Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLl 1984 21 hefur hann sparaö sér a.m.k. kr. l.OOO. Erfitt er að áætla sparnað í viðskiptum hans heima fyrir, enda mjög einstaklingsbundið. En ekki er fráleitt að sá sparnaður nemi um kr. 3.000 á ársgrundvelli. Þannig getur FRÍ-klúbburinn sparað þeim, sem ferðast á vegum hans um 5.000 krónur á ári. Það nemur um 20—25% af fargjaldi hans í sumar- leyfisferðina. Hvaö myndu sólar- ferðirnar annars kosta? Eðlilegra hefði verið að sjónvarp- ið og neytendasamtökin vektu at- hygli á því, hverjar fjárhæðir er verið að spara farþegum og þjóðinni í heild í ferðakostnaði í stað þess að gefa í skyn að ferðaskrifstofurnar hafi sólarlandafara að féþúfu. Með- fylgjandi er yfirlýsing frá forstjóra glæsilegasta hótelsins i Torremolin- os, Santa Clara, þar sem hann stað- festir, að eigin ferðaskrifstofa á Norðurlöndum njóti betri kjara en Útsýn. Verðsamanburður við samn- ingsverð Spies fylgir einnig. Verð- listaverð er hins vegar Pts. 9.500 á dag, kr. 1.833. Samtals er verðið: á unn i 3 tikur (2 i ibú») 19.25« Apei-fergj. lil Malaga (alm. fargj. 43.742) 24.923 Samtals kr. 44.173 Án flutninga milli flugvallar og hót- els og nokkurrar þjónustu ferða- skrifstofu. Fyrir slíka ferð borgaði Útsýnarfarþegi í júnfmánuði að frá- dregnum Fríklúbbsafslætti og 5% staðgreiðsluafslætti kr. 26.265 og hefur sparað sér kr. 17.905, en kr. 21.905 sé áætluðum FRl-klúbbsaf- slætti bætt við og samt fengið alla þjónustuna f kaupbæti. Á ódýrari gististöðunum er verðið miklu lægra, einkum þegar barnaafslátt- urinn kemur til og fleiri deila með sér gistirými. Þá er heildarkostnað- ur sums staðar kominn í um kr. 800 á dag að flugi, gistingu, ferðum milli flugvalla og gistiaðstaða og allri þjónustu meðtalinni. I slíku tilfelli kostar sólarlandaferðin orðið mun minna en apex-fargjaldið til Kaup- mannahafnar að viðbættum gisti- kostnaði eins og fyrr var greint. Sólarlandaferðirnar ódýrastar Furðu sætir, að verðkönnun sjón- varpsins náði aðeins til sólarlanda- ferða en ekki þess ferðamáta, sem fjölmiðlarnir hafa til skamms tíma talið almenningi trú um að væri vinsælastur, þ.e. sumarhúsanna og flug + bíll. Lesendur eru hvattir til að gera verðsamanburð á dagkostn- aði ferðalagsins 1 sumarhúsunum og sólarferðum, t.d. til Ítalíu og Port- úgal. Auðsýnt er aö dagkostnaður með flug + bíl er mun hærri. Séu 2 á ferð, eins og miðað er við í verð- könnun sjónvarpsins, kostar flug og bíll í B-flokki á bilinu frá 13—17 þúsund kronur á mann í 3 vikur. En þá er allur annar ferðakostnaður ótalinn, þ.e. gisting, fæði, bensín, vegskattar o.fl. Margir, sem hafa reynt þennan valkost, segja mér að kostnaðurinn hafi orðið um kr. 2000 á mann á dag eða ca. kr. 42.000 í 3 vikur að viðbættu gjaldi fyrir flug og bíl, eða samtals kr. 55—59 þús- und á mann. Ábyrgð fjölmiðla Með fljótfærnislegri og vanhugs- aðri umfjöllun sinni um fargjöld hefur sjónvarpið unnið íslenzkum ferðamálum skaða, sem líklegt er að valdi neytendum tjóni, óþægindum og vonbrigðum, þegar á reynir. Með óraunhæfum verðsamanburði hefur sjónvarpið óbeint hvatt neytendur til að skipta við erlend fyrirtæki fremur en islenzk og kvatt til verð- lagsstofnun og neytendasamtökin niðurstöðum sínum til fulltingis. Hér er um alvarlega fölsun stað- reynda að ræða, einkum fyrir þá sök að hinn opinberi fréttamiðill lands- manna, sjónvarpið, á hlut að máli, og 1 hugum almennings þykja fréttir þess nánast óvefengjanlegar stað- reyndir. Það er von þeirra, sem bet- ur vita skil á málunum, að 1 fram- haldi af þessu frumhlaupi spretti umræða, sem leiðir sannleikann í ljós. Ýmsar leiðir eru til að gera ferðalög enn ódýrari en þau eru nú, með því að draga úr þjónustu á ýms- um sviðum, en umræða um þaðv erður að bíða betri tíma. Reykjavík, 23. júlí 1984, Ingólfur Guðbrandsson er for- stjóri ferðaskrifstofunnar Útsýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.