Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 7 Stykkishólmur: Fegrun umhverfísins Stykkisbólmi, 16. JÚIC. SKRÚÐGARÐUR bæjarins, Hólmgarður, var stækkaður mjög í fyrra og hefir verið unnið mikið í að fegra hann og bæta í sumar, unglingar hafa unnið þarna undir stjórn fullorðinna og hefir mikið áunnist og framundan er með tíð og tíma að auka fjölbreytni gróðurs. Hólmgarður er við Aðal- götu og er með því fyrsta sem mætir ferðamanninum þegar hann heimsækir Stykkishólm. Kvenfélagið ásamt hreppsfélaginu ann- ast og sér um garðinn. Kvenfélagið bvrjaði fyrir löngu þessa starfsemi og girti ákveðið svæði af, en mjög erfitt var að koma upp trjágróðri að nokkru ráði og töldu margir starfið von- laust. Nú virðist gæta auk- innar bjartsýni í þessu og vonandi á þessi staður eftir að veita bæði bæjarbúum og ferðamönnum mikla ánægju. Árni. * Guðrún Gunnarsdóttir sér um garðinn af hálfu Stykkishólmshrepps, en Auður Júlíusdóttir af hálfu kvenfélags- ins, en hún hefir um mörg ár unnið mikið verk í að prýða þennan stað. íslenskir unglingar tefldu til sigurs í Banda- ríkjunum ÍSLENSKIR skákmenn á aldrinum 11—17 ára, 25 talsins, tóku í síðustu viku þátt í skákkeppnum í New York í Bandaríkjunum. íslendingarnir tefldu við ungl- ingalandslið Bandaríkjamanna á aldrinum 11—17 ára, sem valið var af bandaríska skáksamband- inu, og tókst íslensku unglingun- um að bera sigur úr býtum. Þeir hlutu 44 vinninga gegn 38. Tefldar voru fjórar umferðir og tefldi hver íslendingur þrjár skákir. Þremur þeirra tókst að leggja alla and- stæðinga sína að velli, þeim Þráni Sigfússyni, Jóhanni Sigurbjörns- syni og Sigurði Daða Sigfússyni, sem allir eru í Taflfélagi Reykja- víkur. Þá tóku íslendingarnir einnig þátt í þriggja þjóða keppni þar sem íslenskir, bandarískir og ísra- elskir unglingar tefldu. Þar urðu úrslit þau að íslendingarnir sigr- uðu, bandaríska liðið varð í öðru sæti og ísraelsku unglingarnir ráku lestina. Hefur íslenska liðinu verið boð- in þátttaka í þriggja þjóða keppni í ísrael næsta sumar. Að sögn Þorsteins Þorsteinsson- ar, fararstjóra íslenska hópsins, voru keppnum þessum gerð mjög góð skil í fjölmiðlum í New York, m.a. fjallað um þær í fréttatímum sjónvarpsstöðva og vakti árangur íslendinganna verðskuldaða at- hygli. Frítt stofngjald að American Express — fyrir þá sem sækja um fyrir 31. júlí Ferðaskrifstofan Útsýn, sem hefur einkaumboð fyrir American Express-greiðslukortin hér á landi, býður þeim sem sækja um kortin fyrir 31. júlí næstkomandi frítt stofngjald. í fréttatilkynningu frá ferða- skrifstofunni segir að umsóknar- eyðublöðum um greiðslukortin og skriflegu leyfi Gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Islands skuli skilað til ferðaskrifstofunnar fyrir 31. júlí næstkomandi. Tvær kvennaferðir til fröken Parísar með Henríettu og Rósamundu 11. ágúst (1 vika) og 17. ágúst (1 vika) í París ætlum vlð að: Fara í tyrkneskt kvennabað Skoða stærsta markað í París, þar sem konur geta skoðað allar þær tuskur sem þær vilja Ganga settlega um skrautgarða Parísarborgar Fara á skemmtikvöld á veitingastaðnum Chez Felix, þar sem Henríetta og Rósamunda stela senunni Horfa á Eiffelturninn (það verður beðið eftir þeim sem þora upp) Fara á flot á Signu Heimsækja Pompidou-safnið Fara á kvennakaffihús - og fullt af götukaffihúsum Horfa á sæta stráka bera að ofan og í stuttbuxum Fara í skoðunarferð um borgina Þetta er bara brot af því sem hægt er að gera í París. En fyrst og fremst ætlum við kellurnar að hlægja saman, kjafta saman, borða saman og skoða og skemmta okkur samanl Verö kr. 13.900 Innifalið: Flug til Luxemborgar, lest til Parísar þar sem konur hristast saman, og gisting á þægilegu hóteli í latínuhverfinu, með morgunverði, - og beint flug heim aftur (ásamt fararstjórum sem seint munu gleymast). Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.