þess, að ekki verði látið gott heita, að sú afvopnun- arleið byrji með einhliða stöðvun á framleiðslu og uppsetningu kjarnorkuvopna í V-Evrópu, á sama tíma og Rússar hafa raskað stórlega vopnajafnvægi í álfunni með uppsetningu eigin kjarnorku- flauga. Það var á það bent í The Times 4. jan. 1983, að tilboð Rússa um að fækka SS-20-flaugum (án þess þó að glata yfirburðum sínum á þessu sviði), ef NATO-ríkin hættu við uppsetningu stýriflauganna, hefði alls ekki komið fram nema vegna þess, að vestræn ríki stóðu fast gegn öllum kröfum um ein- hliða afvopnun. Stefna gagn- kvæmrar afvopnunar (multilat- eralism) hafði þannig þegar sýnt sig að vera árangursrík til að fá Rússa til að gera tilslakanir á yfirgangsstefnu sinni. En Þjóðviljinn slær striki yfir allar skynsamlegar umþenkingar um raunhæfa friðarviðleitni og segir: „Morgunblaðið skilur ekki boðskapinn til ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar og spyr af þjósti: Hvað er átt við með „sérhverri við- leitni“ í þágu friðar á jörðu? Von að Mogginn spyrji (— en Þjóðviljinn þegir hér vandlega um svar Morg- unblaðsins við þessari spurningu! — Innskot JVJ). Blaðið hefur nefnilega gengið allra gagna lengst í að verja stefnu NATO og það herskáasta, sem uppi er hverju sinni í alþjóðastjórnmál- um.“ (Aths. JVJ: Varði þá Morg- unblaðið innrás og árásarstríð Sovétríkjanna í Afghanistan? Eða telst það kannski ekki svo „her- skátt“ stríð?) Raunhæf friðarviöleitni Þjóðviljinn klykkir út með „rökstuðningi" sínum í þessu fyrra „dæmi“ með eftirfarandi orðum: „Morgunblaðið veit líka af hyggju- viti sínu, að það styður ekki sér- hverja viðleitni í þágu friðar á jörðinni. Hvaða viðleitni í þágu friðar á jörðinni styður Morgun- blaðið?" Ég tala auðvitað ekki fyrir Morgunblaðið og myndi heldur ekki kæra mig um slíkt, þar sem ég er ekki að öllu leyti sammála því um afstöðuna til friðar- og varnarmála, enda þótt ég standi í meginatriðum með því gegn stefnu Þjóðviljans. En ég gengt hér fram til varnar vegna þess að Þjóðviljinn er að varpa rýrð á grundvallarviðhorf flestra fylg- ismanna Sjálfstæðisflokksins og fleiri flokka í þessu málefni: Frið- ur verður naumast tryggður með einhliða frumkvæði Vesturveld- anna í afvopnunarmálum á þeim tíma, sem þau eru veikari aðilinn í Evrópu bæði hvað snertir hefð- bundin vopn og kjarnorkuvarnir, heldur eigum við að þrýsta á um samhliða afvopnun stórveldanna án þess að raska um of, meðan á þessu stendur, því jafnvægi óttans”, sem hefur verið grund- völlur friðar í Norður- og Vestur- álfu síðustu áratugi. Það er einfalt mál að svara spurningu Þjóðviljans. Morgun- blaðið styður raunhæfa afvopnun- arviðleitni. Spurningunni má einn- ig svara með öðrum spurningum: Hvaða friðarviðleitni studdi Chamberlain fyrir síðari heims- styrjöld? Aðgerðarleysi og undan- hald gagnvart hervæðingu Þýzka- lands — með því kvaðst hann tryggja „frið um vora daga“. Allir vita hvernig fór. En hver var þá sú friðarstefna, sem raunhæfari var til að tryggja frið á fjórða ára- tugnum? Hin „herskáa" hervæð- ingarstefna Churchills! En það eru ekki aðrir en blindir menn, sem skoða slíka viðnámsstefnu til tryggingar friði sem „hernaðar- hyggju" og „stríðsstefnu" (en þetta eru hugtök, sem sósíalistum eru munntöm um varnarstefnu Vesturlanda). Ég vil því leyfa mér að ganga lengra en Morgunblaðið með þvi að fullyrða, að „sérhver viðleitni til friðar" þarf ekki að vera til góðs, heldur geta sumar friðar- leiðir jafnvel verkað til ills og leitt til ófriðar, þótt meiningin hafi verið góð. Hér skal því tekið undir ályktunarorð séra Þorbergs Kristjánssonar í Helgarpóstinum 27/10/83 (auðkennt hér): „Kirkjan vill efla réttlæti, frelsi og frið á jörð og styðja alla raun- hæfa viðleitni til gagnkvæmrar af- vopnunar stórveldanna." Eftirmáli „Dæmi“ Þjóðviljans um tilraun- ir Morgunblaðsins til að „gera friðarsinna og aðgerðir þeirra tor- tryggileg" voru tvö. í 2. grein skul- um við taka til athugunar meðferð Þjóðviljans á síðara „dæminu". En hafi ofangreint mál varpað nokkru ljósi á fölsunaráráttu þess blaðs, þá mun næsta grein ekki síður verða lærdómsrík um það, hversu erfitt er að treysta Þjóð- viljanum til að vera hlutlægur í frásögnum sínum af þeim umræð- um, sem nú eiga sér stað um frið- armálin. Jón Valur Jeasson er cmnd. tbeol. oe íorstöóumadur Kröldskólans i ísafirði. Árleg skólasýning í Ásgrímssafni HIN árlega skólasýning Ás- grímssafns hefur verið opnuð. Þetta er 20. skólasýning safnsins og stendur til aprílloka. Að þessu sinni verður tekið á móti 3ju bekkjum grunn- skóla þriðjudaga og fimmtu- daga eftir hádegi og á mið- vikudagsmorgnum. Safna- kennararnir Sólveig Georgs- dóttir og Bryndís Sverrisdóttir sjá um kennslu í safninu í vet- ur. Þær völdu myndirnar og aðstoðuðu við uppsetningu sýningarinnar. Tímapantanir og nánari upplýsingar um safnferðir eru veittar hjá Sólveigu og Bryn- dísi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Úr rrétutilk;nningii.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.