Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLl 1984 Innilegt þakkUeti sendi ég öllum þeim sem sendu mér gjafir og ámaðaróskir á 70 ára afmæli mínu þann 12. júlí sl. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Lokað vegna sumarleyfa frá 27. júlí til 3. september. Fatapressan Úöafoss. Vitastíg 13. Kork*o»Plast j£, Sænsk gæða- vara KORK-gólfflísar með vinyl- plastáferö. Kork*o*Plast í 10 geröum Og nú er komiö þaö nýjasta frá Wicanders Cork*o*Floor Kork O Floor er nýjasta gerðin frá Wicanders sem er ekkert annaö en hiö viöurkendna Kork O Plast límt á þéttpressaöar viöartrefjaplötur, kantar meö Nót og gróp, þykkt 9 mm. Leysir vandamáliö fyrir þig þegar lagt er á gamalt gólf slitiö. Kunnir þú aö halda á sög getur þú lagt á gólfiö sjálfur. Engin vandamál. Þú leggur á gamla slitna gólfið án þess aö þurfa aö laga þaö nokkuö áöur. Einkaumboð á íslandi fyrir WICANDERS KORKFABRIKER. Hringið efftir ókeypis sýnishorn og bæklingi. bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO 'Armúla 16 síml 38640 m JtfgnnVI te * íb * Metsölublad ú hverjum degi! Við þurfum að vinna saman Athugasemd frá Félagi íslenskra danskennara Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Félagi íslenzkra dansk- ennara: Þar eð formaður Danskennara- sambands íslands, DSÍ, hefur kos- ið að fjalla um deilur danskennara í fjölmiðlum og með framkvæmd sinni þar komið með heldur lág- kúrulegar ásakanir, er rétt á þessu stigi málsins að leiðrétta hr. for- manninn. Við hörmum þá afstöðu, sem þið hafið tekið og þá ákvörðun ykkar að fjalla um ágreiningsmál okkar í fjölmiðlum, þar sem ekki hafa verið gerðar tilraunir til sátta. En ykkar er valið. Formaður DSÍ, Hermann Ragn- ar Stefánsson, getur þess, að Fé- lag íslenskra danskennara hafi verið stofnað í fljótræði á sama tíma og DSÍ fagnaði tuttugu ára afmæli. Hann telur stofnun FÍD hafa verið mikil mistök. Ástæðan fyrir stofnun FÍD er einfaldlega ráðríki og einokun- arstefna ráðamanna DSÍ. 14 félagar úr DSl (ekki 3—4 eins og Hermann segir) þar með talinn prófdómari ásamt stjórnarmeð- limum höfðu gefist upp á að fá fram lagfæringar og aukna dansmennt meðal danskennara. Þessir fyrrum meðlimir DSÍ sættu sig ekki lengur við þá einokun og mannréttindaskerðingu sem höfð var í frammi hjá DSL Ef ungir og starfsglaðir danskennarar vilja sýna hvað í þeim býr og reyna að efla dansmenntun landsmanna er þeim umsvifalaust stillt upp við vegg og reynt á allan hugsanlegan hátt að brjóta þá niður, bæði opinberlega og með rógburði inn- an vébanda DSl. Þess vegna komu þeir saman til að funda um hags- munamál sín. Að sögn núverandi formanns DSÍ, hefur hann sjálfur orðið fyrir slíkri árás og er því óskiljanlegt að hann skuli lúta svo lágt að vera með vafasamar að- dróttanir í fjölmiðlum, sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Vi héldum að Hermann væri heil- steyptur og trúverðugur maður, sem ynni dansinum og myndi því berjast fyrir jákvæðu samstarfi danskennara til að efla og auka dansmennt landsmanna allra. Eftir marga fundi þótti full- reynt að áframhaldandi vera í DSl kæmi ekki neinu góðu til leiðar og þess vegna varð sú niðurstaða þessara aðila að betra væri að stofna nýtt félag danskennara á fslandi. Félag íslenskra danskenn- ara var stofnað 8.4.’84. Hermann ætti að vita þetta, því honum var boðið á fund FÍD, enda hefði hann átt að vita áður um ósætti í DSÍ, hefði hann mætt á fundi þar undanfarin ár. Hermann sat fund FÍD-félaga, þar sem rætt var um framtíð fé- lagsins og dansmenntunar al- mennt. Hann kvaddi sér hljóðs og lét mörg lofsamleg orð falla um framtak þessa unga hóps dans- kennara. Hermann gerði meira, því hann talaði einnig um DSl og sagði að það væri ekki hægt að vinna með því félagi. Margt tíund- aði Hermann til, sem hægt væri að skrifa um, en við skulum láta „Við teljum það eðlileg mannréttindi að geta sótt fræðslu erlendis eða getað fengið er- lenda danskennara hingað til landsins til að auka þekkingu okkar allra.“ það bíða um sinn. Okkur félögum í FÍD er það ráðgáta hvers vegna Hermann snerist svo snöggt. Gætu það verið persónulegir hags- munir? I fjölmiðlum segir Hermann fé- laga í FlD mestanpart með tak- mörkuð réttindi, hálft próf. Ákaf- lega lágkúruleg athugasemd, sem kemur úr hörðustu átt. Hann segir einnig að við höfum ekki reiknað með Alþjóðasambandi danskenn- ara sem afli til að stöðva okkur. Stöðva okkur með valdi. Væri ekki réttast að auka samkeppnina með kennslu. Nei, það kostar vinnu, betra er að stöðva okkur öðruvísi. Við vissum um Alþjóðasamband danskennara. Við vissum einnig um þá hótun ykkar og langþráða ósk um að nú loksins gætuð þið stöðvað okkur. Hafið þið gert ykk- ur grein fyrir því hver tilgangur Alþjóðasambands danskennara er? Væri ekki tími til kominn að þið læsuð reglurnar og kynntuð ykkur tilganginn? Hermann segir, að Alþjóðasam- bandið viðurkenni aðeins eitt fé- lag í hverju landi. Hið rétta er að í þeim löndum þar sem fleiri en eitt félag eru starfandi, kjósa þau eina samstarfsnefnd — nokkurs konar ráð — sem er síðan viðurkennt af Alþjóðasambandinu. Síðan leita félögin til þessa ráðs, ef meðlimir óska eftir að fara utan til próftöku og einnig ef ósk er um að fá er- lendan kennara eða prófdómara til viðkomandi lands. Einnig segir Hermann að aðild að Alþjóðasam- bandinu sé nauðsynleg til þess að geta farið utan að læra nýja dansa. Það er ekki heldur rétt, því hver sem vill getur sótt nám í dansi erlendis. Það er einungis próftaka, sem háð er aðild að Alþjóðasam- bandinu, sem er í sjálfu sér afar mikilvægt mál. Alþjóðasamband danskennara a) var ekki stofnað til höfuðs FlD-mönnum né öðrum dans- kennurum, b) var ekki stofnað til að einn kennari gæti kúgað annan, c) var stofnað til að sameina danskennara í öllum heiminum, d) veit að það eru mörg danskenn- arafélög í hverju landi, e) telur, að félögin geti komið sér saman um ráð, sem hefur sam- skipti við Alþjóðasambandið fyrir viðkomandi land. Hafið þið þroska til að axla þá ábyrgð, sem þið hafið tekið ykkur? Alþjóðasamband danskennara var stofnað til að sameina kröfur danskennara um allan heim — hvers vegna getið þið ekki skilið það? Þið kjósið vafasama reglu og ætlið að hindra eðlilega fram- þróun dansmenntunar hérlendis. Við efumst um að Alþjóðasam- bandið muni halda til streitu heimild DSÍ, ef þeir vissu allan sannleikann um vinnubrögð þeirra DSÍ-manna. Ef við félagar í FÍD getum ekki kennt lengur sökum stöðnunar, munum við hætta. Það er einnig skoðun okkar að réttu vinnubrögð- in séu ekki boð og bönn. Ef þið valdið ekki verkefninu, þá getið þið ekki ætlast til að aðrir hætti og minnki kröfur sínar. Skólar innan FÍD eru í takt við tímann. Ungir, hressir og kraft- miklir danskennarar, sem ekki hafa trassað dansinn. Við teljum það eðlileg mannréttindi að geta sótt fræðslu erlendis eða geta fengið erlenda danskennara hing- að til landsins til að auka þekk- ingu okkar allra. Hættið að hugsa um þessa þrálátu ósk ykkar um takmörkun, því það er stöðnunar- merki. Það eru til fleiri spor en frumspor. Ekki erum við í neinum vafa um, að í upphafi, þegar DSl var stofnað, hafi hugur ykkar stefnt hátt og ásetningur verið góður. Aftur á móti hafa mistökin verið of mörg undanfarin ár og lausn þeirra ekki fundin í fjölmiðlum. ViA þurfum að vinna saman. Heppilegasta lausnin er að halda fund um málin. Málefnalega er þetta þras vafalaust leyst með þeirri tillögu sem kom frá FÍD, sem er góð lausn. Því ekki að svara henni? Ef stofnuð yrði starfsnefnd, sem Alþjóðasambandið viðurkenndi hér, eins og í öðrum löndum, þar sem fleiri en eitt félag danskenn- ara starfar, væri málum okkar allra borgið og við sem stundum danskennslu gætum starfað sam- an á réttan hátt og eflt dans- menntun hérlendis til jafns við er- lendan vettvang. Sigurður Hákonarson formaður og Níels Einarsson varaformaður Félags íslenskra danskennara. Ferð safnaðar Áskirkju á Snæfellsnes 28.—29. júlí Laugardaginn 28. júlí verður safnaðarferð á vegum Áspresta- kalls vestur á Snæfellsnes. Lagt verður af stað frá Áskirkju við Vesturbrún kl. 10 og ekið vestur undir Jökul, þar sem víða verður komið við á athyglisverðum slóð- um. Aðfaranótt sunnudags verður gist í Grunnskólanum í Olafsvík. Eftir messu í ólafsvíkurkirkju, sem verður kl. 11 á sunnudags- morgninum, verða merkisstaðir utan Ólafsvíkurennis skoðaðir og síðan haldið suður á bóginn á ný og komið til Reykjavíkur um kvöldið. Þátttakendur eru beðnir að hafa með sér nesti, svefnpoka og vind- sæng og áríðandi er að þeir til—- kynni þátttöku sína í sima 685377 eða hjá Þuríði, síma 81742, og sóknarpresti, síma 33944 og 84035 fyrir 25. júli og veita þau allar nánari upplýsingar. (FrétUtilky nníng) T M Y N SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219; í HÚSI HÖTEL ESJU Þú fylgist með litmyndum þlnum framkallast og kóplerast á 60 mlnútum. Framköllun sem ger- ist vart betri. Á eftir getur þú ráöfært þig vió okkur um útkomuna og hvernig þú getur tekið betri myndir. Opiö trá k1. 6 — 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.