Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 37 Vöruskipta- jöfnuður óhag- stæður um 2,2 milljarða króna Vöruskiptajöfnudur landsmanna fyrstu sex mánuði ársins var óhag- stæður um tæplega 2,2 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuðurinn í júní- mánuði var óhagstæður um tæplega 880 milljónir króna. Fyrstu sex mán- uði síðasta árs var vöruskiptajöfnuð- urinn óhagstæður um 532 milljónir en hafa ber í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris fyrri hluta þessa árs er talið vera 28% hærra en það var fyrstu sex mánuði síðasta árs. Verðmæti útflutnings fyrstu sex mánuði ársins var samtals 10.692.292 krónur en verðmæti innflutnings 12.886.019 krónur. Verðmætustu útflutningsvörur voru ál og álmelmi (kr. 1.613.100) og kísiljárn (tæpar 480 milljónir). Mest var flutt inn á vegum ís- lenska álfélagsins, eða fyrir lið- lega einn milljarð króna. Flutt voru til landsins fimm skip, þrjú vöruflutningaskip frá V-Þýska- landi fyrir 181,4 milljónir kr. og tveir skuttogarar frá Póllandi fyrir taeplega 138 milljónir kr. Á vegum lslenska járnblendifélags- ins voru fluttar inn vörur að verð- mæti 170,4 milljónir kr. Inn voru fluttar sex flugvélar að verðmæti samtals tæplega 13 milljónir kr.; Landvirkjun flutti inn fyrir 17,3 milljónir króna og Kröfluvirkjun fyrir liðlega 6,8 milljónir kr. Menningar- vika IOGT HÉR Á landi stendur nú yfir Menn- ingarvika IOGT, sem er alþjóðleg ráðstefna góðtemplara. Ráðstefnan var sett á sunnudag í Templarahöll- inni að viðstöddum ráðherrum og forseta íslands, frú Vígdísi Finn- bogadóttur. Um kvöldið var dagskrá í Gamla bíói. Á mánudag var menningar- dagskrá í Templarahöllinni, þar sem fram fóru fyrirlestrar og um- ræður. Um kvöldið var dagskrá þátttökulanda í Tónabæ. í dag, þriðjudag, er ferðadagur og er boðið upp á 3 mismunandi ferðir. Lang vinsælasta ferðin verður farin að Gullfossi, Geysi og Galtalæk. Einnig verður boðið upp á ferðir í Borgarfjörð, og til Akur- eyrar og Húsavíkur. Ráðstefnunni lýkur á fimmtudag. Stálþilið er fast fyrir GULLSKIPSMENN á Skeiðarár- sandi hugðust hefja losun stálþils- ins á fjörukambinum í fyrradag, en þilið sat sem fastast. Gull- skipsmenn hyggjast nú koma fyrir sérstaklega útbúnum hamri á los- unarbúnaðinn, en mögulega þarf að fá þann hamar erlendis frá. Andvirði stálþilsins í sandinum er um 5—6 milljónir króna. (Ljósm. Mbl. Júlfus.) Pétur Geirsson afgreiðir viðskiptavin við Botnsskála í gær, en hann segir stöðugan straum fólks vera í skálann síðan fréttist að hann seldi lítrann 70 aurum ódýrari en aðrir. Botnsskálamálið: Seldu sautján þúsund lítra af bensíni um helgina „ÞETTA GENGUR mjög vel, það hefur verið stöðugur straumur fólks hingað frá því að við auglýstum heildsöluverðið sl. fimmtudag og bensín- salan hefur aukist um a.m.k. 100%,“ sagði Jón Pétursson í Botnsskála I Hvalfirði í samtali við blm. Mbl. í gær. En eins og kunnugt er, selja þeir feðgar, Jón og Pétur Geirsson, sem eiga og reka Botnsskála, bensínlítr- ann á 22 kr. sem er 70 aurum lægra en hann kostar annars staðar eftir síðustu hækkun á bensíni. Umboðslaun eru 69 aurar, eða um 2,90% af verði hvers lítra, sem kostar því þá Botnsskálafeðga einn eyri meðan þeir selja hann á þessu verði, þ.e. um 100 kr. á hverja 1.000 lítra. „Það kláraðist allt í gærkvöldi, en við fengum áfyllingu í morg- un. Um helgina, frá fimmtudegi til sunnudagskvölds, seldust 17 þúsund lftrar, en venjuleg sala í meðalmánuði er 40 tií 50 þúsund lítrar," sögðu feðgarnir. „Þegar við lækkuðum verðið um 65 aura um hvítasunnuna voru fyrstu viðbrögð frá Skeljungi þau, að hringja í okkur og segja að það yrði lokað fyrir bensinsölu til okkar,“ sagði Pétur. „En af því varð nú ekki og sfðan höfum við ekkert frá þeim heyrt. Umræða um skiptingu umboðslauna milli mfn og Olíufélagsins Skeljungs hefur verið í gangi í meira en áratug og ég er ekki sá eini, sem er óánægður með þau mál. En í þessum aðgerðum lít ég frekar á mig sem neytanda en seljanda og finnst til vinnandi að tapa einhverju. Bensínverð er orðið það hátt að það torveldar eðlileg ferðalög innan lands og það er ekki eðlilegt að olfufélögin séu öll með nákvæmlega sömu vaxtabyrði, dreifingar- og fjár- magnskostnað, þannig að þau þurfi nákvæmlega sömu upp- hæðina fyrir bensfnlítrann og geti sent samhljóða kostnaðar- reikninga til Verðlagsráðs. Sam- trygging olíufélaganna er stað- reynd þó að þau sverji hana af sér og auk þess lft ég ekki á Verðlagsráð sem neinn stóra- dóm. Ég hef auglýst þetta verð út mánuðinn,“ sagði Pétur. „Hvert framhaldið verður ræðst af viðbrögðum þess hluta almenn- ings, sem fram að þessu hefur hvatt mig og stutt í málinu. Það kemur mér á óvart að forstjóri Skeljungs skuli ekkert hafa um málið að segja, því hæsta bens- ínverð f Evrópu hlýtur að vera mál, sem almenningur á heimt- ingu á að rætt sé um. Annað hvort eru olíufélögin ekki vaxin sínu hlutverki sem dreifingarað- ilar, eða þá að afskipti ríkis- valdsins koma í veg fyrir eðli- lega verðmyndun og sam- keppni," sagði Pétur Geirsson í Botnsskála í gær. „Okkar afskipti af þessu máli eru þau, að við höfum vakið at- hygli okkar félagsmanna á þvf að Botnsskáli bjóði bensfnlítr- ann á 22 kr. og bent þeim, sem leið eiga um Hvalfjörðinn, á að beina viðskiptum sfnum þang- að,“ sagði Jónas Bjarnason, formaður Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, við blm. „Síðasta bensínhækkun olli okkur mikl- um vonbrigðum, í ljósi þeirra viðræðna, sem við höfum átt við fjármálaráðherra og fleiri aðila í vetur og við lítum hana mjög al- varlegum augum. Sfðan höfum við verið að vinna í málinu og þessar aðgerðir Péturs opna á því nýjan flöt. FÍB mun á næst- unni eiga viðræður við forráða- menn olfufélaganna, en það er þrýst mikið á okkur um að grípa til aðgerða og hér gengur á með stanslausum símhringingum. Þessi mál eru mikið í brenni- punkti um alla Evrópu og félög norskra og danskra bifreiðaeig- enda hafa t.d. náð miklum árangri í sinni baráttu. Okkar aðstaða er erfiðari þar sem hér ríkir einokun á sviði bensínsölu, en við hættum ekki okkar bar- áttu,“ sagði Jónas Bjarnason. „Pétur er með þessu að gefa eftir þau smásölulaun, sem hann fær fyrir að selja bensín og á þessu stigi málsins hef ég ekkert um þessa aðgerð að segja,“ sagði Indriði Pálsson, forstjóri Olíufé- lagsins Skeljungs, er Mbl. innti hann eftir skoðun hans á málinu. „Eins og allir vita, sem vilja, þá er bensínverð á íslandi ákvarðað af Verðlagsráði, þar sem olíufélögin eiga engan full- trúa og fjarstæða að tala um samtryggingu þeirra. Inn í bens- ínverðið koma fjölmargir þættir, sem við hjá olíufélögunum eig- um engan þátt í og ef á að breyta verðinu er það Alþingis eða Verðlagsráðs að gera það en ekki okkar. Það er skýr lagabókstafur um það, að bensínverð skuli vera það sama um allt land og svo má líka benda á. að um 60% af bens- ínverði á Islandi eru opinber gjöld, ákvörðuð af viðkomandi stjórnvöldum, en álagning olfu- félaganna er rúm 8%,“ sagði Indriði Pálsson. Sædýrasafnið: ísbjörninn dó úr blóðeitrun ÍSBJÖRNINN „Björn“ í Sædýra- safninu gaf upp andann í síðustu viku. Björninn var 15 ára gamall og talinn einn stærsti fsbjörn í dýra- garði í heiminum. Hann var jafn- gamall safninu sjálfu, sem var stofnað 1969. Um jólin sama ár barst safninu sending frá dýra- garðinum i Kaupmannahöfn. Það var kassi, sem var skreyttur greni og á honum stóð „Gleðileg jól“. Þegar hann var opnaður reyndist hann innihalda bjarnarhún, hálfs árs gamlan. Húninum var gefið nafnið Björn. Fyrir rúmri viku, á sunnudegi, tóku starfsmenn Sædýrasafnsins eftir þvf að björninn stakk við með vinstri afturhrammi. Dýralæknir kom á mánudegi og var sett súlfa- lyf til varnar blóðeitrun í mat bjarnarins, því sýnilegt þótti að hann hefði stungið sig á einhverju. Bjöm var keikur og hress þegar þessi mynd var tekin af honum sl. haust. Björninn vildi ekkert éta, né held- ur fara inn í hús fyrr en á þriðju- dagsmorgun. Sáu starfsmenn þá, að hann hafði svöðusár á hramm- inum, en dýralæknir, sem kvaddur var til, kom því miður of seint, því björninn dó er hann var á leiðinni. Starfsmenn Sædýrasafnsins fundu þrjár flöskur f laug bjarn- arins, þar af eina brotna og er tal- ið að björninn hafi skorið sig á henni. Dauði ísbjarnarins er mikið áfall fyrir Sædýrasafnið. Að sögn Jóns Diðriks Jónssonar, starfs- manns þess, er ætlunin að reyna að stoppa björninn upp, en óvíst er hvort hægt verður að fá annan björn í staðinn. Það er heldur ekki víst að birnan, sem eftir lifir og er jafngömul birninum, myndi sætta sig við nýtt karldýr. Jón kvað erf- itt að fá húna, en Sædýrasafnið myndi athuga alla möguleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.