Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 3 Dómur í Hæstarétti yfir v-þýzku hjónunum: Fangelsisdómur yfir Peter Baly þyngd- ur — sekt lækkuð Dómur yfir Gabriele Uth-Baly verulega mildaður f HÆffTARÉTri er fallinn dómur yfir v-þýzku hjónunum Miroslav Peter Baly og Gabriele Uth-Baly, sem í vor voru handtekin fyrir að hafa tekið 8 fálkaegg úr hreiðrum í Dalasýslu. Peter Baly var dæmdur í 3 mánaða fangelsi og gert að greiða 100 þúsund króna sekt til ríkissjóðs og komi 75 daga fang- elsi fyrir sektina verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Hann var dæmdur ■ 3ja mánaða skilorðsbundið fangelsi í undirrétti í sumar og gert að greiða 300 þúsund króna sekt. Dómur undirréttar yfir Gabri- ele Baly var verulega mildaður í Hæstarétti. Hún var dæmd að greiða 80 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Vararefsing sektar er 60 daga varðhald verði sektin ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. í undirrétti hlaut Gabriele 2ja mánaða skil- orðsbundið fangelsi og var gert að greiða 200 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Hún var ekki sakfelld fyrir eggjaþjófnaðinn, heldur einung- is ólöglega vörzlu á fálkaeggjum. Peter Baly var hins vegar dæmd- ur fyrir að hafa tekið 8 egg úr fálkahreiðrum, tvö úr hreiðri í Hlíðardal, tvö við Geitarfell og fjögur við Harrastaði á Fells- strönd. Hann var settur í far- bann, en strauk úr landi í júní síðastliðnum. Lögmaður Gabriele Baly, Guð- mundur Jónsson, hdl. var víttur fyrir ummæli í bréfi til héraðs- dómara, sem hann einnig sendi ríkissaksóknara og þýzka sendi- ráðinu í sumar. Þar hélt hann því fram, að Gabrieie hefði tekið ákvörðun um að áfrýja ekki dóminum í undirrétti við furðu- legar aöstæður — henni hefð i verið tjáð af embætti ríkissak- sóknara, að krafa um farbann yrði sett fram ef hún áfrýjaði dómi undirréttar og ekki hefði verið nóg að setja fram trygg- ingu fyrir greiðslu sektar. Um- mælin sem vítt voru af Hæsta- rétti eru svohljóðandi: „Af heilsufarsástæðum og fleiri persónulegum ástæðum höfðaði þetta „tilboð“ ríkissaksóknara svo til umbj.m. að hún tók því í þeim tilgangi að komast úr landi. Slík „verzlun" með grund- Fálkaeggin átta, sem tekin voru af Baly-hjónunum. vallarrétt þann, sem felst í heimild til að áfrýja dómi sínum til æðra dómsstigs, telur umbj. m. augljóst brot á grundvallar- reglum ísl. sakamálaréttarfars og til þess eins fallið að grafa undan trú manna á réttarríkinu fslandi." Ákærðu var gert að greiða sakarkostnað og áfrýjun sakar- innar, þar með talin saksóknara- laun og málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Arnar Clausen, hrl. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Skaftason, Halldór Þor- björnsson, og Magnús Thor- oddsen og Stefán Már Stefáns- son, prófessor. Stefán Már skil- aði sératkvæði varðandi vítur á Guðmund Jónsson, hdl. Hann taldi að í bókun í Sakadómi mætti finna yfirlýsingu, sem skilja mætti þannig að krafa rík- issaksóknara um farbann hafi verið tengd ákvörðun ákærðu um áfrýjun á óeðlilegan hátt og taldi fullnægjandi skýringar ekki fyrir hendi og því ekki grund- völlur til þess að víta Guðmund. íslenzka sveit- in í 15.- ÍSLENZKA skáksveitin hafnaði í 15.—16. sæti á Ólympíumótinu í skák, en ekki 11—15. sæti eins og skýrt var frá í Mbl. í gær og er beð- ist velvirðingar á þeim mistökum. íslenzka skáksveitin hlaut 31'/2 vinn- -16. sæti ing ásamt sveit Filippseyja. Lokastaöa efstu þjóða varð: 1. Sovétríkin 41, 2. England 37, 3.' Bandaríkin 35, 4. Ungverjaland 34, 5. Rúmenía 33, 6.-7. V-Þýzkaland og Frakkland 32%, 8.—14. Júgó- slavía, Holland, Kúba, Búlgaría, ísrael, Kína og Argentína 32, 15.—16. fsland og Filippseyjar 31%, 17.—20. Tékkóslóvakía, Danmörk, Kanada og Brazilía 31. fslenzka kvennasveitin hafnaði í 30.—33. sæti með 21 vinning ásamt Finnlandi, Austuríki og Malaysíu. Sovéska kvennasveitin varð Ólympíumeistari, hlaut 32 vinninga. Búlgarska sveitin hlaut silfrið og rúmenska sveitin bronz- ið. Kvæði 84 — ný ljóðabók eftir Kristján Karlsson ÚT ER komin hjá Almenna bóka- félaginu ný Ijóðabók eftir Kristján Karlsson sem nefnist Kvæði 84 og er þetta fjórða Ijóðabók skáldsins. f frétt frá AB segir: „Kristján er eitt af sérstæðustu skáldum okkar, nýr og ferskur og er óhætt að segja að Ijóð hans séu uppspretta nýrra hugmynda og nýrra aðferða í skáld- skap. f einni af fyrri ljóðabókum sín- um segir Kristján Karlsson að „kvæði sé hús sem hreyfist". Hann hefur ennfremur látið svo um mælt að „kvæði eigi hvorki að vera flöt rökræða né blaut dula, það verður að rísa af pappírnum af eigin rammleik. Ef það gerir það ekki væri efni þess betur komið í öðru formi. Hugsun kvæðis og til- finning er ekkert annað en kvæðið sjálft: hús þess.“ Kristján Karlsson er eitt af sér- stæðustu skáldum samtímans, ef til vill nokkuð seintekinn, en þeim mun stórkostlegri við nánari kynni. Ljóðagerð hans verður sennilega ekki lýst öllu betur í ör- Kristján Karlsson fáum orðum en með þessum ljóð- línum úr síðustu bók hans, — New York: Ljóðið ræður, þess ræða er frjáls þess rök skulu geyma yður litla stund!“ Kvæði 84 eru 90 bls. að stærð og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Islendingar eiga 108.200 bifreiðir f upphafi árs 1984 áttu íslend- ingar 97.307 fólksbifreiðar, þar af 95.982 sjö farþega og færri en 1.325 átta farþega og fleiri. Á sama tíma var vörubílaeign þeirra 10.947, þar af 5.607 undir tvö tonn og 5.300 yfir tvö tonn. Samtals bif- reiðaeign 108.254. Auk þess vóru rúmlega 800 bifhjól í landinu. Flestar vóru bifreiðarnar af Ford-gerð, langleiðina í 8.100, eða 8,3% af bifreiðaeign landsmanna. Bifreiðategundir sem fara yfir fimm þúsund að tölu farartækja eru, auk Fordbifreiða: Mazda 7.541 (7,7%), Volvo 6.186 (6,4%), Lada 5.956 (6,1%), Toyota 5.787 (5,9%), Volkswagen 5.680 (5,8%). Meðal- aldur almennra fólksbifreiða var 7,9 ár. 1.804 bifreiðar eru taldar 25 ára eða eldri og 1734 20—24 ára. Flestar eru innan við 5 ára eða 36.794. (Heimild: Hagtíðindi 10/1984.) 'rj'íis Va ... rsgott ;UvéluVl A** -'erlsp ta*leot 1 ‘ ritJs Va . frajnleitt ?eri* eftir?gðg°tt oo j rSútlLUtn kókóhll>' ' hy“fid: Síríus Kbnsum suðustddodaði Gamla góða Sírtus Konsum súkkulaðið er í senn úruals suðusúkkulaði og gott til átu. Það er framleitt úr bestu hráefnum, er sérlega nærandi og dijúgt til suðu og i bakstur, enda jafnvinsælt í nestispökkum ferðamanna og spariuppskriftum húsmæðra. Síríus Konsum er vinsælast hjá þeim sem velja bara það besta. JMOD ö

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.