Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 Vandí laxeldis og nýjungar í fiskirækt — eftir Össur Skarphéðinsson í því tilfelli væri því æskilegt aÖ framleiða geldstofna, sem aldrei kynþroskast en vaxa án afláts fram aö slátur- dægri. Þetta hefur verið draumur laxeldismanna um langt skeið, því með því að losna við kyn- þroskann er talið að fiskurinn kynni að vaxa hraðar, þar sem allt að 40% af heildarorku hans fara í byggingu kynkirtlanna. Þann áttunda júlí birti Morgun- blaðið frétt um að Norðmenn föl- uðust eftir miklu magni af ís- ienskum laxaseiðum til slátureldis í Noregi. I fréttinni var jafnframt rætt við Björn Jónsson, fram- kvæmdastjóra hjá Norðurlaxi á Laxamýri í Þingeyjarsýslu, en Noðurlax er ein þeirra eldisstöðva sem hyggjast selja seiði til Nor- egs. 1 viðtalinu við Björn kom sú skoðun fram, að þess væri ekki að vænta að „íslensk laxaseiði reynd- ust vel í eldi, þau yrðu of fljótt kynþroska og hentuðu einfaldlega ekki til eldis". Gæði íslenskra seiða Það er að sönnu rétt, að íslensk laxaseiði sem flutt hafa verið til Noregs hafa ekki ævinlega reynst vel, mest fyrir þá sök að talsverð- ur hluti þeirra hefur tekið út bráð- geran kynþroska. En bráðger kyn- þroski er mjög óæskilegur í laxi, sem alinn er til slátrunar, því í kjölfar hans sigla gjarnan lélegur vöxtur — stundum alger stöðvun vaxtar, slæm fóðurnýting og oftar en ekki há dánartíðni, einkum í sjávareldi, því kynþroska laxfisk- um gengur oft erfiðlega að halda uppi réttum saitbúskap. Af reynslu sinni af íslenskum seiðum hafa því norskir vísinda- menn viðrað þá skoðun að erfða- vísar í íslenskum löxum valdi hin- um ótímabæra kynþroska í seiðum af íslandi og hérlendis má raunar komast í tæri við svipaðar skoðan- ir meðal fiskeldisfrömuða. Sjálfur hefi ég hvergi séð neinum fræði- legum stoðum skotið undir getgát- ur af þessu tæi og tel fráleitt tímabært að íslendingar séu sjálf- ir að gefa því undir fótinn að seiði héðan séu verri en úr öðrum átt- um. Rétt er að minna á, að hér á landi eru margir ólikir laxastofn- ar með mismunandi kynþroska- aldur og því erfitt að dæma ís- lensku stofnana sem eina heild. Ég er raunar þeirrar skoðunar að íslensk seiði séu að arfgerð ekki líklegri til að taka út bráðgeran kynþroska en laxaseiði annarra þjóða. Sú staðhæfing byggist þó á rökum sem eru of rúmfrek til að þeirra sé hér getið. Þess má þó geta að hvað varðar bráðgeran kynþroska í hængseiðum, sem hér á landi er vandamál eins og víðar, þá virðast norskir stofnar til að mynda ekki betri en þeir islensku: Tvennar rannsóknir sem mér eru kunnar á villtum stofnum leiddu í ljós að tíðni kynþroska í hæng- seiðum var 85 prósent 1 öðrum stofninum en 65 prósent í hinum. Það er síður en svo betra en gerist með öðrum þjóðum. Brigöult ráð I sjálfu sér skiptir þetta þó ekki svo miklu máli, heldur hitt, að það er vel þekkt að þegar laxaseiði eru tekin og flutt til eldis þá kyn- þroskast stór hluti þeirra of snemma fyrir smekk laxabænda. Þetta stafar einfaldlega af því að umhverfisaðstæður breytast, kaupandinn vill að sjálfsögðu fá seiðin í sláturstærð sem fyrst og neytir því þeirra bragða sem hann telur vænlegust til að hvetja vöxt seiðanna, þ.e. eykur Ijós, hita og fóðurgjöf. Þetta veldur að vonum aukningu á vaxtarhraða — en í mörgum tilvikum líka mikilli tíðni ótímabærs kynþroska sem alltof oft er fylgikvilli hraðs vaxtar. Þetta er einfaldlega staðreynd sem ekki verður breytt og rann- sóknir sýna að gildir jafnt í eldi sem úti í náttúrunni. Þannig sýna nýbirtar niðurstöður kanadískra tilrauna að séu laxastofnar grisj- aðir í ám, þannig að seiðin verði færri og því meira fóður á sér- Hemlar og hemlakerfi er mikilvægasti öryggisþátturinn í öllum akstri og meðferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir. í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð fyrir viðhaldi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir. Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum. Orginal hemlahlutir í allartegundir bifreiða ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ. NOTK) ÞJÓNUSTU FAGMANNA, ÞAÐ TRYGGIR ÖRYGGIÐ. LLINGf Sérverslun með hemlahluti. Skeifunni 11 Sími: 31340,82740, Össur Skarphéðinsson hvert þeirra, þá eykst vaxtarhrað- inn að mun. Tíðni bráðgers kyn- þroska stóreykst á hinn bóginn líka. í frétt Morgunblaðsins komu i ljós eðlileg vonbrigði fram- kvæmdastjóra Norðurlax, sem sér dýrmætan markað fyrir islensk seiði í Noregi og vill að sjálfsögðu tryggja hlutdeild sína í honum. í viðtalinu kemur þannig fram, að til þess að sneiða hjá búsifjum ótímabærs kynþroska og búa til stofn sem fellur betur að þörfum útflutningsmarkaðsins, þá vill hann flytja inn stofn frá Noregi og blanda við þann íslenska. Út úr þeirri kynblöndun vonar svo Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Norð- urlax i Þingeyjarsýslu, að komi stofn sem ekki þjáist af bráðger- um kynþroska og verði Norð- mönnum fullboðlegur. Mér er til efs að þetta gangi hjá Birni og félögum og fylgja þó frómar óskir mínar um gengi þessarar lofsverðu viðleitni. Vert er að benda á, að umhverf- isþættir eins og ljós og hiti ráða mjög miklu um þróun eðlisþátta á borð við kynþroskaaldur, sumir sérfræðingar segja mun meiru en arfgerðin. Það er því allsendis óvíst, að norskir laxar sem alast upp við íslenskar aðstæður kyn- þroskist síðar en frændur þeirra sem eftir urðu í Noregi. Mér er að sönnu ekki ljóst hvernig aðstæður þeirra breytast við flutninginn til íslands, en aukist hiti og ljós frá hinum norsku aðstæðum, þá er ég þess fullviss að mun hærra hlut- fa.ll þeirra kynþroskast snemm- endis en meðal frænda i Noregi. Hvað gera bændur þá? Enn er svo þess að geta að í Kanada leiddi blöndun ólíkra laxastofna í tilraunastöð til þess að fyrsta kynslóð afkvæma hafði mun hærri tíðni bráðgers kyn- þroska í hængseiðum en foreldra- stofnarnir. Hrygnustofnar og geldstofnar Ég er því fráleitt viss um að kynblöndun sé besta — eða fljót- legasta — leiðin til að losna við ótímabæran kynþroska. Hins veg- ar get ég bent íslenskum laxa- bændum á óbrigðult ráð, sem mun losa þá við öll vandræði af kyn- þroska í sleppiseiðum og slátur- fiski. í rauninni er hægt að benda á tvo kosti. Sá fyrri byggist á því að búnir eru til sláturstofnar sem samanstanda eingöngu af hrygn- um, eru m.ö.o. algerlega án hænga! En vandræðin sem stafa af kynþroskanum eru að mestu leyti bundin við hængana sem oft kynþroskast sem seiði — andstætt hrygnum sem eru ævinlega ókyn- þroska á seiðastiginu og kyn- þroskast að öðru jöfnu síðar en hængamir eftir að fullorðinsaldri er náð. Þetta er unnt á tiltölulega auðveldan hátt og aðferðinni til þess hefi ég áður lýst í Sjávarfrétt- um, 2. tbl. þessa árs. í sumum tilvikum er nauðsyn- legt að framleiða stóran sláturfisk en þá þarf að ala laxinn það lengi að hætta er á að hrygnurnar kyn- þroskist líka. í því tilfelli væri því æskilegt að framleiða geldstofna, sem aldrei kynþroskast en vaxa án afláts fram að sláturdægri. Þetta hefur verið draumur laxeld- ismanna um langt skeið, því með því að losna við kynþroskann er talið að fiskurinn kynni að vaxa hraðar, þar sem allt að 40% af heildarorku hans fara í byggingu kynkirtlanna. Nú hefur verið fundin upp að- ferð sem gerir þetta kleift án mjög mikils tilkostnaðar. Gífurlegir möguleikar Sú er raunar svo glæný af nál- inni að fullnaðarniðurstöður hafa enn ekki verið birtar. Þær hafa þó vakið mikla athygli i hópum eld- ismanna beggja vegna Atlants- hafsins, því segja má að geldfiskur sé í rauninni paradísarfiskur laxa- bóndans: hann er algerlega laus við búsifjar hins ótímabæra kyn- þroska og ætti samkvæmt kenn- ingunni að nýta fóður miklu betur. Þess má geta að þessar aðferðir voru að verulegu leyti þróaðar í fiskeldisstöð breska fiskimála- ráðuneytisins á Englandi, þar sem ég dvaldi við rannsóknir um fjög- urra ára skeið. Að lokum er vert að undirstrika, að framleiðsla á hreinum hrygn- ustofnum og geldstofnum eru nýj- ar aðferðir sem ekki hafa enn ver- ið teknar upp i miklum mæli í nágrannalöndum okkar. Slíkir fiskar eru hins vegar afar verð- mætir og reynsla breskra eldisst- öðva sem selja geld eða kvenkyns regnbogasilungsseiði sýnir að fyrir þeim er mikill markaður. Haldi Islendingar vel á spöðunum kynni hér að vera möguleiki til að vinna miklu stærri útflutnings- markað fyrir kvenkyns eða geld laxaseiði en við hefðum ella nokk- urn tíma von um að ná. Er þá ótalinn sá fjárhagslegi ávinningur sem innlent laxeldi gæti haft af því að taka þessar aðferðir í sína þjónustu. Óssur Skarphéðinsson er doktor í riskalífeðlisfræði og stundaði rann- sóknir í fiskeldi um fjögurra ira skeið í rannsóknarstöð brezka fiskimálaráðuneytisins í Lowestoft. Hann starfar nú sem blaðamaður rið Þjóðriljann. Rússar gera sér mat úr fjöldamorðum Mookru, 21. júlí. AP. SOVÉSKA fréttastofan TASS greindi í smáatriðum frá fjöldamorðunum í borginni San Ysidoro á dögunum þar sem atvinnulaus öryggisvörð- ur myrti á þriðja tug manna og særði marga til viðbótar. Sovétmenn hafa verið fljótir að gera sér mat úr fréttum sem borist hafa um glæpa- mennsku frá Los Angeles, ákvörðun sinni um að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum til stuðnings. „Svona martröð getur orðið hvar sem er og hvenær sem er, ekki síst á íþróttaleikvöngum," ritaði TASS í dag og hæddist að því að Bandaríkin teldu sig geta tryggt öryggi íþróttamanna eftir því sem kostur væri. Tónninn var á þá leið að menn skyldi ekki undra þó Sovétmenn hefðu tekið þann kost að vera ekki með á leikunum, þar eð „svona nokkuð gæti hent hvern sem er í Kali- forníu hvenær sem er,“ eins og TASS sagði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.