Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 Mælt mál er undir- staða ritaðs máls — eftir Ævar R. Kvaran Þegar þess er gætt sem felst í fyrirsögn þessarar greinar gegnir furðu hve lítið hefur verið skrifað um mælt mál, þegar um móður- málið hefur verið að ræða. Maður sem vildi kynna sér það sem skrif- að hefur verið um íslenzku hér á landi, myndi sennilega komast að þeirri niðurstöðu, að það fjaliaði svo að segja allt um ritað mál. Þannig beinist öll kennsla móð- urmálsins að rituðu máli, en ekk- ert skeytt um framburð þess, eins og það skipti engu máli. Unnið er þakkarvert og mikilsvert starf í þágu varðveizlu íslenzkrar tungu með útgáfu íslenzkra orðabóka, nýyrðasköpun og leiðbeiningum lærðra manna um íslenzkunotkun í blöðum og útvarpi. Þetta er allt saman mjög lofsvert og sýnir, að við viljum alls ekki að móðurmálið dragnist niður með því að gleypa orð beint úr öðrum tungumálum, eins og til dæmis Danir hafa látið viðgangast. Þegar þess er því gætt hve íslendingar, jafnt leikir sem lærðir, unna móðurmáli sínu, þá hlýtur það jafnframt að vekja furðu, ef þjóðin lætur sig engu skipta um mælt mál, sem þó er undirstaða ritaðs máls. Öll kennsla í íslenzku, sem fram fer í skólum landsins, fjallar um ritmálið. Er þetta ekki lifandi mál á vörum þjóðarinnar? Hvernig er hægt að unna móðurmálinu og fagna öllu sem fyrir það er gert, en láta sig engu skipta hvernig það er talað? Það má líka spyrja, hvernig er hægt að kenna tungu- mál, sem ekkert samkomulag er um hvernig eigi að bera fram? Því lengur sem ég hugsaði um þetta, því furðulegra þótti mér það. Einhver hlaut ástæðan að vera. Hvað var breytt frá því sem áður var? Lærðir menn í íslenzku höfðu ekki alltaf verið svona sof- andi í afstöðu sinni til mælts máls. Það munu reyndar vera liðin rúm 20 ár síðan ég tók að skrifa um mælt mál í Morgunblaðið og benda á þetta furðulega ástand í framburðarmálum móðurmálsins. Einkum vildi ég heyra um þetta eitthvað frá þeim mönnum, sem sérstaklega hafa menntað sig til þess að kenna okkur hinum móð- urmálið. En hver voru viðbrögð þessara manna? Algjör þögn. Og ekki bara við einni grein um þessi mál, heldur fjölda greina árum saman. Og ég fjallaði ekki ein- göngu um framburð, heldur lestur upphátt yfirleitt, sem ég hafði rannsakað sérstaklega, sökum þess að fslendingar lesa allt öðru- vísi en þeir tala, vegna alrangrar lestrarkennslu. Já, ég gekk jafnvel svo langt að hafa þessa fyrirsögn að einni grein: Islendingar eru ólæsir. En engar greinar komu þessu til leiðréttingar frá hinum lærðu íslenzkufræðingum. Þeir töldu mig víst ekki svaraverðan. En þá gerðist annað. Ég var kvaddur á fund fræðslumála- stjóra, sem sennilega hefur verið farið að blöskra skrif mín, þótt hann svaraði mér ekki á prenti. Enda færði ég full rök fyrir þess- ari skelfilegu skoðun. Honum hef- ur vafalaust þótt heppilegast að láta kennarana sjálfa reka þetta niður í mig, því hann spurði mig, hvort ég væri reiðubúinn að kenna kennurum lestur, úr því ég teldi þá ólæsa. Ég tók því tveim hönd- um. (Ætli ég verði ekki sakaður um handapat af Gísla Jónssyni fyrir að komast svo að orði!) Ég benti að vísu fræðslumála- stjóra á það, að ég væri fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og mér því ætlað að mæta þar daglega til æfinga kl. 10 f.h. Hann leysti þann vanda með því að bjóða mér tím- ann kl. 8—10 f.h. Hann sagði mér að til stæði í Kennaraskólanum haustnámskeið á næstunni og myndu taka þátt í því 60 kennar- ar. Hvort ég væri reiðubúinn að kenna þeim harðan framburð og hv-framburð og sýna þeim framá að þeir kynnu ekki að lesa upphátt og kenna þeim hvernig þeir ættu að breyta því. En böggull fylgdi skammrifi: ég átti aðeins að fá til þess 10 daga. Jæja, það voru þó 20 klukkustundir, þótt hópurinn væri vissulega stór (60 manns). Ég tók þessu. Þetta var í september 1965. Mér verður lengi minnisstæður fyrsti kennslumorgunninn minn i stóra salnum í Kennaraskólanum. Þarna sátu fyrir framan mig sex- tíu manns, konur og karlar. Iþess- um hópi voru þjóðkunnir rithöf- undar og skáld. Hvernig átti ég nú að ávarpa þetta ágætisfólk. Ég var vissulega búinn að taka mikið uppí mig. Ég hafði lýst því yfir opinberlega, að íslendingar kynnu ekki að lesa upphátt sitt eigið móðurmál, þarámeðal þessi hópur vitanlega. Og ég hafði fært rök fyrir því, að það stafaði fyrst og fremst af alröngum aðferðum í lestrarkennslu. Og meðal virðu- legra áheyrenda minna voru menn og konur, sem höfðu kennt lestur í áratugi. Ég ákvað að taka strax í hornin á bola. Ég ávarpaði kenn- arana með þessum orðum: „Ég ætla að hefja mál mitt á því að sanna ykkur að þið eruð öll ólæs!“ Þetta vakti almennan hlátur í salnum. Ég sá að sumir hvísluðust á og gat nokkurn veginn ímyndað mér hvað þeim fór á milli. „Á þetta að vera skemmtiþáttur, eða hvað?“ „Það hlýtur að vera úr því þeir fara að senda á okkur leikara úr Þjóðleikhúsinu," o.s.frv. En ég lét fyrstu orð mín standa um stund, því ég vissi að þeir myndu hneykslast, enda ætlaðist ég til þess. Ég vildi vekja athygli þeirra strax í byrjun. Það næsta sem ég sagði þeim var, að með þessum harða dómi ætti ég ekki við ólæsi í venjulegum víðtækasta skilningi, heldur myndi ég sýna þeim framá, að þeir læsu allt öðruvísi upphátt en þeir töluðu og sá lestur hefði í för með sér urmul af röngum áherzlum, en ég myndi sýna þeim í hverju slíkt rangt lestrarlag lægi og hvernig mætti breyta því til eðlilegs máls. Síðan hóf ég kennsluna. Ég tók það fram strax í upphafi, að ég óskaði eftir hvers konar athuga- semdum um það sem ég héldi fram, því ég teldi mig geta rök- stutt allt sem ég kenndi. Það fór lítið fyrir því. Þessi sextíu manna hópur verður mér lengi minnis- stæður, því það fór ekki milli mála að þarna hafði ég fyrir framan mig ágætlega vel gefið fólk, sem reyndist frábærir nemendur. Fljótir að skilja og breyta lestri sínum og framburði. Ég taldi mig því ná fullkomnum árangri á þess- um tíu dögum sem mér voru skammtaðir til þessarar kennslu. Og hver voru viðbrögð þessara nemenda? Þegar ég þakkaði þeim frábær- an árangur að lokinni kennslu tí- unda daginn og þessar skemmti- legu samvinnustundir og ætlaði að fara leiðar minnar, þá var ég stöðvaður af einum kennaranum og beðinn að hinkra við andartak. Því næst kom kona nokkur úr sæti sínu í salnum, gekk til mín og rétti mér stóra svarta bók, sem hún bað mig þiggja frá kennurunum í þakklætisskyni. Ég varð orðlaus af undrun, tók við bókinni, sem reyndist vera skrautútgáfa af Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar. Þegar ég opnaði bókina blasti við mér á fremstu síðu skrautritað: Ævar R. Kvaran Þátttakendur í íslenzkunám- skeiði höldnu í sept. ’65 í Kennara- skóla íslands þakka frábæra til- sögn í frarnsögn. Undir þessa yfirlýsingu eru svo Ævar R. Kvaran „Öll kennsla í íslenzku, sem fram fer í skólum landsins, fjallar um rit- málið. Er þetta ekki lif- andi mál á vörum þjóðar- innar? Hvernig er hægt að unna móðurmálinu og fagna öllu sem fyrir það er gert, en láta sig engu skipta hvernig það er tal- að?“ eiginhandarundirritanir allra kennaranna á námskeiðinu. Ég varð svo snortinn af þessari góðvild, að ég varð orðlaus um stund, þangað til mér tókst að þakka fyrir með nokkrum fátæk- legum orðum. En þótt undarlegt megi virðast, þá var þessu enn ekki lokið. Þegar kennarar sem ekki voru á þessu námskeiði fréttu af því, þá vildu þeir endilega fá sams konar nám- skeið og báðu mig um það. Þar sem hér var aðallega um að ræða kennara af Suðurnesjum, hélt ég því sérstakt námskeið fyrir þá með sama árangri í Hafnarfirði. í sex vetur hef ég kennt þetta sama í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti fyrir tilmæli hins víð- sýna skólameistara Guðmundar Sveinssonar. Nemendur hafa tekið þessari kennslu mjög vel og hef ég ekki átt í neinum vandræðum með að kenna þeim harðan framburð og hv-framburð, auk þess sem þeir hafa orðið betur læsir en flestir aðrir. Öldungadeild starfar nú einnig við þennan skóla. Á síðast- liðinni haustönn óskuðu 76 nem- endur úr þeirri deild eftir kennslu minni. Þeir luku prófum hjá mér með sóma fyrir jól, enda þótt þeim hafi verið ætlaður helmingi skemmri tími til síns náms hjá mér en dagskólanemendum. Þá hefur fjöldi annarra, sem ekki eru í þessum eina skóla landsins, sem kennir þetta, einnig eindregið óskað eftir þessari kennslu. Þetta er einnig farið að vekja athygli í öðrum skólum, því það gerist æ tíðara að ég sé beðinn að koma þangað og flytja fyrirlestra um mælt mál. í baráttu minni til þess að rjúfa þögnina um mælt mál hef ég a.m.k. þrisvar gengið á fund menntamálaráðherra og afhent honum greinargerð um þessi mál. Ég hygg að þessir ráðherrar hafi allir afgreitt málið með sama hætti. Þeir sendu það til umsagn- ar til heimspekideildar Háskólans. En þaðan bárust aldrei svör. Einn þessara ráðherra virtist þó verða persónulega hrifinn af hugmynd- um mínum í framburðarmálum og tillögum. Hann ráðlagði mér að segja upp störfum sem fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, svo ég gæti snúið mér að fullu að þessum málum, kennt og jafnvel ferðast um landið í því skyni. Mér var vitanlega ljóst, að Is- land á nóg af góðum leikurum og þar kæmi fljótlega maður í manns stað. En hins vegar vissi ég ekki um neinn, sem hefði sérstakan áhuga á mæltu máli móðurmáls- ins. Ég gekk því á fund Þjóðleik- hússstjóra og sagði upp samningi mínum eftir að hafa greint honum frá ástæðum. Hann féllst á það. En næst þegar ég gekk á fund menntamálaráðherra varð hann mjög vandræðalegur, þegar ég sagðist hafa farið að ráðum hans og sagt upp starfi mínu við Þjóð- leikhúsið. Honum hafði nefnilega algjörlega snúist hugur. Bað hann , mig nú fyrir alla muni að hverfa aftur til starfa í Þjóðleikhúsinu og grunar mig að það hafi stafað af einhverju öðru en áhuga á velferð leikhússins. Hann gaf enga skýr- ingu á þessum hughvörfum sínum, enda sennilega erfiðara að vera valdamaður í pólitík en ég hafði hugmynd um. Mér var vel tekið í Þjóðleikhúsinu og starfaði þar í þrjátíu ár. Ég hélt þó áfram að skrifa um þetta áhugamál mitt eftir sem áður. En svarað með þögn. Mér tókst þó að lokum að rjúfa þennan þagnarmúr árið 1983. Og síðan hef ég staðið í blaðadeilum við þrjá eða fjóra lærða íslenzku- fræðara og hef því nóg að gera. Því miður hef ég orðið að eyða allmiklu rúmi í þessari grein til þess að segja frá persónulegri reynzlu minni í kennslu á mæltu máli. Ég er til þess neyddur, þegar vísvitandi er verið að hræða fólk frá slíkri kennslu með því að bera á borð í greinum hér í blaðinu hvers konar hrognamál, sem á að vera afleiðing af slíkri kennslu, t.d. í hv-framburði. Ég hygg að það sé sameiginlegt þeim, er svo hafa skrifað,' að þeir hafi aldrei kennt slíkan framburð og sé því ekki fullljóst hvað þeir eru að tala um. Þess vegna hef ég talið nauð- synlegt að önnur ólík sjónarmið komi fram um það. En snúum okkur nú fyrst að blaðaumræðum sem mig varða í þessum málum. Þá er þess fyrst að geta, að þ. 12. jan. sl. birtist grein hér í Mbl. eftir móðurmálskenn- ara blaðsins, Gísla Jónsson, sem ber nafnið Þreföld bænaskrá. Fyrsta lið þessarar þreföldu bænaskrár er beint til mín. Ekki er nú beinlínis farinn neinn bón- arvegur til mín í upphafi, heldur er ég þar heldur hressilega tekinn til bæna fyrir ummæli mín um Sverri Pál Erlendsson, sem Gísli segir að sé vinur sinn og starfs- bróðir og þar að auki deildarstjóri íslenzkukennslunnar í Mennta- skólanum á Akureyri. Gísli vitnar í eftirfarandi orð mín: „Þessi lé- legi árangur stafar einfaldlega af því, að Sverrir Páll kann ekki að lesa sjálfur, svo hvernig á hann að geta kennt það?“ Fer Gísli hörðum orðum um þessi ummæli mín og önnur um lestur Sverris Páls. Tek ég með ánægju við þeim skömmum Gísla, því ég á þær fyllilega skilið. Ég iðrast þessara orða minna um Sverri Pál og bið hann að reyna að fyrirgefa mér þau, því þau voru ómakleg með öllu. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig fyrir þessa meinlegu villu, en vil aðeins geta þess, að ég dró þessa ályktun af þessum orðum Sverris Páís um til- raunir sínar til kennslu í lestri og framsögn „... en hitt er verst við- ureignar að þegar nemendur koma til okkar að grunnskóla loknum eru þeir langflestir kolfastir í „lestrartóninum" svonefnda og hafa einungis lært að lesa orð“. Af þessu dró ég þá ályktun að það gæti ekki verið að Sverrir kynni að lesa rétt sjálfur. Til þess hafði ég alls ekki heimild. Því játa ég fúslega sök mína. Hér hefði ég átt að minnast þess, að annað er að kunna en kenna. Grunur Gísla um að ég hafi ekki heyrt Sverri lesa, er líka öldungis réttur, því hefði ég gert það, hefði ég aldrei látið slíkt útúr mér. Ég hef nú bætt úr því og uppgötvað að dóm- ur minn um lestur Sverris var vægast sagt óheppilegur. Ég fékk að heyra hjá hljóðbókasafni blindra hluta af lestri Sverris Páls á útvarpssögunni Kæri herra guð, þetta er hún Anna, sem Gísli minntist á i grein sinni. Og lestur Sverris er svo frábærlega góður, að ég skammaðist mín niður fyrir allar hellur. Hvorki í formála né lestri sögunnar sjálfrar heyrist minnsti vottur af lestrartón. öll frásögnin hljómar eins og hann sé að segja okkur frá, en ekki að lesa fyrir okkur. Sverrir les eins og ég kenni að lesa. Hann sleppir ævin- lega h-um í áherzlulausum orðum, sem byrja á þessum staf og mýkir þ-in í áherzlulausum orðum sem byrja á þeim staf, eins og við ger- um jafnan í mæltu máli. Ég hef skrifað grein með fyrir- sögninni: íslendingar eru ólæsir og á þá vitanlega við lestur upphátt. En svo þarf ég endilega að verða til þess að bera það uppá fluglæs- an frábæran upplesara, að hann sé ekki læs! Það er svo sjaldgæft að heyra virkilega góðan upplestur í útvarp, að það kemur manni bók- staflega á óvart. Kæri Sverrir! Lestu sem oftast upp í útvarp og annars staðar og reyndu að fyrir- gefa mér! Þá kem ég aftur að bæna- skránni hans Gísla. Þar talar hann til mín í föðurlegum tón og telur víst ekki af veita: „Bón mín til Ævars Kvarans er svo sú, að hann haldi áfram að skrifa um íslenskan framburð og geri það málefnalega, og haldi líka áfram að kenna þann framburð, sem hann veit réttastan, en eyði ekki orku sinni í skrif af því tagi, sem ég vitnaði til. Jafnframt vil ég biðja hann að vanda vel ritmál sitt ekki síður. Hann segir í grein sinni, og eru leturbreytingar hans: „Betur að hún hefði heitið Mál er að láta hendur standa fram úr crmum í framburðarmálum og að hugur hefði fylgt máli.“ Þetta líkingamál, að láta hend- ur standa fram úr ermum í mál- um, ég tala nú ekki um framburð- armálum, þetta tal held ég að Ólafi Þórðarsyni hvítaskáldi og Snorra föðurbróður hans hefði þótt nykrað. Nema Ævar ætli sér að tala fingramál eða tjá sig með handapati, en þá er komið of langt frá framburði íslenskrar tungu.“ Hér þykir mér Gísli íslenzku- kennari vera orðinn nokkuð þröngsýnn og bundnari við orð fremur en merkingu, þegar hann telur það jafngilda fingramáli eða að tjá sig með handapati að nota orðtakið „að standa fram úr erm- um“ í þeirri merkingu sem ég nota það hér að framan. I nýju íslenzku orðabókinni er þetta að finna efst á bls. 953: láta hendur standa fram úr ermum — vinna af kappi. Er ekki annað að sjá en orðtak þetta megi nota um hvað sem er, sem unnið er af kappi. En á Gísla er helzt að skilja, að ekki megi nota þetta orðalag nema unnið sé að einhverju líkamlegu verki. Hins vegar hef ég leyft mér að líta svo á, að úr því „að láta hendur standa fram úr ermum“ þýðir, að vinna af kappi, þá sé leyfilegt að skilja það svo, að nota megi það um hvað- eina, sem unnið er af kappi. Mér þykir fyrir því ef ég með þessu orðalagi hef hneykslað vini Gísla þá ólaf Þórðarson hvítaskáld og föðurbróður hans Snorra. En ég er hræddur um að þeim myndi alls ekki lítast á islenzku orðabókina, því þar er vafalaust ýmislegt að finna sem kæmi þeim skringilega fyrir sjónir. Ærar R. Kraran er framsagnar- kennari. Sjálfkjörið hjá Þrótti SJÁLFKJÖRIÐ var í stjórn og trún- aðarmannaráð vörubílstjórafélags- ins Þróttar. Framboðsfrestur rann út 30. janúar og barst aðeins listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Formaður Þróttar næsta starfs- ár er Guðmundur Magnússon, Leirvogstungu í Mosfellssveit. Varaformaður er Brynjólfur Gíslason, Reykjavík. Aðrir stjórnarmenn eru Trausti Guð- mundsson, Reykjavík, Magnús Emilsson, Kópavogi, Sæmundur Gunnólfsson, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.