Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHN VINOCUR Frakkland: Ný viðhorf eftir brottför kommúnista úr stjórninni Laurent Fabius, hinn nýi forsæt- isráðherra Frakklands, er aðeins 37 ára að aldri. Frami hans í frönskum stjórnmálum hefur verið skjótur. Hann er 19 árum yngri en fyrirrennari hans, Pierre Mauroy, og er nú yngsti forsætisráðherra í Evrópu. FRANSKIR kommúnistar sögðu skilið við ríkisstjórn jafnaðarmanna i síðustu viku. Sökuðu þeir jafnaðarmenn um að fylgja efnahagsstefnu, sem jyki á atvinnuleysi í Frakklandi og gæti orðið til þess að eyðileggja heilar atvinnugreinar. Eftir mikil fundahöld í miðstjórn kommúnista- flokksins, sem stóðu fram á nótt, og fund forystumanna kommúnista- flokksins og nýja forsætisráðherrans, Laurent Fabiusar, strax þar á eftir ákvað flokkurinn að hafna þeim fjórum ráðherraembættum, sem honum stóðu til boða. Fabius skipaði síðan ráðherr- alista sinn mönnum úr röð- um jafnaðarmanna og tveggja minni vinstri flokka. Fram að því hafði Frakkland verið hið eina af stærri bandalagsríkjum Bandaríkjanna, sem hafði kommúnista í ríkisstjórn. Þeir höfðu átt aðild að stjórn Fran- cois Mitterrands forseta í þrjú ár og brottför þeirra nú skapar á ný möguleika á stjórnmálasam- vinnu milli jafnaðarmanna og sumra af frönsku miðflokkun- um. Talsmenn jafnaðarmanna hafa lýst nýju stjórninni sem hagsýnisstjórn og að án komm- únista muni hún eiga eftir að skírskota í verulegum mæli til kjósenda miðflokkanna, er kem- ur að þingkosningum þeim, sem fram eiga að fara 1986. Óbreytt utanríkisstefna Brottför kommúnista er talin skipta litlu máli með tilliti til utanríkisstefnu Mitterrands, sem hneigist mjög að NATO, og þar sem jafnaðarmenn hafa hreinan meirihluta á þjóðþing- inu er ákvörðun kommúnista um að fara úr ríkisstjórninni einnig talin hafa mjög lítil áhrif í reynd á framgang mála á þinginu. Nokkur kvíði hefur komið fram við að kommúnistar verði að sundrungarafli, þar sem þeir eru ekki lengur bundnir af stjórninni og eigi á næstunni eftir að standa fyrir verkföllum og mótmælaaðgerðum, einkum vegna tengsla sinna við verka- mannasamband það, sem þeir stjórna, en það er stærsta verka- lýðssamband Frakklands. En flokkurinn var þegar búinn að syna í verki stuðning sinn við mótmælaaðgerðir og vinnu- stöðvanir. Kom þetta glöggt fram í andstöðu flokksins við til- raunir stjórnarinnar undan- farna 18 mánuði til að endur- skipuleggja iðnaðinn i landinu. Enda þótt kommúnistar hafi tekið upp harða gagnrýni á efna- hagsstefnu stjórnarinnar, þykj- ast þeir enn tilheyra vinstri meirihlutanum og segjast munu styðja stjórnina í sumum málum á þinginu. Á þetta mun reyna nú í vikunni, er atkvæði verða greidd um traustsyfirlýsingu á stjórnina. Úr ráðuneyti fyrirrennara síns, Pierre Mauroys, hélt hinn nýi forsætisráðherra þeim Claude Cheysson utanríkisráð- herra og Charles Hernu varnar- málaráðherra. Hins vegar mun Pierre Beregovoy, sem er náinn samstarfsmaður Mitterrands, taka við af Jacques Delors sem fjármálaráðherra, en sá siðar- nefndi verður forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins. FrancoLs Mitterrand Jean-Pierre Chevenement, einn af forystumönnunum í vinstri armi jafnaðarmanna, tók við embætti menntamálaráð- herra og var það sýnilega gert til þess að koma til móts við vinstri sinna, sem gagnrýnt hafa stefnu stjórnarinnar í skóiamálum. Pierre Joxe, sem einnig stendur nærri vinstrisinnum í flokknum, varð innanríkisráðherra. „Nýtt tímabil“ Olivier Stirn, sem var ráð- herra í stjórn Valery Giscard d’Estaings og er leiðtogi eins af miðflokkunum, lét hafa eftir sér við stjórnarskiptin: „Héðan í frá verður það unnt fyrir okkur að ræða saman, en ósk um samstarf verður að koma fram í stjórn- arstefnunni. Brottför kommún- ista staðfestir það þó, að við er- um að byrja nýtt tímabil." Margir jafnaðarmenn höfðu orðið til þess að benda á það sí- minnkandi gagn, sem unnt var að hafa af kommúnistum til þess að koma í veg fyrir vinnudeilur, og það voru einmitt menn úr þessum hópi, sem stungu upp á því, að Mitterrand skipaði Fabi- us forsætisráðherra. Þeir gerðu sér grein fyrir því, að hann sem forsætisráðherra myndi skapa óvissu um stjórnarþátttöku kommúnista. Ástæðan er sú, að Fabius, sem fyrrverandi iðn- aðarráðherra, er helzti talsmað- ur þeirrar stefnu að endurskipu- leggja atvinnu- og efnahagslíf landsins, sem kommúnistar hafa gagnrýnt svo harðlega. Með því að gera Fabius að forsætisráð- herra gaf Mitterrand kommún- istum eftir sem áður kost á að eiga áfram aðild að stjórninni en við afar auðmýkjandi aðstæður. Hyggst laða til sín miðflokkana Nú, þegar Mitterrand er laus við hin íþyngjandi tengsl við kommúnista, verður honum hægara um vik að laða til sín kjósendur miðflokkanna og freista þess að afla sér viðtæks fylgis þeirra í þingkosningunum 1986. Er Lionel Jospin, aðalritari jafnaðarmannaflokksins, lét í ljós skoðun sína á brottför kommúnista úr stjórninni, lagði hann áherzlu á ábyrgð kommún- ista á þeirri ákvörðun og sagði: „Ég harma, að forystumenn kommúnistaflokksins skuli hafa tekið á sig þessa ábyrgð gagn- vart vinstrimönnum og þjóðinni í heild.“ Sýndi Jospin fram á ósamræmið i afstöðu kommún- ista, þar sem flokkur þeirra hefði samþykkt efnahagsstefnu stjórnarinnar í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á stjórn- ina fyrr á þessu ári. Fullyrti Jospin, að „stefna sú, sem stjórn Laurent Fabiusar hyggst fylgja í efnahags- og félagsmálum er I engu frábrugðin stefnu Pierre Mauroys". Tilkynning kommúnista- flokksins um að hætta aðild að ríkisstjórninni kom á fimmtu- dagsmorgun eftir tvo fundi. Samtímis birti flokkurinn yfir- lýsingu, þar sem sagði, að hann myndi halda fram „nýrri stefnu" gegn atvinnuleysi og minnkandi kaupmætti almennings. Þessi afdráttarlausa yfirlýs- ing dregur á engan hátt úr þeirri óvissu, sem nú ríkir um framtíð franska kommúnistaflokksins. Þá verður það ekki til að minnka hina miklu óeiningu innan flokksins, að svonefndir „endur- skoðunarsinnar" í flokknum eiga nú í mikilli baráttu við þá, sem halda vilja fast við hefðbundna stefnu flokksins. Þeir fyrrnefndu draga í efa réttmæti þess stuðn- ings, sem flokkurinn hefur sýnt Sovétstjórninni og halda því fram, að skortur sé á allri um- ræðu innan flokksins. Birt lítid eitt stytt. Höfundur grein- arinnar, John Vinocur, er blaða- maður og starfar rið New York Times. Flugmenn Iberia skyldaðir til vinnu Msdríd, 23. Jálf. AP. Gerðadómari í deilu flugmanna hjá spænska flugfélaginu Iberia hef- ur úrskurðað að flugmennirnir skuli hefja störf þegar í stað. Hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að fækka flugmönnum né breyta starfsskilyrðum þeirra. Niðurstaða gerðardómarans er bind- andi og snúi flugmennirnir ekki til vinnu fyrir þriðjudag úrskurðast að- gerðir þeirra ólöglegar. Samtök spænskra atvinnu- flugmanna kröfðust þess að 34 flugmenn yrðu settir á launaskrá að nýju og flugtími flugmanna minnkaður. Hafa þau í huga að áfrýja úrskurði gerðardómarans, sem þau segja gerræðislegan og á skjön við réttlæti og ólýðræðisleg- an. Iberia hefur tapað jafnvirði milljóna dollara vegna röskunar sem orðið hefur á innanlands- og millilandaflugi félagsins, sem átti við mikla örðugleika að stríða áð- ur en aðgerðir flugmannanna komu til. Flugfélagið rak 10 flugmenn fyrir það sem það kallar „alvarleg rnistök" meðan á verkfallinu stóð. Spænsk lög kveða á um að verk- fallsmenn verði að veita lág- marksþjónustu á vissum sviðum atvinnulífsins. Gerðardómarinn úrskurðaði að flugmennirnir hefðu rétt til að áfrýja uppsagnar- ákvörðuninni. Greiða ekki nema Dikko sé skilað? I>undúnum, 23. júlí. AP. BRESKA dagblaðið The Daily Mail greindi frá því í dag, að stjórnvöld í Nígeríu hefðu hótað að greiða engar afborganir af erlendum lánum fyrr en fyrrverndi ráðherranum Umaro Dikko hefði verið skilað í hendur stjórnvalda. Herstjórnin í Nígeríu ætlar að leiða Dikko fyrir rétt fyrir meinta spillingu. Reynt var að ræna Dikko í Lundúnum með ævintýra- legum hætti fyrir skömmu. Til- raunin mistókst, en nígeríska stjórnin hefur neitað að hafa kom- ið þar nærri. Breska blaðið ber fyrir sig ónafngreinda heimildarmenn, háttsetta embættismenn í Nígeríu og Bretlandi, og hefur eftir þeim nígerísku að Dikko beri ábyrgð á miklum hluta hinna gífurlegu er- lendu skulda sem hvíla á Nígeríu. Þá hafi hann stolið einum millj- arði sterlingspunda að minnsta kosti með braski af mörgu tagi og gruggugum viðskiptaháttum. Stjórnvöld í Nígeríu hafa ekki tjáð sig um frétt DM, en talsmað- ur breska utanríkisráðuneytisins sagðist ekki vita til þess að fréttin væri á rökum reist. Nicaragua: Prestar fá ekki vegabréfsáritun NicaragUA, 23. júlí. AP. MIGUEL Obando Y Bravo erkibisk- up sagði í gær að stjórnvöld hefðu neitað erlendum prestum og nunn- um, sem hygðust starfa í Nicaragua um vegabréfsáritun. „Nú er mér kunnugt um að að minnsta kosti sjö prestum og nunnum hafi verið meinað um vegabréfsáritun," sagði Miguel Obando Y Bravo við fréttamenn eftir messu í gær. Hann sagði ennfremur, að stjórnvöld hefðu enn enga skýr- ingu gefið á þessari neitun, en samskipti þeirra og kirkjunnar hafa farið hríðversnandi upp á síðkastið. T.d. var 10 erlendum prestum vísað úr landi 9. júlí sl. eftir að prestar og aðrir stuðn- ingsmenn þeirra höfðu farið í fyrstu mótmælagönguna, sem skipulögð var á vegum kirkjunnar. Álls hefur 19 kaþólskum prest- um og nunnum verið visað úr landi frá því að sandinistastjórnin hrifsaði völdin í sínar hendur árið 1979. Pia vann Korchnoi Biehne, Syias, 23. júlí. AP. SÆNSKA skákkonan Pia Cramling sigraði Viktor Korchnoi óvænt I fyrstu umferð Bienne-skákmótsins og hefur sigur hennar vakið mikla athygli, þar sem Korchnoi tefldi til úrslita um heimsmeistaratitilinn í skák í fyrra. Pia Cramling er 21 árs og stiga- hæst skákkvenna í heiminum. Kvaðst hún í morgun vart hafa áttað sig ennþá á sigri sínum I gærkvöldi. „Þetta er stærsta stund ferilsins," sagði Pia, sem hóf skáknám 10 ára gömul. Pia stýrði hvitu mönnunum og gafst Korchnoi upp er hann lék af sér í flókinni stöðu í tímahraki. „Þetta var mjög erfið skák. Ég gerði mér aldrei sigurvonir. Hann hefði getað varist betur, ef til vill hefur það tékið á taugarnar að þurfa að leika gegn mér,“ sagði Pia. Tiltölulega skammt er síðan Pia gerðist atvinnuskákkona. Hefur hún 2.405 ELO-stig, en heims- meistari kvenna, Maya Chiburd- anidse, er I öðru sæti á styrkleika- stiganum með 2.375 stig. Korchnoi Pia Cramling er á lista FIDE í fimmta sæti með 2.635 stig, en þar er Kasparov efst- ur með 2.715 stig. Af öðrum úrslitum á Bienne- mótinu má nefna jafntefli Vest- ur-Þjóðverjans Húbner og Tékk- ans Hort. Sá fyrrnefndi stýrði hvítu mönnunum. Á mótinu tefla 12 stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.