Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 ÍFv ■ f ggp^ “»«0 & í' S||*Sc-2j6;í^ ■ Pakistan: Neita ásökun um kjarnorkuvopn PakisUn, 23. júlí. AP. I’AKISTANAR hafa vísað á bug staðhæfíngum um að þeir séu með kjarnorkusprengju í smíðum, og njóti aðstoðar Kínverja á sviði kjarnorku- mála. Stjórnvöld í Pakistan sögðu í gær að harma bæri að vestrænir embættismenn breiddu út róg um kjarorkuáætlun Pakistana, sem kæmi hernaði ekkert við, heldur væri gerð í friðsamlegum tilgangi. Grunsemdir Vesturlandabúa um að Kínverjar aðstoðuðu Pak- istana við smíði kjarnorku- sprengju vöknuðu að nýju fyrir skömmu þegar bandariskur öld- ungadeildarþingmaður hélt því fram að hann hefði sannanir þess efnis, og fór fram á að Bandaríkjamenn íhuguðu að hætta hinni miklu efnahags- og hernaðaraðstoð við Pakistana aí þeim sökum. Flóttabörn sitja fyrir utan kofahreysið sitt í þorpinu Ntioma í Kanem-héraði í Chad. Flóttafólk sem flúið hefur skærur og þurrka í norðurhluta landsins hefur orðið að draga fram lífið á einum mjólkurbolla og fáeinum döðlum dag hvern, sem er gjöf frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Ekki hætt við upp- setningu eldflauga Framkvæmdastjóri FAQ: Stefnir nú í stórslys í mörgum Afríkulöndum Harmre, Zimbabwe, 23. Júlf. AP. „ÞAÐ STEFNIR í stórslys í mörgum Afríkulöndum, ef ekki verður þegar í stað reynt að draga úr fólksfjölguninni þar,“ sagði Edouard Saome, aðal- framkvæmdastjórí Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, við upphaf 13. svæðisráðstefnu samtakanna. Til ráðstefnunnar er boðað í því skyni að finna leiðir til að bjarga milljónum Afríkumanna frá hungurdauða. abwe, til að reyna að finna lausn á hungurvandamálinu. WashinKton, 23. júlí. AP. BLAÐAÐAFULLTRÚI hvíta húss- ins, Larry Speakes, sagði í dag, að haldið yrði áfram að koma fyrir með- aldrægum kjarnorkueldfíaugum í Evrópu uns Sovétmenn lýstu sig reiðubúna að hefja á ný viðræður um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar. Þetta kom fram í svari Speakes við fréttum um að Sovétmenn sneru aftur að samningaborðinu hætti Bandaríkjamenn uppsetn- ingu eldflauganna. Nicolae Ceaus- escu, forseti Rúmeníu, sagði í við- tali fyrir skemmstu að hann teldi Konstantin Chernenco forseta Sovétríkjanna vera tilbúinn til að hefja viðræðurnar að nýju með þessum skilyrðum. „Stefna Bandaríkjastjórnar hef- ur ekki breyst í þessu efni, og haldið verður áfram að setja upp eldflaugarnar þangað til samkomulag næst við Sovétmenn um annað, sagði Speakes. „Afríku hefur gjörsamlega mis- tekist i baráttunni við hungurvof- una,“ sagði framkvæmdastjórinn ennfremur, þegar hann fjallaði um vaxandi fólksfjölgun og minnkandi matvælaframleiðslu i álfunni. Tuttugu afrískir landbúnaðar- ráðherrar og sérfræðingar frá um 40 Afríkulöndum, með um 500 milljónir ibúa, sækja þessa ráð- stefnu í Harare, höfuðborg Zimb- Tengdadóttir frú Gandhi í framboð Nýju Delhf, 23. júlf. AP. TENGDADÓTTIR og pólitískur andstæðingur Indiru Gandhi, for- sætisráðberra Indlands, Meneka Gandhi, hefur lýst yfír að hún hyggist bjóða sig fram til þings á næsta ári. „Það verður Gandhi á móti Gandhi, og ég vona að mágur minn Rajiv Gandhi bjóði sig fram á móti mér,“ sagði Meneka á fréttamannafundi um helgina. Meneka kvaðst ætla að bjóða sig fram í þorpinu Amethi í norðurhluta landsins, en það var áður kjördæmi manns hennar Sanjay Gandhis, sem fórst í flugslysi 1980. Nú er það hins vegar talið öruggt vígi mágs hennar, Rajiv. Meneka stofnaði stjórnmála- flokk eftir að samband hennar og Indiru Ghandi rofnaði 1982. Maneka Gandhi Eiga nú þrír fulltrúar hins nýja flokks sæti á indverska þinginu. Breytingar í ríkis- stjórn Danmerkur Kaupmannahöfn, 23. jólí. Frá fréttaritara Mbl. Ib Björnbak. NOKKRAR breytingar voru gerðar á skipan ríkisstjórnar Danmerkur í dag, þegar fjármálaráðherra landsins, Henning Christophersen, tók sæti fulltrúa Danmerkur í framkvæmda- ráði Evrópubandalagsins. í embætti Christophersen skip- aði Poul Schluter, forsætisráð- herra, Palle Simonsen, úr íhalds- flokknum, en Christophersen var úr röðum vinstrimanna. Schluter fór á fund Danadrottn- ingar í sumarhöll konungsfjöl- skyldunnar í GrÁsten ásamt hin- um fráfarandi fjármálaráðherra til að tilkynna breytingarnar og kynnti einnig tilvonandi kirkju- málaráðherra, Mette Madsen. Madsen er úr Vinstri flokknum og er fimmta konan sem gegnir ráð- herraembætti í stjórn Schluters. Simonsen var áður félagsmála- ráðherra, en við embætti hans tekur Elisabeth Kock-Petersen, úr Vinstri flokknum, en Petersen gegndi áður embætti kirkjumála- ráðherra. Schluter hefur hlotið lof fyrir breytingarnar, sem hefðu getað orðið tilefni mikilla deilna innan stjórnarinnar sem er samsteypu- stjórn íhaldsmanna, vinstri- manna, Kristilega þjóðarflokksins og mið-demókrata. Henning Christophersen Hæfni bandaríska heraflans vefengd Rækjustöðv- un framlengd Oaló, 23. júlf. Frá Jao Erik Lture, frétUritar* Rækjuveiðistöðvuninni, sem verið hefur í gildi í fjórar vikur, verður fram haldið í aðrar fjórar vikur frá og með 28. júlí. Það eru samtök fiskiðnaðarins, sem fara fram á þessa framleng- ingu, og er ástæðan sú, að Mbl. geymslupláss er á þrotum. Vonast var til, að ástandið lagaðist eftir fjögurra vikna stöðvunina, en svo varð ekki. Veiðistöðvunartímabilið var á enda runnið í dag, en vegna þess hve margir rækjutogarar voru komnir á miðin, var horfið að því ráði að stöðva veiðar á ný 28. júlí. New York, 23. jólf. AP. SAMKVÆMT skýrslu þingnefndar úr bandarísku fulltrúadeildinni, þar sem demókratar eru í meirihluta, er Bandaríkjaher ekki fær um að sigra í stríði við Sovétmenn með venju- legum vopnum. Þetta kom fram í bandariska stórblaðinu The New York Times um helgina. Þar segir ennfremur að bandarískir embættismenn í hermálaráðuneytinu segi að ríkis- stjórn Ronald Reagans Banda- ríkjaforseta hafi erft þetta vanda- mál. Hins vegar kemur fram 1 skýrslunni að afturför hafi átt sér stað í þróun venjulegra vopna frá því árið 1982. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að bandaríski sjóherinn geti ekki haldið uppi fullum árás- araðgerðum á sjó og landi nema eina viku gegn Sovétmönnum. 1 skýrslunni segir að möguleikar bandaríska sjóhersins til að vinna bug á þeim sovéska hafi minnkað verulega. Jafnvel þótt ýmsar bandalagsþjóðir Sovétmanna, þar á meðal í þriðja heiminum, gætu ekki sigrað bandaríska sjóherinn væri þeim kleift að valda svo miklu tjóni á honum að það jafn- gilti þjóðarskömm. Enn hefur bandaríska stjórnin ekki svarað fréttum The New York Times um skýrsluna, en ráðgjafar Caspar Weinbergers varnarmálaráðherra og fulltrúar varnarmálaráðuneytisins fóru yfir niðurstöðurnar áður en þær voru birtar. Var álit þeirra birt sem hluti af skýrslunni, og að sögn blaðsins kemur þar fram að helstu forsendur niðurstaðna þingnefnd- arinnar séu réttar. Segir í áliti varnarmálaráðu- neytisins að margir gallar á skipu- lagi hersins og aðrir vankantar, sem þingnefndin hefði komið auga á, ættu rætur að rekja til fyrrver- andi stjórnar, og hefði stjórn Reagans þegar gert mikilvægar ráðstafanir til að lagfæra þá. í lokakafla skýrslunnar segir m.a. að þótt Bandaríkjaher sé undir það búinn að hefja stríð, þá sé honum ekki kleift að halda það út vegna skorts á ýmsum vara- birgðum til hernaðar og nauðsyn- legri þjónustu við hann. Ennfrem- ur væri um að ræða skort á mönnum, skotfærum, varahlutum í herþotur, eldsneytisgeymslum, og sjúkraaðstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.