Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 39 Þótt fólk klagi samfanga sína er það yfirleitt ekki talið nægilegt merki iðrunar, heldur telja sumir fangar, að þeir sem vilja teljast iðrandi syndarar, þurfi stundum að leggja aftökusveitunum lið eða taka látna niður úr gálgunum. En þó að iðrun hafi það í för með sér að pyndingum sé lokið, er ekki þar með sagt að hún geti bjargað lífi viðkomandi. Elísabet kveðst minnast társtokkins andlits konu, sem sögð var hafa greitt gömlum félögum náðarhöggið, er hún var leidd til aftöku. Þeir sem höfðu komist í hóp iðrandi syndara höfðu yfirleitt gert sé góðar vonir um framtíðina, og tóku því ekki dauða sínum eins vel og aðrir fangar. Konurnar reyndu ,að leiða hug- ann frá þjáningum sínum með því að láta hann reika. Einhver spurði kannski stöllu sína í hvaða garði hún væri stödd og þannig gátu þær ferðast um víða veröld og sögðu hver annarri frá stöðum, þar sem þær höfðu verið. Elísabet sagði þeim oft frá Bandaríkjunum og segir að þeim hefði þótt mest gaman að heyra frá New York. Flóttatilraunir voru fátíðar. El- ísabet minnist þess að 19 ára gam- alli stúlku tókst að svipta sig lífi meðan hún var í fangelsinu. Stúlk- an hafði rakið upp peysuna sína og hengt sig í þráðunum inni á bað- herbergi. Sagt hafði verið að stúlka þessi hefði verið félagi í samtökum marxista, og að bróðir hennar hefði svikið hana í hendur stjórnarinnar. Önnur stúlka úr marxista-samtökum varð þess fullviss að verkamenn við bygg- ingarvinnu í fangelsinu myndu hjálpa henni við að komast undan, en þeir sögðu til hennar og hún var skotin. Einu sinni í viku var farið með fangana í áætlunarbíl að sam- komusal á fangelsislóðinni, þar sem ayatollah Ghilani dómari ávarpaði þá. Eitt sinn heyrðust miklar sprengingar í miðri ræðu gestsins og fékk Elísabet síðar skýringu á þeim. Þrír ungir karlar höfðu ætlað að freista þess að komast undan, en voru skotnir á flóttanum. Það var Ghilani, sem kvað upp þann úrskurð, að níu ára gamlar telpur væru komnar á unglingsár, og þar af leiðandi mætti taka þær af lífi samkvæmt íslömskum lög- um. Eigi að síður fullyrðir hann að stjórnin hafi hvorki látið skjóta né hengja nokkurn þann, sem ekki hafði náð 17 ára aldri. Þrátt fyrir þessar fullyrðingar er Elísabet sannfærð um að tvær 13 ára gaml- ar stúlkur hafi verið teknar af lífi í Evin-fangelsinu á meðan hún dvaldist þar. Þeir sem dæmir höfðu verið til dauða þurftu stundum að bíða í 6 mánuði uns dauðadómnum var fullnægt. Þeir vissu yfirleitt ekki hvenær aftakan skyldi fram- kvæmd. Jafnskjótt og dauðadóm- ur hafði verið kveðinn upp gat hver dagur orðið sá síðasti. Rétt- arhöldin voru hespuð af í snatri og þau voru allsendis ólík þeim skrípaleik, sem settur var upp yfir ráðherrum og herforingjum keis- arans, og nefndist byltingardóm- stóll. — Ég er ákærandi þinn, verjandi og dómari, sagði maður sá, sem dæmdi til dauða 18 ára gamla stúlku, Mehrdi að nafni. Elísabet kynntist Mehrdi vel. Faðir hennar hafði rekið hana að heiman vegna þess að hún studdi mujahideen-samtökin. Foringjar þessara samtaka dveljast nú í París, en á sínum tíma áttu þau miklu fylgi að fagna í landinu. Gallinn var sá að þau voru ekki nógu öflug og skipuleg til að geta veitt vernd öllum þeim ungmenn- um sem fylktu sér undir merki þeirra. Mehrdi var leidd fyrir aftöku- sveit ásamt 11 konum öðrum. Skömmu áður gaf fangavörður henni epli og hún skipti því i 80 hluta og deildi með vinum sínum. Það var þeirra síðasta sameigin- lega kvöldmáltíð. Síðustu orð hennar við Elísabetu voru þessi: — Þú átt eftir að komast héðan á brott. Segðu frá okkur. Egils saga á sænsku handa unglingum — eftirJakobS. Jónsson í Svíþjóð er Island þekkt fyrst og fremst fyrir eldgos, verðbólgu og Vigdísi, og stundum eru íslend- ingasögurnar nefndar í sömu and- rá. Þá kveður gjarnan við angur- væran tón, einkum hjá miðaldra Svíum, enda telja þeir íslend- ingasögurnar samnorrænan arf og vilja eiga jafnmikið í honum og íslendingar. Það er því varla nema von, að Egils saga þyki sjálfsagður hluti af þeirri ritröð sígildra verka heimsbókmenntanna, sem bóka- forlagið Gidlunds hefur nýlega hafið útgáfu á og ætlar unglingum til lestrar. Ritröð þessi telur til að byrja með átta rit. Hún hefur að geyma auk Egils sögu verk eftir Viktor Rydberg, Goethe, Gogol, August Strindberg og Selmu Lagerlöf. Þá er ein bók með frásögnum úr Bibl- íunni og önnur sem ber heitið Rómantískar sögur. Mér hefur borist þessi sænska útgáfa á Egils sögu og það verður varla annað sagt en hún sé að út- liti eins og best verður á kosið. Ég hef ekki lagt í það verk að fara yfir þýðinguna, enda eru aðrir áreiðanlega færari tii þess. Hún er verk tveggja manna, þeirra Hjalmars Alving, sem þýddi Egils sögu árið 1938, og Lars Lönnroths sem hefur yfirfarið þá þýðingu og vafalítið fært sitthvað til betri vegar þótt þess sé ekki getið. Lars Lönnroth ritar einnig stuttan formála að útgáfunni og segir þar frá Agli og sögunni um hann, bendir á frásagnarstílbrigði og hvernig fléttast í söguna marg- vísleg þjóðsagnaminni og fjallar um hlutverk þeirra og tilgang í frásögninni. Þá leggur Lars Lönnroth áherslu á að Egils saga er af tvenns konar rótum sprottin; annars vegar hefur hún varðveist í munnlegri geymd frá tímum heiðni, en hins vegar hefur sá er söguna ritaði á 13. öld skreytt hana með þeim stílbrögðum sem hann taldi við eiga sem barn síns tíma. Egils saga er ekki einvörð- ungu frásögn af Agli Skalla- grímssyni og ætt hans, segir Lars Lönnroth, heldur segir hún einnig frá samfélagi í upplausn, samfé- lagi sem er jafn ókyrrt og ofsa- fengið og Egill sjálfur. Þessa verð- ur einnig vart í sjálfum textanum, hann leysist líka upp, úr eldri og „frumstæðari" hugmyndaheimi til annars nýrri. Útfrá þessu fjallar Lönnroth síðan um margræðni sögunnar. Hann segir hana jafnan birtast í framkomu Egils gagnvart verald- legum höfðingjum, í andstæðunni milli kristni og heiðni, togstreit- unni milli hugmyndarinnar um víkinginn Egil og kristilegrar sið- prýði miðalda. Aftast í bókinni er að finna skrá yfir ýmis staðanöfn, hugtök og at- riðisorð sem eru skýrð lesendum til glöggvunar. Ekki verður betur séð en útgáfan sé þannig úr garði gerð að jafnvel þeir lesendur sem lítið þekkja til íslendingasagna og sögualdar eigi að geta notið Egils sögu eins og Lars Lönnroth hefur gengið frá henni. Þá hefur bókaforlagið Gidlunds einnig gefið út litla bók með tutt- ugu og níu sænskum þjóðsögum, ætlaða börnum. Þjóðsögur hafa ætíð verið eftirsótt efni og sann- arlega virðingarvert að gera þann fjársjóð aðgengilegan þorra fólks. Ekki verður betur séð á útgáf- unni en að vel hafi tekist til. Sög- urnar eru af margvíslegum toga spunnar: Ævintýri, kímnisögur, sagnir o.fl. skemmtilegt, sem lifað hefur með Svíum og reyndar fleiri þjóðum. Mary Örvig, barnabókafræðing- ur, hefur gengið prýðilega frá út- gáfunni, en tveir kunnir sænskir myndlistarmenn, þeir Einar Nor- elius og Bertil Bull Hedlund, eiga heiðurinn af öllum myndum, sem eru bæði margar og góðar. Þess má geta að þeir myndskreyttu átta binda útgáfu af sænskum þjóðsögum, sem gefin var út á ár- unum 1939—47. Það má tvímælalaust lesa þessa bók sér til mikillar ánægju; hún getur einnig vel orðið fyrirmynd að hliðstæðum útgáfum í öðrum löndum, svo látlaus og þó efnis- mikil sem hún er. Jakob S. Jónsson er námsmadur í Stokkhólmi. LANDSSMIÐJAN JítlasCopco Slipivelar Hersluvélar og fjöldi annarra tækja. LANDSSMIÐJAN k. 'Ia 20680 M Candy-þjónustan veröur lokuö vegna sumarleyfa vikuna 30. júlí— 3 á9ús' Pfaff, Borgartúnf VISA kynnir vöru Og pjónusíustaöi HLJÓMPLÖTUR: Faco, Laugavegi 89 Q 91-13008 Fálkinn, Austurveri, Háaleitisbr. 68 91-33360 Laugavegi 24 91-18670 Suðurlandsbraut 8 91-84670 Gallerí Lækjartorg, Hafnarstræti 20—22 91-15310 Gramm, Laugavegi 17 91-12040 Hagkaup, Skeifunni 15 91-686566 Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96 91-13656 Karnabær, Austurstræti 22 91-28319 Glæsibæ, Álfheimum 74 91-45800 Laugavegi 66 91-45800 Rauðarárstíg 16 91-11620 Kaupfélag Hafnfirðinga, Strandgötu 28 91-50759 Mars, Strandgötu 37, Hafnarfirði 91-53762 Plötubúðin, Laugavegi 28 91-20181 Sería, Aðalstræti 27, ísafirði 94-4072 Skífan, Laugavegi 33 91-11508 Steinar, Nýbýlavegi 4 91-45800 Stuð, Laugavegi 20 91-27670 Verslió meö V/SA Metsölublad á hverjum degi! I Bindindismótiö caltalækjarskógi Verslunarmannahelgin 3. — 6.ágúst 1984
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.