Morgunblaðið - 09.08.1984, Page 38

Morgunblaðið - 09.08.1984, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 i i í REYKJADAL í Mosfellssveit eru á sumrin starfræktar sumarbúðir fyrir fötluð börn. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur sumarbúðirnar, en ennfremur rak félagið fyrsta skólann fyrir fötluð börn í Reykjadal. Nú dvelja þar 24 börn sem langflest eru fjölfötluð, það er að segja börn sem eiga við |T • A fleiri en eina tegund fótlunar að stríða. Andrea Þórðardóttir er forstöðumaður búðanna og hefur veitt þeim forstöðu frá árinu 1970. Á veturna er þarna dagheimili fyrir heilbrigð börn og þá tekur Mosfellshreppur húsnæðið á leigu. Blaðamaður og Ijós- myndari Morgunblaðsins komu við í Reykjadal nú fyrir skömmu og er okkur bar að garði voru nokkur barnanna í sundi, tvö höfðu brugðið sér á hestbak, tvö voru úti á stétt að leik í göngugrindum sínum og nokkur barnanna voru inni við þar sem þau sátu við föndurvinnu. Úti við voru nokkrar hressar stúlkur að moka sand, en þær eru í unglingavinnu hjá Mos- fellshreppi og þær hafa undanfarið unnið við snyrtingu og málun á húsinu. Börnin eru frá tveggja ára aldri upp í 19 ára og dvelja misjafnlega lengi í búðunum, allt frá tveimur vikum upp í þrjá mánuði. við í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn: Frelsið ákaflega mikilvægt Rætt við Andreu Þórðardóttur sem veitir staðnum forstöðu 14. sumarið í röð Er Júlíus ljósmyndari hafði smellt myndum af börnunum í Reykjadal fengum við okkur sæti inni hjá Andreu og ræddum við hana um starfsemina í Reykjadal og annað sem sjálfkrafa tengist þeirri umræðu. Fjölbreytt félagslíf Nú dvelja börnin hér mismun- andi lengi, sum í allt að því þrjá mánuði. Hvað er gert fyrir börnin hérna? Hvernig er hefðbundinn dagur hér í sumarbúðunum? „Undir venjulegum kringum- stæðum er farið eftir nokkurs konar stundaskrá. Við hefjum daginn á því að klæða öli börnin og gefa þeim morgunmat. Þá er farið í sund og eftir hádegi er til dæmis farið á hestbak eða í gönguferð ef veður leyfir, annars sitjum við inni og föndrum. Stöku sinnum er svo horft á myndband. Við leggjum mikla áherslu á útiveru barnanna og ég er sannfærð um að hún á mikinn þátt í framförum þeirra. Aðstað- an hér gerir þeim kleift að vera meira úti við en þegar þau eru heima hjá sér og frelsið, sem þau komast í snertingu við hérna er ákaflega dýrmætt. Af öðru sem við gerum get ég nefnt sem dæmi að 17. júní síð- astliðinn fórum við á Þingvöll, f Hveragerði og til Selfoss. 1. júlí fórum við að Laugarvatni í boði Kiwanisklúbbsins Heklu, en fé- lagarnir í Heklu hafa boðið okkur í dagsferð á hverju sumri undanfarin ár. Báðar þessar ferðir voru ákaflega vel heppnað- ar og skemmtilegar. Við grilluð- um pylsur, sungum og fórum f leiki. Fyrir skömmu fórum við f heimsókn í Sædýrasafnið í Hafn- arfirði, þar sem tekið var mjög vel á móti okkur. í lok sumarsins höldum við svo hina árlegu hátíð í Reykjadal. Þá er allt skreytt hjá okkur hátt og lágt og bróðir eins drengsins hérna kemur með diskótek og tilheyrandi ljósabún- að. Þá er rétt að geta þess að unglingar sem hafa verið hér sem börn, en eru nú á Reykja- lundi, koma hingað þriðja hvern fimmtudag og skemmta börnun- um. Tvisvar í viku er Guðmundur Magnússon leikari með leikræna tjáningu, en Guðmundur er fatl- aður og bundinn við hjólastól. Krakkarnir hafa afskaplega gaman af leikrænni tjáningu og hlakka mikið til daganna þegar Guðmundur kemur í heimsókn." Komast öll Fótluð börn í þessar sumarbúðir? „í sumar höfum við ekki getaö tekið við öllum, sem hafa viljað koma, en læknir staðarins, Haukur Þórðarson, yfirlæknir Reykjalundar, ákveður að mestu hverjir koma.“ Ertu ánægð með aðstöðuna hérna, Andrea? „Auðvitað er maður aldrei full- komlega ánægður og hér er að mínu mati ýmsu ábótavant. Að- staðan fyrir börnin er ekki nægi- lega góð og það er mikilvægt að uppbygging hér hefjist sem fyrst. Búðirnar eru mjög vel staðsettar og svæðið býður upp á marga möguleika fyrir viðameiri starf- semi fyrir þessa fötluðu einstakl- inga. Sérstaklega er aðstaða inni ekki góð, enda húsið orðið gam- alt, og þegar rignir, eins og gert hefur undanfarin sumur, og við þurfum mikið að vera inni, þyrfti hún að vera betri." Hve margir starfa hér í sumar- búðunum og hvernig kannt þú við starfið sem forstöðumaður? „Alls starfa hér um 30 manns og þar af sinna 16 daglegri um- önnun barnanna. Auk þess eru tveir sjúkraþjálfarar sem sjá um þjálfun og heilsusport. í eldhús- inu starfa sex manns og þar af er ein fötluð stúlka sem var í sumardvöl og skóla hér í Reykja- dal á sínum tima. Svo eru tvær stúlkur á næturvakt og hjúkrun- arfræðingur kemur hingað á hverjum morgni, tekur til lyf og leiðbeinir okkur ef með þarf. Til gamans vil ég nefna það að ein önnur fötluð stúlka er hér hjá okkur í sumar og vinnur þau störf, sem til falla hverju sinni. Styrktarfélagið kemur til með að greiða henni laun. Ég kann vel við þetta starf, annars hefði ég örugglega ekki verið í þessu í svona mörg ár. Því verður samt ekki neitað að það er erfitt að sjá um fötluð börn og það veit enginn, nema sá sem kynnst hefur því af eigin raun. Magnús örn og Jón Þorgeir á hestbaki, ásamt fóstrunum Kristínu og Dóru. Stúlkurnar í unglingavinnunni unnu af kappi er blaðamann og Ijósmyndara bar að garði. Sæmundur og Bjössi í sundi. Þegar maður er í starfi sem þessu verður maður að vera reiðubúinn að gefa hluta af sjálf- um sér, en þú færð allt sem þú gefur margfalt til baka. Mig langar til að geta þess að margar stúlkur sem hér vinna, hafa unn- ið hér sumar eftir sumar og lagt á sig ómælda vinnu til þess að gera dvöl barnanna sem ánægju- legasta." Þá er hætta á að „stofnanalykt“ færi að finnast Hvert er meginhlutverk og markmið dvalarstaðar eins og þessa? „Fyrir börnin er þetta mikil tilbreyting, hér geta þau verið mikið úti og haft félagsskap hvert af öðru og fyrir foreldra og aðstandendur þeirra er þetta góð hvíld. Þar að auki er þetta senni- lega eina tækifærið sem foreldr- ar barnanna hafa til að komast í sumarfrí. Mér finnst þetta heppi- lega stórt heimili, ef börnin væru mikið fleiri er hætta á að „stofn- analykt" færi að finnast hér, en eins og þetta er núna er Reykja- dalur eins og stórt heimili." Hitta börnin foreldra sína og að- standendur meðan þau dvelja hér? „Foreldrar geta komið hingað þegar þeir vilja og sambandið milli okkar og foreldra barnanna er mjög gott. Sumir fá fleiri heimsóknir en aðrir, eins og gengur." Að lokum, Andrea? „Að mestu eru sumarbúðirnar reknar af daggjöldum frá ríkinu, ennfremur fer hluti af hinu ár- lega símahappdrætti Styrktafé- lags lamaðra og fatlaðra í starf- semina hér. Eins og ég gat um fyrr í samtali okkar er nú orðin þörf á að taka til hendi og gera ýmsar lagfæringar. Þá er gott að eiga góða vini. Samvinna Styrkt- arfélags lamðara og fatlaðra og Mosfellshrepps er mjög mikil- væg, því þeir hafa haldið húsinu hér mjög vel við á veturna og ennfremur vona ég að síma- happdrættið gangi eins vel og undanfarin ár, og sá skilningur sem almenningur hefur haft á nauðsyn þessarar starfsemi Styrktarfélagsins. Og að síðustu. Ekki má ég gleyma konunum í kvennadeild styrktarfélagsins, en þær hafa alltaf borið þessa starfsemi sérstaklega fyrir brjósti." Texti: Brynja Tomer Myndir: Júlíus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.