Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLl 1984 Kemst Cram ekki á Ól? STEVE Cram, heimsmeistari í 1500 metra hlaupi frá Englandi, hefur átt við meiösli aö stríöa í ökla aö undanförnu. Hann sagöi á blaöamannafundi í Englandi á sunnudaginn aö hann heföi ákveöiö aö setja sjálfum sér tímatakmörk varöandi þátttöku sína á Ólympíuleikunum. Hann heföi ekkert getað œft aö undan- förnu og ef hann yröi ekki orðinn góöur á þriöjudaginn (í dag) þá hætti hann viö aö fara á Ol-leik- ana. Heimsliðið vann Cosmos Um helgina fór fram einn knattspyrnuleikur Bandaríkjun- um þar sem saman komu leik- menn frá 17 þjóöum og lók þetta „heimsliö“ gegn liöi Cosmos. Úr- slit leiksins uröu þau aö „heims- liöiö" sigraöi, skoraöi þrjú mörk gegn einu marki Cosmos. Johan Neeskens skoraöi fyrsta mark leiksins fyrir Cosmos úr víta- spyrnu eftir aö Beckenbauer hafði brotiö á einum sóknarmanna Cosmos innan vítateigs. Þaö var Frakkinn Dominique Rocheteao, sem jafnaði metin I síöari hálfleik náöi Hugo Sanchez frá Mexíkó forustunni meö marki úr vítaspyrnu eftir aö Willington Oritz haföi veriö felldur innan vítateigs. Oritz var aftur á feröinni undir lok leiksins, þegar hann gaf fyrir markiö, varnarmaö- ur ætlaöi aö skalla frá markinu, en hitti knöttinn illa og fór hann beint í mark Cosmos. Ikl Jf, m IM Morgunblaölö/Símamynd AP. • Severiano Balleeteros hampar verölaunabikar sem hann hlaut eftir sigur í British-Open-golfmótinu um helgina í Skotlandi. Lauda sló met Jackie Stewart — hefur hlotíö 367,5 stig samtals í Grand Prix Niki Lauda sigraði í 10. Grand Prix-keppninni í sumar sem aö þessu sinni fór fram í Englandi. Lauda er nú í ööru sæti í stiga- keppninni en félagi hans hjá McLaren, Alain Prost, hefur enn forustuna þrátt fyrir aö hann fengi ekkert stig nú um helgina. Meö þessum sigri sínum hefur Lauda slegiö eldra met Skotans Jackie Stewart, sem hiaut alls 360 stig í Grand Prix-keppninni. Lauda hefur nú hlotiö 367,5 stig og er hinn ánægöasti meö árangur sinn í gegnum tíöina: „Því eldri sem þú veröur því skemmtilegra finnst þér þetta allt saman, og ég er aö veröa gamall," sagöi þessi 33 ára Aust- urrikismaöur eftir sigurinn á sunnudaginn. Þaö gekk ekki átakalaust aö Ijúka þessari keppni. Þegar öku- þórarnir höföu ekiö 12 hringi var keppnin stöövuö vegna þess aö nokkrir bílar lentu í árekstri og þar á meöal var heimsmeistarinn, Nel- son Piquet frá Brasilíu. Prost var ekki allskostar ánægöur meö þessa ákvöröun dómaranna og sagöi eftir keppnina: „Þaö er alltaf stöövuö keppni ef Piquet lendir í einhverjum vandræöum þaö er eins og allt sé gert til aö hann geti oröiö framarlega." Bretinn Derek Warwick varö annar í keppninni á sunnudaginn „Va r< b a< >si ir 'S 1 fyr r mö mn u 1“ 1 1 — sagði Ballesteros eftir sigur á Opna breska meistaramótinu Móðir hans kom frá Spáni til að sjá hann í keppni í fyrsta sinn „ÉG VARÐ AD VINNA fyrir mömmu. Hún flaug sérstaklega frá Spáni til aö sjá mig keppa í fyrsta skipti á »vinni,“ sagöi Spánverjinn Severiano Ballesteros, eftir aö hafa sigraö í 113. Opna breska meistaramótinu í golfi á St. Andrews-vellinum í Skotlandi á sunnudag. Hann lék á 269 höggum samtals. Tom Watson, Bretlandi, og Vestur-Þjóöverjinn Bernard Langer uröu jafnir í ööru til þriöja sæti á 271 og Lanny Wadkins og Fred Couples voru jafnir í fjórða til fimmta sæti á 281 höggi. 35.000 áhorfendur fögnuöu Ballesteros innilega er hann pútt- aöi niður af tæplega fimm metra færi á 18. holunni í síðasta hringn- um. Fór hana á einu undir pari. Þar með var draumur Tom Watson um aö sigra í keppninni þriöja áriö í röö úr sögunni. Hann var á 17. hol- unni er Ballesteros var aö Ijúka keppni — 17. holan á St. And- rews-vellinum er af mörgum talin sú erfiöasta á jaröarkringlunni. Ballesteros fór hana á pari, fjórum höggum, á síöasta hringnum og tryggöi sér í rauninni sigurinn þá. Watson og Ballesteros höföu veriö hnífjafnir allan sunnudaginn og menn voru farnir aö spá bráöa- bana á mánudeginum. En Ballest- eros, sem haföi fariö 17. holuna á „bogey", einu yfir, í fyrri þrjú skipt- in í keppninni fór hana á pari í síöasta hring. Watson tókst ekki að leika sama leikinn — upphafs- höggiö var gott en síöan mistókst honum herfilega í ööru höggi sínu. Sló alltof fast og kúlan lenti nálægt steinvegg viö völlinn. Þriöja högg hans var gott viö erfiöar aöstæöur — kúlan stöövaöist 27 metra frá holu og hann varö aö pútta niöur þaöan til aö eiga möguleika á sigri. Þaö tókst ekki, Watson tvípúttaöi og fór því holuna á einu yfir pari. Watson varö aö fara 18. hoiuna á „eagle" — tveimur undir pari — til aö geta náö Ballesteros. Upp- hafshögg hans lenti 28 metrum frá holu og þaðan gat hann ekki pútt- aö ofan í. Ballesteros sigraöi því í annaö skipti í keppninni. „Seve lék mjög vel í dag en mér tókst ein- faldlega ekki nógu vel upp. Þannig gengur það!“ sagði Watson eftir keppnina. Hann hefur unniö Brit- ish-Open síöustu tvö árin og fimm sinnum samfals. Oftast hefur Harry Vardon slgraö, sex sinnum, og er þaö met nú oröiö 70 ára gamalt. „Ég var mjög ánægöur með aö fara 17. holuna á pari í síöasta hringnum því þrisvar haföi ég fariö hana á einu höggi yfir pari. Ég sagöi viö „kaddíinn" minn (sá sem dregur kerruna!) fyrir 17. holuna aö nú yröi ég aö fara síöustu tvær holurnar a.m.k. á fjórum höggum hvora — á pari — til aö eiga vinn- og Brasilíumaöurinn Ayrton Senna Da Silva hafnaöi í þriöja sæti. Elio De Angelis varö fjóröi og Michele Alboreto, en þeir eru báöir frá it- alíu, varö í fimmta sæti. Rene Arn- aux kom sjötti í mark og heims- meistarinn sjálfur varö í sjöunda sæti aðeins 13 ökumenn luku keppni aö þessu sinni. Staöan í heimsmeistarakeppninni er nú þannig: Stig Alain Prost, Frakklandi 34,5 Niki Lauda, Austurriki 33,0 Elio De Angelis, ítalíu 26,5 Rene Arnoux, Frakklandi 23,5 Keke Rosberg, Finnlandi 20,0 Derek Warwick, Englandi 19,0 Nelson Piquet. Ðrasiliu 18,0 Michele Alboreto, ítalíu 11,0 Ayrton Senna Da Silva, Brasilíu 8,0 Patrik Tambay, Frakklandi 7,0 ingsmöguleika því ég taldi fulllvíst aö Watson næöi aö fara 17. hol- una á pari. Ég varö síöan svo ánægöur þegar ég kláraöi 17. hol- una á f jórum höggum aö ég kæföi kaddíinn næstum. Ég faömaöi hann svo fast aö mér," sagöi Ball- esteror. „En púttlö á 18. holunni er þaö dýrmætasta sem ég hef nokk- urn tíma sett niöur," bætti hann við. i annað skipti á fjórum árum varö Vestur-Þjóöverinn Bernard Langer í ööru sæti. 1981 varö hann annar á eftir Bill Rogers. „Ég náöi mörgum góöum höggum í dag — en púttin tókust illa. Heföu þau heppnast er aldrei aö vita nema þetta heföi orðið minn dag- ur... “ sagöi Langer. Koch jafnar heimsmetið Austur-þýska hlaupadrottn- ingin Marita Koch jafnaöi um helgina heimsmet sitt í 200 metra hlaupi é frjálíþróttamóti sem fram fór í Potsdam í Austur-Þýskalandi. Þetta er í 14. sinn sem þessi frábæra hlaupakona jafnar eöa setur heimsmet. Tími hennar um helgina var 21,71 sekúnda. „Ég er ekki ánægö meö þetta hlaup. Ég náöi ekki góöu starti og þaö taföi mig nokkuö en einnig geröi ég nokkuö sem hlauparar eiga aldrei aö gera, ég leit til baka til aö athuga hversu langt forskot ég heföi á næstu hlaupara. Viö þetta missti ég einnig nokkur dýrmæt sekúndubrot. Ef allt heföi veriö eins og þaö á aö vera í þessu hlaupi hjá mér þá heföi ég ör- ugglega hlaupiö á 21,6,“ sagöi Koch eftir hlaupiö góöa. Heimsmet í lyftingum Andreas Behm frá Austur- Þýskalandi setti um helgina heimsmet f léttvigt á lyft- ingamóti sem fram fór f Schwedt. Behm lyfti 352,5 kílógrömmum samanlagt og bætti þvi eldra met landa síns, Joachim Kunz, um 7,5 kfló, en þaö setti Kunz fyrr á þessu ári. Joachim Kunz setti einnlg eitt heimsmet á þessu móti. Hann lyfti 198 kílógrömmum í jafnhöttun en eldra metiö átti Andreas Behm þannig aö þaö má segja aö þeir félagar hafi skipt um hlutverk sem heims- methafar á þessu lyftingamóti. Laurent Fignon sigraði í Tour de France-keppninni LAURENT Fignon, franski hjólreiöamaöurinn sem sigraöi svo óvænt í Tour de France-hjólreiöakeppninni f fyrra, geröi sér Iftiö fyrir og sigraöi aftur f ár. Síöasti hluti keppnmnar fór fram um helgina en alls keppa hjólreiöamennirnir sín á milli f 23 keppnum og var sú fyrsta þann 29. maí Fignon kom mjög á óvart í fyrra þegar hann sigraöi en nú hefur hann sýnt svo ekki veröur um villst aö þaö var engin tílviljun aö hann sigraöi þá þvi hann vann keppnina einnig í ár og þaö með nokkrum yfirburðum. Honum tókst aö vísu ekki aö sigra í 23. og síöasta hluta keppninnar en þar varö hann aö láta í minni pokann fyrir Erik Van- dehierden frá Belgíu. Síöasti áfangi Tour de France— keppninnar er 196,5 kílómetra langur og líkur keppninni meö því aö hjólreiöakepparnir hjóla upp eina frægustu götu Parísar, Champs-Elysées, og endamarkiö er í Sigurboganum. Sigurvegarinn um helgina, Erik Vandehierden, hjólaöi alla 196,5 kílómetrana á meöalhraöa, sem nam rúmum 36 kílómetrum á klukkustund, og kom hann fyrstur í mark, þaö breytti því þó ekki aö Laurent Fignon sigraöi í þessari miklu hjólreiöakeppni. Bernard Hinault, Frakkinn knái sem sigraö hefur fjórum sinnum í Tour de France, haföi forystuna í keppninni f ár þar tíl leiöin lá um Alpana, þá þreyttist hann fljótt og varö aö láta aöra hjólreiöamenn fara fram úr sér. Hann stóö sig þó ágætlega í keppninni og fékk, ásamt Fignon, heillaóskaskeyti frá forseta Frakklands, Francois Mitt- errand, þar sem hann óskaöi þeim báöum til hamingju meö frábæran árangur og aö halda merki Frakk- lands svo hátt á lofti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.