Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS LiIf Þessir hringdu ... Níðst á sjúkl- ingum og gamalmennum Ó.G. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Tilefni þess að ég tek mér penna í hönd er það að ég er svo undr- andi á ríkisstjórninni að hafa sett nýjar reglur um hækkun lækna- og lyfjakostnaðar og ég minnist þess ekki að hafa lesið nein mót- mæli í blöðum þar að lútandi. Finnst ríkisstjórninni það vera besta leiðin til að fylla upp í fjár- lagagatið að níðast á sjúklingum oggamalmennum? Eg hygg að það mætti lengi leita til að finna aðra eins svívirðu. Ef ég mætti vera forsætisráðherra í einn dag myndi ég afnema þessi lög og færa lækna- og lyfjakostn- aðinn aftur í sama horf og verið hefur síðastliðin ár. I staðinn myndi ég lækka laun þeirra sem mestar tekjurnar hafa. Ég er svo undrandi yfir því að ekkert hafi verið skrifað um þetta í blöðum, það virðist vera meira mál að fjalla um Albert og tíkina hans. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dplkunum. Gaukurinn góður Stefanía hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Það er nú einu sinni þannig að oftar minnist fólk á það sem því mislíkar heldur en hitt. Því langar mig til að lýsa yfir ánægju minni með „Gauk á Stöng", en þangað fór ég í fyrsta skipti ásamt tveim- ur vinkonum minum og borðaði, ekki alls fyrir löngu. Við vinkon- urnar erum komnar af táninga- skeiðinu og vel það, og bjuggumst því frekar við að „Gaukurinn" væri hávaðasöm knæpa og lítið aðlaðandi. Við komumst þó fljótt að hinu gagnstæða, er við höfðum komið okkur fyrir í skemmtilega innrétt- uðum salnum og biðum afgreiðslu. Andrúmsloftið var sérlega skemmtilegt og þægileg tónlist hljómaði í eyrum. Afgreiðslu feng- um við um leið og var þjónustan öll til fyrirmyndar. Tókum við eft- ir því hve starfsfólkið allt var ungt og alúðlegt, og frískar það vel upp á staðinn. Maturinn var mjög góður og vel útilátinn, og ekki sakar að maður þarf ekki að vera efnamanneskja mikil til að geta leyft sér að borða þar. Verðinu á matseðlinum sýnd- ist mér öllu vera stillt í hóf, sem hlýtur að gleðja þá er gaman hafa af að borða úti stöku sinnum. Því langar mig til að benda því fólki á, sem lítur neikvæðum aug- um á „knæpumenninguna" sem er að ryðja sér til rúms á íslandi al- veg eins og ég gerði, að „Gaukur á Stöng" er hinn mesti sómastaður og til fyrirmyndar íslensku veit- ingahúsahaldi. Alúðlegar afgreiðslustúlkur Þóra hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri sérstaklegu þakklæti til afgreiðslustúlknanna í hannyrðaversluninni Nálinni á Laugavegi fyrir frábæra þjónustu og alúðlegt viðmót í garð við- skiptavina. Eg fór þangað um daginn til að kaupa mér garn og voru af- greiðslustúlkurnar þar á þönum i kringum mig og vildu allt fyrir mig gera. Ég verð nú að viður- kenna að ég varð hálfhissa en um leið þákklát, því að svona móttök- ur fær maður svo sannarlega ekki í hvaða búð sem er. Afgreiðslu- stúlkur í Nálinni, fyllstu þakkir. Vísa vikunnar: Ótti í Alþýðuflokknum Það er ótti f Alþýðuflokknum; ótugtarhiksti f „rokknum”. Þegar ein báran rís þá er önnur sögð vís og enginn mun sigla' honum sokknum. Hákur ÓttiíAl- þýðuflokknum I „Er Hkisstjórnin kominl I að leiðarlokum? Verða | kosningar ( haust eða vet- ur? Ete mun stjórnin lafa I | til næsta vorg?“ Þannig | LANGSUM OG ÞVERSUM Viö erum aö taka heim Pax tvíbreiðu svefnsófana sem svo margir bíöa eftir meö óþreyju. Mikið litaúrval VI5A Tökum greiöslukortagreiöslu upp í útborgun. BÍSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVfK « 91-01199 og 81410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.