Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 Til sölu er jörö Miklaholt í Borgarfirði. Jörðin er 700 ha og vel girt. Silungsveiði er í Másvatni. Ræktuð tún eru 18 ha. íbúöarhús er 172 fm, 2ja hæða steinhús frá 1964 í góöu ásigkomulagi. 300 kinda fjárhús og 24 hesta hesthús eru á jörðinni ásamt hlöðum. 30 hross geta fylgt jörðinni. Til greina koma skipti á fasteign á Reykjavíkur- svæðinu. Steingrímur Þormóðsson hdi., Lágmúla 5, sími 81245. SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR Árshátíð SVFR verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu föstu- daginn 10. febrúar. Aögöngumiöasala og boröapantanir á morgun (laugardag) á skrifstofu SVFR frá kl. 13 til 16. Félagsmenn fjölmenniö og takiö meö ykkur gesti á þessa glæsilegu árshátíö. Skemmtinefnd SVFR SVFR SVFRSVFR SVFR SVFR SVFR ALLTAF A LAUGARDÖGUM LESEOE Nýjung i Þórbergsfræðum Sigfús Daðason skáld skrifar i tilefni nýrra upplýsinga um Þórberg í Bréfum til Sólu. Gróöurhúsið Jörö Þótt harðindi séu óvenjuleg viöa um heim. halda vísinda- menn áfram að spá stórauknum hlýindum meö batnandi hag fyrir noröurhjarann. Fjör og forvitni í morgunsáriö Aö sjálfsögöu varö uppi fótur og fit á Morgunblaöinu, pegar Ijóst var aö brezkur her var aö taka landi, en frá þvi segir Pétur Ölafsson. Spænskar kvikmyndir undir Frankó Nú stendur yfir kvikmyndahátiö og þar eru sýndar 7 spænskar myndir. Spænskur sendikennari hér skrifar aö þvi tilefni um spænskar kvikmyndir. Vöndud og menningarleg helgarlesning AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ARNE OLAV BRUNDTLAND Hver voru áhrif Ame Treholts? Arne Treholt er líklega skóladæmi um útsendara í áhrifa- stöðu á vegum KGB. Allar gjörðir hans staðfesta lýsingar þeirra sem komist hafa vestur fyrir járntjald úr kommúnista- ríkjunum á því hvernig KGB nær í slíka útsendara. Treholt hefur sýnt mikla starfshæfni í stjórnmálalífi. Mönnum hefur verið Ijóst að hann fylgdi róttækri vinstristefnu í utanríkis- málum. Unnt er að gagnrýna og berjast gegn þeirri stefnu á stjórnmálavettvangi. Treholt aöhylltist minnihlutaviðhorf að þessu leyti. Málið verður hins vegar flóknara þegar til þess er litið að stjórnmálamaðurinn Arne Treholt og útsendarinn Arne Treholt eru einn og sami maðurinn. Viðhorf hans sem stjórnmálamanns eiga rétt á sér í lýðræðisríki. Aðgerðir hans sem launaðs útsendara í áhrifa- stöðu verður að flokka sem land- ráð. Þar með er komið að spurn- ingunni: Hve mikil áhrif hafði hann? EB og „grátt svæði“ Það sýnist liggja ljóst fyrir að áhrifamáttur Arne Treholts kann að hafa verið meiri þegar hann lagði sig fram um að koma í veg fyrir aðild Noregs að Evr- ópubandalaginu (Efnahags- bandalagi Evrópu) og við gerð og samþykkt samningsins við Sov- étríkin um „grátt svæði" í Bar- entshafi en þegar Verkamanna- flokkurinn mótaði stefnu sína um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og tók afstöðu til hinnar tvíþættu ákvörðunar NATO um Evrópueldflaugarnar. Hann hélt greinilega uppi þrýstingi þegar tvö síðarnefndu málin voru til umræðu og af- greiðslu, en niðurstaðan í þeim báðum innan Verkamanna- fiokksins var að veruiegu leyti önnur en hann vildi. Þá er þess einnig að gæta að það þurfti varla á Arne Treholt að halda til að koma af stað umræðum um þessi mál. Einhverjir aðrir hefðu tekið til við að ræða um þau inn- an flokksins, þótt Arne Treholt hefði aldrei verið til. Bréf frá Treholt Á meðan Arne Treholt starf- aði sem sendiráðunautur í norsku nefndinni hjá Sameinuðu þjóðunum ieit hann svo á að sér hefði verið ýtt til hliðar í mörgu tilliti. Af bréfum sem hann sendi til fyrrum samstarfsmanna heima í Noregi má sjá að hann var bitur og vansæll. Eg hef lesið nokkur þessara bréfa. í þeim er víða kveðið mjög fast að orði í reiði og jafnvel hatri vegna stefnu Verkamannaflokksins í öryggismálum og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann er einnig ómyrkur í máli um andúð sína á ýmsum sem hann var áður nákominn í stjórnmálum og hafði vonast eftir að stæðu með sér í því að sveigja ríkisstjórn- arstefnu Verkamannaflokksins rækilega til vinstri á árunum 1979 og 1980. Svo sýnist sem út- sendarinn hafi að minnsta kosti við þessar aðstæður verið orðinn næsta áhrifalaus í stjórnmála- baráttunni. Arne Olav Brundtland er mag- ister í stjórnmálafræðum og stundaði nám við Oslóarhá- skóla og Harvard-háskóla. Sem starfsmaður Norsku utanrík- ismálastofnunarinnar hefur hann sérhæft sig í rannsóknum á öryggis- og afvopnunarmálum. Hann er ritstjóri tímaritsins Int- ernasjonal Politikk sem stofn- unin gefur út. Arne Olav Brundtland skrifar um alþjóða- mál, öryggismál og afvopnun- armál fyrir mörg norsk blöð og nú einnig fyrir Morgunblaðið. 1 stjórnmálafræðinni lærum við að það er ótrúlega erfitt að mæla raunveruleg póiitísk áhrif. Mörg atvik Treholt-málsins minna okkur á þessa staðreynd. Klókindi KGB Öryggislögreglan sem hefur eftirlit með erlendri undirróð- ursstarfsemi varar okkur við út- sendurum í áhrifastöðum og því hve KGB getur beitt mikilli slægð og klókindum. Auðvitað á að taka mark á slíkum viðvörun- um. Hins vegar eigum við ekki í höggi við ofurmenni. Réttlætanlegt samband við fulltrúa hinna ýmsu greina í sov- éska þjóðfélaginu, til dæmis á sviði viðskipta, lista og rann- sókna, getur í raun verið sam- band við ósvikna fulltrúa KGB. Allir þeir sem stunda slík sam- skipti ættu að hafa þessa stað- reynd í huga. En þar með er ekki sagt, að ekki beri að leggja rækt við nein slík sambönd. KGB hef- ur yfirsýn og vaid. Sjálfur hef ég öðlast betri sýn en ella inn í sovéskan þankagang með því að ræða við menn sem voru greinilegir fulltrúar KGB. Til að mynda hef ég í slíkum samtölum kynnst því hve gífur- lega áhersiu Sovétstjórnin legg- ur á að viðhalda yfirráðum sín- um í Austur-Evrópu. Fyrir þá sök er ég ekki ginnkeyptur fyrir lítt rökstuddum fullyrðingum um að unnt sé að vinna að endurbótum í Austur-Evrópu í samvinnu við Sovétmenn gegn því að Vesturlönd slái af sjón- armiðum sínum og iáti hjá líða að taka nauðsynlegar ákvarðan- ir um varnarmál. Hugtakið útsendari í áhrifa- stöðu ber að skilgreina af yfir- vegun og nákvæmni, en það á ekki að hræða okkur til aðgerða eða skapa hjá okkur viðhorf sem grafa undan þeim lýðræðislegu stjórnarháttum sem við viljum vernda. Norska öryggislögreglan sendi þessa mynd frá sér þegar hún gaf út fréttatilkynningu um það í síðustu viku hvernig henni hefði tekist að sannreyna að Arne Treholt væri útsendari KGB. Myndin er tekin með leynd í Vínarborg 20. ágúst 1983 og sýnir Arne Treholt (t.v.) með KGB-stjórnendum sínum, Gennadij Titov, í miðið, og Alexander Lopatin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.