Morgunblaðið - 24.07.1984, Page 31

Morgunblaðið - 24.07.1984, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 31 Markaregn! • Heimir Karlsson lék mjög vel (leik Vfkings og KA um helgina og skoraöi hann þrennu í leiknum. Hans fyrsta þrenna síöan hann hóf aö leika meö meistaraflokki. — Heimir skoraöi þrennu í skemmtilegum leik „Þetta voru mjög kærkomin mörk, ég hef ekki skoraö þrennu síðan ég kom í meistaraflokk og auk þess hefur mér gengiö illa aö skora í sumar þannig að þessi þrjú mörk voru mjög kærkomin," sagöi Heimir Karlsson leikmaður Víkings eftir aö hann haföi skorað þrjú mörk fyrir liö sitt í sannköll- uðum markaleik. Vfkingur sigraöi KA á Laugardalsvelli, 6—2, og hafa ekki veriö skoruö svona mörg mörk í Laugardalnum sfðan Skagamenn unnu Víkinga þar ár- iö sem Víkingur varö íslands- meistari, áriö 1981. Víkingur fékk óskabyrjun. Þegar aðeins 59 sekúndur voru liðnar af leiknum skaut Kristinn Guö- mundsson góðu skoti aö marki KA, Þorvaldur varöi en hélt ekki boltanum sem barst til Heimis og átti hann ekki í erfiðleikum meö aö renna boltanum í netiö. KA-menn sóttu mun meira og voru meira meö boltann fyrsta hálftímann en þeim tókst þó ekki aö skapa sér nein færi sem teljandi eru. Þeir voru þó óragir viö aö skjóta af iöngu færi en þaö sem slapp í gegnum varnarvegginn varöi Ögmundur, sem stóö síg vel í leiknum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks tók Kristinn aukaspyrnu rétt viö víta- teigslínuna vinstra megin. Hann sendi fastan bolta á nærstöngina þar sem Ómar Torfason kom aö- vífandi og þrumaöi knettinum í netiö. Laglega framkvæmd auka- spyrna. Staöan í hálfleik því 2—0. Ómar skoraöi sitt annaö mark í leiknum snemma í síöari hálfleikn- um. örnólfur Oddsson gaf þá góöa stungu á hann, Ómar lagaöi bolt- ann aöeins til með höföinu og skoraöi af miklu öryggi framhjá Þorvaldi í KA-markinu. skömmu Víkingur — KA 6:2 síöar átti Njáll Eiösson hörkuskot af löngu færi í slána. Heimir skoraöi annaö mark sitt á 61. mín. eftir aö Ámundi haföi snúiö skemmtilega á einn varn- armann KA og gefið á Heimi sem þurfti aöeins aö renna knettinum í netiö. Fallega gert hjá Ámunda. Tæpum fimm mín. síöar skoraöi Hinrik Þórhallsson fyrir KA en hann haföi komið inná sem vara- maöur skömmu áöur. Njáll átti þá hörkuskot af löngu færi sem Ög- mundur varö en hann missti knött- inn til Hinriks sem þakkaöi fyrir sig og skoraöi. Þegar 20 mín. voru eftir af leikn- um stal Kristinn boltanum af Bjarna Jónssyni viö vítateig, lék aö endamörkum þar sem hann renndi út á Heimi sem skaut föstu skoti aö marki en Þorvaldur varöi meist- aralega. Hann náöi þó ekki aö halda knettinum sem barst til Andra Marteinssonar sem skoraöi úr þröngu færi. Þó aöeins um tiu min. væru til leiksloka áttu áhorfendur enn eftir aö sjá tvö mörk. Ámundi átti enn eina gullsendinguna og aö þessu sinni á Heimi sem var ekki í mikl- um vandræöum meö aö fullkomna þrennu sína. Rétt undir lok leiksins tókst norðanmönnum aöeins aö rétta viö sinn hlut. Þaö var Hafþór Kolbeinsson sem skoraöi af miklu haröfylgi og algjörlega upp á eigin spýtur. Leikurinn var eldfjörugur allan tímann, eins og markatalan ber ef til vill meö sér. Bæöi liöin léku sóknarknattspyrnu og KA-menn máttu eiga þaö aö þeir gáfust ekki upp þó á móti blési. Nokkuö kom þó á óvart hve slök vörn þeirra var aö þessu sinni. Ormarr og Bjarni hafa sjaldan veriö eins slakir og í þessum leik, Erlingur var sá eini sem stóö nokkurn veginn fyrir sínu í vörninni. Þorvaldur í markinu veröur ekki sakaöur um þessi mörk sem liðið fékk á sig. Njáll Eiösson baröist vei allan tímann en honum tókst þó ekki aö drífa sina menn nægilega mikið áfram. Hjá Víkingum voru þeir Heimir, Ámundi og Ómar bestir, en flestir leikmenn liösins áttu ágætisdag. Knattspyrnulega séö var þetta ekki verulega góöur leikur en hann var fjörugur og skemmtilegur á aö horfa. Einkunnagjófin: Víkingur ögmundur Kristinsson 7, Unnsteinn Kárason 7, Ragnar Gislason 6, Hans Leó 5, Magnús Jónsson 6, Andri Marteinsson 6, Kristinn Guömundsson 7, Ómar Torfason 8, Ámundi Sigmundsson 8, örnólfur Oddsson 6, Heimir Karlsson 8, Einar Einarsson (vm. á 73. mín.) 4. KA: Þorvaldur Jónsson 6, Ormarr örlygsson 4, Friöfinnur Hermannsson 4, Asbjörn Björns- son 5, Erlingur Kristjánsson 7, Njáll Eiösson 7, Steingrímur Birgisson 6, Mark Duffietd 6, Haf- þór Kolbeinsson 6, Stefán Ólafsson 5, Hinrik Þórhallsson (vm. á 63. min.) 5, Bjarni Jónsson 5. i stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild Víkingur — KA 6—2 (2—0) Mörk Víkings: Heimir Karlsson (1. 61. og 79. mín.), Ómar Torfason (43. og 52. mín) og Andri Marteinsson á 71. mín. Mörk KA: Hinrik Þórhallsson (67. mín.) og Haf- þór Kolbeinsson (85. mín.) Gul spjöld: Kristinn Guömundsson Víkingi. Dómari var Baldur Scheving og dœmdi hann mjög vel. Áhorfendur: 333. — sus 3. deildin: Leiftur og Reynir efst MIKIÐ var skoraö af mörkum f 3. deildarkeppninni f knatt- spyrnu um helgina, alls 30 mörk f sjö leikjum. Reynir Sandgerði er nú með forustu f A-riðli, sigraöi HV um helgina, 4:1 í Sandgeröi. Austfjaröaliö- in, Austri og Þróttur, unnu sæta sigra á Magna og HSÞ, þegar þau fengu noröanliöin f heimsókn. Austri vann Magna 3—0 og Þróttur geröi einum betur, sigraöi HSÞ 4—0. Úrslit leikja f 3. deild uróu annars þannig: A-riMh ÍK — Stjarnan 2:2 Selfoss — Fylklr 2:3 Reynlr — HV 4:1 Snæfell — Víkingur 1:4 B-riMII: Austri — Magni 3:0 Þróttur — HSÞ 4:0 Leiftur — Valur 3:1 Staöan i riólunum er nú þannig: A-ríöill: Reynir S 11 8 30 27—8 27 Fylkir 11 8 1 2 30—14 25 Víkingur Ól. 11 8 1 2 24—11 25 Stjarnan 11 52 4 26—16 17 Selfoss 104 2 4 14—12 14 Grindavik 103 4 3 12—13 13 HV 10 2 1 7 13—23 7 ÍK 11 1 289—275 Snæfell 11 0 2 9 5—36 2 B-ríóill: Leiftur 9 7 2 0 25—7 23 Austri 834 1 12—8 13 Þróttur N. 733 1 16—9 12 Magni 9 3 24 13—14 11 HSÞ 8 32 39—14 11 Huginn 7043 11 — 194 Valur Rf. 8 0 1 7 8—23 1 , Morgunblaölö/Júlíus • Ur leik KR og Vals á laugardaginn. Hilmar Harðarson gefur hér fyrir markið og Bergþór skoraöi með skalla eftir fyrirgjöfina en markiö var dæmt af vegna þess aö boltinn var kominn út af aö mati línuvaröarins. Dæmi nú hver fyrir sig ... Steindautt jafntefli Þeir lan Ross og Hólmbert Friójónsson, þjálfarar Vals og KR, voru sammála um það eftir vióureign liða sinna aó þaó væri bæöi fátt og smátt sem hægt væri aö segja um leikinn. „Bæöi liöin böröust vel og reyndu aö spila en hvorugt liöiö náói yfirhöndinni þannig aö úr varö þófkenndur leikur,“ sagói Hólmbert. Ross sagði að vonandi ættum við ekki eftir aó sjá annan svona leik í sumar, þaö væri best fyrir áhorf- endur og einnig leikmenn. Leiknum lauk meö markalausu jafntefli og voru þaó trúlega sanngjörnustu úrslitin. KR-ingar voru mun hættulegri í fyrri hálfleik en þaö var samt Hilm- ar Sighvatsson sem fékk besta marktækifæri leiksins í fyrri hálf- leiknum. Guömundur Þorbjörns- son gaf á hann þar sem hann stóö einn og óvaldaöur á vítapunkti, stillti knettinum vel upp og skaut laflausu skoti meö tánni og átti Stefán markvöröur ekki í neinum vandræöum meö aö verja skotiö. Furðumikill klaufaskapur aö skora ekki úr slíku færi. Valur skoraöi eitt mark í hálf- leiknum en þaö var dæmt af vegna þess aö knötturinn var kominn útaf að mati línuvaröar áður en hann KR — Valur 0:0 var gefinn á Bergþór sem skallaöi í netiö. Síöari hálfleikurinn var mun slakari og daufari en sá fyrri og mátti hann þó varla viö þvi. Vals- menn voru skárri aðilinn í síöari hálfleiknum en þaö var aöeins undir lok leiksins sem þeir reyndu markskot en í bæöi skiptin varöi Stefán ágætlega. Enginn leikmaöur átti reglulega góöan dag á laugardaginn. Hjá KR komu flestar sóknarlotur liösins frá þeim Sæbirni, Ágúst Má og Gunn- ar Gíslasyni. Hjá Val voru þeir Guömundur Þorbjörnsson, Valur og Guöni einna sprækastir. Einkunnagjöfin: KR: Stefán Jóhannsson 6, Sœvar Leifsson 4. Haraldur Haraldsson 5, Jóstelnn Elnarsson 6, Gunnar Gíslason 6, Ágúst Már Jónsson 6, Sœ- björn Guómundsson 6, Óskar Inglmundarson 4, Ómar Ingvarsson (vm. á 66. min.) 4, Jakob Pétursson 5, Björn Rafnsson 6. Wlllum Þór Þórsson (vm. á 73. mín.) 4, Jón G. Bjarnason 5. Valur Stefán Arnarson 6, Þorgrimur Þráins- son 5, Guómundur Kjartansson 5, Grimur Sœmundsen 5, örn Guömundsson 5, Bergþór Magnússon 5, Guömundur Þorbjörnsson 6. Valur Valsson 6, Guöni Bergsson 6, Hilmar Sighvatsson 4, Hilmar Haröarson 4, Jón G. Jónsson (vm. á 67. mín.) 5. í stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild. KR — Valur 0:0 Gul spjöld: Engin. Dómari var Kjartan Tómasson og dæmdi hann ágætlega. Áhorfendur: 763. — sus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.