Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 Nýtt líf Frú Christine Anne Dart, þrítug ensk húsmóðir, faðmar tveggja ára dóttur sína, Michelle Louise, á Paoworth-sjúkrahúsinu í Cambridge, þar sem stúlkan litla er óðum að ná sér eftir aðgerð, þar sem skipt var um lungu hennar og hjarta 8. nóvember síðastliðinn. Er hún á batavegi og blasir við henni nvtt líf. SS-20-eldflaugarnar tvöfalt fleiri en 1979 Washington, 5. desember. AP. SOVÉTMENN hafa komið upp a.m.k. 387 meðaldrægum eldflaug- um af gerðinni SS-20 og er nú unnið við um 10 nýjar stöðvar. Kom þetta fram hjá bandaríska utanríkisráðu- neytinu í gær. SS-20-eldfIaugarnar, sem eru hreyfanlegar og búnar þremur kjarnaoddum hver, eru nú helm- ingi fleiri en þær voru árið 1979 þegar Atlantshafsbandalagið ákvað að bregðast við vígbúnaði Varsjárbandalagsins með því að koma upp Pershing 2-eldflaugum og stýriflaugum í Vestur-Evrópu en nú er búið að setja upp 91 slíka flaug. Við upphaf afvopnunarviðræðn- anna árið 1981 fóru Bandaríkja- menn fram á, að Sovétmenn tækju niður sínar eldflaugar og myndi þá Atlantshafsbandalagið hætta við öil áform um að koma upp eld- flaugum í Vestur-Evrópu. Sovét- menn neituðu því og slitu viðræð- unum fyrir ári þegar NATO ákvað að standa við fyrri ákvarðanir. Langflestum hernaðarsérfræð- ingum ber saman um, að Sovét- menn hafi umtalsverða yfirburði yfir Atlantshafsbandalagsþjóð- irnar hvað kjarnorkuvopn snertir. Frá 1979 hefur kjarnaoddum Bandaríkjamanna fækkað um 1.000, úr 7.000 í 6.000, en talið er að Sovétmenn ráði yfir 8.000 kjarna- oddum. Scoresbysund: Sveitarstjórnin sett undir danska ríkið Crsnlandi, 3. desember. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Mbl. SVEITARSTJÓRN Scoresbysunds á Austur-Grænlandi hefur verið sett undir yfirstjórn ríkisins, þar sem sveitarfélagiö hefur ekki stað- ið danska ríkinu skil á um 5 millj- ónum d. króna. Sveitarfélagið hefur það verk- efni með höndum að innheimta greiðslu hjá fólki sem leigir hús- næði í eigu ríkisins, svo og reikn- inga vegna hitakostnaðar. En sveitarstjórnin hefur ekki staðið í skilum við danska ríkið með þessa peninga, heldur notað þá í annað. Grænlenska útvarpið kvað endurskoðanda sveitarfélagsins hafa látið málið til sín taka og vildi hann gera sveitarstjórnar- mennina ábyrga fyrir peningun- um. Yrði það um hálf milljón d. króna á hvern þeirra. Fram kemur í uppgjöri sem nær til alls Grænlands, að fólk á í miklum erfiðleikum með að standa í skilum með greiðslur vegna skatta, húsaleigu, raf- magns, hita og annarra opin- berra kostnaðarliða. Alls nema skuldir Grænlendinga við hið opinbera um 350 milljónum d. króna, eða um 7.000 d. kr. á hvern íbúa. Hver hreppir FIATUNO? Sól hf. Um þessar mundir verður 20.000. SODA STREAM vélin seld hér á landi. í tilefni af þessum tímamótum hefur Sól hf. ákveðið að færa einhverjum SODA STREAM eignda FIAT UNO bíl að gjöf. Það er ekki ónýtt að fá slíkan farkost í nýársgjöf. Nafn hins heppna verðurdregið úrábyrgðarskírteinum allra SODA STREAM eigenda milli jólaog nýárs n.k. og mun nafn hans birtast í dagblöðunum í byrjun janúar. EIGIR ÞÚ SODA STREAM VÉL ÁTT ÞÚ ÓKEYPISBÍL!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.