Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 Að flytja úr landi — eftir Ingólf Guðbrandsson Þegar harðast var í ári á íslandi, kom sú uppástunga frá Dönum að flytja alla íslendinga suður á Jót- landsheiðar, svo að þeir héldu lífi. Ætti kannski að grípa til þess ráðs nú, svo að íslendingar komist í ódýr- ara sumarleyfi frá Danmörku? Þessari spurningu er beint til neyt- endasamtakanna og fréttastofu sjónvarpsins um leið og ítrekað er boð Ferðaskrifstofunnar Útsýnar til þeirra um ókeypis ferð til Costa del Sol til að gera samanburð á kjörum og þjónustu íslendinga og Dana i sumarleyfi. Ef íslendingar ætla að halda áfram að búa í landinu, verða þeir að sætta sig við það með kostum þess og göllum. Að flestra dómi er gott að búa hér, ef veðurfarið er undanskilið. Ef lífskjörin væru betri og hægt að komast burt úr drunga veðurfarsins stöku sinnum, tæki það flestu fram, því að kostir landsins eru margir. Það er veruleg kjarabót fyrir þjóðina að eiga kost á ódýrum utanlandsferðum. Að því hafa ferðaskrifstofur unnið með ágætum árangri árum saman, þó sumar meira en aðrar. En enginn getur vænzt þess, að ferðalög héðan til Suður-Evrópu séu jafnódýrar og frá Danmörku. Sú staðhæfing er röng að ferðir í sama gæðaflokki séu ódýrari frá Kaupmannahöfn að viðbættum ferðakostnaði þangað, þótt miðað sé við lægsta fargjald. Æskilegt væri að lækka fargjöld í leiguflugi til sólarlanda, ef íslenzku flugfélögin hafa bolmagn til þess að lækka leiguflugstaxtann, en þau eru nú þegar ódýrari en nokkurt annað fargjald með nokkru farartæki. Það úr því að hún er helmingi ódýrari hjá þeim en skilar þó svipuðum ár- angri? Eða ættu íslendingar að flytjast til Bandaríkjanna vegna þess að það kostar fjórum sinnum meira að eiga og reka bíl hér en þar? Og hvað með sjónvarpið? Ekki eru allir ánægðir með það, og þó eru afnotagjöldin hærri en nokkurs staðar annars staðar. Hvernig væri að leggja það niður eins og ferða- skrifstofurnar og nota danskar ferðaskrifstofur og Nordsat í stað- inn? Verðsamanburður sjónvarps- ins af fargjöldum er fáranlegur, villandi og skaðlegur fyrir neytend- ur, sem draga af honum rangar ályktanir og gera viðskipti sér I óhag fyrir bragðið. Vegna fjarlægðarinnar verða að- drættir og ferðalög dýr fyrir íslend- inga. Öldum saman var hvort tveggja í höndum útlendinga. Frels- isskerðingin, sem það olli, er lítt skiljanleg nútímafólki. Eitt fyrsta og stærsta skrefið í frelsis- og fram- faraátt var að færa samgöngurnar inn í landið. Stofnun Eimskipafé- lagsins markaði timamót. Furðu snemma tóku íslendingar upp sjálfstæðar flugsamgöngur við um- heiminn og hösluðu sér völl í alþjóðasamgöngum með djörfu framtaki og lægstu fargjöldum, sem þá þekktust milli Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Nokkur erlend flugfé- lög hafa reynt að halda uppi flug- samgöngum við ísland og neyta gagnkvæms réttar síns um lend- ingar, en þau hafa öll gefizt upp vegna þess að reksturinn var óarð- bær og ekki samkeppnishæfur. Sem þjóð ber íslendingum eftir beztu getu að standa vörð um islenzka hagsmuni. Smæð þjóðfélagsins er slík að ákveðnar atvinnugreinar Castillo de Santa Clara, Torremolinos. lætur nærri að sætisgjald á km sé helmingi lægra en fargjald með strætisvagni innanbæjar og um fjórfalt lægra en kostnaðurinn við að aka eigin bíl, þegar tveir sitja í honum. íslenzkur farþegi, sem flýg- ur til Kaupmannahafnar er búinn að fljúga meira en hálfa flugleiðina til Miðarjarðarhafsins, þegar hann lendir á Kastrup-flugvelli. Hvern skyldi undra, þótt ódýrara sé að ferðast suður frá Kaupmanna- höfn en frá íslandi? Þættu það fréttir, að dýrara sé að fljúga til Ástralíu en til Rómar? Aðalvandinn hjá íslenzkum ferða- skrifstofum er að ná og halda að- stöðu sinni i samkeppni við millj- ónaþjóðir á eftirsóttustu ferða- mannastöðum heims og á sambæri- legu verði. Hæpið er að neytendur almennt, hvað þá neytendasamtök- in, hafi veitt því athygli, hver sparn- aður er I því fólginn fyrir lands- menn. Hagnaöur farþegans af þess- um viðskiptum er stór, áhætta ferðaskrifstofunnar mikil en hagn- aðarvon í lágmarki. Hverjum væri til hagsbóta að láta þessa þjónustu í hendur útlendinga, sem ekki tækju meira tillit til óska þeirra en væru þeir verksmiðjuframleiðsla á færi- bandi? íslenzk eða erlend þjón- usta handa íslendingum? Hvers vegna kaupum við ekki heilbrigðisþjónustuna af Japönum, þarfnast verndar. Gæta verður hag- sýni og keppa að fyllstu nýtingu, svo að rekstrargrundvöllur sé tryggður. Það er áfall fyrir islenzk fyrirtæki að missa viðskipti úr landi. Nýlegt dæmi af því tagi er yfirtaka amer- ísks skipafélags á flutningum til varnarliðsins hér. Þar misstu is- lenzk skipafélög spón úr aski sínum. á vegfarendum, þegar sólin skfn. Sumarleyfi án sólar er aðeins hálft sumarleyfi. Sumarleyfisímynd þeirra, sem búa við kalt loftslag er fyrst og fremst tengd góðu veðri og sól, en einnig framandi umhverfi og ævintýrum. í fyrra var umfjöllun flestra fjölmiðlanna á þá lund, að ferðir til sólarlanda væru úrelt fyrirbrigði, enda aðrir hagkvæmari og eftirsóknarverðari kostir komnir til. Þá var töfraorðið sumarhús í stað sólarlanda. Því var jafnframt haldið fram að leiguvélarnar færu hálf- tómar og ferðaskrifstofurnar væru gjaldþrota. Þessi túlkun fjölmiðla var skoðanamyndandi og fólk trúði henni I bili. Hún hafði skaðleg áhrif á markaðinn. Samt klóraði leigu- flugið í bakkann og hélt velii með samdráttaraðferöum. Nú efast eng- inn lengur um vinsældir og gildi sumarleyfis í sól í stað rigningar. Til að hrekja fjölmiðlaáróðurinn þurfti skoðanakönnun, sem leiddi ( ljós að 60% óskuðu eftir sólarlanda- ferð í sumarleyfinu. Fyrst ekki var hægt að hrekja vinsældir sólar- landaferðanna, varð að finna nýtt vopn gegn ferðaskrifstofunum. Þótt ferðirnar hafi fremur lækkað en hækkað i verði frá síöasta ári, voru þær nú allt í einu orðnar of dýrar. Sérstaka athygli þurfti að vekja á því að ferðir væru dýrari héðan en frá Bretlandi og Danmörku. Og töfraorðið i ár var rautt apex til Kaupmannahafnar. Að sjá rautt — eða vera blindur Rauða apex-fargjaldið er tiltölu- lega nýtt fyrirbrigði í verðlagningu flugs í því skyni að tryggja frekari sætanýtingu og ná viðskiptum við þá, sem ella myndu ekki ferðast I áætlunarflugi kostnaðarins vegna, enda er verðið svo lágt, að það nálg- ast leiguflugsverð. En það er háð alls konar skilmálum og sætin eru fá, sem fást á þessu verði. Kaupa verður farseðilinn og staðgreiða um leið og farpöntun er gerð i báðar áttir, minnst 14 dögum fyrir brott- för. Ekki er hægt að breyta pöntun- inni síðar, og fargjaldið er óaftur- kræft, sé farseðillinn ekki notaður. Breytist dagsetning heimflugs, verður farþeginn að kaupa annan farseðil á fullu verði. Annarar leiðar flugfar til Kaupmannahafnar kost- ar nú kr. 13.324 en rautt apex á kr. 9.665. Milli Keflavíkur og Kaup- mannahafnar gildir það aðeins á næturflugi á þriðjudögum á tíma- bilinu 12.6.---28.8. Töfrakortið rautt apex verður nokkuð dýrt, ef tengja á það ferð út úr Kaupmanna- höfn. Sú ferð gæti hafizt daginn eft- ir — á miðvikudag. Hann þarf því gistingu í Kaupmannahöfn þá nótt eða fleiri eftir áfangastað, og síðan þegar komið er aftur til Kaup- mannahafnar fram á næsta þriðju- dag á eftir, svo að rauða apexið gildi. Hann verður að reikna með a.m.k. 1.000 króna gistikostnaði á nótt í Kaupmannahöfn og getur ekki stanzað minna en 7 nætur til að fella ferðina saman við heimferðina. Þá lítur dæmið svona út: Flugfar til Kaupmannahf. — rautt apex Gisting í Kaupmannah. 7 nætur x 1.000 4 bflferðir miili hótels og flugvallar kr. 9.965 kr. 7.000 kr. 500 Samtals kr. 17.165 Með því að nota I staðinn grænt apex-fargjald yrði kostnaðurinn nokkru minni, því að í flestum tilvikum væri hægt að komast af með tveggja nátta gistingu i Kaupamannahöfn. Flugfar til Kaupmannah. — grænt apex Gisting f Kaupmannah. 2 nætur x 1.000 Akstur milli hótels og flugvallar kr. 13.801 kr. 2.000 kr. 500 Samtals kr. 16.401 Afkoma hvers fyrirtækis, sem nokk- uð kveður að, snertir um leið þjóðar- heildina, því að öll erum við aðilar að sameiginlegum sjóði. Staðsetning íslands nyrst í Atl- antshafi hefur ýmis vandkvæði í för með sér fyrir íbúana. Veðrið er hráslagalegt og kalt árið um kring I flestum landshlutum. Meðaltal úr- komudaga júlímánaðar i Reykjavík er um 23, en voru 29 árið 1983. Veð- urfarið hefur áhrif á sálarástandið og almenna vellfðan. Brúnin lyftist Ingólfur Guðbrandsson „Fyrst ekki var hægt að hrekja vinsældir sólar- landaferðanna, varð að finna nýtt vopn gegn ferðaskrifstofunum. Þótt ferðirnar hafi frem- ur lækkað en hækkað í verði frá síðasta ári, voru þær nú allt í einu orðnar of dýrar. Sér- staka athygli þurfti að vekja á því að ferðir voru dýrari héðan en frá Bretlandi og Danmörku. Og töfraorðið í ár var rautt apex til Kaup- mannahafnar.“ Ódýrar danskar ferðir engin nýjung Ferðaskrifstofan Otsýn hefur far- ið með einkaumboð á íslandi fyrir Tjæreborg-ferðaskrifstofuna dönsku í 15 ár. Ferðir hennar eru vel kunnar Islendingum og hafa margir hagnýtt sér ferðir hennar, þótt gæð- in séu ekki sambærileg. Stærstu ferðaskrifstofur Danmerkur, Spies og Tjæreborg selja á 22 milljóna markaði á Norðurlöndum auk þess sem þeir teygja krumlurnar til Þýzkalands og Bretlands. Þeir eiga eða reka eigin leiguflugfélög og hót- el á Spáni og víðar. Hörð samkeppni hefur ríkt milli þeirra árum saman. Verðið hefur verið pínt niður úr öllu valdi á kostnað þjónustunnar. Af- koma þeirra byggist á lægsta til- kostnaði í gistingu og þjónustu, enda munu verð þeirra vera hlut- fallslega einna lægst á heimsmark- aðnum. Gistingin á eigin hóteli Tjæreborg, Stella Polaris, i Torre- molinos, býður einföldustu þægindi: eitt eða tvö rúm, lítið borð, tvo harða stóla og sturtubað, en engin önnur þægindi. Þessar skrifstofur ráða yfir sáralítilli gistingu á betri gististöðunum eins og E1 Remo eða Santa Clara í Torremolinos (þar hefur Spies aðeins 10 stúdíó, þ.e. eins herbergis gistingu en engar íbúðir, þótt svo standi í samanburði verðlagsstofnunar), eða á hinum vinsæla gististað Timor Sol, þar sem Tjæreborg hefur örfáa farþega. FRÍ-klúbburinn — Neyt- endaklúbbur þeirra sem ferðast í byrjun þessa árs stofnaði Ferða- skrifstofan Útsýn klúbb, sem hefur það að markmiði að gera ferðalög ódýrari, skemmtilegri og árangurs- ríkari fyrir félaga sína. I klúbbinn eru nú skráðir hátt á 7. þúsund fé- lagsmenn. Þeir greiða ekkert ár- gjald og á þeim hvíla engar kvaðir, aðeins 100 krónu gjald fyrir útgáfu skírteinis, sem veitir þeim margs konar frlðindi. Um 50 innlend fyrir- tæki veita félagsmönnum afslátt sem nemur 10—20% af almennu verði á mörgum sviðum almennrar neyzlu og þjónustu. Um 100 fyrir- tæki erlendis veita FRÍ-klúbbsfélög- um sambærilegan afslátt í sumar- leyfinu, og þeim fjölgar stöðugt. (Jt- sýn veitir félagsmönnum 1.000 króna afslátt af sumarleyfisferðinni og 500 kr. fyrir börn þeirra til við- bótar barnaafslætti, sem nemur allt að 7.000 kr. Afslættir af þessu tagi eru ekki til hjá dönsku ferðaskrif- stofunum. Hvorki neytendasamtök- unum né sjónvarpinu hefur þótt taka því að gefa þessum kjörum gaum, hvað þá að minnast á þau I sjónvarpinu, þótt þeim væri send um það fréttatilkynning á sínum tíma og margboðið að kynna sér nýjunar Útsýnar á sviði sparnaðr og þjónustu. Af því verður að álykta, að sjónvarpinu sé meira í mun að spilla viðskiptum ferðaskrifstof- anna og vekja tortryggni viðskipta- vina heldur en að benda þeim á raunhæfar leiðir til sparnaðar, nema að útlend fyrirtæki eigi í hlut, og þá eru ábendingarnar alls ekki raunhæfar, eins og fyrrgreind dæmi sýna svo að ekki verður um villzt. Hverju nemur FRÍ- klúbbsafslátturinn? Fullyrða má að afsláttur FRÍ- klúbbsfélaga í sólarferðinni nemi um 10% af persónulegri eyðslu hans á veitingastöðum, skemmtistöðum, verzlunum, bílaleigu o.s.frv. Þar Þessi viðbótarkostnaður á ferð um Kaupmannahöfn er I öllum til- vikum hærri en mismunur á verði sólarlandaferða frá Islandi og Danmörku. Að dönum ólöstuðum vilja Islendingar þó miklu fremur ferðast í hópi landa sinna en með þeim. Farþegum Útsýnar stendur til boða mun meiri þjónusta en tíðkast hjá erlendum ferðaskrifstofum, þar sem farþeginn er meðhöndlaður eins og hvert annað ópersónulegt aðgreiðsluplagg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.