Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 Ferðamál eru ofarlega á baugi um þessar mundir, sérstaklega á þessum mesta ferðamanna- tíma ársins. Þó er einn hluti af landinu sem ekki hefur fengið eins mikla umfjöllun og aðrir þegar verið er að kynna mögu- leika til ferðalaga á íslandi og eru það Vestfirðir. Að vísu hef- ur alltaf verið þó nokkuð um það að fólk ferðist til Vest- fjarða, en staðurinn hefur ekki verið auglýstur sem slíkur nema að litlu leyti. Að undan- förnu hefur þó verið reynt að kynna ýmsa möguleika sem bjóðast til ferðalaga um Vest- fírði. Nú hefur Vestfjarðaleið t.d. tekið upp þá nýjung að hafa fararstjóra í öllum sínum ferð- um nema föstudagsferð um Klofning. Einnig hefur verið bætt við fleiri ferðum og fjöl- breyttari, svo að möguleikarnir aukast til muna. estfjarðaleið býður upp á aukna ferðamöguleika Látrabjarg ýlega fór blaðamaður Morgunblaðs- ins í ferð um Vestfirði með Vestfjarðaleið til þess að kynna sér ferðamöguleika á þess- um slóðum. Um yar að ræða helg- arferð, og þar á meðal ferð á Látrabjarg. Ferðin hófst á föstu- degi og var lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 18.00. Um kvöldið var ekið í Bjarkarlund með viðkomu í Borgarnesi og Búð- ardal. Hægt er að velja um gist- ingu i Bjarkarlundi eða í Bæ og koma þeir sem gista í Bæ yfir í Bjarkarlund til þess að snæða morgunverðinn. I Bæ eru einungis svefnpokapláss, en aðstaða þar er mjög góð. Bjarkarlundur er Eddu- hótel. Þar er opið 3 mánuði á ári og eru þar 28 svefnpláss. Boðið er upp á fullt fæði i Bjarkarlundi og er á matseðlinum bæði réttur dagsins og ýmsir smáréttir. Að sögn Maríu Játvarðardóttur, sem sér um rekstur Bjarkarlundar í sumar, hefur verið fullt nú á mesta annatíma sumarsins. Hún sagði að ekki væri mikið um pant- anir, en fólk kemur mikið óvænt. Frá Bjarkarlundi var lagt af stað kl. 9.30 á laugardag. Þaðan var ekið í Flókalund og var komið þar um kl. 12. Þar var stoppað i klukkutíma og þar gefst fólki kostur á að snæða hádegisverð. Einnig getur fólk notað tímann og skoðað sig um, því mjög fallegt er í Vatnsfirðinum. Frá Flókalundi liggur leiðin um Barðaströnd og að Brjánslæk, sem er endastöð flóabátsins Baldurs. Haldið er áfram sem leið liggur framhjá Haga og yfir Kleifarheiði. Á þess- ari leið er margt athyglisvert að sjá og var Einar Guðjohnsen far- arstjóri ötull að segja frá. Á leið- inni út á Látrabjarg er farið fram- hjá Breiðuvík. Þar er fagurt um að litast og freistandi að staldra þar við í einhvern tíma og ganga um sandströndina í góðu veðri. En ekki gafst tími til þess að þessu sinni. Síðan er ekið framhjá Hvallátrum, vestustu byggð á landinu. Á Látrabjargi var dvalið nokkra stund og gafst góður tími til að mynda fuglana. Lundinn er svo spakur að hægt er að ganga næstum alveg að honum. Þarna er mikið fuglalif eins og frægt er og komast þeir, sem hafa áhuga á fuglalífi, í feitt þarna á bjarginu. Það er skemmtileg tilfinning að standa á einum vestasta odda í Evrópu. Ef ferðamenn hafa meiri tíma, gefst þeim tækifæri til þess að skoða staðinn betur og þá er auðvelt að gista eina nótt í Breiðu- vík. Þar reka þau hjónin Árnheið- ur Guðnadóttir og Jónas Jónsson farfuglaheimili. Þetta var áður upptökuheimili fyrir unglinga og er húsnæðið mjög stórt. Þau hjón- in hafa verið að gera það upp smátt og smátt og er aðstaða nú orðin mjög góð. Þarna hafa þau komið sér upp smálager frá kaup- félaginu og geta ferðamenn birgt sig upp af nauðsynjavörum. Við stöldruðum aðeins við þarna í Breiðuvík og er óhætt að mæla með þessum stað til dvalar (lengri eða skemmri tíma. Næst lá leiðin í átt til Patreks- fjarðar, en á leiðinni komum við i byggðasafnið að Hnjóti. Þarna er lítið en mjög skemmtilegt safn sem er til húsa í nýrri og fallegri byggingu. Frá Patreksfirði er haldið til Tálknafjarðar og þaðan er farið yfir fjallveginn Hálfdán og komið niður í Arnarfjörð skammt frá Bíldudal. Við komum næst í Dýrafjörð og var aðeins staldrað við á Þingeyri. Síðan lá leiðin í Önundarfjörð og var farið yfir fjörðinn á nýlegri brú sem styttir leiðina mikið. Þá var farin Breiðadalsheiði og komum við til ísafjarðar um kl. 11 um kvöldið. Næsta morgun var lagt af stað kl. 8.00. Farin var svokölluð Djúp- leið og er þá þrætt fyrir alla firð- ina við ísafjarðardjúp. Á þessari leið er margt fallegt að sjá. Firð- irnir eru langir og þröngir og er langt á milli bæja. Áð er í skála Djúpmannafélagsins f Heydal í Mjóafirði. í ísafjarðardjúpi eru eyjarnar Æðey og Vigur og hin snjóþunga Snæfjallaströnd blasir við ferðamönnunum. Við ókum inn Langadal og upp á Þorskafjarð- arheiði. Mjög fallegt er að líta niður f Langadal þegar upp á brúnina er komið. Sfðan er ekið suður heiðina og komið niður f Þorskafjörð og ekið í Bjarkarlund. Þá er þessari hringleið lokið, því nú er farin sama leið suður um Búðardal og Borgarnes. Þegar til Reykjavíkur kom kl. 20.00 á sunnudagskvöld voru far- þegarnir hans Sigurjóns Karls- sonar bílstjóra allmiklu fróðari en áður en lagt var af stað. Því má þakka góðri leiðsögn Einars Guð- johnsen og einnig má bæta því við að bílstjórinn sjálfur er mjög fróður um menn og málefni á þessari leið, enda hefur hann ekið hana í mörg ár og kynnst mörgu fólki. Eftir ferðina átti blaðamaður spjall við Jóhannes Ellertsson, sem rekur Vestfjarðaleið. Hann sagði að fyrst hafi verið gerð til- raun með að hafa leiðsögumann í fyrrasumar. Hefði þetta mælst vel fyrir hjá farþegunum, svo ákveðið var að hafa þennan hátt á f tvo mánuði í sumar, júlí og ágúst. Einnig hefur Véstfjarðaleið bætt við ferðum og reynt að skipuleggja þær þannig að þær komi sér vel fyrir ferðamenn, sem vilja skilja bílinn eftir heima og aka áhyggju- laust um Vestfirði. Jóhannes nefndi nokkra möguleika sem Vestfjarðaleið býður upp á. I Ferð 1 er farið frá Reykjavík um firði til ísafjarðar. Hún er farin alla mánudaga og fimmtudaga og er lagt af stað kl. 8 frá Reykjavfk og komið til ísafjarðar um kl. 21. Helstu áningastaðirnir eru Borg- arnes, Búðardalur, Bjarkarlundur, Flókalundur og Þingeyri. Ferð 2 er farin á þriðjudögum og miðviku- dögum og er lagt af stað frá fsa- firði kl. 8 og ekin öfug leið við Ferð 1. Ferð 3 er til og frá Patreksfirði. Á mánudögum til Patreksfjarðar og á þriðjudögum frá Patreksfirði. Ferð 4 er farin frá Reykjavík um Djúp og til ísafjarðar á þriðjudög- um. Ferð 5 er frá ísafirði um Djúp og til Reykjavíkur á föstudögum og sunnudögum. Ferð 6 er eins- dagsferð sem farin er á hverjum föstudegi kl. 8 um Dalabyggðir. Ferð 7 er helgarferð á Látrabjarg og er þetta sama ferðin og lýst hefur verið hér að framan og verð- ur hún farin allar helgar f sumar. Ein slík ferð verður farin um verslunarmannahelgina en með aðeins öðru sniði. Þá verður farin bátsferð frá ísafirði í Hornvík og aftur til ísafjarðar á sunnudegin- um og verður ekki farið til Reykjavíkur fyrr en á mánudegin- um. Ferð 8 er sex daga ferð um Vesturland og Vestfirði. Þá er lagt af stað frá Reykjavík með áætlun- arbílnum til Stykkishólms. Seinnipart dags getur fólk skoðað sig um á staðnum og er gist í Hót- el Stykkishólmi eða f tjaldi eftir því hvað menn vilja. Næsta morg- un er lagt af stað kl. 9 og ekið út fyrir Jökul. Komið er við í Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi, Hell- issandi, Lóndröngum, Arnarstapa o.fl. Aftur er gist í Stykkishólmi næstu nótt, en farið þaðan næsta dag með flóabátnum Baldri til Brjánslækjar með viðkomu f Flat- ey á Breiðafirði. Gist er í Flóka- lundi næstu nótt. Á föstudegi er ekið út á Látrabjarg og gist f svefnpokaplássi í Breiðuvík, sem getið var um hér að framan. Á laugardag sameinast hópurinn Ferð 7 og er ekið til Isafjarðar um Patreksfjörð, Bíldudal og Þing- eyri. Þessa nótt er gist á ísafirði og er lagt af stað þaðan á sunnu- dagsmorgni og ekið um Djúp og Þorskafjarðarheiði til Reykjavík- ur. Ferð 9 er sérstök ferð frá ísa- Firði á Látrabjarg. Þá er hægt að fara með Ferð 5 um Djúp í Bjark- ariund eða Bæ og gista þar. Á laugardagsmorgni er svo samein- ast Ferð 7, ekið út á Látrabjarg og til ísafjarðar um kvöldið. Annar möguleiki er 4 daga ferð og er þá farið á miðvikudagsmorgni með Ferð 2 í Flókalund, gist þar f 2 nætur og sameinast Ferð 8 á föstudagsmorgni út á Látrabjarg og i Breiðuvfk og siðan tl ísafjarð- ar á laugardegi. Einnig er hægt að fara í Flókalund á fimmtudegi, fara á Látrabjarg á föstudegi, gista einn dag i Breiðuvfk og aftur til ísafjarðar á laugardegi. Rétt er að benda ísfirðingum á að þeir geta farið f eins dags ferð um Vestfirði á þriðjudögum. Þá legg- ur bíll af stað frá ísafirði kl. 8 að morgni og fer um firði í Bjarkar- lund. Þar mætir hann bíl sem kemur úr Reykjavik og fer Djúp- leiðina til ísafjarðar. Af þessari upptalningu má sjá að möguleik- arnir til ferðalaga eru óþrjótandi. Þegar Jóhannes Ellertsson var spurður að þvi hvað hann teldi hafa valdið því að ekki var á Vest- firði sem hentugar ferðamanna- slóðir til þessa, sagði hann að þar til fyrir nokkrum árum hafi að- staðan ekki verið fyrir hendi. Að- alástæðan fyrir því sagði hann vera þá, að ekki var boðið upp á gistingu og mat nema á örfáum stöðum. Þetta er löng leið og fólk verður að geta treyst því að hægt sé að fá þessa þjónustu á leiðinni. Nú hefur þetta breyst mikið til batnaðar og má í því sambandi nefna sem dæmi nýja hótelið á ís- afirði og farfuglaheimilið f Breiðuvfk. Jóhannes minntist einnig á vegina. Að hans mati hafa þeir batnað til mikilla muna á undanförnum árum og sagði hann að þetta gerði það að verkum að öll ferðalög verða miklu skemmtilegri og auðveldari. Jó- hannes sagði að þeir hjá Vest- fjarðaleið hafi alltaf reynt að hafa góða bíla á þessari leið til þess að auka þægindin fyrir farþegana. Hann sagðist vera mjög bjartsýnn á að ferðamál á Vestfjörðum verði tekin föstum tökum í framtíðinni, því nýlega var stofnað Ferðamála- samband Vestfjarða, sem bundnar eru miklar vonir við. Fyrir tveim- ur árum var stofnuð Ferðaskrif- stofa Vestfjarða og hefur hún að- setur á ísafirði. Allt þetta verður væntanlega til þess að litið verður á Vestfirði sem áhugaverða ferða- mannaleið. Jóhannes sagðist að lokum vona að þessar tilraunir Vestfjarðaleiðar til að auka fjöl- breytni f ferðum og hafa leiðsögn f ferðunum verði til þess að fólk geti notið þess að skoða sig um á Vestfjörðum. Leiðsögnin gefur þessari löngu ferð mikið gildi, ekki aðeins fyrir ferðamennina, heldur einnig fyrir þá sem eru að fara á sínar heimaslóðir og vilja fræðast um landið i leiðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.