Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 47 Fagurt galaði fuglinn sá — eftir Richardt Ryel „Nú bregður svo við, að þótt þróun hafi vissu- lega átt sér stað á flest- um sviðum þjóðlífsins, þá er eins og málið, tungan sé friðhelg. Hún er „tabu“ hafin yfir alla gagnrýni og umbreyt- ingu, aðlögun eða ný- sköpun.“ í nýlegu erindi forsætisráðherra sagði hann okkur frá þvi, að meiri framfarir hefðu orðið á íslandi síðastliðin rúm 20 ár en orðið hefðu allt frá landnámsöld og fram undir árið 1960. Ef miðað er við tækniþróun, iðnvæðingu og ýmsar vísindalegar framfarir, er þetta vafalaust rétt. Við könnumst öll við gjörbylt- ingu þá sem sjónvarp, tölvutækni, ratsjá, myndband og fjarskipta- hnettir, svo eitthvað sé nefnt, hafa á daglegt líf okkar. Erfitt getur reynst að henda reiður á öllum þessum tækniframförum, og þó e.t.v. ennþá erfiðara að fylgjast með öllum þeim nýja boðskap sem berst inn í setustofu okkar gegn- um útvarp, sjónvarp og aðra fjöl- miðla. Á þessum umbrotatímum getur einnig verið erfitt að fóta sig í fræðunum. Hverjir voru nú Pino- cet og Jumblatt? Falklandseyjar og Maldiv-eyjar; eru það nú sömu eyjarnar, sem bara skipta um nöfn við nýja húsbændur? Við þurfum helst allt að vita og þó flóðin í Bangladesh og síðasta höfðatala í Kína séu nú á reiki hjá okkur, þá má fátt eitt fram hjá okkur fara... En auðvitað rekur okkur annað slagið í vörðurnar, þá hugsa ég til Lubke-Tananarifa ... Jú, það var þannig, að von var á konu frá fjarlægu landi, sem í minni kennslubók hét Madagask- ar, í heimsókn til Þýska sam- bandslýðveldisins. Konan hét frú Bandaranaike (forsætisráðherra) og höfuðborgin hét Tananarifa. Nú var forsetinn Herrn Lúbke settur inn í þetta og að vörmu spori birtist frúin á tröppum þing- hússins í Bonn. Með mikilli sveiflu og vænum kossi á hönd frúarinnar bauð hinn aldni forseti frúna vel- komna til Bonn með orðunum: „Innilega velkomnar til Bonn frú Tananarifa." ískalt augnaráð frú- arinnar, svo og hnippingin í lafa- frakkann, gerði honum ljóst að honum hafði orðið hrapallega á í messunni. Já, tækniþróun er lausnarorðið er við leitum velsældar og hag- sældar, en ekki lifum við á brauði einu saman og aðrir fjársjóðir eru okkur vissulega jafn dýrmætir. íslensk tunga er sameiginlegur auður okkar, brunnur sem aldrei þornar þótt af sé ausið. I Völuspá frá því um árið 1000 segir: „Sér hón upp koma öðru sinni iörð ór ægi iðiagræna." Nú, hartnær 1000 árum síðar, er sem þetta sé ritað í gær. Nú bregður svo við, að þótt þróun hafi vissulega átt sér stað á flestum sviðum þjóðlífsins er eins og málið, tungan sé friðhelg. Hún er „tabu“ hafin yfir alla gagnrýni og umbreytingu, aðlögun eða nýsköpun. Nýlega las ég bók eftir klerk nokkurn norður í landi sem þakk- aði sínum skapara fyrir það að hann og aðrir landar hans töluðu Richardt Ryel ekki sama hrognamál og fólk á öðrum Norðurlöndum. Fagurt gal- aði fuglinn sá. Fljótt á litið virðist nú ræða prests harla frábrugðin ræðum „kollega" hans á öðrum Norðurlöndum, en ef grannt er skoðað, kemur annað í ljós. Við skulum af handahófi taka nokkur orð úr stólræðu prests: ábóti, bisk- up, djöfull, engill, kirkja, klaustur, klerkur, messa, munkur, nunna, páfi... og prestur. Ekkert af þess- um orðum eru íslensk, já ekki einu sinni norræn. Ef við svo höldum áfram prófarkalestrinum og tín- um útúr önnur keltnesk nöfn, lappnesk, eistnesk, finnsk, að maður tali nú ekki um germönsk, latnesk eða grísk orð, þá sýnist mér sem harla lítið sé eftir af stólræðu klerks, og restin raunar illskiljanleg. En svo hefi ég nú líka heyrt því fleygt að hreimurinn, hljóðburðurinn, ætti ekki sinn líka. Skyldi íslenskan bergmála betur í íslenskum fjöllum en norskan í norskum eða sænskan í sænskum? Ættum við nú ekki að eftirláta öðrum að dæma um það? Það hefur ekki þótt hlutlaus dóm- ur hingað til að málsaðili dæmdi i eigin máli. Málið er ekki og á ekki að vera dauður bókstafur, heldur lifandi sendiboði manna á milli, það að túlka skoðanir okkar á sem greini- legastan hátt. Danir vörpuðu þol- falli og þágufalli fyrir róða fyrir 700 árum. Ekki virðist það há þeim nema siður sé. Málið lagar sig betur að öðrum tungum. Það er þjálla, nýyrði og tökuorð eru mörg og samlagast létt málinu og málið verður alþjóðlegra. Sá er og kostur við þessa einföldun málsins að danskir ráðherrar þurfa ekki að ganga með orðabók upp á rassvas- ann ef þeir skyldu allt i einu þurfa að drepa niður penna. Grænlendingar fóru nú öfugt að. Þeir hnýttu saman geranda, þolanda, sögn og viðtengingu allt i eitt langt reipi sem eins og kunn- ugt er nær oft yfir eina og hálfa línu. Að endingu aðeins þetta um hagnýtt nútímamál. Gæti það ekki skipt sköpum ef við notuðum ein- staka erlend orð eins og t.d. hospi- tal, apotek, doktor iafnhliða ís- lenskunni i stilnum. A meðan pex- að er á þingi hvort réttara er stans eða stanz, þá segir óskar ólafsson i umferðarlögreglunni: Mér er ætl- að að bjarga mannslífum og lim- um og hér segi ég stopp. Þannig heitir það stans/stanz í þingsöl- um, en á næsta götuhorni heitir það stopp. Metsölublad á hverjum degi! JÚLÍ-TILBOÐ 10% AFSLÁTTUR MITSUBISHI EIGENDUR! í JÚLl GEFUM VIÐ 10% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTT Á EFTIRTÖLDUM VÖRUFLOKKUM I ALLAR MITSUBISHI BIFREIÐAR Dæmi um verð: Kerti......... Platínur..... Kveikjulok ... Kveikjuhamar Vrftureimar .. Þurkublöð .. Aurhlífar .......Frákr. 160 -f Bremsuklossar Loftsíur..... 10% 10% 10% Olíusíur......... 10% Framóemparar 10% Aftundemparar 10% Kúpfingsdskar m HEKLA HF Laugavegi 170 -172 Sími 21240 Borgarnes sumarleyfisstaður við bæjardymar Hótel Borgarnes býður gistingu ( 3 nætur fyrir aðeins Kr. 1.900.—. Fyrsta flokks veitingasalur og Caféterla. Skemmtanir: í sumar heimsækja lands- þekktir listamenn Hótel Borgarnes og skemmta gestum. Meðal gesta sumars- ins veröa: Sumargleðin, Stuðmenn, HLH-flokkurinn, Jassband o.m.fl. Leikin eru létt lög yfir kvöldverðarborðum. Fjölbreyttir möguleikar til útivistar og íþróttaiðkana: Sundlaug opin alladaga. Fullkomin heilsurækt, tækjasalir, Ijós og gufuböö. Möguleiki til skemmtisiglinga og sjó- stangaveiði. Frábær golfvöllur. Skoðunarferðir: Fastar rútuferðir um einhverjar fegurstu sveitir landsins og m.a. I Surtshelli. Góðar gönguleiðir i fallegu umhverfi. Falleg og sérkenni- leg fjara. Aðkomuleiðir á láói og legi meö áætlunarferöum eöa á eigin farar- tæki. Akió t.d. aðra leiðina og siglið hina. Hringið og pantið eða afliö nán- ari upplýsinga. slmi 93-7119 & 7219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.