Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 63 Akranes: Sunna sýnir í Hótel Ljósbrá í Hveragerði Glímt við grjótið og kvenfólkið hlær. Aðrar mvndir fri sjálfboðaliðinu að störfum. Hveragerði, 19. júlí. SUNNA Guðmundsdóttir hannyrðakona, sem býr að Borgarheiði 5 í Hvera- gerði, opnar sýningu í hótel Ljósbrá í Hverageröi laugardaginn 21. júlí kl. 14. A sýningunni verða 45 myndir gerðar með japönskum pennasaumi eins og þaö er nefnt á íslensku, en heitir raunar japanskt kúnstbróderí, sem er forn listgrein þar í landi. Aðeins tvö ár munu liðin síðan farið var að kenna hana hérlendis og mun þessi sýning vera hin fyrsta á slíkum munum hér á landi. Sunna hefur sótt sína kunnáttu til erlendra kennara sem hingað hafa komið til að kynna þessa hannyrð og hefur áunnið sér rétt til að kenna sjálf og hefur hún nú þegar staðið fyrir námskeiðum á vegum Hannyrðaverslunarinnar Irisar á Selfossi. Einnig sýnir Sunna myndir unn- ar með góblínsaumi gerðar eftir fyrirmyndum systur sinnar Ásu Guðmundsdóttur, sem á sínum tíma fékk einkaleyfi í Danmörku til að gefa þessi mynstur út og út- setti þau sjálf, en hún var mikil listakona, teiknaði og litaði garnið með jurtalitum, en það lærði hún hjá frú Helgu Sigurðardóttur á ár- unum 1946—47. Sunna er sunnlendingur, fædd í Reykjavík 1932 og ólst upp í Kefla- vík og Hafnarfirði. Hún stundaði sitt barnaskólanám í kaþólska skólanum í Hafnarfirði en þar var mikil áhersla lögð á fallegt og vandað handbragð og telur hún sig búa alla tíð að því, en einnig lærði hún mikið af Ásu systur sinni um hvers konar hannyrðir en mest hef- ur hún sjálfmenntað sig í sinni grein. Sunna mun vera í hótel Ljósbrá meðan á sýningunni stendur svo sem hennar tími frekast leyfir og kynna þeim sem áhuga hafa fyrstu handtökin við þessa skemmtilegu handavinnu. Sýningin mun standa í tvær vikur og vera opin á opnun- artíma hótelsins sem er kl. 9 til 22 alla daga vikunnar. Sigrún Sunna Guðmundsdóttir við nokkur fly verka sinna. Hraðfrystihús H.B. & Co lokar vegna sumarleyfa Pyrirtækið fékk viðurkenningu frá Coldwater Akranesi, 17. júlí. HB & CO. HF. á Akranesi mun nú í fyrsta skipti í 78 ára sögu fyrirtækis- ins loka því vegna sumarleyfa. Öll starfsemi þess mun liggja niðri í 3 vikur og á þeim tíma verður togari fyrirtækisins tekinn í slipp til botnhreinsunar og annarra brýnna viðgerða. Gert er ráð fýrir því að starfsemi hefjist aftur 13. ágúst nk. Alls starfa 250 manns hjá fyrirtæk- inu. Togarinn Haraldur Böðvarsson landaði í gær 170 tonnum. Magnús Gústafsson, framkvæmdastjóri Coldwater Seafood, afhenti í dag viðurkenningu til hraðírystihúss HB & Co. hf. á Akranesi fyrir góða frammistöðu og útbætur i fram- leiðslu. Athöfnin fór fram í kaffi- stofu frystihússins að viðstöddum starfsmönnum. Haraldur Stur- laugsson framkvæmdastjóri HB & Co. hf. ávarpaði starfsmennina og síðan tók Magnús Gústafsson til máls og ræddi einkum um hve brýnt það væri að vöruvöndun væri fyrsta flokks og jafnframt útskýrði hann fyrir starfsmönn- unum hvernig fiskurinn væri með- höndlaður eftir að hann kæmi á markað í Bandaríkjunum. Hann þakkaði að lokum starfsfólkinu fyrir góðan árangur og kvað þessa viðurkenningu ekki síður vera til almenns starfsfólks en stjórnenda fyrirtækisins. Hraðfrystihúsið V^terkur og kj hagkvæmur auglýsingamiöill! fékk einnig þessa viðurkenningu á síðasta ári. Alls veitir Coldwater fimm hraðfrystihúsum þessa við- urkenningu. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem framkvæmda- stjóri fyrirtækisins kemur til landsins til að afhenda viðurkenn- ingarnar. J.G. Smá pása tekin fyrir Ijósmyndarann. RAINBOW NAVIGATM Beinar siglingar milli Njarðvíkur og Norfolk með M.v. .RAINBOW HOPE'. Flytjum stykkja-, palla- og gámavöru, fyrstivöru og frystigáma. Áætlun Umboðsmenn okkar eru: Lestunardagar NJarðvík: Cunnar Cuðjónsson sf. Hafnarstraeti 5 27. júli 17. ágúst 7. september Norfolk: 7. ágúst 27. ágúst 18. september P.O. Box 290 121 Reykiavlk. Slmi 29200 Telex 2014 Meridian Ship Agencv. Inc. 201 E. Citv Hall Ave.. Suite 501 Norfolk Va. 23510 U.S.A. Simi (8041-625-5612 Telex 710-881-1256 48^ Rainbow Navigation.lnc. Foreldrafélag Glaðheima aðstoðar við gerð leikvallar Bohingarvlk, 11. júlf. UNDANFARIÐ hefur verið unnið við að fullgera útisvæðið við leikskólann Glaðheima hér í Bol- ungarvík. Leikskólinn var form- lega tekinn í notkun um síðustu mánaðamót. Það vakti athygli fréttaritara Mbl. að hópur kvenna og karla var að störfum kvöld eitt á Glaðheimalóðinni. Við nánari athugun kom í ljós að þar voru að verki meðlimir í foreldrafé- lagi Glaðheima sem tóku sig til að raka og slétta lóðina undir þökurnar. Það var um tuttugu manna hópur þarna að verki með hrífur og skóflur og vinnu- vélar sem bærinn lagði þeim til. Foreldrafélagið mun ætla sér að leggja sitt af mörkum þar til leiksvæðið verður fullbúið. Slíkt sjálfboðaliðastarf sem þetta er alltaf jákvætt og gerir góðan bæ betri. Gunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.