Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 51 1 Hvað ættum við að lesa J 1 í sumarleyfinu? tcxti JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIK William Kinsolving: Raven Útg. Fontana/Collins Hér segir frá Buck nokrum Faulkner sem hefur brasað þetta svona á eigin spýtur í lífinu og hefur ekki til neins að leita ann- ars en sjálfs sín. Rösklega tví- tugur fer hann að sinna því hugðarefni, sem lengi hefur ver- ið ofarlega í sálarkirnunum, að smíða flugvélar og selur síðan vélar til beggja deiluaðila í borg- arastríði. En þótt ýmislegt gangi Buck í haginn er þó lífsdraumur- inn að smíða sérstaka gerð orrustuvélar, WWII Raven, ef honum tekst það mun auðurinn streyma til hans og þetta eftir- sótta vald verða óumdeilanlega í hans höndum. Auðvitað fer þetta ekki eins og Buck hefur ætlað sér, og er kannski ekki rétt að rekja söguþráðinn að neinu marki í bók sem er byggð upp á þann hátt sem William Kinsolv- ing gerir. William Kinsolving er banda- rískur höfundur, fékkst um hríð við að leika og seinna skrifaði hann nokkur kvikmyndahandrit. Fyrir nokkrum árum sendi hann frá sér fyrstu bók sína Born with the Century, sem komst á met- sölubókalista í Bandaríkjunum og víðar. Þá bók hef ég ekki lesið, en Kinsolving er ágætis spennu- höfundur. Tæknileg atriði sem skipta allmiklu hef ég náttúru- lega ekki vit á að tjá mig um, en þau eru fram sett á sannfærandi hátt. Agatha Christie: Lord Edgware dies Útg. Fontana Hressandi að lesa bók eftir Agöthu sálugu Christie. Ég minnist þess að ég gleypti í mig bækur hennar á unglingsárun- um, hef sennilega lesið yfir mig af henni, því að það er ekki fyrr en nú nýlega, sem ég hef farið að grauta öðru hverju í bókum hennar. Þessi bók er nýlega út- komin, hefur sjálfsagt komið út mörgum sinnum eins og allar hennar bækur og sá fyrst dags- ins ljós fyrir rösklega hálfri öld. Hercule Poirot er jafn óþol- andi og yndislega spaugilegur og áður og Hastings vinur hans jafn vitlaus og vænn. Og sögu- þráðurinn í Agöthustíl. Fræg leikkona, Jane Wilkinson, leitar til Poirots, hún vill skilja við mann sinn, Edgware lávarð, sem er hvumleiður að hennar sögn og vill ekki veita henni skilnað, svo að hún geti gifst öðrum aðals- manni og öðlast hamingjuna. Poirot fer og ræðir við lávarðinn og rekur í rogastanz þegar hann segir honum, að hann hafi fyrir æðilöngu skýrt eiginkonu sinni, leikkonunni, frá því að hann sé fús að skilja við hana. Sama dag kemur svo einhver kona — sem er líklega eiginkonan — og stingur lávarðinn til bana. Um svipað leyti finnst önnur leik- kona myrt, sú hafði eitthvað kynnzt Jane Wilkinson. Og verð- ur þetta nú æði flókið, að því er Hastings virðist og hvað rekur sig á annars horn. Náttúrulega leysir Poirot málið, annað væri óhugsandi, og lausnin á að koma eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. Og gerir það ef til vill. Alla vega fannst mér gaman að renna yfir Agöthubók aftur. Hún stendur alltaf fyrir sínu. Reay Tannahill: A Dark and Distant Shore Útg. Penguin Einhverjir spakir menn hafa komizt svo að orði að þessi bók minni á Þyrnifuglana og Á hverfanda hveli. Nú hef ég aldrei lesið þá síðarnefndu og ekki einu sinni séð þessa frægu mynd, sem var gerð eftir henni á sínum tíma. En þessi bók og Þyrnifugl- arnir eiga í fljótu bragði ekki margt annað sameiginlegt en að báðar spanna yfir langan tíma. A Dark and Distant Shore hvorki meira né minna en upp- undir öld. Þungamiðjan er Kin- veilkastalinn í Skotlandi og ætt- in sem þar býr. Kinveil er í skozku hálöndunum, ættarsetur, sem verður smám saman hinn ömurlegasti baggi á erfingjun- um, sem rísa vart undir þeim kröfum sem „sagan“ gerir til þeirra. Vilia sem er aðalsöguper- sónan er flutt á brott frá Kinveil í barnæsku og dreymir um að snúa þangað aftur. Henni er ættarsetur bernskunnar draum- ur, sem verður að rætast til að hún geti yfirleitt sætt sig við til- veruna. Hún hafði svarið þess eið að koma aftur og krefjast réttar síns og þegar á reynir kemur í ljós að hún svífst einskis til að ná því markmiði sínu. Þetta er gríðarlega löng og mikil saga, á áttunda hundrað blaðsíðna, langdregin, en þó efn- ismeðferð höfundar slík að mað- ur heldur áfram til loka. Mér finnst höfundur hefði átt að stytta mál sitt stórlega, hér er ekki gætt nægilega að þjappa saman — þó svo að á ferðinni sé mikil og merkileg og dramatísk ættarsaga og oft á tíðum mjög svo fróðleg og skemmtileg, hefði þurft að stytta suma kaflana heil ósköp. Ég minnist þess ekki að hafa lesið bók eftir Reay Tannahill áður. Hún mun vera þekktust fyrir Food in History og Sex in History. Hún er skozk og alin upp í Glasgow. Fyrrnefndar tvær bækur hennar munu hafa verið þýddar á nokkur tungumál. Lorentz Albeck-Larsen: Rejse i Canada Útg. Specialbladsforlaget Þegar mér barst þessi bók í hendur hélt ég í fyrstu að hún væri almenn upplýsingabók, og sjálfsagt ágæt sem slík. Við nán- ari athugun kom í ljós að hér er ekki aðeins á ferðinni upplýs- inga- og ferðabók, heldur er far- ið dýpra og saga landsins — sem er í þjóðarlegu tilliti varla meira en öld eða svo — könnuð. Hér segir frá indjánum, landkönnuð- um, veiðimönnum, um gullæðið í Klondyke og olíu í Alberta. Frá- sagnir af flutningum Norður- landabúa til Kanada, og við hvaða skilyrði þessir landnemar bjuqggu fyrstu áratugina. Sér- staklega er vikið að íslendingum og skilmerkilega frá þeim sagt að því er mér sýnist. Höfundur hefur augljóslega lagt mikla vinnu í undirbúning þessarar bókar og ferðazt um Kanada þvert og endilangt til efnisfanga. Þessu öllu kemur hann ljómandi læsilega til skila. Lorentz Albeck-Larsen mun hafa sent frá sér sína fyrstu bók fyrir um 45 árum, ljóðabókina „Et monument í granit". Hann hefur síðan einkum skrifað ferðabækur og getið sér gott orð. Hann hefur einnig unnið við blaðamennsku og gerir enn. Skandinavia Today yfirlits- sýning sett upp á Selfossi YFIRLITSSÝNING í máli og myndum sem unnin er í samvinnu menntamála- ráduneytisins og Menningarstolnunar Bandaríkjanna verður sett upp á Sel- fossi fimmtudaginn 26. júlí næstkom- andi. Sýning þessi lýsir í máli og mynd- um þætti íslands í Norrænu menn- ingarkynningunni í Bandaríkjunum. Sýningarskrár frá helstu sýningum verða á sýningunni ásamt blaða- úrklippum frá hartnær 800 blöðum vestra auk íslenskra. Sýningin er í Safnahúsi Árnes- sýslu við Tryggvagötu og er hún opin virka daga milli kl. 14 og 16 en um helgar er hún opin milli klukkan 14 og 17. Þar að auki er húsið opið eftir pöntunum fyrir stærri hópa. Scandinavia Today-yfirlitssýn- ingin verður opin til 5. ágúst. k NORÐDEKK heílsóluð radíal dekkÆ ísíensk fratnldðsla.| AFSLATTARMIÐI 10% kynningarafsláttur til páska Gúmmívinnustofan hf, RÉTTARHÁLSI 2 s.84008 & 84009 Gúmmívinnustofan hf. SKIPHOLTI 35 s. 31055 & 30360 Hjólbarðahöllin, FELLSMÚLA 24 s 81093 Höfðadekk hf, TANGARHÖFÐA 15 s.85810 Hjólbarðastöðin sf, SKEIFAN 5 s.33804 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, HÁTÚNI 2a s. 15508 Hjólbarðaverkstæði Jóns Ólafssonar, ÆGISSÍÐU s. 23470 ^ Holtadekk sf, BJARKARHOLTI, MOS. s 66401 Aujtlýitnjsar & hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.