Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 41 Hólmfríður Óladótt- ir Baldvinsson — Minning Fædd 14. febrúar 1892 Dáin 25. janúar 1984 Fyrir tæpum 92 árum í torfbæ austur á Héraði hefur sennilega engan grunað að nýfætt barn, er síðar var gefið nafnið Hólmfríður, yrði eins gamalt og raun varð á. En núna er ævin öll og í dag verð- ur hún amma mín borin til hinztu hvíldar, hvíldarinnar sem hún var svo farin að þrá, enda sjónin orðin döpur, fæturnir lúnir og lífsþrótt- urinn að þverra, þótt enn væri minnið ótrúlega gott. Hólmfríður Öladóttir, síðar Baldvinsson, var fædd að Höfða á Völlum í Fljótsdalshéraði þann 14. febrúar 1892, dóttir hjónanna Herborgar Guðmundsdóttur frá Staffelli og Melum og óla Hall- dórssonar frá Keldhólum og Rangá í sama héraði. Systkini hennar urðu sex, en aðeins ein systir, Elín Geira, ekkja Sveins yf- irlögregluþjóns Sæmundssonar er enn á lífi. Hólmfríður dvaldist í föðurhúsum á Höfða til átján ára aldurs; átti hún margar góðar endurminningar frá þeim tímum og virtist hún hafa haft mikið dá- læti á föður sínum. Árið 1910 fór hún til náms í Hvítárbakkaskóla og útskrifaðist 1912. Eftir það lá leið hennar til Reykjavíkur þar sem hún dvaldist til 1914, en þá hélt hún til náms í norskum verzl- unarskóla í Kristiania (nú Osíó) og útskrifaðist þaðan með næst- beztu einkunn bekkjarins vorið 1915. Árið 1918 gekk hún að eiga afa minn, Heinrich Erich Schmidt, bankafulltrúa íslands- banka („Schmidt í bankanum"). Þeim varð einnar dóttur auðið, Sonju, sem síðar giftist Gunnari Óskarssyni fulltrúa úr Reykjavík. Ekki entist hjónaband Hólmfríðar og Schmidt nema til 1927 og hélt hún þá ásamt dóttur sinni til Dan- merkur til náms í hattasaumi. Ári síðar kom hún svo heim aftur og stofnaði Tízkuhúsið að Laugavegi 5, sem hún rak til ársins 1968. Ár- ið 1934 giftist hún svo síðari manni sínum, Zóphoníasi Bald- vinssyni, bifreiðaeftirlitsmanni úr Svarfaðardal og síðar eiganda Bif- reiðastöðvarinnar Geysis, en hann lézt 1953. Ekki er hægt með þessum kveðjuorðum að tína fram allt það sem á hennar daga dreif, enda var hún ekki að opinbera sín einkamál lengst framan af, þó svo að minn- ingarnar, sérstaklega þær gömlu, hafi brotizt fram æ meir hin síðari ár. Samskipti mín við ömmu voru sennilega eins og tíðkaðist á þeim árum, er ég var barn, en man ég þó hversu mikla virðingu ég bar fyrir þessari virðulegu konu, sem hafði unnið sig til vegs og virðingar. Var hún ávallt ákveðin, en góð, enda var jafnaðargeðið með eindæmum. Kom það alltaf betur og betur í ljós hversu góð áhrif hún hafði á fólk enda var skapið góða og bros- ið milda henni mikil blessun í gegnum lífið. Minni hennar var mjög gott og fylgdist hún með öllum fréttum utan lands og innan, fram á síð- asta dag, nú síðast eingöngu í gegnum útvarp, enda var hún góð- um gáfum gædd og með eindæm- um framsýn kona. Það var ekki fyrr en 1959 að við amma virkilega tengdumst slíkum vináttuböndum, vináttu er aldrei bar skugga á, en það ár tók hún mig unglinginn með sér til Kaup- mannahafnar, þar sem við dvöld- umst um tíma og nutum gestrisni Gunnars Hallssonar og fjölskyldu hans í Ordrup. Þá fyrst sá ég hverskonar heimsborgara og mektarkonu ég átti fyrir ömmu, enda voru það fáir Islendingar, sem voru á þeim tíma jafnvel að sér í mannasiðum og samskiptum manna í milli og var það alltaf eitthvað nýtt, sem kom mér á óvart í fari hennar um dagana. Var hún vön að segja: „Þú þekkir ekki hana ömmu þína.“ Eftir þessa för okkar eyddi ég meiri og meiri tíma í heimsóknir til hennar á Freyjugötuna; áttum við Ijúfar stundirnar þegar hún sagði frá ýmsu sem hún hafði upplifað og ég nú geymi í minningasjóðnum um hana. Árið 1976 flutti ég svo með fjöl- skyldu mína til Kanada og höfðum við stöðugt samband við ömmu bæði bréflega og símleiðis eftir það. Einnig gafst okkur tækifæri til að heimsækja hana tvisvar á þessu tímabili og núna erum við öll þakklát fyrir að vera stödd hér er hún fór í hinztu ferðina. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögur lykjast þín, líöi þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Stgr.Th.) Ég þakka elskulegri ömmu minni fyrir allt sem hún kenndi mér og allt sem hún var mér í lífinu. Guð veri með henni. Geir H. Gunnarsson Hinn 25. janúar andaðist hún í Borgarspítalanum í Reykjavík, en hafði áður átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið og orðið að dveljast á sjúkrahúsum. Hún fæddist 14. febrúar 1892 á Höfða á Völlum í Fljótsdalshéraði. Foreldrar hennar voru hjónin Herborg Guðmundsdóttir og Óli Halldórsson, bóndi þar. Hún ólst upp í foreldrahúsum ásamt þrem- ur systkinum sínum, Guðmundi, Guðnýju og Geiru. í víðfemum hring blárra fjalla, við þungan nið fljótsins og angan grænna skóga undu þau hag sín- um öll bernskuárin. Hvað er holl- ara hverjum manni, en að alast upp hjá góðum foreldrum þar sem fólkið settist að í baðstofunni á síðkvöldum til þess að hlýða á ljóðalestur eða sögur voru sagðar og þuldar þulur. Heyrði ég Hólm- fríði oft tala um æskuheimili sitt. Úr þvílíkum jarðvegi vaxa sterkir stofnar. Hólmfríður fór að heiman og settist á skólabekkinn og var við nám í Hvítárvallaskóla 1910—1912 og lauk þaðan prófi með ágætum vitnisburði. En hug- urinn stefndi hærra. Hún sigldi nú til Noregs og vann hjá Brodin i Kristjaníu (Osló) árin 1913—16 og stundaði jafnframt nám við Otto Treiders Handelsskole og kynnti sér þar verslunarfræði og tungu- mál og útskrifaðist þaðan í mars 1915 með ágætiseinkunn. Eftir heimkomuna frá Noregi og stutta dvöl í Kaupmannahöfn settist hún að í Reykjavík og kynntist þar H.E. Schmidt, banka- fulltrúa í Islandsbanka. Þau gift- ust 1918, en skildu á árinu 1927. Á þessum árum stunduðu flest- ar konur eingöngu heimilisstörfin og var þá næsta fátítt að þær gerðu annað, en athafnaþrá og dugnaður þessarar tápmiklu konu varð að fá útrás. Hélt hún enn á ný út fyrir landsteinana og fór þá til frekara náms í Kaupmanna- höfn og tók með sér Sonju dóttur sína. Lærði hún þar hatta- og skermasaum og þegar heim var komið stofnaði hún Hatta- og skermaverslunina, sem seinna nefndist Tískuhúsið, Laugavegi 5, en það fyrirtæki rak hún í fjölda- mörg ár uns hún lét af störfum sökum elli. Hún giftist Zophaniasi Bald- vinssyni, ættuðum úr Svarfaðar- dal, bifreiðaeftirlitsmanni ríkis- ins. Hann lést 9. des. 1953. Þau bjuggu á Freyjugötu 36, en það hús hafði hún látið byggja og bjó þar síðan. Hólmfríður var víðförul kona, sem sigldi næstum árlega til Kaupmannahafnar, en fór auk þess í ferðalög til annarra landa. Hólmfríður var mikilúðleg kona, skarpgreind og minnug. Hún hafði mikla lífsreynslu og góða þekkingu á högum þjóðar sinnar, frændrækin og vinaföst. Hún hafði mikið yndi af bókum, las mikið og fylgdist mjög vel með allt tii hins síðasta, því ekki bar á andlegri hrörnun, þótt líkamlegt þrek færi þverrandi. Hún var sannur fulltrúi alda- mótakynslóðarinnar, sem lyfti því Grettistaki að koma þessari þjóð úr örbirgð til bjargálna, úr fá- visku til þekkingar, og þessu mega arftakarnir aldrei gleyma. Hólmfríði kynntist ég fyrst á heimili dóttur hennar, Sonju, og manns hennar Gunnars Óskars- sonar. Við Ragnhildur flytjum þeim, börnum þeirra og öðru skyldfólki innilegar samúðar- kveðjur í minningu heilsteyptrar höfðingskonu. Blessuð veri minning hennar. Bjarni Konráðsson Hún Hólmfríður frænka mín er dáin á 92. aldursári, en hún fædd- ist 14. febrúar 1892 á Höfða í Vall- arneshreppi. Hólmfríði þekkti ég allt mitt líf og vorum við góðar vinkonur þrátt fyrir nær hálfrar aldar aldursmun. Fáar manneskj- ur sem ná svo háaum aldri halda andlegri og „líkamlegri" heilsu eins vel og hún. Hún bjó ein síns liðs á Freyjugötu 36 síðustu ár ævinnar. Hólmfríður var ein af þessum nútímakonum sem vinna utan heimilis. Hún átti og rak í mörg ár hattabúðina Tískuhúsið sem síð- ast var til húsa á Laugavegi 5. f sambandi við verslunina var saumastofa þar sem þó nokkrar konur unnu við hattasaum og þessu stjórnaði hún af mikilli rögg og myndarbrag. Hún fór oft utan til að kynna sér nýjungar og gera innkaup fyrir búðina. Ég var svo heppin að fá að vinna í búðinni hjá henni eitt sumar í skólafríinu mínu og hefi ég alltaf talið það mikla gæfu fyrir mig að fá að vinna undir hennar stjórn. Einnig vann ég hjá henni í allmörgum af jólafríum mínum. Hún var óþreyt- andi við að leiðbeina mér og öðr- um ungum starfsmönnum sínum. Um jólin hafði hún boð inni fyrir starfsmenn sína og þar voru gaml- ir siðir í hávegum hafðir. Frænka var óþreytandi að segja frá æskuárum sínum og naut unga fólkið í fjöskyldunni þess óspart enda komu barnabörn og barna- barnabörn hennar oft til hennar til að hlýða á hana segja frá löngu liðinni tíð. Hún hafði góða yfirsýn yfir það sem var að gerast í kringum hana og fylgdist vel með dægurmálum. Þegar hún var á níræðisaldri varð hún fyrir því óláni að lær- brotna og lá nokkurt skeið á sjúkrahúsi. Þegar leið að því að hún skyldi útskrifast af sjúkra- húsinu var hún spurð um hagi sína og skýrði hún frá þeim. Fannst starfsfólki sjúkrahússins það ekki í mál takandi að hún færi heim, en hún var ekki alveg af baki dottin. Hún fór heim í göngu- grind og hélt áfram að lifa sínu lífi eins og ekkert hefði í skorist og eftir nokkurn tíma var hún laus við göngugrindina. Það var ekkert í hennar fari sem hét að gefast upp. Um skólagöngu frænku veit ég lítið en ég veit að hún var nemandi við Hvítárbakkaskólann á öðrum tug þessarar aldar og sagði hún mér stundum frá skóladögum sín- um og hvað hún naut þess vel að dvelja á Hvítárbakka við nám og leik þrátt fyrir að aðstæður nem- enda í þann tíð væru ekki sérlega góðar, t.d. voru skólastofurnar hitaðar með kolaofnum. Kol voru dýr og því voru híbýli aðeins hituð upp að menn hefðu fótavist. Einn- ig sagði hún mér sögur af skemmtunum og ærslum nem- enda. Þá höfðu skólarnir í Borg- arfirði samskipti sín á milli og skiptust á heimboðum og var margs að minnast frá þeim. Því miður gat ég ekki notið sam- vista við frænku eins oft og ég hefði óskað vegna búsetu minnar, og kveð hana með þakklæti fyrir samfylgdina. Ég og fjölskylda mín vottum öll- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúð. Sigríður Bjarnadóttir f dag verður kvödd hinstu kveðju frá Hallgrímskirkju í Reykjavík Hólmfríður Óladóttir, Freyjugötu 36 hér í borg. Hólmfríður var fædd 13. febrú- ar 1892 að Höfða á Völlum, og var því tæplega 92 ára er hún lést. Hólmfríður var náttúrulega far- in að gefa sig heilsufarslega síð- ustu árin, en þó átti hún erfiðast með að sætta sig við að sjón henn- ar var á förum. Andlegri heilsu hélt hún til hins síðasta, en Hólmfríður var sátt við lífið og óskaði einskis frekar en að fá að hverfa úr þessum heimi og varð svo án mikilla þjáninga. Það var gjörvilegur systkina- hópur sem var í uppvexti á Höfða í kringum aldamótin síðustu, enda voru foreldrarnir, Herborg Guð- mundsdóttir og Óli Halldórsson, mikið myndarfólk og bjuggu þar góðu búi, eins og sýndi sig á því að þau gátu stutt börn sín til þó nokkurra mennta, og var það síður en svo algengt í þá daga. Hólmfríður hleypti snemma heimadraganum, hún fór ung í Hvítárbakkaskóla og síðan til Noregs og var þar nokkurm tíma við nám og störf. Hólmfríður kom síðan heim og settist að í Reykja- vík, giftist dönskum manni, Schmidt að nafni, sem var fulltrúi í íslandsbanka og síðan Útvegs- banka. Þau slitu samvistir, en eignuðust eina dóttur, Sonju, sem er gift Gunari Óskarssyni og búa þau hér í borg. Hún giftist síðan Sóphaniasi Baldvinssyni og er hann látinn fyrir allmörgum ár- um. Þau létu reisa myndarlegt hús að Freyjugötu 36 og áttu þar heima alla sína ævi. Hólmfríður var mikil myndar- kona bæði í sjón og raun, hún var ekki allra en tröllatrygg þeim sem hún bast vináttuböndum. Hólmfríður föðursystir mín var farin frá Höfða fyrir mitt minni, og því kynntist ég henni ekki fyrr en ég kom til Reykjavíkur um tví- tugsaldur. Hún var þá rúmlega fertug og í blóma lífsins, enda varð mér starsýnt á hana sökum myndarskapar og fríðleika. Hún tók mér þá strax með ágætum og urðum við því nánari vinir eftir því sem árin liðu. Svo var og um konu mína eftir að þær kynntust, þær mátu hvor aðra mjög mikils alla tíð og var svo um systkini mín og venslafólk. Fyrir þetta þakka ég henni að leiðarlokum fyrir hönd okkar allra vina hennar, bæði þeirra sem eru lífs og ekki síður þeirra sem eru liðnir og hefðu viljað gjalda henni þökk. Ég bið henni blessunar Guðs og votta aðstandendum hennar sam- úð. Óli Guómundsson Núna þegar hún langamma mín er horfin héðan minnist ég hennar með miklum söknuði. Oft kom ég í heimsókn til hennar þótt lítil væri og átti hún þá alltaf eitthvað gott í svanginn, ásamt skemmtilegum orðatiltækjum sem komu manni til að langa til að koma aftur og aftur til hennar. Eftir að hún varð svo lasin að hún varð að vera á spítalanum, komum við líka til hennar og hún var svo glöð að sjá okkur. Síðustu jólanóttina sína fékk hún að vera heima hjá sér og ég að vera með henni þar. Það er skemmtileg minning að eiga um hana. Nú líður henni vel, þar sem við öll munum hitta hana um síðir. Guð blessi elsku langömmu mína. Edda Heiðrún t Innilegustu þakkir til allra þeirra sem heiðruöu minningu eiginmanns míns, VALTÝS ALBERTSSONAR, læknis, og vottuðu mér samúð. Herdís Guömundsdóttir. t Þökkum veitta samúö vegna andláts og útfarar MARGRÉTAR KRISTJÁNSOÓTTUR fró Kvíarholti. Ragnar Þóröarson, Ragnhildur Einarsdóttir, Karl Þóröarson, Jóna Veíga Benediktsdóttir, Hjalti Þóröarson, Elínbjörg Guöjónsdóttir, Dagbjört Þóröardóttir, Halldór Eyjólfsson, Hulda Þóröardóttir, Sverrir Guömundsson, börn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengda- fööur og afa, SIGURÐAR RAGNARS SIGURDSSONAR, skipasmiös, Unnarbraut 7, Seltjarnarnesi. Karen M. Einarsdóttir, Ingibjörg St. Siguröardóttir, Jóhann Sigurösson, Siguröur K. Sigurösson, Hallfríöur G. Blöndal, Oagný M. Siguröardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.