Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JULÍ 1984 Mest innláns- aukning hjá Iðnaðarbanka Morgunbladið/Árni Sæberg Fulltrúar svissneska álfélagsins og íslenska samninganefndin á fundi sínum í Borgartúni 6, síðdegis í gær. * Alviðræður í Reykjavík: Reynt að ná sáttum í gerðardómsmálum HEILDARINNLAN viðskipta- bankanna jukust fyrstu sex mán- uði þessa árs um 14,7%, en á sama tíma hækkuðu útlán um 18,0%. Aðeins hjá Landsbankan- um varð hlutfallsleg aukning út- lána lægri en innlána. Hins vegar jukust innlán hjá Iðnaðarbank- anum langmest, eða um 24,5% og er hann nú stærsti einkabankinn og námu heildarinnlán um 1.439 milljónum króna. Langminnst innlánsaukning var hjá Samvinnubankanum eða 1,3%, en útlán jukust um 13,4%. Innlán í Verzlunar- bankann og Alþýðubankann jukust um 9,5 %, en útlán þess fyrrnefnda um 20,3% og 28,9% aukning útlána var hjá Al- þýðubankanum. Útvegsbank- inn jók útlán um 31,8% en á sama tíma jukust innlán um 13,9%. Innlán Búnaðarbankans jukust um 12,5% en útlán um 19,1%. Eins og áður segir jukust út- lán Landsbankans hlutfalls- lega minna á móti aukningu innlána, útlán jukust um 12,7% en innlán um 17,7%. Útlán Iðn- aðarbankans jukust um 29,3%. Könnunarviðræðum haldið áfram í Sviss í ágúst „ÉG HEF alltaf verið bjarsýnn á far- sæla lausn í þessu máli og sú bjart- sýni hefur stórlega eflst eftir þessar viðræður," sagði Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra, í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að loknum viðræðufundum íslensku samninganefndarinnar um stóriðju og samninganefndar Svissneska ál- félagsins, sem staðið hafa yfir síðan á fimmtudag í síðustu viku. Sam- komulag hefur náðst um að kanna hvort grundvöllur sé til að ná sáttum í málum þeim, sem liggja fyrir gerð- ardómsnefndum og greiða fyrir lausn þeirra með þeim hætti. Slík sátt, ef til greina kemur, yrði liður í því heildarsamkomulagi sera að er stefnt um endurskoðun á núgildandi samningum aðila og gerð nýs samn- ings um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Dr. Jóhannes Nordal, formaður íslensku samninganefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að verulega hefði miðað í sam- komulagsátt á fundunum og rædd hefðu verið öll þau atriði, sem til úrlausnar eru samkvæmt bráða- birgðasamningi aðila frá því i september á síðasta ári. Af þeim væri endurskoðun á orkusölu- samningi Landsvirkjunar og ÍSAL mikilvægasta atriðið, en auk þess hefði verið rætt um stöðu gerðar- dómsmálsins og hugsanlega sátt í þeim málum. Stækkun álbræðslu í Straumsvík með þátttöku nýs eignaraðila var einnig til umræðu og sagði dr. Jóhannes að þær um- ræður hefðu verið mjög jákvæðar. Þá var einnig rætt um endurskoð- un á núgildandi skattkerfi. Dr. Jóhannes Nordal sagði að ekki væri unnt á þessu stigi máls- ins að greina nánar frá einstökum atriðum í viðræðum þessum, en könnunarviðræðum yrði haldið áfram á næsta fundi aðila, sem haldinn verður í Sviss 23. og 24. ágúst nk. Kvaðst hann bjartsýnn á lausn þessara mála áður en langt um liði og jafnvel að samkomulag gæti legið fyrir eftir framhalds- fundi aðila nú í haust. © INNLENT Jafnt hjá Fram og UBK FRAM og Breiðablik gerðu marka- laust jafntefli í 1. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu i Laugardalsvelli í gærkvöldi. Blikarnir voru nær því að skora mark og voru sterkari aðilinn í leiknum en Guðmundur Baldurs- son, markvörður Fram, varði mjög vel í leiknum og tryggði liði sínu eitt stig. Guðmundur Baldursson, UBK, var rekinn af leikvelli skömmu fyrir leikslok en hann hafði áður fengið að sjá gula spjaldið. Þrír aðrir leikmenn fengu gula spjaldið í leiknum, tveir úr Fram og einn úr Breiðabliki. Nánar um leikinn í blaðinu á morgun. Á Norðurlandamóti drengja- landsliða í knattspyrnu á Akur- eyri í gærkvöldi sigruðu Norð- menn Dani, 3:2, og Finnar lögðu Færeyinga 8:1. Upprekstrarbönn á AuðkúJu- og Eyyindarstaðaheiði: Skagfirðingar hyggj- ast reka á heiðina Húnvetningar ráku um helgina Tæknimenn vænt- anlegir frá ALCOA AÐALFORSTJÓRI bandaríska ál- fyrirtækisins ALCOA, Charles W. Parry, og yfirmaður álbræðsludeild- ar fyrirtækisins, Wincent R. Scors- one, dvöldu hér á landi í rúman sól- arhring í síðustu viku og áttu viðræð- ur við stóriðjunefnd og fulltrúa frá Landsvirkjun um hugsanlega þátt- töku í stóriðju hérlendis. Að sögn Sigurgeirs Jónssonar, aðstoðarseðlabankastjóra, sem sæti á í stóriðjunefnd, voru engar ákvarðanir teknar í viðræðum þessara aðila enda hefðu þeir Parry og Scorsone fyrst og fremst Hárgreiðslu- sveinar boða verkfall FÉLAG hárgreiðslu- og hárskera- sveina hefur boðað verkfall næst- komandi föstudag 27. júlí og aftur föstudaginn 3. ágúst. Félagið á 1 kjaradeilu við Hár- greiðslumeistarafélag íslands og sátu deiluaðilar á fundi hjá ríkis- sáttasemjara í gær. Fundinum var ekki lokið um kvöldmatarleytið. Þetta er fyrsti fundurinn sem deiluaðilar eiga með sér hjá ríkis- sáttasemjara. verið að kynna sér aðstæður hér á landi. Sigurgeir sagði að fyrirhug- að væri að tæknimenn frá ALCOA kæmu hingað til lands til að kynna sér nánar aðstæður hér, en ekki mun ákveðið hvenær það verður. ,JA ÞAÐ hefur verið ráðgert að reka á miðvikudaginn í mótmæla- skyni við upprekstrarbann landbún- aðarráðuneytisins," sagði Sigurjón Sigurbergsson, bóndi f Hamrahlíð, þegar hann var spurður hvort Skag- firðingar hyggðust fara að dæmi Húnvetninga og reka hross á afrétt þrátt fyrir upprekstrarbann, sem í gildi er. „Ég veit ekki hvað það eru margir sem hyggjast reka, en það hafa ekki verið margir sem hafa gert það undanfarin ár og hefur farið fækkandi.“ Sigurjón kvaðst ekki þurfa að reka sjálfur þar sem jörðin sem bann býr á liggur að heiðinni og , fara því hans hross af sjálfsdáðum upp í heiðina. „Ég geri ekki ráð fyrir að þeir sem koma til með að reka nú fari með fieiri en 180 hross.“ Hafsteinn Lúðvíksson, bóndi f Vallholti kvaðst ekkert vita um það hvort menn ætluðu sér að reka en sagði hinsvegar að menn væru að velta þvi fyrir sér hvað gert yrði. „Á almennum fundi sem haldinn var 2. maí sl. var sam- þykkt að reka upp að beitarþols- mörkum sem við teljum að séu 180 hross." Húnvetningar hafa nú þegar rekið á afrétt þrátt fyrir gildandi bann á Auðkúluheiði. í samtali við Frímann Hilmarsson, varðstjóra á Blönduósi í gær, kom fram að minnsta kosti þrír bæir hafi rekið á afrétt um helgina. Kveðst hann hafa tekið skýrslu af nokkrum og þær verið sendar suður og biðu þeir nú átekta. „Ég tel víst að hrossin verði rek- in aftur niður, við bíðum bara eft- ir fyrirskipunum," sagði Frímann ennfremur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru 7 hross rekin frá Auðkúlu, og um 20 hross frá Guðlaugsstöðum. Aðeins er hér um að ræða hross úr Svina- vatnshreppi þar sem aðrir hrepp- ar sem aðgang hafa að Auðkúlu- heiði hafa fallist á upprekstrar- bannið. BSRB ákveður uppsögn samninga Hefur vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara SJÖTÍU manna fundur stjórnar og samninganefndar Bandalags starfs- manna ríkis og bæja samþykkti samhljóða aö segja upp launaliðum kjarasamnings síns við rfkið. Jafn- framt samþykkti fundurinn að vísa kjaradeilunni nú þegar til ríkissátta- semjara, til að tryggja að viðræður hefjist hið fyrsta, en hvor aðili um sig getur krafist þessa. Þá ákvað fundurinn einnig að beina því til að- ildarfélaganna, að þau skipi nú menn í verkfallsstjórnir. „Við gerum okkur ljóst að það getur þurft að koma til átaka, þó að við vonumst til að ná samning- um án þess. Því var samþykkt að vísa kjaradeilunni nú þegar til ríkissáttasemjara til að tryggja það betur að viðræður dragist ekki á langinn og því var einnig beint til félaganna að þau tilnefni nú á næstu dögum fulltrúa í verkfalls- stjórn samtakanna. Við viljum vera við öllu búin,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, f samtali við Morgunblaðið. „Meginforsenda kjarasamnings- ins var stöðvun kjaraskerðingar og að efnahagsvanda þjóðarinnar verði ekki velt einvörðungu á launafólk. Hækkun þjónustu og auknar álögur hins opinbera og áframhald verðhækkana auka enn fjárhagsvanda launafólks. Sú staðreynd blasir við að kaupmátt- arskerðing hefur enn aukist og er þar ekkert lát á,“ segir meðal ann- ars i ályktun, sem fundurinn sam- þykkti af þessu tilefni. Þar segir ennfremur: „1 kjölfar gifurlegrar fjármunatilfærslu f þjóðfélaginu, hefur að undaförnu stóraukist launaskrið i formi nýrra kaupauka og yfirborgana sem sanna bætta fjárhagsgetu launagreiðenda, en leiðir jafn- framt til þess að launakjör opin- berra starfsmanna hafa dregist langt aftur úr almennum launa- kjörum. Opinberir starfsmenn töldu sig hafa ærna ástæðu til að vænta þess, að í sérkjarasamning- um félaganna yrði af hálfu við- semjenda eða gerðardóms fallist á augljósar og réttmætar leiðrétt- ingar til samræmis við kjör sam- bærilegra eða hliðstæðra starfs- hópa. Þessar vonir brugðust ger- samlega og sýnir það glöggt rétt- leysi samtakana í samningsrétt- armálum. BSRB gerir kröfur um að launa- liðir samnings verði leiðréttir til samræmis við þetta og opinberir starfsmenn fái óskertan sam- ningsrétt um samninga sína.“ Fundarhlé var gert seinnipart- inn í gær og var mótun kröfugerð- ar til umræðu í nefnd. Fundur átti að hefjast að nýju í gærkveldi til að fjalla um kröfugerð. Ef BSRB boðar verkfall, er sáttanefnd, sem ríkissáttasemjari á meðal annarra sæti í, skylt að leggja fram sáttatillögu sem sfðan er kosið um í allsherjaratkvæða- greiðslu. Sé þátttakan í atkvæða- greiðslunni minni en 50% eða ef tillagan er felld verður sáttatillag- an að samningi, en annars skellur verkfall á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.