Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 3 Rifið utan af Fjalakettinum NIÐURRIF kvikmyndasalar Fjalakattarins við Aðal- Myndin var tekin um miðjan dag í g*r þegar „rifrild- stræti hófst í g*r, eins og fyrirhugað hafði verið. ið“ stóð sem hæst Fremst á myndinni má sjá Hörð Þegar verkamenn hættu störfum undir kvöldið var Runólfsson, verktaka, stjórna sínum mönnum. búið að fjarlægja nær allt járn af vesturhlið hússins. — Mbl./KEE. Austfjarðastoppið: Togararnir kallaðir inn á miðvikudagskvöld Fjögur fyrirtæki bíða með ákvörðun um stopp til fundar með alþingismönnum kjördæmisins á miðvikudag STJÓRNENDUR þeirra sjávarút- vegsfyrirtækja, sem ákveðið hafa að stöðva rekstur fyrirtækja sinna, hafa ákveðið að kalla skip sín inn frá veiðum á miðvikudagskvöld. Hér er um að ræða 10 togara, en stjórnend- ur annarra fyrirtækja bíða ákvörð- unar þar til að loknum fundi með þingmönnum kjördæmisins, sem fyrirhugaður er á miðvikudagsmorg- un. Að sögn Ólafs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað, hefur ekkert komið fram, sem breytir þessari ákvörðun útgerða togaranna 10 og auk þess sjálfstoppað vegna stöð- unnar. Sagði hann menn vera orðna þreytta á aðgerðaleysi stjórnvalda. Halldór Ásgrimsson, sjávarút- vegsráðherra og fyrsti þingmaður Austurlandskjördæmis, sagði i samtali við Morgunblaðið, að fyrirhugaður fundur á miðvikudag væri enginn samningafundur. Hann mætti á hann sem þingmað- ur Austurlands og þingmennirnir færu ekki með neinar lausnir í töskum sínum austur. Það yrði bara að sjá hver framvinda mála yrði. Fyrirtækin, sem ákveðið hafa rekstrarstöðvun eru Fiskvinnslan hf. og Gullberg hf., Seyðisfirði, sem gera út togarana Gullberg og Gullver; Síldarvinnslan hf. sem gerir út togarana Barða, Beiti, Birting og Bjart; Hraðfrystihús Belgíski dreng- urinn á batavegi LITLI belgíski drengurinn, sem slasaðist illa á Seyðisfirði í síð- ustu viku, er nú allur á batavegi skv. upplýsingum, sem Mbl. fékk á skrifstofu ræðismanns Belgíu í Reykjavík í gær. Foreldrar drengsins eru enn hérlendis, frest- uðu heimför sinni eftir slysið. Faðir hans hyggur á heimför á næstu dögum en móðir hans verð- ur áfram hérlendis um sinn. Eskifjarðar hf., sem gerir út tog- arana Hólmanes og Hólmatind; Skipaklettur hf., Reyðarfirði, sem gerir út togarann Snæfugl og Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar, FLUGLEIÐIR hafa fengið leyfi bandarískra flugmálayfirvalda til að hefja áætlunarflug til Orlando í Florida. Ekki er endanlega ákveðið hvenær byrjað verður að fljúga þangað vestur en væntanlega verður það ekki síðar en í mars á næsta ári, að sögn Sigfúsar Erlingssonar, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs Flug- leiða. Komið upp um 3 þjófaflokka Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur nú komið upp um þrjá þjófa- flokka, sem verið hafa aðsópsmiklir í höfuðborginni og víðar undanfarn- ar vikur og mánuði. Tengjast þeir fjöldamörgum innbrotum og þjófn- uðum úr húsum, verslunum og bif- reiðum. Lögreglan í Borgarnesi handtók að beiðni RLR tvo menn um helg- ina, þar sem þeir voru í útilegu í Borgarfirði. Þegar málið var kannað nánar reyndust þeir hafa stolið öllum viðlegubúnaði sínum; tjaldi, gastæki, veiðistöngum o.fl. Gerð var krafa um að þeir yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald en niðurstaða dómara lá ekki fyrir í gær. Að þessum tveimur meðtöld- um eru 7 menn í haldi vegna inn- brota að undanförnu, allt ungir piltar. óvenjulítið var um innbrot um helgina að sögn RLR. Var aðeins kunnugt um innbrot í einn sölu- turn við Grundarstíg. sem gerir út togarann Kambaröst. Fyrirtækin á Vopnafirði, Fá- skrúðsfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi hafa enn ekki tekið ákvörðun um stöðvun. Formlegt leyfi barst Flugleiðum fyrir helgina en málið hefur verið nokkuð lengi í deiglunni. Upphaf- lega var hugmynd Flugleiða- manna að bjóða upp á áætlunar- ferðir milli Evrópu og Florida frá og með september nk., en vegna þess hve leyfisveitingin tók langan tíma og stöðu Bandaríkjadals hef- ur verið fallið frá þeirri áætlun. „Sólarlandaferðir Evrópubúa til Bandaríkjanna eru orðnar mjög dýrar vegna þess hve dollarinn hefur hækkað mikið,“ sagði Sigfús í samtali við blaðamann Mbl. „Það er því erfiðara en menn gerðu ráð fyrir að kynna þessar ferðir í Evr- ópu.“ Flugleyfið er takmarkað við tvær ferðir á viku. Sigfús Er- lingsson sagði að ekki væri ákveð- ið hvort viðkoma yrði höfð á Is- landi á leið frá meginlandi Evrópu til Florida eða hvort flogið yrði beint frá Lúxemborg með viðkomu í Baltimore í Maryland. Málið myndi allt skýrast á næstu vikum. Heimilisfang- ið féll niður í Morgunblaðinu sl. laugardag var fjallað um Kjötbæ, sem er ný verslun við Laugaveg í Reykjavík. í fréttinni féll niður, að Kjötbær er til húsa að Laugavegi 34a. Beð- ist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Flugleiðir fá flug- leyfi til Orlando HVAR eru stjömumar þrnar? Þú ert ekki fædd(ur) undir áhrifum aöeins einnar stjörnu heldur margra eins og sjá má á þessu stjörnukorti Gústafs Agnarssonar, fyrrverandi Noröurlandameistara í lyftingum. Hann á sameiginlegt meö mörgum afreksmönnum í íþróttum aö hafa Mars í hágöngu, svo sem rann- sóknir franska tölfræöingsins M. Gaugelins hafa sýnt fram á. Hvað getur stjörnuspekin gert fyrir þig? Þú getur notaö stjörnuspeki sem sjálfskönnun- arspegil, ekki til aö fá endanleg svör viö spurning- um þínum, heldur viömiöanir sem þú getur sjálf(ur) unniö út frá. Þú getur spurt: Hvert er sjálf mitt og grunntónn? — Er ég í góöum tengslum viö sjálf mitt og hvernig beiti ég vilja mínum? — Hverjar eru tilfinningalegar gunnþarfir mínar? — Hvers konar daglegt lífsmunstur á best viö mig? — Hvernig beiti ég hugsun minni? — Hverjir eru hæfileikar hugsunar minnar og hvaö þarf ég að varast? — Hverjar eru ástarþarfir mínar og hvers konar manngeröir eiga best viö mig? — Hvernig er ég í nánu samstarfi og hvaö get ég gert til að mér gangi betur aö umgangast aöra? — Hvernig nýti ég starfsorku mína og inn á hvaöa svið er best aö beita henni? — Hvernig beiti óg kynorku minni? — Hverjar eru lífsskoöanir mínar og þjóöfélagshugmyndir? — Hver eru markmiö min og hvar liggur helsti vaxtarbroddur minn? — Á hvaöa sviöum liggja helstu veiklelkar mínir og hömlur og hverju vil ég breyta og hvaö vil ég bæta í fari mínu? — Hver er ábyrgö mín gagnvart sjálfum mér og öörum? — Hvaöa hæfileikar mínir liggja ónýttir? Gunnlaugur Guð- mundsson stjörnu- spekingur er á staðnum og túlkar stjörnukortiö þitt. Viö tölvukeyrum mjög full- komin stjörnukort og túlk- um þau. Einnig höfum viö úrval bóka um stjörnuspeki og sjálfskoö- anir. Veriö velkomin STJÖRNUSREKÍ__ DÐSTÖQÍ Laugavegi 66, sími 10377.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.