Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. (lausasöiu 25 kr. eintakiö.
Hátækni
og háskólinn
Eitt hið eftirtektarverðasta
í samskiptum Bandaríkj-
anna og Vestur-Evrópu um
þessar mundir er að á sviði
tækniþróunar og fjárfestingar
í nýiðnaði og hátækni hafa
Bandaríkjamenn meiri áhuga
á því sem er að gerast á
Kyrrahafssvæðinu en Atlants-
hafssvæðinu. Vestur-Evrópu-
menn hafa dregist aftur úr
Bandaríkjamönnum í há-
tækniiðnaði og halda ekki
heldur í við Japani og fram-
takssamar þjóðir á svæðinu
frá Japanseyjum suður um
Kyrrahaf til Nýja-Sjálands og
Ástralíu. Ekki liggur fyrir
neitt mat á því hvernig við ís-
lendingar stöndum að vígi að
þessu leyti en ef að líkum læt-
ur erum við aftarlega í hópi
V estur-Evrópuþj óða.
Dr. Guðmundur Magnússon,
rektor Háskóla íslands, gerir
stöðu háskólans gagnvart há-
tækniiðnaði og skyldum at-
vinnugreinum að umræðuefni
í grein sem birtist í Morgun-
blaðinu á laugardag. Er
ástæða að hvetja alla sem
áhuga hafa á því að efla og
styrkja íslenskt atvinnulíf til
að kynna sér efni greinarinnar
og þær athyglisverðu tillögur
sem háskólarektor hreyfir.
Guðmundur Magnússon segir
meðal annars að hann vinni
nú að því að stofna þróunar-
miðstöð eða þróunarfyrirtæki
Háskóla íslands og bætir við:
„Markmiðið yrði að efla hag-
nýtingu rannsókna við háskól-
ann, nýsköpun og vöruþróun á
sviði hátækniiðnaðar með því
að auðvelda starfsmönnum
háskólans að koma hugmynd-
um sínum í framkvæmd með
bættri starfsaðstöðu og starfs-
liði, með ráðgjöf á sviði mark-
aðsmála og nægilegu áhættufé
til að stunda markvissa og öfl-
uga þróunarstarfsemi; að efla
nýsköpun og fjölbreytni í ís-
lensku atvinnulífi og stuðla að
eflingu háþróaðra iðngreina
hériendis til að fjölga atvinnu-
tækifærum fyrir háskóla-
menntaða menn og aðra þegna
þjóðfélagsins; að efla mögu-
leika á áhugaverðum störfum
við háskólann fyrir íslenska
námsmenn þegar þeir koma
aftur heim frá sérfræðinámi
erlendis."
í grein sinni minnir Guð-
mundur Magnússon á að í
nágrenni við háskóla víða um
lönd hafi þróast rekstur fyrir-
tækja er brjótast um á sviði
nýjunga og skila góðum hagn-
aði takist þeim að hagnýta sér
þekkingu og starfshæfni í
samræmi við kröfur markað-
arins. Vilji sýnist vera allt
sem þarf til að hrinda góðum
áformum háskólarektors um
þróunarfyrirtæki Háskóla ís-
lands í framkvæmd. Hér er
um framleiðslu á varningi að
ræða sem fellur vel að fjar-
lægð íslands frá öðrum lönd-
um því að hann er yfirleitt
fyrirferðarlítill og kostar því
ekki mikið að flytja hann á
milli landa eða heimsálfa.
Vegna þess að athygli
bandarískra fyrirtækja í
nýiðnaði beinist fremur til
landanna við Kyrrahaf en Atl-
antshaf er talið sennilegt að
vestur-evrópski hátækniiðnað-
urinn muni eiga enn meira
undir högg að sækja í sam-
keppninni. Helsta svar stóru
iðnríkjanna í Vestur-Evrópu
er að taka höndum saman um
verkefni er séu nægilega ögr-
andi fyrir vísindamenn og
verkfræðinga til að þau leiði
til nýsköpunar og framfara.
Eins og samvinna þjóða er
nauðsynleg til að árangur ná-
ist að þessu leyti er óhjá-
kvæmilegt að innan þjóðríkja
séu kraftarnir sameinaðir.
Hér á landi er frumkvæði
Guðmundar Magnússonar, há-
skólarektors, um stofnun þró-
unarfyrirtækis Háskóla ís-
lands því meira en tímabært.
Sláturhús
í nýjum
höndum?
Hagkaup og Vörumarkað-
urinn sem reka stórversl-
anir í Reykjavík og víðar hafa
leitast eftir leigu á sláturhúsi
og frystigeymslum hjá Kaup-
félagi Skagfirðinga (KS) í því
skyni að taka að sér sauðfjár-
og stórgripaslátrun, kjöt-
geymslu og sölu næsta haust.
Stjórn KS er nú með málið til
athugunar en ekki beinlínis
vinsamlegrar ef marka má
viðbrögð stjórnarformannsins
1 Morgunblaðinu á sunnudag.
Fyrir frumkvæði Þorvalds
Búasonar, eðlisfræðings, urðu
um það nokkrar umræður á
liðnum vetri að ekki væri allt
sem sýndist varðandi uppgjör
stærstu sláturaðila við bænd-
ur. Með því að taka tilboði
Hagkaupa og Vörumarkaðar-
ins geta Samband íslenskra
samvinnufélaga og KS stuðlað
að því að í raun komi í ljós,
hvort útreikningar Þorvalds
og ályktanir sem dregnar hafa
verið af þeim eigi við rök að
styðjast. Miðað við ummæli
forráðamanna kaupfélaga
meðal annars hér í Morgun-
blaðinu ættu þeir ekki að
óttast að slík tilraun verði
gerð.
Séra Vigfús Þór Árnason messar á Siglunesi. Siglufjörður í baksýn.
var yngsti sonur hjónanna á
Siglunesi, aðeins mánaðargamall,
skírður. Veðrið var mjög gott. Sól-
in skein öðru hvoru, hlýtt var og
stafalogn. Messan fór fram á svo-
kölluðum Kirkjuhól, þar sem
kirkjan stóð áður. Eftir að henni
lauk söng kirkjukórinn undir
stjórn Páls Helgasonar lög eftir
séra Bjarna Þorsteinsson. Hann
var fyrsti heiðursborgari Siglu-
fjarðar og prestur þar í 47 ár.
Þ. Ragnar Jónasson rakti sögu
Sigluness. Hann sagði m.a. að síð-
ast hafi verið messað á Siglunesi
árið 1614. Ástæðan fyrir því að
kirkjan var flutt að Hvanneyri er
talin vera sú að á aðfangadag árið
1613 féll snjóflóð í Nesskriðum og
fórst þar fólk sem var á leið til
messu á Siglunes. Þessi atburður
var skráður af Jóni Guðmundssyni
og taldi hann að um 50 manns
hefðu farist. Nú er yfirleitt talið
Messað á Siglunesi
í fyrsta sinn í 370 ár
Á SUNNUDAGINN var raessað á
Siglunesi við Siglufjörð í fyrsta sinn
í 370 ár. Hugmyndin að þessari
mes.su varð til hjá sóknarprestinum,
sr. Vigfúsi Þór Árnasyni, fyrir
nokkrum vikum.
Bátasjómenn á Siglufirði lögðu
til bátana og fluttu 288 manns á
Siglunes. Að sögn Vigfúsar eru
það um 16% af söfnuðinum og var
hann mjög ánægður með þátttök-
una. Lagt var af stað frá Siglufirði
kl. 10 um morguninn. Þegar á
Siglunes kom, um kl. 11, ferjuðu
menn úr Slysavarnadeildinni
Strákum fólkið í land í gúmbátum.
Kl. 12 á hádegi hófst messan.
Pistilinn las Hermann Jónasson,
kirkjuvörður, Júlíus Júlíusson,
safnaðarfulltrúi, las guðspjallið,
séra Vigfús Þór Árnason predik-
aði og kirkjukórinn söng. Einnig
að mun færri hafi farist þarna en
Jón segir til um.
Eftir messuna og erindi Þ.
Ragnars Jónassonar gafst fólki
tækifæri til að snæða nestið sitt
og skoða sig um á Siglunesi, þar
sem er viti og veðurathugunar-
stöð. Síðan fóru flestir að tygja sig
til heimferðar, en aðrir urðu eftir
og nutu veðurblíðunnar á Siglu-
nesi fram eftir degi.
Leikskóli í Skerjafirði:
Verður hann færður til
vegna Skildinganesskóla?
Ljósm. Mbl./KEE.
Við Skildinganeshóla voni einhverjir að mæla út lóð leikskólans í g*r, en
líklegt er að staðsetningu hans verði breytt, sökum mikillar óánægju íbúa.
FYRIRHUGUÐ bygging leikskóla í
Skerjafirði á vegum Dagvistarfélags-
ins Sælutröð hefur vakið mikla
óánægju meðal íbúa þar, sem telja
húsið eyðileggja svokallaða Skild-
inganeshóla.
Að sögn Þorvalds S. Þorvalds-
sonar, skipulagsstjóra Reykjavík-
urborgar, var staðsetning leik-
skólans samþykkt af skipulags-
nefnd sl. haust og voru engar at-
hugasemdir gerðar þá. Byggingar-
nefnd fékk málið síðan í sínar
hendur, en ekki var byggingu
leikskólans mótmælt þar heldur.
Þorvaldur kvaðst hafa heyrt af
óánægju íbúanna, en hann taldi
leikskólann ekki eyðileggja hól-
ana, þótt hann væri nærri þeim.
Það væri í athugun, hvort ekki
mætti hnika byggingunni til, svo
hún risi fjær hólunum og sagðist
Þorvaldur eiga von á að þetta mál
yrði leyst farsællega.
Axel Sigurðsson er forsvars-
maður íbúanna og sagði hann, að
staðsetning leikskólans kæmi
íbúum mjög á óvart. „Okkur hafði
ávallt verið sagt, m.a. þegar söfn-
un vegna leikskólans fór fram hér
í hverfinu, að hann ætti að rísa
fyrir sunnan Hjónagarða við
„Nýju tillögurnar eru greinilega
ófullnægjandi og taka lítið sem ekk-
ert tillit til óska íbúa í Seljahverfi,"
segir í yfirlýsingu frá þeim Gísla
Ólafssyni og Ólafi Dýrmundssyni,
tveimum af talsmönnum íbúa í
Seljahverfi.
í yfirlýsingu þeirra segir enn-
fremur: „Þessar tillögur hafa ekki
verið kynntar fyrir íbúum Selja-
hverfis og þeir hafa ekki fengið að
fylgjast með mótun þeirra þrátt
fyrir óskir þar um.
Ljóst er að í nýju tillögunni er
vegurinn aðeins færður nokkrum
metrum ofar, og er lega hans enn-
Reykjavíkurveg. Það kom okkur
því algjörlega í opna skjöldu þegar
fyrsta skóflustunga var tekin á
föstudag, því leikskólanum er
fyrirhugaður staður við Skild-
inganeshóla, sem eru austan við
Hjónagarða, við enda Hðrpugötu,"
sagði Axel. „Skildinganeshólar eru
mjög merkir, þar voru landamæri
Skerjafjarðar og Reykjavíkur áð-
ur fyrr og allt til 1950 eða 1951 var
þar landamerkjasteinn, sem var
þá óformuð um miðjar hlíðar
Vatnsendahvarfs. Þannig eyði-
leggur hann verðmæt útivistar-
svæði rétt við jaðar íbúðahverf-
anna. Nægilegt svigrúm er til að
gera róttækari breytingar á veg-
arstæðinu ef vilji ráðamanna er
fyrir hendi og munu íbúar Selja-
hverfis sækja það mjög fast.
Við sættum okkur ekki við
svona málamyndatillögur. Hún er
eiginlega móðgun við þá 3.000 ibúa
Reykjavíkur sem mótmæltu fyrir-
hugaðri legu Arnarnesvegar í vor.
Lega Arnarnesvegar er nú til at-
hugunar hjá Náttúruverndarráði."
fluttur upp f Arbæjarsafn. Hól-
arnir eru einnig merkir fyrir þá
sök, að á þeim eru greinileg för
eftir skriðjökul, en slíkir staðir
eru fáir innan borgarmarkanna.
Síðast en ekki síst má geta þess,
að gamalt fólk segir álfa f hólun-
um. Leikskólinn á að rfsa í suður-
hliðum hólanna, en þar er skfða-
brekka barnanna f hverfinu og er
þeim að vonum annt um að halda
henni.“
Axel sagðist hafa rætt við
marga borgarráðsmenn, en enginn
þeirra hefði kannast við málið,
enda hefði það ekki komið fyrir
borgarráð. Það hefði því greini-
lega ekki verið neinn ágreiningur i
skipulagsnefnd varðandi staðsetn-
ingu leikskólans. „Umferð um
Litla-Skerjafjörð (Skerjafjörður
norðan flugvallar) á eftir að
aukast gffurlega ef af byggingu
leikskólans verður, því þar verða
tugir barna auk starfsmanna. Ég
veit ekki um neinn íbúa hér sem
ekki er þessu mótfallinn. Við lát-
um ekki eyðileggja þennan stað,
þetta eru álfahólar, álagablettur.
Ibúar hér héldu ávallt að hólarnir
væru friðaðir og við viljum fá
landamerkjasteininn aftur, bví
hann á heima hér, en ekki f Ár-
bæjarsafni. Staðsetning leikskól-
ans er skipulagsslys," sagði Axel
Sigurðsson að lokum.
Amamesvegurinn:
Ófullnægjandi tillögur