Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. JtJLl 1984 19 LÓÓsm. Mbl./Emilia Dino Brun Pedersen og David Marlow, í heimsókn hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð, umboðsfyrirtæki Digital á íslandi. Að gera flók- ið mál einfalt — Rætt við David Marlow, forstjóra Digital-tölvufyrirtækisins í Danmörku „MÍN fyrstu kynni af íslend- ingum og áhuga þeirra á tölv- um voru árið 1973. Þá starfaði ég hjá aðalstöðvum Digital í Massachusetts og þangað komu aðilar frá háskólanum ykkar til að kynna sér tölvu- búnað fyrirtækisins. Þeir urðu reyndar fyrstir til að kaupa Digital-kerfi til íslands,“ sagði David Marlow, forstjóri Digi- tal-tölvufyrirtækisins í Dan- mörku. Hann var nýlega staddur hér á landi ásamt sölu- fulltrúa sínum fyrir íslands- markað, Dino Brun Pedersen. „Frá þvi að fyrsta tölvukerfið var sett upp f Reiknistofu há- skólans 1975—76 hafa mörg bæst við og Digital-tölvubúnað- ur hefur nú víða verið settur upp á tslandi. Bæði innan veggja Vegagerðar ríkisins, í bðnkum, hjá Pósti og síma og ýmsum iðnfyrirtækjum." Hvaða tölvukerfi Digital hefur mest verið selt á íslandi? „Það fer nokkuð eftir því við hvað er átt. Af svokölluðu VAX- system-kerfi hafa tólf verið sett upp á íslandi, en það er mjög stórt og umfangsmikið tölvu- kerfi. VAX-tölvurnar eru 32 bita tölvur sem möguleiki er á að samtengja í eitt kerfi með tölvu- neti sem við nefnum DECnet. Slíkt tölvunet er þannig að hver tölva sem því er tengd getur unnið sjálfstætt, og ef þess þarf sótt upplýsingar til annarra tölva sem eru tengdar netinu. Til að mynda eru allar tölvur í sölu- stöðvum og framleiðsluverk- smiðjum Digital samtengdar í slíkt net. Fjöldi tölva í þvf er nú yfir 1000 talsins, víðsvegar um heim. Þá seljum við einnig hingað Rainbow- og Professional-einka- tölvurnar og allan hugbúnað sem framleiddur er a vegum Digital. 16 bita tölvan PDP-11 var sú fyrsta sem sett var á ís- lenskan markað 1975 og um 100 slík kerfi eru nú á íslandi. PDP- 11 er því mest selda tölvan ef miðað er við fjölda. Af henni eru margar gerðir, allt frá ein- notendatölvum upp í tölvukerfi með yfir 30 notendur." Hvað er Digital umfangsmikið fyrirtæki. „Umsvif fyrirtækisins hafa farið ört vaxandi frá þvf að ég hóf þar störf 1968. Þá störfuðu hjá því um 2.600 manns, en frá því að Kenneth H. Olsen stofn- aði Digital árið 1957 hefur starfsmannafjöldinn vaxið jafnt og þétt og nú starfa hjá því um 75.000 manns. Digital hefur unn- ið sig upp í að vera í öðru sæti á evrópska tölvumarkaðnum, á eftir IBM, og heildarvelta ársins 1983 voru 4,8 billjónir Banda- ríkjadala. Þá var hagnaður árs- ins 1983 um 300 milljónir Banda- ríkjadala, sem er tæp 70% af veltunni og það þykir mjög gott. Þetta segir nokkra sögu um um- svif Digital. — Annast skrifstofan í Dan- mörku viðskipti Digital á Norð- urlöndum? „Nei, hvert Norðurlandanna hefur sína eigin Digital- skrifstofu. Samstarf á milli um- boðsaðila okkar á Islandi, Kristjáns ó. Skagfjörð, og dönsku skrifstofunnar hófst árið 1975.“ Á hvaða búnað leggur Digital mesta aherslu nú? „Það sem í augnablikinu vekur mesta athygli af framleiðslu fyrirtækisins er Micro-VAX- tölvan, sem um þessar mundir er að koma á evrópskan markað. Sú tölva er nýjasti meðlimurinn í VAX-fjölskyldunni, en Digital hefur byggt kerfið þannig upp að ekki þarf að skipta um hugbúnað þó að breytt sé um VAX-tölvu. í MicroVAX er hægt er að keyra forrit frá t.d. stórfi VAX-u/780- tölvu, sem hefur um 100 notend- ur, eins og Reiknistofa háskól- ans er með. Micro-VAX-tölvan kostar svipað og stór einkatölvu- kerfi. DECnet-kerfið er einnig eitt af okkar stóru trompum á mark- aðnum. Með því má samtengja nær ótakmarkaðan fjölda tölva. Fyrsta DECnet-kerfið á tslandi verður sett upp nú í sumar hjá Vegagerð ríkisins. Uppsetning þess verður þannig að stór VAX-tölva verður staðsett 1 Reykjavík, sem síðan tengist tölvum á umdæmisskrifstofun- um víðsvegar um land með DECnet-móðurtölvu. Þá hefur Digital tilkynnt um komu DECtalk á markaðinn, en með því gerir Digital-tölvu kleift að tala á enskri tungu. Reyndar getur fólk valið um átta mis- munandi raddtilbrigði. Þróunin í tölvuheiminum í dag er að gera flókið mál einfalt og DECtalk er skref í þá átt að gera sem flest- um kleift að geta unnið við tölv- ur. Þannig getum við velt því fyrir okkur hvað komi næst. Ilraumurinn hlýtur að vera að fá tölvu sem ekki einungis talar heldur sem hægt er að tala við og það á venjulegu máli í stað forritunarmáls. Ég ímynda mér t.d. að hægt sé að framleiða tölvu sem gæti lesið úr bréfum, þannig að maður sem t.d. væri staddur víðsfjarri sinni skrif- stofu gæti hringt í tölvuna og hún lesið til baka þau bréf sem honum hafa borist. Þetta er náttúrulega einungis hugmynd en ég yrði ekki hissa á að sjá hana á almennum markaði inn- an skamms tíma! Tölvutæknin gefur ótrúlega marga möguleika. Þannig má t.d. tengja tölvu við myndband í kennsluskyni. Þetta hefur verið gert með Digital-tölvur og gefist vel, bæði varðandi þjálfun bif- vélavirkja, bilasmiða og flugvél- virkja. Þá er nemandanum gefið ákveðið verkefni til að leysa. Hann sest niður með sjón- varpsskerm fyrir framan sig þar sem „viðgerðin“ fer fram. Hann fylgist með og er spurður hvað skuli gera næst, hann svarar og viðgerðin heldur áfram sam- kvæmt svarinu. Ef hann svarar rangt sýnir tölvan honum hvað hann hefði réttilega átt að gera og hvernig. Vélmenni eru síðan annað dæmi um samspil tölva við annars konar tækni.“ Þú talar um DEC-þetta og DEC-hitt. Hvað þýðir DEC? DEC er í raun skammstöfun á „Digital Eguipment Corpora- tion“. Það má segja að við séum að koma okkur upp svona DEC- tölvufjölskyldu. Við erum komn- ir með DECtalk, DECnet, DEC- text og DECmate. Það væri því ekki óhugsandi að „fjölskyldu- faðirinn" kæmi á markaðinn fyrir rest undir heitinu „DEC- man“,“ sagði David Marlow að lokum. F0WMIFRI FEWUMSJMB FEmMIÐSTÖÐINNI L0ND0N Flug, flug og bíll, flug og gisting á góðum Hótelum í London eða sumarhúsum í Bretlandi, flug og bátur. Vikuferð verð frá kr. 10.656. FRANKFURT Flug og bíll / flug og gisting - hótel eða sumarhús 1,2, 3, 4 vikur. Verð frá kr. 9.805. PARÍS Flug og bíll / flug-og gisting. Vikuferð frá kr. 9.118. FLUG-BÍLL- SUMARHÚS Oberallgau í Suður-Þýskalandi 1,2, 3, 4 vikur. Brottför alla laugardaga. Verð frá kr. 11.592. LUXEMB0RG Flug og bíll / flug og gisting, alla föstudaga. Vikuferð verð frá kr. 10.100. KAUPM.HÖFN Flug - gisting - bíll. Brottför alla föstudaga. Verð frá kr. 11.600. s.sos. 9.//S. /2474. /o./oo. //.600. STOKKHÓLKI EE2 Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir. Verð frá kr. 13.097. 0SLÓ /0.676. Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir. Vcrð frá kr. 10.676. ★ OFANGREINI) VERÐ ERU PR. MANN OG MIÐAST VIÐ 4 í BÍL BENID0RM í leiguflugi eða með viðkomu í London. 1. ágúst - 3. ágúst 22. ágúst - 24. ágúst - 12. september - 14. september og 3. október 3 vikur. íbúða eða hótelgisting. ELDRI BORGARAR Ath. 3. október - eldri borgarar, við bjóðum ykkur fyrsta flokks gistingu á Hótel Rosamar. Leiðsögumaður og hjúkrunarkona á staðnum. Fáðu upplýsingar og lciðbeiningar hjá okkur um ferðamátann sem hentar þér. _________________ figR FERÐfl 11MHDSTOOIN AÐALSTRÆTI9 S. 28133 BJARNI DAGUR AUGl TEIKNISTOf A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.