Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 Einar Elíasson, stjórnarfonnadur Eldbergs hf„ fyrir miðri mynd, ásamt Þjóðverjunum Hans-Thomas Winter, t.v., og Erik Klirz. íslenskur vikur ÍSLENSKUR vikur verður notaður í byggingar í Þýskalandi innan tíð- ar. Fyrirtiekið Eldberg hf., sem er í eigu Jarðefnaiðnaðar hf. á Selfossi og þýska fyrirtckisins UBG, hefur nú sett upp hreinsibúnað fyrir vik- ur við Heklurætur. Forsaga þessa er sú, að í lok síðasta árs og í byrjun þessa flutti Jarðefnaiðnaður hf. nokk- uð magn af óunnum vikri til V-Þýskalands, en þar í landi hef- ur vikur lengi verið notaður í steyptar húseiningar. Islenski vikurinn reyndist ekki nógu hreinn til að uppfylla kröfur Þjóðverja og var því ráðist í að hanna og framleiða vélasam- stæðu til hreinsunar. Eldberg hf. hóf hreinsun á vikrinum í síð- ustu viku og voru forsvarsmenn fyrirtækisins afar bjartsýnir á framhaldið. Einar Elíasson, stjórnarfor- maður Eldbergs hf., sagði í sam- tali við blm., að íslenskur vikur ætti örugglega eftir að hasla sér völl á erlendum mörkuðum, sér- staklega þeim þýska. „Vikurinn er notaður í húseiningar, sem uppfylla ströngustu kröfur um styrkleika og einangrun," sagði Einar. „Við höfum fullan hug á að steypa þessar einingar sjálfir og byggja úr þeim hér á landi, en fyrst verðum við að gera rann- sóknir á vatnsþoli þeirra, því hér gerir mikil slagveður. Við viljum ekki flana að neinu og ekki setja vöru á markað, sem ekki er ör- ugg. Þjóðverjar eru nú að hanna nýja tegund steina úr vikri, sem hafa vatnsþétt ytra byrði og sú gerð mun að öllum líkindum henta okkar aðstæðum mjög vel.“ Hans-Thomas Winter, stjórn- armaður Eldbergs og eigandi v-þýska fyrirtækisins Beweco, er Hreinsunarbúnaður fyrir vikur. Fremst á myndinni sést ker, sem óunnum vikrí er mokað í. Hann berst eftir færibandi í vél, sem skilur grófan vikur frá flnni og hreinsar jafnframt óhreinindi úr vikrinum. Grófi vikurinn er malaður smátt, en vikurinn er þó seldur í tveimur kornastærðum. Morgunbiaðið/Ragnhiidur seldur til Þýskalands nú staddur hér á landi ásamt tæknilegum framkvæmdastjóra sínum, Erik Kúrz. Erik hafði orð fyrir þeim félögum og lýsti yfir mikilli ánægju þeirra með ís- lenska vikurinn. „Við höfum vik- ur í V-Þýskalandi og höfum unn- ið úr honum hingað til,“ sagði hann. „Okkar vikur er hins vegar það óhreinn að 60% hans nýtist ekki. Við hreinsun á islenska vikrinum tapast ekki nema um 5% og sá munur er það mikill, að það borgar sig að flytja efnið til V-Þýskalands, þrátt fyrir flutn- ingskostnað." — Hvers vegna er vikur notaður í húseiningar? „Vikur einangrar mjög vel. í Þýskalandi eru lög, sem kveða á um orkusparnað og með notkun vikursins er hægt að spara V3 af orkukostnaði, miðað við önnur hús. Við notum Heklu-vikurinn í útveggi og þá þurfum við ekki á einangrun úr plastefnum að halda, en með hækkandi olíu- verði hækkar verð á plasti. Notkun vikursins er því mjög hagkvæm lausn,“ sagði Erik Kúrz að lokum. v Líklegt er, að vikur frá íslandi verði notaður víðar en í V-Þýskalandi, því Englendingar hafa sýnt þessari byggingarað- ferð mikinn áhuga. Enskt bygg- ingarfyrirtæki, eitt af 5 stærstu þar í landi, sendi t.d. fulltrúa sinn hingað til að kynna sér að- stæður og var fulltrúinn, Drake að nafni, hrifinn af því sem fyrir augu bar. „Við Englendingar höfum ekki notað vikur í bygg- ingar hingað til,“ sagði Drake, „en þar sem einangrunarefni verða sífellt dýrari með hækk- andi olíuverði, þá verðum við að kanna þennan möguleika. Við gætum byrjað innflutning síðar á þessu ári, en til að byrja með ætlum við að kaupa 20 tonn til reynslu. Sjálfur er ég fylgjandi því að kaupa vikur frá íslandi, í stað t.d. Grikklands, því matur- inn hér er miklu betri en þar og því ánægjulegra að koma hingað í viðskiptaerindum," sagði Drake og brosti við. Eldberg hf. mun framleiða um 30 þúsund tonn af hreinsuðum vikri á þessu ári, 60 þúsund á því næsta og 100 þúsund tonn 1986. Hreinsunarbúnaðurinn afkastar um 90 tonnum á klukkustund og er áætlað að fyrsti skipsfarmur- inn fari til V-Þýskalands um miðjan ágúst og verða það 5 þús- ur.d tonn. Jarðefnaiðnaður hf. á 20% hlutafjár í sölufyrirtækinu ISBI, sem mun vinna að vöru- þróun og markaðsmálum i Mið- Evrópu. Húsavík: Hafa dreift um 260 tonnum f áburðarflugi Húsatík, 16. júlí. STARFSMENN landgræðsl- unnar voru við störf í Þingeyj- arsýslu fyrir nokkru, og höfðu bækistöð á Aðaldalsflugvelli. Að venju voru flugmenn frá Flugleiðum í hópnum, þaö voru þeir Hilmar Baldursson og Páll Stefánsson sem flugu vél græðslunnar Páli Sveinssyni að þessu sinni. Starfsmenn voru í óða önn að fylla tank flugvélarinnar áburði þegar tíðindamann Mbl. bar að garði, og voru hálfberir við vinnu sína enda orðnir kaffibrúnir af allri sólinni, en veður hafa þeir haft mjög gott hér og sögðust vera lítið hrifnir af að fara aftur suöur í rigninguna. Stefán H. Sigfússon fulltrúi sagði að verkið hefði gengið mjög vel og unnist á mettíma, aðeins 5 dögum. Stefán sagði þá vera búna að fljúga með um 260 tn af áburði, í um 20 girðingar og önnur ógróin en illa farin svæði, m.a. vegna ágangs sauðfjár, og hefði sumt verið unnið í samvinnu við hlutað- eigandi sveitarfélög. Það er ekki haft hátt um alla þá sjálfboðavinnu sem flugmenn Flugleiða skila til þjóðarinnar við landgræðslu, það er ekki ofsagt að þeirra störf séu ómetanleg, aðeins á þessu sumri hafa þeir flogið 400 flugtíma á Páli Sveinssyni og svip- að undanfarin ár, en oft er því haldið meira á lofti sem miður er gert en því sem vel er gert. Þegar flogið var með áburðinn mátti víða sjá árangur baráttu við auðn og grjót, en vinsæll er bless- aður nýgræðingurinn hjá sauð- fénu því vfða var það að naga hann og helst þar sem hann er rétt að koma upp úr urðinni og er á viðkvæmu stigi. Áhöfnin á Páli Sveinssyni var ekki í nokkrum vandræðum með að fljúga lágflug við hin erfiðustu skilyrði og dreifa áburðinum, og var sannarlega gaman bæði að sjá til þeirra og frjúga með þeim. Auk þeirra Hilmars og Páls var Hann- es Thorarensen flugvirki og flug- maður landgræðslunnar um borð, og stjórnaði hann dreifingunni. Að jafnaði starfa sex menn við fræ- og áburðardreifingu á hinum ýmsu svæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.