Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 „AUt i layi; )pú Ijtrb slauríið. E n q[eymdu ddci a& fíá j?ér rífílegan. iworgum/eté ízbar en Ipá Pes£> tiU \zuar\Ui'U''«*\ Fólkió a númer 67 er flutt og ég erfði kettina fjóra. HÖGNI HREKKVÍSI Baly ólánsmað- ur á refilstigum Þorsteinn Guójónsson skrifar: „Þýski þjófurinn er farinn með þýska skipinu til Þýskalands, þar sem þýska lögreglan mun sleppa honum.“ Þvílíkar fréttir voru á borð bornar fyrir íslenska blaða- lesendur og útvarpshlustendur, dag eftir dag, eftir að fálkaeggja- þjófurinn slapp af landi brott í sumar. Það var ekki vandi að botna þær frétir, ef menn aðeins fylgdu farvegum vanans: „Þarna sannaðist hvernig Þjóðverjar eru rétt einu sinni.“ Svo kom á daginn að Miroslav garmurinn (sem nú er alltaf kall- aður Peter Baly) er tékkneskur eins og nafnið bendir til og honum er hótað „á sikileyska vísu“ af fé- lögum sínum í þjófaflokknum, sem flestir bera austur-evrópsk nöfn. Miroslav ber það reyndar með sér í útliti, hann er slavi en ekki germani, en það má ekki lita einungis í hið ytra, og reyndar fer fjarri því að ég dæmi hann eftir því. Ég hygg hann vera ólánsmann sem lent hefur á refilstigum. Áróðursgaldurinn í kringum hinn „þýska“ Miroslav var í magn- ! aðra lagi, og þar sem hann reynd- ist vera markleysa frá upphafi til enda, var ekki nema von að sú hugsun hvarflaði að einhverjum, hvort eitthvað myndi nú ekki vera líkt með þessu og öllum þeim sög- um sem sagðar hafa verið af Þjóð- verjum undanfarin 40 ár? Reynd- ar mun ekki vera svo nema að nokkru leyti, því þar sem stór- fiskaleikur stórvelda fer fram, er alltaf af töluverðu að taka hjá báðum og sagan aldrei sögð nema frá sjónarmiði þess sem sigrar. Vegna þess að framundan er mikið afmæli, dettur mér í hug að spyrja þeirrar merkilegu spurn- ingar: Hvernig er hægt að koma því svo fyrir að Þjóðverjar hafi átt upptökin að öllum styrjöldum? Þegar Franz Ferdinand erki- hertogi, mikilhæfur maður sem vildi láta gott af sér leiða, var myrtur af hryðjuverkamanninum Prinsip í Sarajevo árið 1914, var lítill vafi á því að morðingjar hans hafi séð fyrir hvað það myndi leiða af sér. Að mánuði liðnum var Evrópa í báli. (Sumir segja að slíkt hafi hlotið að gerast, en því hygg ég fjarri fara.) Hvernig stendur nú á því að enginn hefur enn reynt að koma sökinni á morðinu yfir á Þjóðverja? Mín skýring er sú, að „Svarta höndin“ hafi verið svo hreykin af verki sínu, að hún hafi engum vilj- að unna þess að njóta „frægðar- innar“ öðrum en sér. Svo hróðug er Svarta höndin að í 70 ár hefur hún viljað njóta þessa ein. Enda er svo komið að allar þær þjóðir, sem þarna var att saman, eru nú komnar vel á veg með að „deyja út“. Ég tel það fullvíst að hægt hefði verið að koma í veg fyrir styrjöld- ina 1914. Veit ég um tvo menn sem það reyndu. Annar var Romain Rolland skáldsagnahöfundur frá Frakklandi, sem reyndi að bæta samband Frakka og Þjóðverja. Hinn var Helgi Pjeturss íslend- ingur. Hann sendi danska vísinda- félaginu vorið 1914 drög að rit- gerð, þar sem hann taldi voðann yfirvofandi. Af þeim sem harðlega snerust gegn styrjöldinni, er hún var að brjótast út, má nefna verkalýðsleiðtogann Jaures sem var myrtur og Bertrand Russell í Englandi, sem lengi sat í fangelsi. Biblíukapparnir hins vegar studdu stríðsyfirlýsingarnar hver í sínu landi. Glæpur að ráðast á saklaust líf Jón V. Jenssonskrifar: „Kæri Velvakandi! Tveir aðilar („einstæð móðir" og „einn úr borginni") hafa í dálkum þínum andmælt grein minni um fósturdráp (Mbl. 27/6) og einn maður, Ragnar Konráðs- son, tekið undir efni hennar. Þar sem málflutningi „einstæðrar móður“ yrði ekki svarað nema á yfirborðskenndan hátt i stuttu bréfi, hef ég beðið blaðið fyrir sérstaka grein, þar sem ég ræði ýmis mikilvæg atriði í tengslum við „félagslegar ástæður" fóstur- drápa. En málflutningur „eins úr borginni" er af öðrum toga og skal svarað hér nokkrum orðum. Hann segir í bréfi sínu um grein mina: „Ekkert er þar minnst á fólksfjölgunarvanda- málið," og ennfremur: „Það hlýt- ur að liggja i augum uppi, að fólksfjölgun er alvarlegt vanda- mál og það jafnvel hér á íslandi á hjara veraldar." Þetta síðasta er fráleit full- yrðing í ljósi þeirrar staðreynd- ar, að íslendingar eru fámenn þjóð í auðugu landi, en fólks- fjölgun hefur farið hraðminnk- andi síðustu áratugi og er nú um 1,2% árlega. En fólksfjölgun er þessu máli annars óviðkomandi. Menn tala ekki eins og þessi „eini úr borg- inni“, nema þeir annaðhvort neiti því alfarið, að fóstrið sé mannleg vera, ellegar séu reiðu- búnir að „leysa fólksfjölgunar- vandamálið" með líknardrápum yfirleitt — og þá ekki aðeins á börnum í móðurkviði, heldur og vangefnu, vanheilu og öldruðu fólki eða t.d. nýfæddum börnum af „óæskilegu kyni“, eins og nú á sér stað í Kína. En „einn úr borginni" getur ekki haft þessa síðarnefndu afstöu, því hann tal- ar sjálfur gegn líknardrápum í bréfi sínu. Ef hann hins vegar hafnar því, að ófædd börn séu manneskjur, hefur hann þá ein- hverjar sannanir fyrir því máli sínu? Ef ekki, hvers vegna þá þetta tvöfalda siðferði gagnvart drápi á fæddu barni og ófæddu? Bein árás á saklaust líf er alltaf glæpsamleg ■ sjálfri sér. Þá segir sami bréfritari um lausn fólksfjölgunarvandamáls- ins: „Auðvitað er það slæmt, að ekki eru til önnur úrræði en fóst- urmorð svokölluð." Hér skjátlast honum greini- lega, eins og þegar er komið fram. Til eru bæði ill meðul og góð til að draga úr mannfjölgun. Það væri misskilningur að halda, að fósturdráp séu hin einu af illu meðulunum, sem njóti viðurkenningar hjá „siðmennt- uðum þjóðum“ nú á dögum. „Líknardráp" tíðkast nú í æ rík- ari mæli á sjúkrahúsum, einkum á nýfæddum, vanheilum börn- um. í grein eftir dr. Finnis, „Rights and wrongs in legal responses to population growth" (í ritinu Man: How Will He Sur- vive?, ritstj. J.N. Santamaria, Melbourne 1973), má lesa að þau viðhorf gerist nú algeng meðal lögfræðikennara og ráðgjafa um lagasetningu, að nota beri líknar- dráp, fósturdráp og ófrjósemisað- gerðir til fólksfækkunar, jafnvel með ytri þvingun (og það á við um öll þessi tilvik). I stað þessara ráða bendir dr. Finnis á, að víða á Vesturlöndum hafi börnum í fjölskyldum fækkað um helming og jafnvel um tvo þriðju á 60—70 árum, án opinberrar íhlutunar. Það er ljóst, segir hann, að við- koma þjóða markast t.d. mjög af breytingu á aldri við giftingu, lengri skólagöngu og þegn- skylduvinnu, af reglum til auð- veldunar eða takmörkunar hjónaskilnaða og af fjölskyldu- ráðgjöf, af skattaákvæðum og barnabótum sem og af breyttum aðstæðum og tækifærum kvenna til starfa. Bréfritari hefur áhyggjur af líknarmorðum á sjúkrahúsum, en hann er ekki einn um það. Baráttan gegn fósturdrápum slævir engan í andstöðunni við líknarmorð, nema síður sé. Og þess eru greinileg merki, að það sé einmitt fósturdrápshugarfar- ið, sem hafi sýkt út frá sér á fæðingardeildum spitalanna og sé ein meginorsök þess, að t.d. í Bretlandi er tekið á móti mörg- um nýfæddum, fjölfötluðum börnum á þann hátt að gefa þeim deyfandi lyf, en alls enga fæðu, þar til þau lognast út af innan fárra daga. Vonandi gefst tækifæri til að kynna það mál- efni síðar, enda er nauðsynlegt, að íslenskir læknar eins og aðrir fái aðhald frá upplýstum al- menningi varðandi meðferð hins veikbyggðasta lífs. Að lokum vil ég láta þess get- ið, að ég er ekki prestur, þótt tveir þessara bréfritara hafi kallað mig „séra Jón Val“. Hitt þætti mér vissulega vænt um, ef prestar létu til sín heyra um þessi mál, því að frá síðustu ár- um minnist ég ekki blaðaskrifa frá þeirri hendi til varnar lífs- rétti fóstursins að slepptri einni grein, eftir sr. Magnús Björn Björnsson í 1. tbl. Víðförla 1982, auk bréfa frá sr. Árelíusi í þess- um dálkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.