Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 Dómkirkjan Sumarferð aldraðra Efnt verður til sumarferöar safnaö- armeölima 65 ára og eldri miöviku- daginn 25. júlí kl. 13.00 frá Dómkirkj- unm. Fariö verður til Eyrarbakka, Stokkseyrar og kaffi drukkiö á heimleiö á Selfossi. Þátttökugjald er kr. 150. Þátttaka óskast tilkynnt í síma 12113 þriöjudaginn 24. júlí milli kl. 15—18. Sóknarnefnd. Metsölublad á hverjum degi! getur talist, með of miklu manna- haldi og illa reknum fyrirtækjum. Aðrar þjónustugreinar, svo sem veiðarfæraframleiðsla og vara- hluta- og viðgerðarþjónusta, taka sitt líka á þurru og hækka vöru og útselda vinnu eftir þörfum á hverjum tíma, langt umfram hækkun fiskverðs og kaupgjalds hjá almennum launþegum. Síðast en ekki síst skal talinn sá kostnað- ur, sem hleðst á útfluttar sjávar- afurðir í farmgjöldum þegar var- an er flutt út til annarra landa — þar keyrir um þverbak. Við greið- um skipafélögum allt að þrisvar sinnum meira á hvert kíló útflutts sjávarafla en þekkist hjá öðrum þjóðum. Færeyingar, Norðmenn og Danir greiða 3—4 kr. pr. kíló frá Grænlandi og Færeyjum og nyrst úr Noregi til Evrópuhafna og einnig mun lægra en við til Bandaríkjanna. Á sama tíma og við greiðum allt að 9 kr. pr. kíló í farmgjöld frá Islandi. AUir þessir kostnaðarliðir eru reiknaðir inn og dregnir frá áður en fiskur upp úr sjó er verðlagður til sjómanna og útgerðar. Ekki eru farmgjöld svo há vegna þess að sjómenn á fragtskipum hafi mikið kaup fyrir sína vinnu. Þeir eru með lægri laun en farmenn nágrannaþjóða okkar og fækkað hefur í áhöfnum fragtskipa og vinnuálag aukist. Sama þróun hefur orðið á fiski- skipum og sjómenn tekið á sig aukna vinnu til þess að komast af. Lengra verður varla gengið í fækkun áhafnarmeðlima án þess að það komi niður á öryggi skips- ins og áhafnar. Allt það sem hér hefir verið tal- ið skapar vanda í sjávarútvegi og þá er ótalinn vandi af uppsöfnuð- um skuldum útgerða og fjár- magnskostnaði. Bankakerfið byggir og þenst út og vaxtabyrði í sjávarútvegi leggur til stóran hluta fjármagnsins sem byggt er fyrir. Þó stærstu bankarnir byggi fyrir eigið fé að sögn seðlabanka- stjóra. Ráðamenn spígspora um á listahátíð með bros á vör og sofa síðan á tapinu fram eftir sumri. Taka síðan erlend lán, greiða tapið og þjóðin borgar. Er ekki kominn tími til að hætta flottræfilshætti í listum og yfirbyggðu ríkisbákni og láta þá lifa sem selt geta þjónustu sína á samkeppnishæfu verði? Það eitt er víst, þó sjómenn séu sein- þreyttir til átaka, þá eru þeir sterkasta afl þessa þjóðfélags. Ef ekki fást fram viðunandi lausnir á þessum málum mun draga til stór- átaka við sjómannastéttina í heild á næsta ári. GuAjón A. Kristjánsson er skip- stjóri i „Pili Pilssyni“ og íorseti FFSÍ. Hið tvöfalda verð og greiðsl- ur undir borðið kemur vinnslustöðvunum í koll — eftir Guðjón A. Kristjánsson Þann 10. ágúst næstkomandi hafa samtök vinnsluaðila rækju og hörpuskeljar hótað að stöðva móttöku á hráefni og þar með að stöðva veiðar þeirra skipa sem afla þessa hráefnis. Af því tilefni er rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Á undanförnum árum hafa vinnsluaðilar tekið þátt í útgerð- arkostnaði skipanna og veitt þeim fyrirgreiðslu, bæði í veiðarfærum og olíu. Það fé, sem þannig hefur verið greitt, óbeint ofan á hráefn- isverð, hefur ekki komið til hluta- skipta til sjómanna. Auk þess hef- ur vinnslan í mörgum tilfellum greitt fyrir viðgerðir og viðhald skipanna sem leggja upp hjá við- komandi vinnslustöð. Það er því ekki verðið til sjómanna sem nú veldur rækjuvinnslunni þeim rekstrarörðugleikum að þeir ætla að stöðva vinnslu á afurð sinni. Heldur er það hið tvöfalda verð og greiðslur undir borðið sem nú kemur þessum vinnslustöðvum í koll. Þeir eru nú bundnir af þeim samningum við útgerðir skipanna og þátttöku í útgerðarkostnaði sem þeir komu sjálfir á og ekki hefur fengist viðurkennt opinber- lega. Það hefur og komið fram í blöð- um að Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar á Akureyri hefur ekki fengið keypta rækju innanlands þrátt fyrir að rækjuvinnslur séu í vandræðum með sölu að eigin sögn og hóti stöðvun á móttöku hráefnis. Það kemur og fram að K. Jónsson telur að greiðslur undir borðið eigi sinn þátt í því að hann fær ekki keypta rækju innanlands til vinnslu. Á sama tíma og verð hefur lækkað á erlendum mörkuð- um fjárfesta rækjuverksmiðjur í stórum stíl og nýjar eru settar á stofn. Það getur enginn tekið mark á barlómi vinnslustöðvanna, ef litið er á útþenslu þeirra. Þessi þróun hefur ekki eingöngu átt sér stað í rækju- og skelvinnslu, hún er líka í flestum öðrum veiðum þar sem útgerð er ekki aðili að vinnslunni. Þessa hluti er auðvit- að erfitt að sanna svo óyggjandi sé, en er viðurkennt í samtölum milli manna úr vinnslunni að fyrirgreiðsla eigi sér stað til út- gerðar utan skipta. í meðaltalstöl- um Þjóðhagsstofnunar kemur ekkert fram um þessar greiðslur, enda eru þær rúmt reiknaðir kostnaðarliðir og eingöngu slétt og felld meðaltöl sem sjást frá þeirri stofnun á blaði. Allt hefur þetta orðið til lækkunar á opin- beru verði sjávarafla hér á landi. í dag eru tekin 41% framhjá hlutaskiptum til útgerðar og fá sjómenn ekki kaupgreiðslur úr þeim hluta aflans. Af FOB verði framleiðslu sjávarafla eru tekin 5,5% í útflutningsgjöld sem dregið er frá áður en verðlagt er til sjó- manna. Af þessum 5,5% fær út- gerð og vinnsla 71/ioo til sín í tryggingasjóð fiskiskipa, Fisk- veiðasjóð (lánastarfsemi) og Fiskimálasjóð (styrkveitingar) ásamt almennri deild aflatrygg- ingarsjóðs. Ef reiknað væri yfir á hráefnisverð lætur nærri að 50% af lönduðum afla væru utan við hlutaskipti til sjómanna. Af þeim 50% sem þá eru raunverulega eft- ir fá sjómenn aðeins 30% í sinn hlut sem kaupgreiðslu. Við sem störfum á sjó hljótum að fara að spyrja þeirrar spurn- ingar hvort ekki sé orðið tímabært að vinna á tímakaupi, eða föstu mánaðarkaupi og yfirtíð, eins og aðrar stéttir. Allur sá skollaleikur sem leikinn er í kringum fiskverð og hlutaskipti til sjómanna kallar á samstöðu okkar og aðgerðir sem við hljótum að standa að í upphafi næsta árs. Allar þær þjónustu- greinar sem sjá sjávarútvegi fyrir aðföngum hafa sitt á þurru og hækka þjónustu sína að vild. Einokun olíufélaga ber að afnema Við hækkum verð á olíu á sama tíma og aðrar þjóðir í nágrenni við okkur lækka olíuverð. Enginn samdráttur á sér stað í dreif- ingarkerfi á olíuvörum. Þar er út- þensla á öllum sviðum. Verð á olfu Guðjón Kristjánsson „Er ekki kominn tími til að hætta flottræfilshætti í listum og yfirbyggðu ríkisbákni og láta þá lifa sem selt geta þjón- ustu sína á samkeppn- ishæfu verði?“ til fiskiskipa sem afgreitt er beint úr olíugeymum viðkomandi sölu- aðila ætti að geta verið mun lægra en olía, sem keyrð er upp á afdali og seld þar. Þrátt fyrir að ollu- notkun minnki milli ára með til- komu hitaveitu við upphitun húsa og sparnaði í olíunotkun fiskiskipa höldum við uppi flóknu tvö- eða þreföldu dreifingarkerfi. Rafmagnsverð er hærra hér en í nágrannalöndum, sem framleiða jafnvel rafmagn með olíu. Eru árnar okkar og orka þeirra, sem svo mjög er í hávegum höfð, von- laust fyrirtæki? Ekki verður því trúað, að óreyndu, að svo sé. Við hljótum að hlaða meira utan á raforkuframleiðsluna en eðlilegt Fair hlutir eru oftar í hendi þinni en hnífapörin. Þess vegna þarf aö vanda valiö. NOVA er nýtt munstur úr eöalstáli meö mattri satínáferö, fagurlega hannaö. WILKENS (2) SILFURBUÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.