Morgunblaðið - 06.12.1984, Page 38

Morgunblaðið - 06.12.1984, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 Nýtt líf Frú Christine Anne Dart, þrítug ensk húsmóðir, faðmar tveggja ára dóttur sína, Michelle Louise, á Paoworth-sjúkrahúsinu í Cambridge, þar sem stúlkan litla er óðum að ná sér eftir aðgerð, þar sem skipt var um lungu hennar og hjarta 8. nóvember síðastliðinn. Er hún á batavegi og blasir við henni nvtt líf. SS-20-eldflaugarnar tvöfalt fleiri en 1979 Washington, 5. desember. AP. SOVÉTMENN hafa komið upp a.m.k. 387 meðaldrægum eldflaug- um af gerðinni SS-20 og er nú unnið við um 10 nýjar stöðvar. Kom þetta fram hjá bandaríska utanríkisráðu- neytinu í gær. SS-20-eldfIaugarnar, sem eru hreyfanlegar og búnar þremur kjarnaoddum hver, eru nú helm- ingi fleiri en þær voru árið 1979 þegar Atlantshafsbandalagið ákvað að bregðast við vígbúnaði Varsjárbandalagsins með því að koma upp Pershing 2-eldflaugum og stýriflaugum í Vestur-Evrópu en nú er búið að setja upp 91 slíka flaug. Við upphaf afvopnunarviðræðn- anna árið 1981 fóru Bandaríkja- menn fram á, að Sovétmenn tækju niður sínar eldflaugar og myndi þá Atlantshafsbandalagið hætta við öil áform um að koma upp eld- flaugum í Vestur-Evrópu. Sovét- menn neituðu því og slitu viðræð- unum fyrir ári þegar NATO ákvað að standa við fyrri ákvarðanir. Langflestum hernaðarsérfræð- ingum ber saman um, að Sovét- menn hafi umtalsverða yfirburði yfir Atlantshafsbandalagsþjóð- irnar hvað kjarnorkuvopn snertir. Frá 1979 hefur kjarnaoddum Bandaríkjamanna fækkað um 1.000, úr 7.000 í 6.000, en talið er að Sovétmenn ráði yfir 8.000 kjarna- oddum. Scoresbysund: Sveitarstjórnin sett undir danska ríkið Crsnlandi, 3. desember. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Mbl. SVEITARSTJÓRN Scoresbysunds á Austur-Grænlandi hefur verið sett undir yfirstjórn ríkisins, þar sem sveitarfélagiö hefur ekki stað- ið danska ríkinu skil á um 5 millj- ónum d. króna. Sveitarfélagið hefur það verk- efni með höndum að innheimta greiðslu hjá fólki sem leigir hús- næði í eigu ríkisins, svo og reikn- inga vegna hitakostnaðar. En sveitarstjórnin hefur ekki staðið í skilum við danska ríkið með þessa peninga, heldur notað þá í annað. Grænlenska útvarpið kvað endurskoðanda sveitarfélagsins hafa látið málið til sín taka og vildi hann gera sveitarstjórnar- mennina ábyrga fyrir peningun- um. Yrði það um hálf milljón d. króna á hvern þeirra. Fram kemur í uppgjöri sem nær til alls Grænlands, að fólk á í miklum erfiðleikum með að standa í skilum með greiðslur vegna skatta, húsaleigu, raf- magns, hita og annarra opin- berra kostnaðarliða. Alls nema skuldir Grænlendinga við hið opinbera um 350 milljónum d. króna, eða um 7.000 d. kr. á hvern íbúa. Hver hreppir FIATUNO? Sól hf. Um þessar mundir verður 20.000. SODA STREAM vélin seld hér á landi. í tilefni af þessum tímamótum hefur Sól hf. ákveðið að færa einhverjum SODA STREAM eignda FIAT UNO bíl að gjöf. Það er ekki ónýtt að fá slíkan farkost í nýársgjöf. Nafn hins heppna verðurdregið úrábyrgðarskírteinum allra SODA STREAM eigenda milli jólaog nýárs n.k. og mun nafn hans birtast í dagblöðunum í byrjun janúar. EIGIR ÞÚ SODA STREAM VÉL ÁTT ÞÚ ÓKEYPISBÍL!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.