Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 31 Afhjúpun eða orðskrök? — eftir Ólaf ísleifs- son og Tór Einarsson Furðuhljótt hefur verið um meintar uppljóstranir Þjóðviljans á skúrkinum og talnafalsaranum mikla í heimi hagfræðinnar. Hannes H. Gissurarson svarar þó áburðinum í ýmsum atriðum í Morgunblaðsgrein 26. janúar. í þeirri grein sem hér fer á eftir verður reynt að varpa ljósi á fleiri hliðar málsins. Á vettvangi hagfræðinnar er alltítt að deilt sé um kenningar og rannsóknaaðferðir og mætti mörg dæmi tilfæra í því sambandi. Deil- ur prófessors Milton Friedmans og ýmissa andmælenda hans hafa í gegnum tíðina vakið meiri at- hygli en ýmsar deilur aðrar. Á það sér eflaust margs konar skýr- ingar. Ein er eflaust sú, að kenn- ingar Milton Friedmans um pen- ingamál snerta mjög efni sem iðu- lega brenna á stjórnvöldum og al- menningi, verðbólgu og atvinnu- leysi. Önnur skýring er trúlega sú, að hann hefur kvatt sér hljóðs á stjórnmálavettvangi svo að eftir hefur verið tekið, meðal annars með því að gefa út bækurnar Frelsi og framtak (Capitalism and Freedom) og Frelsi til að velja (Free to Choose), en í þeim lýsir hann stjórnmálaskoðunum sínum tæpitungulaust. Ráðgjafar Englandsbanka Á árinu 1982 kom út bók þeirra Milton Friedmans og Önnu J. Schwartz, Þróun peningamála í Bretlandi og Bandaríkjunum (Monetary Trends in the United States and the United Kingdom), en hún er eins konar framhald bókar þeirra, Peningamálasögu Bandaríkjanna 1867—1960 (A Monetary History of the United States, 1867—1960), sem út kom árið 1963. Fyrri bókina má nú telja klassískt verk á sviði hag- fræðinnar, og ber þar margt til. M. a. er í henni hrakin sú kenning, sem um skeið virtist viðtekin, að heimskreppan mikla ætti rætur að rekja til þess, að markaðshagkerf- ið væri hvikult í eðli sínu og því- líkar kreppur yrðu ekki umflúnar. Bæði ritin hafa að geyma rann- sókn á efnahagsmálum yfir langt tímabil og skýra þau með hliðsjón af þróun peningamála. f október sl. komu akademískir ráðgjafar Englandsbanka saman til fundar í því skyni að ræða bók þeirra Friedmans og Schwartz, enda hefur Friedman ekki fyrr fjallað svo ítarlega um efna- hagsmál í Bretlandi. Ráðgjafar bankans hittast reglulega til að ræða ákveðin málefni hverju sinni. Á þessum fundi voru lagðar fram greinar um bók Friedmans og Schwartz eftir A.J. Brown, prófessor við háskólann í Leeds, annars vegar og hins vegar eftir þá David Hendry prófessor og N. R. Ericsson, sem báðir eru við háskólann í Oxford. Að venju voru greinarnar birtar með þeim fyrir- vara af hálfu Englandsbanka, að skoðanir þær og ályktanir, sem fram koma, séu á ábyrgð höfunda, en ekki bankans. Grein Hendrys og Ericssons Gera verður greinarmun á hag- fræðikenningum annars vegar og tölfræðilegum rannsóknum hins vegar. Bók Friedmans og Schwartz og grein Hendrys og Er- icssons eiga það sammerkt að vera af síðara taginu. Niðurstöðum þessara tveggja rita ber ekki sam- an um allt, enda hafa höfundarnir haslað sér völl á ólíkum sviðum. Friedman er nafntogaður fyrir skrif sín á sviði fræðilegrar hag- fræði, einkanlega um hagstjórn og peningamál. Hendry hefur hins vegar getið sér orð fyrir tölfræði og hagrannsóknir öðru fremur. Gagnrýni Hendrys á Friedman og Schwartz er af tvennum toga spunnin. Annars vegar færir hann fram athugasemdir um, hvernig þau vinna úr gögnum sínum áður en leitað er að sambandi milli ein- stakra hagstærða. Á hinn bóginn telur hann þau ekki prófa niður- stöður sínar með fullnægjandi hætti. Um fyrra atriðið er það að segja, að í stað þess að nota tölur einstakra ára hráar, ef svo má segja, beita þau Friedman og Schwartz meðaltölum fyrir nokk- ur ár í senn. Þetta gera þau m.a. í því skyni að eyða mælingar- skekkjum. Þessi vinnubrögð telur Hendry óheppileg og bendir á, að með því móti glatist upplýsingar. Fyrir bragðið verði óhægara að álykta um skammtímaáhrif einn- ar stærðar á aðra. Taka má undir með honum í þessu efni. Þá hefur Hendry áhyggjur af vali þeirra á mælikvarða á peningamagn (en þeir eru fleiri en einn), svo og því, að þau leiðrétta verðmælingar á þeim tímum þegar vörur eru skammtaðar. Hins vegar sýnist okkur slikar leiðréttingar mega styðja gildum rökum, enda líklegt að opinberar skýrslur vanmeti verðhækkanir á tímum skömmt- unar. Um þá gagnrýni Hendrys að Friedman beiti ekki tiltækum tölfræðiprófunum á niðurstöður sínar er það að segja, að Friedman og Schwartz, sem bæði eru fyrrum starfsmenn Þjóðhagsstofnunar- innar bandarísku (National Bu- reau of Economic Research), er tamt að nota rannsóknaraðferðir, sem þar þróuðust, en þykja e.t.v. ekki sérlega nútímalegar. Gætu þau Friedman og Schwartz gert betur í þessu efni. Það eru sjálf- sögð sannindi, að vilji menn nota hagtölur á tilteknu tímabili til aö styðja kenningar um samband hagstærða, verður að leggja niður- stöður undir ströng próf. Hendry bendir á ýmis próf, sum hver ný af nálinni, sem hann álítur að eigi hér við. Niðurstaða hans er á hinn bóginn sú, að tölfræðisambönd „Að venju voru greinarnar birtar með þeim fyrirvara af hálfu Englandsbanka, að skoöanir þær og álykt- anir, sem fram koma, séu á ábyrgð höfunda, en ekki bankans.“ „Dylgjur um falsanir er hvergi að finna í grein Hendrys og Ericssons.“ Friedmans og Schwartz standist fæst þessara prófa. En Hendry hættir e.t.v. eins og öðrum tölfræðingum til að gleyma því, að hagfræðikenningar eru oft almennari en eitthvert stærð- fræðilegt jöfnukerfi, sem prófað er á hagtölur. Svo er ótvírætt í þessu tilviki. í annan stað er þess að gæta, að auk þeirra prófa, sem Hendry og Ericsson beita, eru til ýmsar aðferðir aðrar, sem mörg- um fræðimönnum þykja engu að síður ómissandi í rannsóknum sem þessum. Athugun þeirra Hendrys og Ericssons, þó rækileg Tnm Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis mm -aa Hneykslið í hag- frœoih eiminum: Friedman er svindlari! 1 tuman jr.itug luía Sjalístaðisíkikkunnn. Moigun- lilaðið og Vcrsluruiraðið lillvðið kcimm(;ar Miltuns 1-ricdm.tns Ásjmt I lawk hclur liann vcuð p.itmn wni Kuðspjall markaðskrcddunnar og tiul-oo pcnm :.i Ii\4-Cjunnar hcfur I jy-l a tcxt.i h\cr-» ciuasta d.r Slcína himiar islcnsku hxgri Islkmgar hclur s«.tt luiin stcina sína i nt f-ricilni.in. i.imiciðjrhiipurmuiucii l*«>r stcin Pálsson. Davið OdJsson. Mj^nus Ciunnjrsson oj* llanncs Hólmsicin i fararbroddi hcfnr krafist \alda i Sjjllstxðisflokknuni og fcncið þau mcð Hlvisunum til þcss að | un vari oðruin nionnum hctur trcyslandi ul að tramkvxma kcnnmgar mcistau Fricdmjiis l’cpar vii tir íraðmicnn og rcyndir stjórncndur i atvinnuhfi og fj árnialum haf j drcgið i cíj sannlciksgildi Fncdnianssjickinnar haía Vcrslunarraðið. Morgun hlaðið og hin nýja íorysta i Sjállst.iðisflokknuni \.sað »Hn slikn gagnrym i ínig. lianncs Ifolnistciun licfur ntað nuirg liundruð dalkmctra i h.cgri prcssuiM til að ford.cma alla cfascnidarmcnn; pati griMð.iguðs|.jallan\ Milton Fricdm.ui mcrkislicn sjiinlcik.uis. Kikis stjórn fslands xtti að framkvxma stcínu luns; Siall st,i ðisflokkurinn að fylgja lorsknltmni an luns minnsia l.aviks Milton Fricdtnan hcfur Vcnð hornstcmnum i kr. fu gcrð lixgri aflanna um andlcga. ik.iJciniska Ijornmjialcgjíorystu. Nu hcfur|H.-ssili.iriistcinn\i rið •rotinn i þúsund mola Virlasti lugfrxðiprolcssor \ ,ð h.iskolann i Oxford David licndry licfur sann.ið nicð nákvxmum rannsóknum að Incdman cr lura onuiki lcgur svmdl iri sein fals.ir staðrcvndir visvitandi. i'cssi afhjupun a Milton Fricdman cru stxrstu uðuidi i li.ig li.cðilicimmuni i áraraðir. Musicri |K‘ning.ihscitjunii «r nðar til falls llmar andlcgu stoðir rcyndusl loltrxði lcgar falsanir og sjalfur páfinn stcndur Ivistripaður fyrir altarinu Próícssor i)a\id llcndry hcfur asjnit N U l rics-m framkvxmt nákvxma konnun a þvi hscimg Milton Fncdnur. not.ir lolur og haglra-ðiskyishir til að ..saniw" kcnnmgar situr Niðurstoðui prolcsvus I icndrvscru að I ricdiiun li.ili hcitt \ is\itatidi lalnafols- unum. i jngf.cr Jum ðg Mckkmgum tii að fa ut þa uiður stoðu að kcnnmgm vxn rctt Domur |>rofcss*ir-. 11 n I tvs cr að þcssar rangíxrslur Fricdmans scu svo ótrulcg ar að i raun sc Fricdman kommn i hop „hókus-poku - skurka scm luli oðljst trxgð j ómcrk.Icgum lolsunuin •g hiind.ikunstum 1‘cssar mðurstoður profcssors I)., • uls I lcndiys f»\kja s\o iiK ikilcg.ii að I ngl utd»l>.i1Tki lioluðsiofiiun ciiska ivningakcrfisins og lykilh.mki • fja.nulakcili hcimsuis. hcfur akwðtðaðgcíaiit IIcikI rys út. Aflijuj'uun a Irictlman uytur þvi luUiufgis mikiivxgustu stofnunar i tj.iriii.ilahcuiii lirctl.nuK l’joð .iljinn huti um hclgm.i Irasogn hrcska st»»ih|.,.>s ms Thc (iuardun á þvi hscrnig prólcssor David ilcn dry lýsir kjanuiuim i svindli l-ncdnuns \uiustu !»!.«> Brctlands hala oll sknfað lcjðara um fvssa afhjupun Ihe Ohscrscr hciulu a að llcndrv lciði i Ijos að hwi cinasta stchiutallyrðing i hotuðnti iricdnians sc tol íraðdcga roag. Falsanir ITicJnum a t-|milviuiit toitutt scu cntsdxint i lugfrxðisogu siðjn aratugj lilaðið \ ck ur cuinig athygh a þcim slaðrcynd að Milttin FncJm.ni lufi þ.igað þunnii hljotli siðan mðurstt.ður prolcss»»rs HcnJrys \<>ru hirtar F.n það cru flciricn I i icdnun scni lufa þagað Moi • tmblaðið hclur ckkcrt hirt um þcssa albjupun. Ilanncs llólmstcinn scm dvelur i ()xft»rJ liefur gxtt |k*ss vjnd lcga að fcla þcssi stortiðmJi Vcrsluiuruðið liclui aldrci þcssu vant ckki gcfið út fréttjtilkynnmgu I .»gn ssara aðdácnda Fncdinans hér a Islandi cr hrojumh sé á ýmsa lund, er því hvergi nógu víðtæk að hún dugi til að hnekkja kenningu Friedmans. Hagfræði og tölfræði í framhaldi af þessu er rétt að minna á, að ekki er unnt að sanna hagfræðikenningar (fremur en aðrar fræðikenningar) með hjálp tölfræðinnar. Hins vegar er hugs- anlegt að hafna kenningum með því móti. Hagfræðin er að þvi leyti frábrugðin eðlisfræðinni, svo dæmi sé tekið, að ekki er um það að ræða að unnt sé að gera endur- teknar tilraunir, þar sem aðstæð- ur eru óbreyttar milli tilrauna. Regla verður ekki sönnuð með því að vísa til þess, að hún gildi í ein- stökum tilvikum, heldur verður að sýna fram á, að hún gildi almennt miðað við þær forsendur sem stuðst er við. Á þessu gefur hag- fræðin ekki færi. Það lengsta sem komist verður með tölulegun’ rannsóknum á vettvangi hagfræð- innar er því að álykta sem svo, að tiltekin gögn renni stoðum undir kenningu eða ekki. Kjarninn í deilum fræðimanna um peningamagnskenninguna svonefndu snýst e.t.v. um tvær spurningar. Sú fyrri er hvort pen- ingamagn sé sjálfstæður orsaka- valdur í efnahagslífinu eða hvort það iagi sig einfaldlega að hag- þróuninni á hverjum tíma. Það mundi æra óstöðugan að henda reiður á öllu því, sem um þetta efni hefur verið ritað. Hvað Bandaríkin varðar liggja fyrir traustar tölfræðirannsóknir sem styðja fyrri skoðunina. Nægir að , nefna t.d. rannsóknir Christopher Sims, prófessors við Minnesota- háskóla í Bandaríkjunum, um orsakasamhengi milli peninga- magns og þjóðartekna, sem marg- ir hagfræðingar munu kannast ! við. | Hin spurningin snýr að veltu- hraða peninganna. 1 kenningu Friedmans felst. ekki, að hann sé óbreytanlegur hvað sem á gengur. Hann eykst t.a.m. á verðbólgutím- um eins og mörg dæmi eru um. Þá hefur Friedman og haldið því fram, að veltuhraðinn sveiflist til og frá, ekki síst vegna hringlanda- háttar í peningamálastjórn. Kenning Friedmans og niðurstaða Hendrys rekast naumast á í þessu efni, þó að Hendry nánast geri Friedman upp þá skoðun, að veltu- hraðinn sé fastur og sýni svo fram á, að gögnin vitni um annað. bjóðviljinn og prófessor Hendry Síst mun of djúpt í árinni tekið þótt sagt sé, að sumum fjölmiðl- ungum láti ýmislegt betur en að fjalla um hagfræðikenningar, gildi þeirra og takmarkanir. Um það vitna t.d. „afhjúpanir" þær, sem birst hafa á síðum Þjóðvilj- ans að undanförnu þar sem visku- garpar blaðsins ráðast í að „fletta ofan af Friedmanssvindlinu" — bersýnilega án þess að hafa lesið grein Hendrys og Ericssons. Þjóð- viljinn mun ekki hafa annað fyrir sér en palladóma í breska blaðinu The Guardian, þótt ætla mætti að völ væri traustari heimilda. Með skrifum þessum hafa þeir Hendry og Ericsson verið dregnir „inn í umræðuna" niður á plan, sem sæmilegum blaðamönnum er fjar- lægt og fræðimönnum ekki bjóð- andi. Dylgjur um falsanir er hvergi að finna í grein Hendrys og Er- icssons, enda gefur rannsókn Friedmans og Schwartz ekkert til- efni til slíks. Tal um svindl, fals- anir og blekkingar er því mark- leysa ein. Eiga grandalausir lesendur Þjóðviljans ekki rétt á, að „um- ræðunni" sé lyft á eilítið hærra pian? Ólaíur Ísleiísson lauk M.Sc.-prófi í hagfrædi frá London Sehool of Economics og starfar í alþjóAadcild Seðlabanka Islands. Tór Einarsson rinnur ad doktors- verkefni í hagfræói vid háskólann í Essex í Englandi. GOÐUR ODYR LIPUR SÆLL AFBRAGÐ ARMARHÓLL Opnuni kl. 11.30 SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI Flæskesteg Rifjasteik að dönskum hætti Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.