Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 23 Að halda trúnað við viðskiptavininn Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: The Naked Face. Handrit: byggt á samnefndri sögu Sidney Sheldon. Unnið af Bryan Forbes sem jafnframt er leikstjóri. Myndatökustjóri: David Gur- finkel. Tónlist: Michael J. Lewis. Sýnd í Bíóhöllinni. Það er aðeins eitt sem má finna að nýjustu mynd Bíóhall- arinnar: í kröppum leik, eða The Naked Face eins og myndin nefnist á frummálinu — hléið er tíu mínútum of langt. Skrýt- in athugasemd, enda slegið fram, til að varpa ljósi á þessa ágætu kvikmynd. Það er nefni- lega ansi hæpin pólitík, að sundurgreina efnisþráð þessar- ar myndar, i því skyni að lýsa hversu afbragðsgott kvik- myndaverk er hér á ferð. Mynd- in er svo spennandi, að hléið verður óþægileg biðstund fyrir áhorfandann, sem aftur merkir að væntanlegir áhorfendur mega alls ekki vita gjörla sögu- þráðinn, því þá skiptir engu máli hvað gerist eftir hlé. Þetta merkir svo auðvitað, að spenn- an felist í listilega ofnum sögu- þræði, stútfullum af óvæntum uppákomum. Handrit ræður söguþræði kvikmyndar einsog flestir vita, en hér er það samið af leik- stjóranum Bryan Forbes, upp úr samnefndri bók Sidney Sheldon. Eins og ég sagði hér áðan, er handritið stútfullt af óvæntum uppákomum, en það er ekki einungis hugmyndaríkið er ræður ferðinni í handriti The Naked Face, heldur gætir þar vandaðs málfars, er hefur myndina yfir kvikmyndir á borð við Raging Bull og Hjartarbanann, en sóðalegt lágstéttarorðbragð flæddi þar yfir bakka eins og menn muna. Það er hins vegar hrein unun að hlýða á málfar leikaranna í Ef þið viljið kynnast Roger Moore uppá nýtt, ættuð þið að skreppa uppí Bíóhöll þessa dagana. The Naked Face. Þannig mælir aðalleikarinn Roger Moore, í hlutverki geðlæknisins Dr. Judd Stefens, á fágaðri enskri tungu er stingur ónotalega í stúf við hrjúft en hvergi rudda- legt Bronx-málfar rannsóknar- lögreglumannsins McGreavy, sem enginn annar en Rod Steiger leikur. Hugsið ykkur annars sjálfur Rod Steiger kominn aftur á stjá og ekki nóg með það, því enginn annar en Elliott Gould birtist líka í þessari kvikmynd, í liki rannsóknarlögreglumannsins Angeli, og hvað um rúsínuna í pylsuendamim, hinn aldna stórleikara Art Carney? Hverju veldur að þessir stór- laxar sópast allt i einu fram á hvita tjaldið i eina bendu í bíómynd sem gerð er eftir sögu Sidney Sheldon? Auðvitað er það handritið sem lokkaði þessa menn til samstarfs við Bryan Forbes. Snillingar hins hvíta tjalds vinna aðeins eftir góðu handriti. En enn má spyrja, hvað veldur þá þvi að meistarar á borð við Rod Steiger og Ell- iott Gould laðast til samstarfs við súkkulaðidrenginn Roger Moore? Ja, þið ættuð bara að sjá Moore í þessari mynd og þá skiljið þið af hverju, þvi það er bara eins og drengurinn hafi hér tekið á sig nýtt gervi, svo alger er umbreytingin frá fyrri tíð, vona ég bara að stráksi hljóti óskarinn fyrir — þennan sem var svo likur frænda eins ritara Amerísku kvikmynda- stofnunarinnar að hún hrópaði upp: „Hann er nú bara eins og hann óskar frændi." Þetta atvik átti sér stað 1927, á þeirri árstið er þessi eftir- sótta stytta sá fyrsta dagsins ljós, nú hvílir meiri alvara yfir öllu listalífi og auðvitað fær Roger Moore aldrei óskarinn né spennumynd á borð við: The Naked Face. Samt er það svo, að mynd þessi se'dr okkur ef til vill meira um mannlífið, en margar svokallaðar „listrænar myndir", slíkar sem hljóta verðlaun á listahátíðum. Mynd- in greinir nefnilega frá heimi, er dylst rækilega undir fáguðu yfirborði vestræns samfélags, ósýnilegum heimi tilfinninga og hugarflugs, er sér dagsins ljós í einkasamtölum rándýrs geðlæknis og ríkra viðskipta- vina. Geðlæknirinn viðurkennir til- vist þessa ósýnilega heims og hann vill fremur týna lífinu, en bregðast. trúnaði viðskiptavin- anna. Nú vill svo til að flestir viðskiptavinir læknisins eru eiginkonur ríkra manna, og segir það sína sögu, því margar hverjar stelast í viðtal í óþökk eiginmannanna. Það er sum sé ekki nóg að hafa allan heimsins lúxus, þegar sá byggist á miskunnarleysi og afneitun mannlegra tilfinninga. En kannski er sú líka ástæðan fyrir vansæld fyrrgreindra eig- inkvenna, að þær eru aðeins hluti glæstrar framhliðar riki- dæmisins. En nú er ég búinn að lyfta of hulunni hátt er ætíð liggur yfir glæpnum í hverri sakamálamynd, og læt því stað- ar numið, en minni áhorfendur á að líta ekki í prógrammið fyrr en að sýningu lokinni. Sumar hiá Olís Grill Yfirbyggt með strompi. Vönduð vara. Meðfærilegt ferðagrill Létt og fyrirferðalítið. Sæta- áklæöi UNI STAR og COBRA Frábært verð- Farangurs- gríndur Stillanlegar, á flestar gerðir bíla. Galvanserað stál og svart epoxýmálað. Öryggisnet Spennt á framsætin til að hindra að litlir farþegar í aftursætinu trufli ökumann í akstri. Grlllkol 2 kg. poki. Olís grillkveikjuvökvi með góðum spraututappa. Hefur ekki áhrif á bragð né lykt matvæla sem grilla skal. Sólgteraugu Ótal gerðir verð frá 9S- VSarabílrúða Brotin framrúða bíls getur bundið snöggan endi á ferðalagið. Með varabílrúðunni kemst þú á áfangastað eða viðgerðarstað. Festingar fylgja. Pasa á allar gerðir bíla. Sjálfsögð öryggisráðstöfun. STÖÐVARNAR \ X MMHMSHI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.