Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 25 Lundúnir, 23. júlí. AP. PETTER Wright, fyrrum starfsmaður bre.sku leyniþjónustunnar MI 5, lét hafa eftir sér í breska blaðinu Observer í dag, að hann væri óhræddur við málaferli ef út í það færi til að afhjúpa stórkostlega bresti í MI 5 og marga njósnara Sov- étríkjanna í hópi starfsmanna þjón- ustunnar, svo og fleiri sem tengjast henni óbeint. Þar á meðal má nefna fyrrum forsætisráðherra Harold Wilson. Wright hefur tekið saman mikið magn upplýsinga sem hann ætlar að tefla fram máli sínu til stuðnings. Wright hætti hjá MI 5 árið 1976 og hefur síðan búið í Ástralíu. Á árunum 1965 til 1976, var hann helsti „moldvörpufangari" leyni- þjónustunnar. Um Harold Wilson, segir Wright, að MI 5 hafi þrívegis séð ástæðu til að rannsaka mann- inn, starfsemi og hagi, eftir að landflótta Sovétmaður, starfs- maður KGB, benti á hann sem mögulegan njósnara fyrir Sovét- ríkin. Wilson var tvívegis forsæt- Hafmeyjan fær handlegg sinn aftur: Tveir unglingar unnu spjöllin í ölæði Kaupmannahöfn, 23. júlí. AP. LÖGREGLAN f Kaupmannahöfn kom höndum í gærmorgun yfir handlegg litlu hafmeyjarinnar, sem skemmdarverkamenn söguðu af að- faranótt sunnudagsins. Var það í annað skiptið sem líkamshlutar hafa verið sagaðir af hafmeyjunni litlu. Tveir 18 ára Danir játuðu á sig verknaðinn og sitja þeir í varðhaldi um þessar mundir. „Þeir komu á lögreglustöðina með einn handlegg, tvo timbur- menn og urmul afsökunarbeiðna," sagði lögregluþjónn sem kaus að gefa eigi upp nafn sitt. Hann sagði enn fremur, að piltarnir tveir hefðu sagt að þeir hefðu gert sér grein fyrir því að þeir myndu aldr- ei komast upp með verknaðinn þar eð svo margir félaga þeirra vissu hvað þeir höfðu gert. „Við höfðum fengið lýsingar á peyjunum og hefðum örugglega náð þeim í dag,“ sagði lögregluþjónninn. Hafmeyjan litla hefur mátt þola ýmislegt á því 71 ári sem hún hef- ur verið til, höfuðið var sagað af henni fyrir 20 árum og fannst aldrei. Handleggurinn nú. Þá hafa skemmdarverkasjúkir aðilar skvett á hana málningu og útgef- EGYPSKI námsmaðurinn Isama Ahmed Montaza náði á sunnudag- inn bezta tíma í því að synda við- stöðulaust fram og til baka yfir Ermarsundið. Sundið tók samtals 21 klukku- stund og 37 mínútur eða 39 mínút- um skemmri tíma en Jon Eriksson frá Chicago synti árið 1979. endur klámrita hafa laumast að henni að næturlagi og látið hana leika aðalhlutverk í klámmyndum. En hafmeyjan er miklu frekar tákn Danmerkur en nokkuð ann- að, þar með talið tívolí og bjórinn. Á 70 ára afmælinu á síðasta ári, heimsóttu hana sendiherrar 24 landa og vottuðu henni virðingu sína og mikil hátíðarhöld voru í tilefni dagsins. Saga hafmeyjarinnar er dálítið sérkennileg. Uppruni hennar er í ævintýrum Hans Christian And- ersens, en í þeim bjargar hafmeyj- an ungum prinsi frá drukknun. Hjarta hennar er svo hreint, að hún reynir ekki að vinna ástir hans og skilar honum í hendur heitkonu sinnar sem bíður hans í landi. En æ síðan bíður hún hans, því ást hans er eina von hennar um að eignast sál og ódauðleika í himnaríki. Tilkoma hafmeyjarinnar í Kaupmannahöfn tengist ævintýr- inu, en þó óbeint. Þannig var mál vexti að Carl Jakobsen, sem stofn- aði Carlsberg bjórverksmiðjurnar, heillaðist svo af túlkun Ellen Price á hafmeyjunni í Konunglega Montaza er áttundi maðurinn sem tekst að synda viðstöðulaust fram og til baka yfir Ermarsund. Hann lagði upp frá Dover og synti yfir til Griz Nes höfðans á Frakk- landsströnd þar sem hann sneri við. Þrír Bandarikjamenn frá Tex- as lögðu upp með Montaza, en þeir gáfust upp á sundinu áður en önn- ur leiðin var að baki. danska ballettinum, að hann fól myndhöggvaranum Edvard Erik- sen að gera höggmynd af haf- meyju í líki ungfrú Price. Baller- inan var hins vegar ekki á því að sitja nakin fyrir hjá Eriksen og varð eiginkona myndhöggvarans að hlaupa í skarðið. Það kom síðan af stað miklum deilum í Dan- mörku, er hafmeyjan var afhjúpuð 23. ágúst 1913, hvaða líkamshlutar tilheyrðu ungfrú Price og hverjir tilheyrðu frú Eriksen. En allar götur síðan hefur hafmeyjan skip- að æ vaxandi sess í hugum Dana. Tékkóslóvakía: Hjúin hlupu af sér landa- mæraverðina Munrhen, 23. júlf. AP. SEXTÁN ára skólastúlku og 24 ára unnusta hennar tókst að hlaupa af sér tékkneska landamæraverði og komast á vit frelsisins árla í dag. Tókst þeim að klifra yfir landa- mæragirðingu i Bæjaralandi. Viðvörunarkerfi fór í gang er hjúin komu að landamæra- girðingunni og veittu landamæra- verðir þeim þegar í stað eftirför. Engum skotum var hleypt af og engar jarðsprengjur eða aðrar gildrur í jörðu eru á þeim slóðum þar sem flóttinn átti sér stað. Tékkncski herinn lokaði þegar í stað flóttasvæðinu. Hjúin kváðust hafa flúið vegna fjölskylduástæð- na og erfiðrar afkomu. Vestur- þýzk yfirvöld gefa ekki upp nöfn flóttafólks frá kommúnistaríkjum af ótta við hefndaraðgerðir gagn- vart vinum og vandamönnum þeirra, sem enn eru handan járntjaldsins. Ermarsund: Nýtt sundmet Dover, 23. júlí. AP. „Haförninn“ sökkti Devonshire Lundúnir, 23. júlf. AP. TALSMAÐUR breska varnarmála- ráðuneytisins greindi frá því í dag, að tilraunir með hina nýju eldflaug, „halorninn", sem ætlað er að granda herskipum, hafi heppnast framúrskarandi vel, ein slík hafl gengið gersamlega frá tundurspillin- um HMS Devonshire, sem var tek- inn úr flotanum fyrir 6 árum og ætl- aður til slíkra tilrauna. „Haferninum" var skotið frá Sea Harrier-orrustuþyrlu og sprakk MHS Devonshire í loft upp. Tundurspillirinn var 5.500 tonna skip. Skipið sökk þó ekki fyrr en kafbáturinn Splendid sigldi í skotfæri og sendi því tund- urskeyti. Talsmaðurinn sagði þetta framúrskarandi árangur í tilraununum og haförninn stæði hinum frönsku Exocet-eldflaugum sist á sporði. Tundurspillirinn Devonshire var smíðaður árið 1962 og nam kostnaðurinn við smiðina 14 millj- ónum punda. Sem fyrr segir þótti skipið úr sér gengið fyrir sex ár- um, það var því tekið úr þjónustu, en geymt til notkunar við slíkar tilraunir. Ekki var uppgefin stað- ur eða st.und tilraunanna. Hollis ... njósnari? isráðherra í stjórnum Verka- mannaflokksins, en ekkert sann- aðist á hann og var málið þvi látið niður falla. Breska blaðið Sunday Times birti á sunnudaginn lista með nafni 21 manns, sem blaðið segir foringja innan MI 5 hafa tekið saman. Á listanum eru nokkur nöfn vel þekktra njósnara sem hafa annað hvort játað, flúið aust- ur fyrir tjald, eða verið afhjúpaðir síðan árið 1950. En á listanum eru einnig nöfn annarra sem blaðið segir hafa Játað að hluta til“ að vera handbendi Rússa. Er þar að finna nöfn nokkurra embættismanna MI 5 og ríkis- stjórnarinnar. Má þar nefna Edward Playfair, fyrrum að- stoðarráðherra í varnarmála- ráðuneytinu, Sir Denis Proctor heitinn , fyrrum aðstoðarráðherra í orkumálaráðuneytinu, John Leh- man rithöfund og útgefandann James McGibbon. Þeir Playfair, Lehman og McGibbon hafa neitað staðfastlega að hafa viðurkennt eitt eða neitt. Wright sagði auk þess í sjón- varpsviðtali um helgina, að það væri næsta víst, að Sir Roger Hollis, yfirmaður MI 5 frá 1956 til 1%5 hafi verið „sovésk mold- varpa“. Hann minntist og á Proct- or heitinn og sagði næsta öruggt að hann hefði laumað mikilvægum upplýsingum til Guy Burgess, breska leyniþjónustumannsins sem afhjúpaðist er hann flýði til Moskvu árið 1951. „Hann játaði í helstu aðalatriðum," sagði Wright. Orð Wright stinga í stúf við yf- irlýsingar Margretar Thatcher forsætisráðherra í mars 1981, er hún flutti þingheim þau tíðindi að yfirmenn MI 5 hefðu rannsakað Eiga Rússar djúp- stæð ítök í bresku leyniþjónustunni? Wilson ... njósnari? yfirmanninn Hollis gaumgæfi- lega, en ekkert benti til þess að hann hafi verið njósnari fyrir Sov- étríkin í sinni tíð hjá MI 5. í samtali í The Observer á sunnudaginn lét Wright hafa eftir sér, að yfirmenn MI 5 hefðu, ef eitthvað hneyksli dundi yfir, haft um það samráð að þagga það niður. Sagði hann að iðulega hefði viðleitni til að hremma njósnara verið kæfð með því að brigsla heiðarlegum starfsmönnum MI 5 um að starfa ekki samkvæmt skýrustu reglum. Stingur Wright upp á því að stofnuð verði sérstök lögreglusveit sem myndi sérhæfa sig í að fylgjast með leyni- þjónustuheimnum breska, slík sveit gæti síað njósnara úr áður en þeir létu til sín taka. „Öll þessi njósnahneyksli eru til komin vegna þess að yfirmenn leyniþjónustunnar og stjórnmála- mennirnir vilja ávalt reyna að kæfa alla umræðu í fæðingu, fremur en að Iáta hlutina spyrjast og þurfa svo að taka afleiðingun- um. Það tók mig sárt að hefja þessa umræðu, því óneitanlega veg ég að mörgum af fyrrum sam- starfsmönnum mínum. En vinnu- brögð leyniþjónustunnar verður að endurskoða og þessir herrar munu neyðast til að heyra hvað ég hef að segja. Sovétmenn hafa náð slíkri fótfestu í bresku leyniþjón- ustunni," sagði Wright. ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.