Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 Herðubreið — droítning öræfafjallanna. Ferð í Öskju: Ólýsanleg tilfinning fyrir smæð mannsins Akureyri, 16. júlí „Æ, Gísli minn, því gerirðu mér þetta?“ var fyrsta hugsun undirrit- aðs, þegar Gísli Jónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar, bauð mér með í fyrstu ferð sumarsins í vegum ferðaskrifstofunnar til Herðubreiðarlinda og Öskju. Hvað í maður, sem best kann við sig láréttan í sófa heima í stofu, að gera með það að fara I öræfaferð — og þá ekki síst þegar Gísli lét það fylgja f umræðum um ferðina, að ganga þyrfti nokkra kflómetra til þess að komast að hápunkti ferðarinnar, sjálfrí Öskju? Atti nú að fara að opinbera fyrir ferðafé- lögum væntanlegum, hversu léleg- ur gönguarpur undirritaður er — og kannske gæflst ég upp? Eftir vandlega íhugun — að sjálfsögðu láréttur í sófanum — tók ég þó þá ákvörðun að láta mig hafa það að fara í ferð þessa, ekki kannski síst vegna þess að líklega væri þetta nú eina tækifærið, sem mér hlotn- aðist til þess að berja augum hin marglofuðu öræfi landsins okkar, sem virðast heilla svo marga sem á annað borð hafa þangað farið, að þeir virðast ekki geta á sér heilum tekið nema komast þangað helst oft á hverju sumri, að maður tali nú ekki um vetrarferðir margra þangað. Sem sagt: „Takk, Gísli.” Við lögðum upp frá Akureyri að morgni í fjallabíl Ferða- skrifstofunnar og ókum sem leið liggur til Mývatnssveitar undir öruggri leiðsögn þriggja farar- stjóra. Alls voru í ferðinni tæp- lega 30 manns, íslendingar, Finnar og Norðmenn. Eftir ágætis máltíð í Reynihlíð var haldið áfram austur í Hólsfjöll og þaðan beygt af þjóðvegi 1 inn á vegarslóðann til öræfanna, auðnin yfirþyrmandi og hrika- leg, og þvi eins og að koma í ann- an heim, þegar loksins var komið í Herðubreiðarlindir, þessa vin í sandauðninni. Eftir stuttan stans þar var enn haldið áfram inn að Drekagili, þar sem gist skyldi um nóttina í Dreka, skála Ferðafélags Akureyrar, en það- an er aðeins um hálftfma akstur upp að öskju, eða að enda vegar- spottans þar. Þaðan þarf að fara á postulunum tveim síðustu kfló- metrana. Eftir góðar veitingar og gleðskap fram á nótt var hugsað til svefns við hinar margvíslegustu kringumstæður, allt frá því að sofa i kofanum og bflnum til þess að sofa i svefn- Guðmundur Gunnarason, einn þríggja fararatjóra ferðarínnar, ( þungum þönkum (ekki að taka f nefið). Komið að Herðubreiðarfríðlandi. 1 . ht * J A V poka undir beru lofti. Varð eng- um áberandi meint af hinum furðulegustu svefnstöðum, sem menn völdu, kannski aðeins að bar á stirðleika fyrstu mínút- urnar eftir fótaferð, en það lag- aðist fljótt og síðan var sest í fararskjótann góða og haldið af stað siðasta vegarslóðann, sem svo sannarlega stendur vart undir nafni sem vegarslóði, því ekið er þar yfir nýlegt hraun og vagg og velta bifreiðarinnar gif- urlegt, en undir öruggri stjórn bílstjóranna okkar tveggja kom- umst við á áfangastað á réttum tima. Þaðan var siðan gengið að öskju og öskjuvatni. Það verður að segjast eins og er, að undirritaðan skortir orð til þess að lýsa þessari stærstu sigöldu landsins. Hrikaleikinn, fegurðin, kyrrðin, litirnir, heita lindin i Víti, fjallahringurinn, allt myndar þetta ólýsanlega fegurð, ólysanlega tilfinningu fyrir smæð mannsins gagnvart landinu okkar og náttúröflunum. Yfir þetta allt saman ná engin orð, þetta aðeins upplifist — og hvílík upplifun!! Hafðu þökk fyrir, Gísli. Hver veit nema ég eigi eftir að hitta þig einhvern tíma inni á öræf- um og við að upplifa saman þessa ólýsanlegu öræfatilfinn- ingu? En þangað til ég fer i aðra slíka ferð ætla ég að hvíla mig rækilega í sófanum! GBerg Herðubreiöarlindastemmning. Myndataka á barmi Vítis. Bflstjórarnir tveir, Árni Ingólfason og Jón GautL Ljósm. GBerg Öskjuvatn. Neðst til hægri sér niður f Víti og ef myndin prentast vel, má sjá mann efst á barmi gígsins, sem lýsir vel smæð mannsins í þessu hrikalega umhverfl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.