Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLl 1984 53 OPEC og á þar marga persónulega vini. Hallast er að því, að hann kunni að falast eftir láni frá Saudi-Aröbum til þess að leysa efnahagsvanda þjóðar sinnar. Greindur og heiðarlegur Buhari, hershöfðingi, er sjöundi leiðtoginn í Nígeríu frá því ríkið hlaut sjálfstæði. Hann er fæddur skammt frá Kaduna í norðurhluta landsins eins og Shagari og er 42 ára gamall. Áður en hann tók við forstjórastöðunni hjá ríkisolíufé- laginu gegndi hann m.a. ýmsum stöðum innan hersins. Þegar valda- ránið var framið var hann yfirmað- ur vélaherdeildarinnar í Kaduma. Á meðan Buhari gegndi embætti olíumálaráðherra fór það orð af honum, að þar færi vel gefinn og heiðarlegur maður. Engu að síður er talið að hann þurfi á öllum sín- um hæfileikum að halda til þess að takast á við þann vanda, sem safn- aðist upp í tíð fyrrverandi stjórnar. Kunnur stjórnmálamaður í Lag- os sagði um Shagari: „Hann er reyndur stjórnmálamaður, sem hefur orðið fyrir því tvívegis, að herinn hefur hindrað pólitískan frama hans með valdaráni. I ljósi þeirrar reynslu hans er það undar- legt, að hann skuli hafa leyft því ástandi, sem einmitt leiddi til ihlutunar hersins á sínum tíma, þ.e. aðgerðarleysi, spillingu, af- skiptaleysi og jafnvel kosninga- svikum, að viðgangast og þróast í valdatíð sinni og að endingu leiða til falls stjórnar sinnar. Spilling og sóun I valdatíð Shagari minnkaði gjaldeyrisforði landsins um 80% á innan við þremur árum. Talið er að helmingur gjaldeyrisins hafi ein- faldlega orðið spillingaröflunum að bráð. Verðbólga tvöfaldaðist á síð- asta ári og verðlag á einstaka nauðsynjavöru, s.s. hrísgrjónum, baunum, mjólk og sápu hækkaði um 150% á sfðustu tveimur vikum nýliðins árs að sögn erlendra sendi- ráðsstarfsmanna. Það kom því ekki á óvart, að hermenn fóru um mark- aði í miðborginni og neyddu kaup- menn til að selja vörur sínar á lægsta hugsanlegu verði, allt þar til Buhari greip f taumana. Flestir milliliðanna og dreifingaraðilar innfluttra vara voru f fylkingar- brjósti í flokki Shagari. Innflutn- ingsleyfi voru iðulega veitt frammámönnum flokksins, sem síðan seldu þau heildsölum dýru verði. Þar með hækkaði varan stór- lega áður en hún komst f hendur neytenda. Offramboð olfu og kreppan á Vesturlöndum kom illa við Nígeríu. Landsmenn voru orðnir vanir því að greiða fyrir erlenda vöru með olíunni, en nú er svo komið að ekki er hægt að brauðfæða alla þjóðina sökum vanrækslu f uppbyggingu landbúnaðar á velmegunarárunum, svo og hins, að olfuauðurinn stend- ur ekki lengur undir kostnaðinum við innflutta vöru. Nfgerfumenn hafa t.d. vanist á að borða innflutt hrísgrjón, sem gætu kostað þjóðina á fimmta tug milljóna fsl. króna í ár. Til þess að vinna bug á matar- skortinum setti stjórn Shagari á fót sérstaka deild manna, sem fræg varð að endemum fyrir vinnubrögð sín. Undir stjórn Umaru Dikko, eins helsta ráðunauts Shagari, gerði deildin ekki annað en að safna saman öllum þeim matvæl- um, sem fundust. og seldi þau síðan hæstbjóðanda. Á meðan leitin að Dikko stóð sem hæst fundu her- menn Buhari sneisafullt vöruhús matar, sem Dikko og menn hans höfðu safnað saman. Var þar að finna mikið magn hrfsgrjóna, syk- urs og skreiðar. „Við tókum völdin nú vegna þess að við óttuðumst að borgarastyrjöld brytist út vegna matarskortsins," sagði einn emb- ættismanna nýju stjórnarinnar. Kíkirinn fyrir blinda augað Viðbrögð Shagaris við verðhækk- ununum voru þau, að hann reyndi að fylla í skörðin með innfluttum matvælum, sér í lagi frá Frakk- landi. Þetta jók aðeins erlendar skuldir rfkisins og gerði ekki annað en að velta vandamálinu af einum stað yfir á annan. En á meðal al- þýða manna reyndi af mætti að halda lífi í sér og sínum virtist Shagari ekki gefa hinni gífurlegu spillingu innan stjórnkerfisins minnsta gaum. Á sama tíma og Shagari lýsti yf- ir hugarfarsbyltingu f landinu lét hann þær ásakanir, að 22 háttsettir embættismenn hans hefðu keypt rándýrar einkaþotur til eigin nota fyrir rfkisfé frá því hann tók við völdum, sem vind um eyru þjóta. Hann var f augum almennings persónugervingur aðhaldsseminn- ar holdi klæddur. Það var þó aðeins á yfirborðinu því andstæðingar hans halda því nú fram, að áður en honum var steypt af stóli hafi hann náð að leggja inn pöntun á 580 milljón króna einkaþotu fyrir for- setaembættið. Þá hafi þjóðbún- ingar hans, sem hann klæddist alla jafna, allir verið handsaumaðir og ekki kostað undir 70 þúsundum ísl. króna hver. Það kom enda ekki á óvart, að Shagari skyldi hljóta út- nefninguna „best klæddi maður landsins“ í úttekt eins dagblaðanna í Lagos. Hversu strangur og aðhaldssam- ur sem Buhari kann að vera leikur vart á því vafi, að fjölmargir Níg- eríumenn óska honum velfarnaðar í starfi jafnvel þótt þeir efist kannski undir niðri um að honum takist að útrýma að fullu þeirri spillingu, sem nánast hefur lagt fjárhag landsins í rúst. Matvöru- skortur verður ekki bættur upp á einni nóttu og stefna herstjórnar- innar er að lækka gengi gjaldmið- ilsins hægt og bftandi. Það leiðir af sér enn hærra verð á innfluttum vörum en nú tíðkast. Erfíð barátta Þegar hefur komið f ljós, að Bu- hari á fyrir höndum erfiða baráttu. Hann hefur sjálfur látið f ljósi þá skoðun, að herstjórnin þurfi að sitja að völdum í a.m.k. 5 ár til þess að hægt sé að rétta efnahaginn við. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur lítið borið á skipulögðum aðgerð- um. Svo virðist sem hverjum og einum fylkisstjóra landsins sé það í sjálfsvald sett til hvaða aðgerða þeir grípa. Einn hefur sett allar opinberar bifreiðir á söluskrá, ann- ar hefur sagt upp öllum þeim starfsmönnum hins opinbera, sem mæta of seint til vinnu og sá þriðji hefur kynnt hugmyndir um hækk- un söluskatts til þess að standa straum af aukinni menntun lands- manna. Hætt er við, að Buhari og menn hans fái ekki þau fimm ár, sem þeir telja nauðsynleg. Þegar er sá orð- rómur kominn á kreik, að verði ekki snarleg breyting til batnaðar geti allt eins farið svo, að borgara- styrjöld brjótist út f landinu. Einn yngri liðsforingjanna í hernum sagði við fréttamann The Guardian fyrir skemmstu, að hann gæfi her- stjórninni 7 mánuði til aðgerða. Ef ástandið hefði ekki lagast áþreif- anlega á þeim tíma væru líkur á, að allt færi f bál og brand. Þótt enn virðist herstjórnin hik- andi í aðgerðum sfnum hefur það ekki komið f veg fyrir annars konar „hreinsanir." Allar myndir af for- setanum hafa verið fjarlægðar af opinberum stöðum. Þá hefur skilt- ið, þar sem á var letrað: „Þjóðþing- ið“, verið tekið niður af þinghús- byggingunni við Tafawa Balewa- torg. Þegar herstjórnin tók við völdum um áramót virtist ljóst, að langur tfmi liði þar til þing kæmi saman á ný í Nígeríu. I ljósi atburðarásar- innar að undanförnu virðist ekki ástæða til annars en að trúa að svo verði. Þótt núverandi herstjórn kunni að missa tökin áður en yfir lýkur er víst, að lýðræðið verður tæpast endurreist á meðan ungu liðsforingjarnir f hernum bfða átekta eftir sínu tækifæri. — SSv. (Heimildir. Tbe Observer, The Guardian og New York Timea News Service.) rP^’ — ""uio vernda lakkið - varna ryði Svartir og úr stáli. Hringdu í síma 44100 og pantaðu, ásetning á staðnum Eigum einnig GRJÓTGRINDUR Sendum í póstkröfu. BLIKKVER Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100 m VOKUNOTT hjá gjaldkera húsfélagsins JA, ÞAÐ ER tímafrekt starf að vera gjaldkeri húsfélags, og ómældar stundirnar sem fara í innheimtu, bókhald, útreikninga o.s.frv. En nú bjóðumst við til að létta störfin. Með aðstoð tölvu getum við t.d. reiknað gjöld, fylgst með stöðunni og innheimt með gíróseðlum, allt á fljótvirkan, ódýran og öruggan hátt. Líttu inn til okkar og kynntu þér alla þá möguleika sem hús- félagaþjónusta okkar býður upp á. Eftir það getur þú notað næturnar til svefns... ft SPARISJOÐUR REYKJAVIKUR OG NAGRENNIS SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA $ 'fé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.