Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 25 mikið til síns máls og líklegt að þekking hans sé meiri en margra þeirra, sem um hafa vélt. Þá er Guðmundi í Nýjabæ, sem Hjálmar átti, sem mestum útistöðum við, ekki illa borin sagan, og skýtur þar allnokkuð skökku við skoðun annarra höfunda. Kristmundur Bjarnason ritar um ævi, störf og persónu Stefáns í upphafi bókar. Er sú greinargerð með miklum ágætum, rækileg, mjög vel skrifuð og skemmtileg. A efri árum Stefáns höfðu þeir mikil samskipti, og hygg ég að fáir aðrir hafi kynnst Stefáni jafnvel. Grein Kristmundar ber vott um fágæt- lega mikið sálrænt innsæi og hann kann þá list að segja mikinn sann- leika af nærfærni og skilningi. Þá hafa útgefendur unnið sitt verk af prýði. Allur frágangur er misfellulaus, og fjölmargar skýr- ingargreinar hafa þeir gert, þar sem m.a. er vísað til annarra heimilda, einkum Sögu frá Skag- firðingum, enda skarast frásögnin stundum. Þá er mikill fengur að hinum mörgu myndum af stöðum, sem um er fjallað í bókinni. Fæst- ir eru þessir staðir í alfaraleið, heldur að fjallabaki i hinu mikla ríki Djúpdæla og fáum kunnir. Sögufélag Skagfirðinga á þakkir skildar fyrir þessa veglegu og vönduðu útgáfu og vonandi lætur það okkur ekki bíða lengi eftir næsta bindi. Uðumv SKERJABRAUT 1, SELTJARNARNESI Nú kætast allir enda skemmtflegur og indæfl tími framundan. A góðri stundu njóta aflir sín vel í peysu frá Iðunni. Það sem máli skiptir Bókmenntir Jenna Jensdóttir Bo Carpelan Paradís Sagan af vináttu Marvins og Jó- hanns II Gunnar Stefánsson þýddi Iðunn Reykjavík 1984 Fyrir tveim árum kom út hjá Iðunni skáldsagan Boginn eftir finnska skáldið Bo Carpelan í þýð- ingu Gunnars Stefánssonar. Sag- an fjallar um vináttu tveggja drengja og gerist í skerjagarðin- um utan við Helsingfors. Marvin, sem er andlega vanþroska drengur býr þar með móður sinni Gerðu. Jóhann dvelst þarna sumarlangt með foreldrum sínum. Telpan Nóra á einnig heima þar útfrá hjá föður sínum Söder. Nú er komin út í íslenskri þýðingu sjálfstæð saga, Paradís, framhald af Boganum. Jóhann og Nóra lifa í sínu fyrra umhverfi. En lífið hefur breyst fyrir Marvin sem nú er orð- inn mikill að kröftum og stærð, en hefur lítið farið fram andlega. Þau eru flutt til borgarinnar Marvin og Gerða móðir hans. Eyjan þeirra, Boginn í skerjagarðinum hefur verið seld undir sumarhús. Fjölskylda Jóhanns lætur sig miklu skipta kjör og líðan þessara umkomulausu vina sinna. Fyrir hjálpsemi hennar fá þau gamla ráðsmannsíbúð í fjölbýli f nágrenni við hana. Að vísu er íbúðin lítil að Marvin verður að hafa aðsetur í eldhúskróknum. Gerða fær vinnu í verksmiðju. Hún vinnur á vöktum. Marvin sækir námskeið fyrir þroskahefta. Jóhann er kvíðinn komu þeirra — vegna Marvins. Á planinu fyrir framan er strákurinn Pétur með sína hörðu hnefa og sitt lið. Bæði taka þau Gerða og Marvin með vissri ró þeim aðstæðum sem þau nú búa við. Þó háir Marvin innri barátta sem kemur fram í átakanlega vanmáttugu augnaráði og hreyfingum hans. Innibyrgð hræðsla við hið ókunna er alger. Erfiðleikarnir mæta þeim í fjandsamlegu viðmóti fólks, að- eins vegna andlegs vanþroska Marvins. í lengstu lög reyna þau að yfirstíga þá. Gerða eignast „vin“ í vinnunni. Hann er um margt ágætur maður og reynist þeim í ýmsu vel. En hann skynjar ekki van- þroska sálarlíf Marvins á sama hátt og Jóhann og fjölskylda hans. Það skilningsleysi leiðir að lokum til uppgjörs milli Gerðu og hans. Jóhann og foreldrar hans taka einlægan þátt í gleði og sorg vina sinna. Ekki vegna þess að með- aumkun ráði gerðum þeirra. Þau eru einfaldlega það ágætt fólk að umgengni þeirra við Gerðu og Marvin er þeim eðlileg og sjálf- sögð og þess vegna eiga þau öll saman sínar hamingjustundir. Einkum þegar þau fara út fyrir borgina og ekki síst í gamla um- hverfið í skerjagarðinum hjá Nóru og Soder. Fjórtán ára drengurinn Jóhann á einnig sín vandamál. Hann þráir meira og skilningsríkara samband við foreldra sína, sem bæði vinna mikið úti og eiga því lítinn tíma aflögu fyrir hann einan. Þetta skyggir þó ekki á þá ein- lægu vináttu og hjálpsemi er Marvin nýtur í samskiptum við hann. Marvin og hans líf er eins og hluti af lífi Jóhanns og í því finnur hann lífsfyllingu. Sagan af þeim vinum er mikil saga í öllum skiln- ingi. Ég rek ekki frekar efni hennar hér né átök þau er eiga sér stað að lokum í seinni sögunni Paradís. Eins og Boginn færir Paradís les- anda til frekari skilnings á þeim djúpstæða vanda mannlegra sam- skipta þegar einstaklingur er þess ekki umkominn að taka á eðli- legan hátt þátt í lífinu sökum lík- amlegrar eða andlegrar fötlunar. Bo Carpelan hefur tekið á einum þætti þessa vanda á áhrifaríkan og látlausan hátt. Auk skilnings á mannlegum til- finningum er höfundi eðlislægt að lýsa umhverfi, náttúru og veður- fari af slíku næmi að lesanda finnst hann staddur með höfundi og sér og finnur til með honum. Það er vandi að þýða sögu sem þessa. Hér hefur þýðanda tekist snilld- arlega að láta efnið í engu missa við þýðingu, auk þess sem lýsir af íslensku máli og notkun þess. Hér eru höfundur og þýðandi samhent- ir eins og best gerist. Frágangur er ágætur á útliti og bók. Sýningu Hrefnu lýkur í kvöld SÝNINGU Hrefnu Lárusdóttur, sem opnaði í Mokkakaffi við Skólavörðustíg 16. nóvember sl., lýkur fimmutdagskvöldið 6. des- ember. Sýningin er sölusýning og sýnir Hrefna þar 29 vatnslita- myndir. Fer inn á lang flest heimili landsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.